Kaplakrikavöllur
þriðjudagur 27. júní 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
FH 0 - 5 Breiðablik
0-0 Rannveig Bjarnadóttir ('3, misnotað víti)
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('18)
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('71)
0-3 Fanndís Friðriksdóttir ('74)
0-4 Rakel Hönnudóttir ('83)
0-5 Guðrún Arnardóttir ('90)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
0. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('69)
4. Guðný Árnadóttir
5. Victoria Frances Bruce
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir
8. Megan Dunnigan
9. Rannveig Bjarnadóttir ('75)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('60)
18. Caroline Murray
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir

Varamenn:
27. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
3. Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir ('75)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
11. Halla Marinósdóttir
17. Alda Ólafsdóttir ('69)
22. Ingibjörg Rún Óladóttir
26. Nadía Atladóttir

Liðstjórn:
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson
Diljá Ýr Zomers

Gul spjöld:
Erna Guðrún Magnúsdóttir ('28)

Rauð spjöld:

@huldamyrdal Hulda Mýrdal


90. mín Leik lokið!
Þetta sóknarlið Blika var einfaldlega of stór biti fyrir FH liðið í dag. Þær gerðu þetta vel og örugglega og hefðu jafnvel getað skorað enn fleiri mörk
Eyða Breyta
90. mín Leik lokið!

Eyða Breyta
90. mín MARK! Guðrún Arnardóttir (Breiðablik), Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Já einsog ég var að sleppa orðinu. Enginn miskunn hjá Blikaliðinu. Komnar með fjögra marka forrystu og ákveða bara að stíga enn fastar á bensíngjöfina. Það var varnarmaður Blika sem rak síðasta naglann í þetta í dag
Eyða Breyta
90. mín
Enginn miskunn hjá Blikum. Fanndís með lúmskt skot á nærstöngina sem Lindsay ver meistaralega í horn.
Eyða Breyta
89. mín
Skjóttu bara heyrist í stúkunni! Sandra tekur dömuna í stúkunni á orðinu með boltann fyrir utan teig, ágætis tilraun en yfir markið
Eyða Breyta
86. mín Sandra Sif Magnúsdóttir (Breiðablik) Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Rakel fær að fagna markinu með því að vera kippt útaf. Sandra kemur inná og hittir þar fyrir systur sína Selmu Sól.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Rakel Hönnudóttir (Breiðablik), Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Þetta leit ekkert sérstaklega vel út fyrir Victoriu. Svava klobbar hana lauflétt upp hægri kantinn, leggur hann út. Berglind í fyrsta og Lindsay ver meistaralega. Það er þó enginn að hjálpa henni við þetta þar sem Rakel tekur frákastið og þrykkir honum í netið!
Þessi sóknarleikur Blika eru 10 stjörnur!
Eyða Breyta
82. mín
Svava með sendingu á kollinn á Rakel en skallinn framhjá
Eyða Breyta
78. mín
FH nær fyrirgjöf inn í, auðvelt fyrir Sonný. Hún hefur haft meira að gera í vinnunni en í dag
Eyða Breyta
77. mín Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Skipting hjá Blikum
Eyða Breyta
75. mín Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir (FH) Rannveig Bjarnadóttir (FH)

Eyða Breyta
74. mín MARK! Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
HVAÐ ER Í GANGI! ÞRJÚ SKOT Í TRÉVERKIÐ SEM ENDAR MEÐ ÞVÍ AÐ FANNDÍS BRÝTUR NÁNAST MARKIÐ. SLÁIN INN

Rakel fyrst með skot í stöng, svo Svava með skot í slá sem endar með marki hjá Fanndísi. Ég efast um að Lindsay sé sátt með sínar konur. Þetta var nú meiri skothríðin á elsku Lindsay, þetta hlaut að enda á marki!
Eyða Breyta
72. mín
Fanndís með horn en Lindsay grípur þetta vel. Kemur boltann í leik en FH nær ekki að halda honum. Heyrist í Orra þjálfara FH "Nóg eftir af leiknum, halda áfram" Það er alveg hárrétt hjá honum, það þýðir lítið hjá hans konum að gefast upp núna.
Eyða Breyta
71. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Snyrtilegra verður það ekki! Fanndís með stungusendingu inn fyrir á Berglindi. Meistaralega klárað í fjærhornið og Lindsay á aldrei séns!
Eyða Breyta
69. mín
Fanndís hleypur með boltann inn á völlinn og bíður eftir séns á hægri en þetta skot hefur eflaust endað á bílastæðinu
Eyða Breyta
69. mín Alda Ólafsdóttir (FH) Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (FH)
Önnur skipting hjá FH
Eyða Breyta
65. mín
Þessa stundina á FH erfitt uppdráttar, eru í miklum eltingarleik og Blikar liggja á þeim. Það er líklegra að Blikar bæti við
Eyða Breyta
62. mín
Ingibjörg með aukaspurnu inn í. FH skallar þetta í burtu. Blikar ná boltanum aftur. Þarna voru tilþrif! Fanndís og Rakel taka þríhyrningsspil, í millitíðinni tekur Rakel hinn margfræga Zidane snúning. FH komast hinsvegar inn í þetta á síðustu stundu !
Eyða Breyta
60. mín Diljá Ýr Zomers (FH) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH)
Skipting hjá FH
Eyða Breyta
60. mín Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Skipting hjá Blikum. Selma komin inná miðjuna fyrir Andreu
Eyða Breyta
58. mín
Snyrtileg tilþrif hjá Berglindi. Vippar honum yfir varnarmann og leggur hann svo á Fanndísi sem á skot rétt framhjá!
Eyða Breyta
54. mín
Enn ein aukaspyrnan sem Sam tekur úti hægra megin. Ingibjörg tekur skotið í fyrsta og Lindsay ver þetta mjög vel! En rangstaða dæmd! Þar skall hurð nærri hælum einsog þeir segja
Eyða Breyta
54. mín
Flott sókn hjá Blikum. Boltinn berst út á Andreu. Þarna á hún bara að dúndra þessu á markið, dauðafæri!Í staðinn tekur hún eina auka snertingu og lokar færinu, skotið misheppnað
Eyða Breyta
52. mín
Murray vinnur aukaspyrnu. Tekur bara boltann af Rakel og Rakel brýtur svo á henni. Murray búin að vinna vel í leiknum og hirða ófáa bolta af Blikum. Liðsfélagar hennar verða að fylgja með þessari baráttu!
Eyða Breyta
48. mín
Blikar byrja seinni hálfleik af krafti og sækja stíft
Eyða Breyta
46. mín
Brotið á Svövu úti hægra megin. Þær eru strax mættar tvær í hana en hún hefur betur
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Búið að flauta til hálfleiks. FH búnar að vera duglegar síðustu mínútur og eru orðnar grimmari.
Það eru hinsvegar meiri gæði, hraði og beinskeyttari sóknarleikur Blika sem hafa skilið liðin að í fyrri hálfleik.

FH ingar naga sig eflaust í öll sín handarbök yfir þessari vítaspyrnu. Hefðu getað komist yfir eftir 3 mínútur, veit ekki hvort þeim brá hreinlega sjálfum að geta komist í þá stöðu svona snemma en spyrnan var ekki upp á tíu.
Eyða Breyta
44. mín
Rakel sendir inn í rangstöðuna á Berglindi. Klaufalegt
Eyða Breyta
41. mín
Þetta gerir Murray vel! Andrea alltof kærulaus rétt fyrir framan teig, Murray rassar hana út og vinnur hann. Reynir svo skot, skemmtileg tilraun en yfir markið
Eyða Breyta
39. mín
Ekta Blikauppskrift. Svava upp kantinn og á stórhættulega sendingu fyrir en enginn Bliki þar og FH hreinsar burt
Eyða Breyta
37. mín
FH leyfa Blikum að spila í öftustu línu og bíða svo rétt fyrir framan miðju eftir þeim og koma þá í pressu.
Eyða Breyta
34. mín
Mistök í FH vörninni. Megan rennur, sendingin kemst í gegn á Berglindi. Ein á móti varnarmanni FH og nær þó skoti. Lindsay ver þetta vel!
Eyða Breyta
33. mín
Ágæt sókn hjá FH. Halda honum vel upp allan völlinn en Murray missir hann of langt frá sér og Blikar vinna markspyrnu
Eyða Breyta
30. mín
FH er að reyna langa bolta fram. Það kapphlaup hefur hingað til endað þannig að það er auðvelt fyrir Blika að verjast þessum boltum
Eyða Breyta
28. mín Gult spjald: Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)
Erna Guðrún með boltann en Fanndís stígur hana út. Það er fyrirliði FH ekki sátt með og togar í hana. Ekki er það vinalegt og dómarinn ákveður að gefa henni spjald
Eyða Breyta
26. mín
Berglind fær allan heimsins tíma til að stilla upp í skot fyrir utan teig og Lindsay þarf að hafa sig alla við til að verja þetta. Hornspyrna.
Eyða Breyta
24. mín
Svava með sprett upp hægra megin, Victoria nær henni ekki. Boltinn fyrir þar sem Fanndís drepur hann snyrtilega niður og reynir skot á fjær. En þetta er framhjá hjá Fanndísi
Eyða Breyta
20. mín
Aukaspyrna sem Guðný tekur fyrir FH-þrykkir þessu beint í vegginn
Eyða Breyta
20. mín Gult spjald: Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
18. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Ég hefði ekki getað skrifað þetta betur upp! Berglind kemur niður og fær boltann, sendir hann í fyrsta inn fyrir á Svövu. Svava einsog raketta upp kantinn og setur hann niðri út í teig. Þar kemur Berglind í seinna hlaupi og setur hann uppi í fjærhornið! Ekki í fyrsta skipti sem maður sér þetta hjá Blikaliðinu í sumar!
Eyða Breyta
13. mín
Rakel og Sam með þríhyrning eftir hornspyrnu sem endar að Rakel reynir skot á nærstöngina frá D-boga. Boltinn framhjá. Enginn hætta
Eyða Breyta
13. mín
Breiðablik á hornspyrnu hægra megin. Sam spyrnir þessu inn í og Lindsay kýlir hann frá. Önnur hornspyrna
Eyða Breyta
12. mín
Hættuleg hornspyrna. Megan kastar sér í boltann á fjærstönginni og rétt framhjá!
Eyða Breyta
11. mín
Guðný með aukaspyrnu hægra megin og það er hornspyrna
Eyða Breyta
10. mín
Vá!Fanndís lúðrar þessu í þverslánna með hægri fæti! Þarna voru FH stálheppnar. Lindsay átti ekkert endilega von á þessu sýndist mér. Þvílík byrjun. Ég er allavegana vöknuð og vel það!
Eyða Breyta
9. mín
Fyrsta sókn Blika. Andrea upp í horn á Fanndísi en sendingin ekki hættuleg inní og Lindsay grípur hann
Eyða Breyta
7. mín
Blikar halda boltanum núna ágætlega og eru að þreifa sig áfram. Ekki frá því að þessi byrjun hjá FH hafi verið fínasta vekjaraklukka, þær eru allavegana vaknaðar
Eyða Breyta
5. mín
Blikar halda sig við 4-3-3

Sonný
Ásta-Ingibjörg-Guðrún-Sam
Rakel -Andrea- Hildur
Svava Rós- Berglind- Fanndís
Eyða Breyta
4. mín
FH er að spila 4-4-2 svo við komum okkur nú að því eftir þessa hasarbyrjun

L. Harris
Erna guðrún-Megan-Guðný-Victoria
Bryndís - Selma-Rannveig- Helena
Murray- Karólína
Eyða Breyta
3. mín Misnotað víti Rannveig Bjarnadóttir (FH)
SONNÝ LÁRA VER!!
Þetta er líklega ekki besta vítið sem hefur verið tekið hér í Kaplakrika en Sonný gerir vel í að verja það samt sem áður
FH stelpur ná frákastinu en skotið er yfir!! Þvílík byrjun!
Eyða Breyta
2. mín
Búin að dæma víti!! FH fær víti. Murray með boltann úti hægra megin og felld!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH byrjar með boltann!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp. Hér gæti fótboltaveður ekki verið betra og fólk er að flykkast á völlinn. Svona á þetta að vera!

Fyrir svona stórleik dugði ekkert minna en ný klipping. Nú lítur undirrituð út einsog hún hafi starfað í íþróttabransanum í 54 ár þannig að allt sem getur orðið klárt er klárt!
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH gerir eina breytingu á liði sínu. Inn kemur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og út fer Nadía Atladóttir.

Breiðablik gerir enga breytingu á liði sínu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður á RÚV spáir Blikum 0-1 sigri í kvöld:
Blikar eiga eftir að sækja linnulaust í 90. mínútur en engu að síður bara skora eitt mark, það kemur á síðustu 10 mínútunum frá Berglindi, who else?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þar sem Þór/KA virðist ekki hafa það á sinni dagskrá að tapa leik hér í deildinni verður Breiðablik að vinna hér í dag til að halda áfram í eltingarleik. En fyrir leikinn í kvöld munar sex stigum á Þór/KA og Breiðablik.

Þór/KA fer í heimsókn á Hlíðarenda kl 18:00.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef mér skjátlast ekki stærðfræðin þá eru 5 leikmenn Blika komnar með farseðil til Hollands og eru í lokahóp á EM. Það eru Sonný, Ingibjörg, Rakel, Fanndís og Berglind.

Breiðablik á einnig tvo leikmenn á svokölluðum 8 manna biðlista fyrir EM. Það eru þær Andrea Rán og Svava Rós.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikar héldu hinsvegar markasýningu suður með sjó og rúlluðu upp Grindavík með fimm mörkum gegn engu.
Spurning hvort að þær mæta hér í Kaplakrika í dag í sama flug gír!
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH tapaði naumlega fyrir toppliði Þór/KA í síðasta leik 1-0. Fengu mark á sig þegar mínúta var eftir af leiknum. Það gerist nú ekki meira svekkjandi en það í þessum bransa svo það verður forvitnilegt að sjá hvernig þær mæta hérna til leiks í dag eftir það tap.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið

Velkomin í beina textalýsingu héðan frá Kaplakrika en FH tekur á móti Breiðablik í 10.umferð.

FH er fyrir leikinn í 6.sæti með 12 stig en Breiðablik er 2. sæti með 21 stig.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
5. Samantha Jane Lofton
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('77)
22. Rakel Hönnudóttir (f) ('86)
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
28. Guðrún Arnardóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('60)

Varamenn:
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
11. Fjolla Shala
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
18. Kristín Dís Árnadóttir ('77)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('60)

Liðstjórn:
Sandra Sif Magnúsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Hildur Antonsdóttir ('20)

Rauð spjöld: