Ventspils Stadions
fimmtudagur 29. júní 2017  kl. 15:00
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Hliðarvindur og þurrt
Dómari: Rahim Hasanov (Azerbaidsjan)
Áhorfendur: Um það bil 1000
FK Ventspils 0 - 0 Valur
Byrjunarlið:
16. Andrejs Pavlovs (m)
3. Vadims Zulevs
8. Ritvars Rugins ('16)
10. Eduards Tidenbergs
11. Abdullahi Alfa
15. Aiyegun Tosin
18. Simonas Paulius
19. Nikita Kolesovs
21. Vitalijs Recickis ('75)
25. Nikola Boranijasevic
26. Antons Jemelins

Varamenn:
1. Maksims Uvarenko (m)
4. Abdul Rashid Obuobi
6. Igors Savcenkovs
7. Jurijs Zigajevs ('75)
17. Adeleke Akinola Akinyemi ('16)
20. Girts Karlsons
22. Aleksei Alekseev

Liðstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@fotboltinet Fótbolti.net


93. mín Leik lokið!
Leikur með fáum marktækifærum. Fín úrslit fyrir Valsmenn fyrir síðari leikinn á gervigrasinu á Hlíðarenda í næstu viku.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
90. mín
Þrjár mínútur í viðbótartíma.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
89. mín Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Sveinn Aron tekur síðustu mínúturnar.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
89. mín
Dion Acoff með skot í varnarmann og aftur fyrir endamörk. Hornspyrna.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
84. mín
Rólegt yfir þessu núna. Valsmenn sækja ekki á mjög mörgum mönnum í augnablikinu. Sáttir með stöðuna.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
78. mín Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll smávægilega meiddur. Tekur sér góðan tíma í að labba af velli.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
75. mín Jurijs Zigajevs (FK Ventspils) Vitalijs Recickis (FK Ventspils)

Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
74. mín
Paulius á skot eftir fyrirgjöf en Orri Sigurður Ómarsson nær að henda sér fyrir það. Vel gert hjá Orra.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
72. mín
Haukur Páll Sigurðsson liggur meiddur á vellinum. Einar Óli Þorvarðarson, sjúkraþjálfari Vals, hugar að meiðslum hans. Haukur Páll heldur síðan áfram leik.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
70. mín
Valsmenn taka löng innköst við öll tækifæri. Sigurður Egill tekur þau vinstra megin og Arnar Sveinn hægra megin.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
68. mín
Valsmenn sækja stíft núna. Skemmtilega útfærð aukaspyrna sem Bjarni Ólafur skallar inn í pakkann. Ventspils nær að bjarga.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
66. mín
Valsmenn nálægt því að skora! Sigurður Egill fær langa sendingu og skallar boltann áfram. Kristinn Ingi hefur betur í baráttu við varnarmann og á skot en Pavlovs kemur út á móti og ver. Pavlovs var nánast alveg ofan í Kristni þegar hann náði loksins skotinu.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
63. mín
Vitalijs Recickis með skot fyrir utan teig en boltinn fer yfir markið.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
60. mín
Eiður Aron með skalla hárfínt yfir markið eftir hornspyrnu frá Einari Karli. Besta tilraun Vals!
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
58. mín
Einar Karl Ingvarsson fær boltann fyrir utan vítateig og tekur viðstöðulaust skot. Skotið er fast en yfir markið.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
52. mín
Sigurður Egill fellur í teignum eftir baráttu við varnarmann. Ekkert dæmt. Líklega rétt. Hefði verið harður dómur að dæma víti þarna. Þetta var gamla góða öxl í öxl.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
46. mín Hálfleikur
Nokkuð tíðindalítil fyrri hálfleikur að baki. Heimamenn þó öllu líklegri. Valsmenn eflaust sáttir með stöðuna.

Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
45. mín
Eduards Tidenbergs á skot eftir hornspyrnu en Orri Sigurður Ómarsson kemst fyrir það.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
45. mín
Dion Acoff er í kapphlaupi við varnarmann Nikit Kolesovs nálægt miðlínu. Dion ætlar að skalla boltann áfram og sleppa í gegn þegar Kolesovs sparkar bæði í boltann og hausinn á Dion. Ekkert dæmt við litla hrifningu Valsmanna.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
44. mín
Ventspils fær þrjár hornspyrnur í röð en Valsmenn standa alla storma af sér.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
36. mín
Nikola Boranijasevic á skot af 25 metra færi en Anton ver örugglega.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
29. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Stöðvar Tosin í skyndisókn. Hasanov dómari setti nýtt met í að vera fljótur upp með gula spjaldið. Brotið var samt frekar saklaust.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
27. mín
Sigurður Egill með hættulega sendingu af vinstri kantinum en Andrejs Pavlovs nær að handsama boltann rétt áður en Kristinn Ingi og Dion ná til hans.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
23. mín
Besta færi leiksins! Eftir fyrirgjöf dettur boltinn fyrir fætur Aiyegun Tosin nálægt vítateigslínunni. Hann er einn og óvaldaður og á skot en boltinn fer framhjá markinu.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
20. mín
Langt innkast frá Arnari Sveini skapar hættu á teignum. Eiður Aron nær á endanum skotinu en það fer talsvert framhjá markinu.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
16. mín Adeleke Akinola Akinyemi (FK Ventspils) Ritvars Rugins (FK Ventspils)
Rugins getur ekki haldið leik áfram. Adeleke kemur inn á. Leikurinn er hafinn á ný.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
14. mín
Ritvars Rugins liggur sárþjáður á vellinum eftir að hafa fengið skot í höfuðið af hálfs meters færi. Leikurinn er stöðvaður á meðan hugað er að meiðslum hans.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
7. mín
Sigurður Egill bjargar á línu eftir að Antons Jemelins átti skot sem kom í kjölfarið á hornspyrnu hjá Ventspils.

Ventspils hefur sótt meira síðustu mínútur.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
3. mín
Bæði lið búin að fá hornspyrnu snemma leiks. Ekkert kom út úr þeim.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Lokapeppið fyrir leikEyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ventspils er líklegri aðilinn samkvæmt veðbönkum.

2,20 er stuðullinn á heimasigur en stuðullinn á sigur Vals er 3,20. Stuðullinn á jafntefli er 3,30.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Töluverður hliðarvindur er á vellinum og þurrt.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
11 stuðningsmenn Vals eru staddir á leiknum í Lettlandi. Valsfáninn er síðan á áberandi stað í stuðningsmannahólfi Vals.

Heimamenn búast við 1800 manns á leiknum í dag en ekki nema 400 áhorfendur eru mættir í stúkuna þegar tíu mínútur eru í leik.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ventspils er með áhugaverða uppstillingu á fremstu þremur mönnum sínum.....Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Tuttugu stiga hiti er á heimavelli Ventspils í dag en leikvangurinn tekur 3200 áhorfendur í sæti.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ventspils er í sjötta sæti af sjö liðum í lettnesku úrvalsdeildinni en liðið hefur einungis unnið tvo leiki af ellefu á þessu tímabili og valdið vonbrigðum.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ventspils stillir upp í 3-4-3 samkvæmt uppstillingu uefa.com. Langflestir leikmenn liðsins eru frá Lettlandi auk þess sem nígerísku leikmennirnir Abdullahi Alfa og Aiyegun Tosin byrja báðir. Landi þeirra Adeleke Akinola Akinyemi er á bekknum. Tosin er aðalmarkaskorari Ventspils en hann hefur skorað fimm mörk á tímabilinu.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Sindri Björnsson kemur inn í byrjunarlið Vals fyrir Guðjón Pétur Lýðsson. Sindri hefur einungis leikið þrjá leiki á tímabilinu hingað til en hann fær sénsinn í dag.

Bjarni Ólafur Eiríksson var í banni í síðasta leik gegn Fjölni en hann snýr aftur í liðið á kostnað Rasmus Christiansen. Að öðru leyti er sama lið hjá Val og gegn Fjölni.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik


Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Englendingurinn Paul Ashworth þjálfar Ventspils en hann hefur þjálfað meira og minna í Lettlandi frá aldamótum.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Valur tapaði samanlagt 10-1 gegn Bröndby í Evrópudeildinni í fyrra en möguleikarnir ættu að vera talsvert betri gegn Ventspils.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals
Ég held að möguleikarnir séu ágætir. Við erum aðeins búnir að skoða þetta lið. Þetta virðist vera mjög vinnusamt lið sem gefur fá færi á sér. Þeir eru öflugir en skora lítið. Liðið hefur verið í Evrópukeppi samfleytt frá 1999 og hefur einu sinni farið í riðlakeppnina. Þetta er lið sem veit hvað það er að gera í þessari keppni. Þetta verður erfiður leikur en við eigum klárlega möguleika.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Valsmenn fóru til Lettlands á sunnudaginn til að komast þangað í beinu flugi. Þeir hafa því fengið góðan tíma til undirbúnings.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Gleðilegan Evrópudag!
Hér verður fylgst með leik Ventspils og Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn fer fram í Ventpsils í Lettlandi en sá síðari er á Valsvelli eftir viku.

Textalýsingin verður með aðeins minna sniði vegna tæknimála en við erum þó í beinu sambandi við mömmu sem er á vellinum í Ventspils.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
7. Haukur Páll Sigurðsson (f) ('78)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('89)
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Arnar Sveinn Geirsson
16. Dion Acoff
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
9. Nicolas Bögild
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('78)
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('89)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('29)

Rauð spjöld: