Samsung völlurinn
fimmtudagur 10. ágúst 2017  kl. 18:00
Pepsi-deild kvenna 2017
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
Stjarnan 2 - 2 ÍBV
0-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('45)
1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('53)
2-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('74, víti)
2-2 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('89, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
0. Ana Victoria Cate
4. Kim Dolstra
5. Lorina White
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('75)
14. Donna Key Henry
17. Agla María Albertsdóttir ('90)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('86)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir (m)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('86)
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('90)
26. Harpa Þorsteinsdóttir ('75)

Liðstjórn:
Helga Franklínsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Jón Þór Brandsson

Gul spjöld:
Kim Dolstra ('36)

Rauð spjöld:

@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir


94. mín Leik lokið!
Leik lokið með 2-2 jafntefli!

Dramatík í lokin og allt eins sanngjörn úrslit þó Stjarnan hafi verið meira með boltann.

Bæði lið hljóta að vera drullufúl með að ná ekki sigri á sama tíma og topplið Þórs/KA tapar stigum fyrir norðan.

Ég þakka fyrir mig í bili og minni á skýrslu og viðtöl síðar í kvöld.

Yfir og út.
Eyða Breyta
93. mín
Þarna var Anna María heppin!

Henti sér í svaka tæklingu, langt á eftir Cloé sem var komin inná teig. Sem betur fer hitti Anna María ekki Cloé en boltinn endar í hornspyrnu.

Sóley tekur spyrnuna en aftur eru Eyjakonur dæmdar brotlegar.
Eyða Breyta
92. mín
Jahérna hér!

Stórhættuleg sókn hjá ÍBV. Kristín Erna á fyrirgjöf sem Cloé reynir að teygja sig í en missir af. Boltinn berst á fjær á Clöru sem setur boltann hátt yfir úr þröngu færi.

Ætlar ÍBV að stela þessu í lokin?
Eyða Breyta
91. mín
Bryndís!

Sú kemur inn af krafti. Á geggjaða sendingu inn á Donnu sem sneri með varnarmann í bakinu og setti boltann rétt framhjá.
Eyða Breyta
90. mín Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
89. mín Mark - víti Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Sísí fer svellköld á punktinn og neglir boltanum upp í vinstra markhornið!

2-2!
Eyða Breyta
88. mín
VÍTI!

Andri dæmir vítaspyrnu. Hendi, víti á Kim Dolstra.

Þetta kom upp úr engu. Spurning hvort Kim hafi verið innan eða utan teigs?

Það þarf að skoða þetta í endursýningu.
Eyða Breyta
86. mín Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)

Eyða Breyta
86. mín Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Fyrirliðinn búin að skila góðu dagsverki og setja tvö mörk. Er væntanlega tekin af velli útaf höfuðhögginu. Það á auðvitað aldrei að taka sénsa með slíkt.
Eyða Breyta
85. mín
HARPA!

Þetta sér maður ekki oft. Harpa klikkar af markteig!

Donna komst upp vinstra megin. Setti boltann fyrir á Katrínu sem var óeigingjörn og fleytti boltanum áfram á Hörpu sem var í dauðafæri á markteig en setti boltann beint á Adelaide.
Eyða Breyta
84. mín
Katrín er komin aftur inná.
Eyða Breyta
81. mín
Katrín liggur eftir á vellinum. Virðist vera eitthvað vönkuð eftir að hafa farið upp í skallabolta.
Eyða Breyta
80. mín Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
Sóknarmaður fyrir varnarmann. Sýnist Jeffs ætla í 4-4-2 í lokin. Clara fer út til vinstri.
Eyða Breyta
78. mín
Enn og aftur fær Stjarnan hornspyrnu. Nú tekur Agla María hornið stutt á Donnu. Fær boltann aftur og reynir ágætt skot en Adelaide ver vel.
Eyða Breyta
75. mín Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Harpa leysir Gummu af. Gumma ekki búin að finna sig í leiknum.
Eyða Breyta
74. mín Mark - víti Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Donna Key Henry
Katrín Ásbjörnsdóttir er búin að koma Stjörnunni yfir!

Rut braut klaufalega á Donnu í teignum og ekki annað hægt en að dæma víti.

Katrín mætti yfirveguð á punktinn. Beið eftir að Adelaide veldi horn og setti boltann svo hinu megin.
Eyða Breyta
72. mín
Tveir sénsar hjá Stjörnunni!

Boltinn dettur fyrir Katrínu í teignum en Gumma tekur boltann af henni og þar með færið.

Stuttu síðar á Ana Cate svo annað þrumuskot utan af velli en beint á Adelaide.
Eyða Breyta
68. mín
ÍBV fær horn. Sóley setur boltann fyrir en það er brotið á Gemmu og Stjarnan snýr vörn í sókn.
Eyða Breyta
65. mín
Það eru annars áhugaverðar tölur fyrir norðan þar sem Fylkir er 3-1 yfir gegn toppliði Þórs/KA.

Það er staða sem ætti heldur betur að kveikja í liðunum hér. Sigur gæti galopnað toppbaráttuna ef Fylkisliðið heldur út.
Eyða Breyta
64. mín
Áfram reyna leikmenn að skjóta utan af velli. Nú var Katrín Ásbjörns að testa vinstri fótinn. Ágætt skot en ekki nóg til að sjá við Adelaide.
Eyða Breyta
61. mín
Gumma reynir langskot hinum megin en setur boltann framhjá fjærstönginni. Hefði mátt fara nær þarna!
Eyða Breyta
60. mín
Katie Kraeutner!

Fínasta skottilraun hjá Katie. Setur boltann rétt yfir!
Eyða Breyta
57. mín
Enn ein hornspyrnan sem Stjarnan fær!

Agla María setur boltann á fjær en hann svífur yfir allan pakkann og hættan rennur hjá.
Eyða Breyta
53. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Donna Key Henry
Einfalt og fallegt jöfnunarmark hjá Stjörnunni!

Gumma stakk boltanum inn á Donnu sem setti boltann fyrir á Katrínu Ásbjörns sem var búin að koma sér í góða stöðu á markteig. Ísköld Katrín tók á móti boltanum áður en hún setti hann framhjá Adelaide. Vel gert!
Eyða Breyta
52. mín
ANA CATE!

Þvílík og önnur eins negla! Ana lætur vaða vel utan af velli en setur boltann rétt yfir.
Eyða Breyta
50. mín
Seinni hálfleikur byrjar svipað og sá fyrri. Liðin leita að uppspilsleiðum en þekkja hvort annað vel og loka svæðunum sem andstæðingunum þykir best að sækja í.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þetta er byrjað aftur. Engar breytingar á liðunum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kvissbammbúmm. Þetta var það síðasta sem við fengum að sjá í fyrri hálfleik og kveikir vonandi í leikmönnum fyrir síðari hálfleikinn því það hefur ekki verið boðið upp á neina veislu hérna til þessa.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
MAAAARK!

Vægast sagt slappur varnarleikur hjá Stjörnunni.

Cloé á fyrirgjöf frá vinstri og mér sýnist það vera Kristín Erna sem á viðstöðulaust skot sem Gemma ver út í teig og aftur á Kristínu Ernu sem kemur boltanum í netið á meðan varnarmenn Stjörnunnar fylgjast með.
Eyða Breyta
44. mín
Jahérna hér!

Það má ekki líta af Cloé og hér fær hún færi á að hlaupa af stað inn á teig. Hún leikur á Kristrúnu og reynir svo skot sem Anna María gerir vel í að henda sér fyrir. Boltinn dettur aftur fyrir Cloé sem kemur honum á Sísí sem, eins og áðan, rennir boltanum út til vinstri í stað þess að skjóta sjálf. Þar er Kristín Erna mætt og kemur boltanum yfir marklínuna.

Hún er hinsvegar dæmd rangstæð! Ég er ekki viss um að þetta hafi verið réttur dómur. Sýndist Lorina spila hana réttstæða. En Eyjakonur mótmæla svosem ekki harðlega svo við treystum dómurunum fyrir þessu.
Eyða Breyta
40. mín
Stjarnan er að ógna meira hér í lok fyrri hálfleiksins en við bíðum ennþá spennt eftir fyrsta opna færi leiksins.

Eyða Breyta
38. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar eftir að Lára straujaði Sísí.

Rut sendir boltann inn á teig en sendingin er slök og endar aftur fyrir.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Kim Dolstra (Stjarnan)
Kim er fyrst í bókina hjá Andra. Fær verðskuldað spjald eftir ljóta tæklingu á Cloé úti á velli.
Eyða Breyta
35. mín
Aftur fær Stjarnan horn. Hægra megin í þetta skiptið og þá er komið að Kristrúnu að munda vinstri fótinn. Hún setur boltann fyrir en Adelaide hleypur út í teiginn og slær boltann aftur fyrir.

Aftur horn. Nú vinstra megin og það er Agla María sem tekur. Setur boltann fyrir en Adelaide er aftur öflug í loftinu og grípur fyrirgjöfina.
Eyða Breyta
32. mín
Agla María brunar af stað með boltann og hleypur upp allan vallarhelming gestanna. Er komin í álitlega stöðu til að negla á markið en velur að stinga boltanum á Donnu. Sendingin er hinsvegar alltof, alltof föst og boltinn fer aftur fyrir. Klaufalegur endir á annars flottri sókn.
Eyða Breyta
30. mín
Donna Key!

Ágætis skyndisókn hjá Stjörnunni. Kristrún kom boltanum upp kantinn á Öglu Maríu sem lék í átt að marki og renndi boltanum svo fyrir á Donnu Key sem reyndi að taka boltann á hælinn framhjá Adelaide. Fín tilraun en skotið frá Donnu ekki nógu ógnandi.
Eyða Breyta
27. mín
Aftur færi hjá ÍBV!

Fín sókn hjá gestunum. Kristrún reyndi fyrirgjöf sem Adrienne komst fyrir. Boltinn virtist á leiðinni útaf en skoppaði undarlega á gervigrasinu og hélst inná svo að ÍBV brunaði í skyndisókn.

Cloé komst á ferðina og kom boltanum út í teig á Sísí. Sú hefði getað neglt á markið en lét boltann ganga áfram út til vinstri á Kristínu Ernu sem var við það að munda skotfótinn þegar Gemma Fay hirti boltann af tánnum á henni.
Eyða Breyta
25. mín
Séns hjá ÍBV!

Katie Kraeutner fær fínt skotfæri úr teignum en setur boltann rétt yfir.
Eyða Breyta
23. mín
Fyrsta hornspyrna ÍBV. Sóley snýr boltanum inn að marki en Donna Key er mætt til baka og skallar frá.
Eyða Breyta
22. mín
Leikmenn beggja liða eru að flýta sér um of oft á tíðum og reyna úrslitasendingar of snemma í stað þess að láta boltann ganga einfalt.
Eyða Breyta
20. mín
Þriðja hornspyrna Stjörnunnar. Agla María og Katrín reyna aftur að taka stutt horn en mér sýnist það vera Sóley sem nær að komast fyrir fyrirgjöfina. Þessi útfærsla er ekki alveg að ganga.
Eyða Breyta
18. mín
Fyrsti séns ÍBV. Rut Kristjáns reynir lúmskt skot rétt utan teigs en setur boltann í hliðarnetið.
Eyða Breyta
15. mín
Ekkert markvert að gerast hér síðustu mínútur. Liðunum gengur lítið að byggja upp spil og hlaupagikkurinn Cloé hefur verið í fínni gæslu hjá Kim og Önnu Maríu það sem af er.
Eyða Breyta
8. mín
Stjarnan fær aðra hornspyrnu. Agla María tekur spyrnuna og setur boltann fastan inn í teig með jörðinni í þetta skiptið. Þar mætir Lára Kristín í skotið en setur boltann aðeins framhjá. Fínasta tilraun.
Eyða Breyta
6. mín
Donna Key!

Flott einstaklingsframtak hjá Donnu. Hún nýtti sér kæruleysi hjá Sesselju sem taldi boltann vera á leið útaf, hélt honum laglega inná og brunaði inn á teig þar sem litlu mátti muna að hún næði skoti. Hættulegt hjá heimakonum.
Eyða Breyta
5. mín
Stjarnan stillir svona upp:

Gemma
Lorina - Anna María - Kim Dolstra - Kristrún
Lára Kristín - Ana Cate
Gumma - Katrín - Agla María
Donna Key


Lið gestanna lítur svona út:

Adelaide
Sesselja - Caroline - Ingibjörg Lúcía
Adrienne - Sigríður Lára - Rut - Sóley
Katie - Cloé - Kristín Erna
Eyða Breyta
4. mín
Smá ping pong hér í upphafi. Stjarnan fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Agla María tekur hornið stutt á Katrínu sem leggur hann aftur út á Öglu Maríu en ekkert verður úr fyrirgjöfinni.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Gestirnir byrja og leika í átt að Flataskóla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrirliðarnir Sóley og Katrín takast í hendur og fara yfir málin með Andra dómara. 2 mínútur í leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þjálfararnir halda sig báðir við svipaða blöndu og að undanförnu. Ian Jeffs stillir upp sama liði og sigraði Val í síðustu umferð en Óli Guðbjörns gerir eina breytingu á liði Stjörnunnar frá markalausa jafnteflinu við Grindavík. Donna Key kemur inn í byrjunarliðið fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það styttist í fjörið. Veðurguðirnir leika við hvern sinn fingur hér í Garðabænum. Sól og blíða en nett hliðargola til að kæla leikmenn aðeins niður.

Ég hvet alla til að drífa sig á völlinn. Ekki annað hægt en að gera ráð fyrir frábærri skemmtun þessara tveggja öflugu liða.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan átti þrjá fulltrúa í landsliðshópnum okkar á EM. Þær Öglu Maríu Albertsdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur. Þær mæta Sigríði Láru Garðarsdóttur, landsliðsfélaga sínum á eftir, en Sísí verður væntanlega á sínum stað á miðjunni hjá ÍBV.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vegna leikjaálags hjá Stjörnunni í ágústmánuði var leikur þeirra gegn Grindavík færður fram fyrir Verslunarmannahelgi. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli og Stjarnan hefur því leikið einn leik eftir EM-hlé, annað en ÍBV sem spilaði síðast gegn Val 2. júlí. Það er spurning hvort og þá hvaða áhrif leikjaniðurröðunin hafi á leikmenn liðanna í kvöld. Verða einhverjir fætur ferskari en aðrir?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag!

Hér verður fylgst með stórleik Stjörnunnar og ÍBV í Pepsi-deild kvenna.

Fyrir leik er Stjarnan í 2. sæti með 26 stig eftir 12 leiki en ÍBV í 3. sæti með 25 stig eftir 11 leiki. 2. sæti deildarinnar er því í húfi hér í kvöld en bæði lið vilja koma sér fyrir þar og halda stífri pressu á toppliði Þórs/KA.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('80)
7. Rut Kristjánsdóttir ('86)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
3. Júlíana Sveinsdóttir ('86)
10. Clara Sigurðardóttir ('80)
13. Díana Helga Guðjónsdóttir
16. Linda Björk Brynjarsdóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir

Liðstjórn:
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Dean Sibons

Gul spjöld:

Rauð spjöld: