Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Þór
0
0
ÍR
11.08.2017  -  18:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: 13 gráður og smá sól
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Freyr Hjaltalín ('78)
Orri Sigurjónsson
4. Gauti Gautason
5. Loftur Páll Eiríksson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Atli Sigurjónsson
21. Kristján Örn Sigurðsson
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
2. Tómas Örn Arnarson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('78)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
18. Alexander Ívan Bjarnason
26. Númi Kárason
30. Stipe Barac

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Hannes Bjarni Hannesson
Guðni Þór Ragnarsson

Gul spjöld:
Jónas Björgvin Sigurbergsson ('40)
Orri Sigurjónsson ('49)
Jóhann Helgi Hannesson ('57)
Gauti Gautason ('63)
Atli Sigurjónsson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Atli með fínan bolta sem að Ármann nær að teygja sig í en boltinn yfir. Guðmundur Ársæll flautar til leiks loka í kjölfarið og markalaust jafntefli staðreynd hér á Þórsvelli í ansi bragðdaufum leik.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Aukaspyrna hér á miðjum velli fyrir Þórsara.
90. mín
Hornspyrna Atla er góð og ratar beint á pönnuna á Jóhanni Helga sem að nær fínum skalla en boltinn fer rétt framhjá.
90. mín
Þórsarar eiga hér hornspyrnu sem að Atli ætlar að taka.
89. mín
Punyed með hornspyrnu sem að Aron Birkir grípur örugglega.
86. mín
Ármann Pétur á hér skalla að marki sem að Halldór bjargar á línu. Þórsarar hér í stúkunni kalla eftir hendi en Guðmundur flautar ekki. Hárrétt ákvörðun hjá honum.
85. mín
Fimm mínútur hér eftir. Fáum við dramatískt sigurmark hér í lokin?
84. mín
Inn:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR) Út:Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR)
Síðasta skipting Addó hérna í dag.
81. mín
Spyrnan fer undir vegginn en svo beint á Helga Frey í markinu.
80. mín
Aukaspyrna hér á stórhættulegum stað fyrir Þórsara. Renato Punyed brýtur á Atla Sigurjóns. Atli stendur sjálfur yfir boltanum.
78. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (ÍR) Út:Sergine Fall (ÍR)
78. mín
Inn:Ármann Pétur Ævarsson (Þór ) Út:Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
77. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (Þór )
Togar aftan í Jordian Farahani.
71. mín
Inn:Jón Gísli Ström (ÍR) Út:Hilmar Þór Kárason (ÍR)
Hilmar Þór búinn að vera í vandræðum í dag. Spurning hvort að Strömvélin sé það sem að ÍR-ingar þurfa.
70. mín
Atli Sigurjóns reynir skot hér úr þröngu færi en boltinn í hliðarnetið.
69. mín
Jónas með langt innkast sem að Gunnar Örvar nær að taka á bringuna og reynir hjólhestaspyrnu en boltinn framhjá.
68. mín
Liðin skiptast hér á að vera með boltann en skapa sér ekkert útúr því.
63. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Þór )
62. mín
Jóhann Helgi við það að sleppa í gegn en Andri Jónasson gerir frábærlega og sparkar boltanum í framherjan og útaf.
62. mín
Viktor spyrnir boltanum beint útaf aftur.
61. mín
ÍR-ingar sækja stíft þessa stundina og eiga hornspyrnu.
60. mín
Kominn ágætis hiti í menn. Verður gaman að sjá hvernig þessi leikur þróast.
59. mín
Jóhann Helgi brýtur klaufalega hér á ÍR-ingi og Breiðhyltingarnir hópast í kringum Guðmund Ársæl og heimta rautt. Hefði verið harður dómur og Jóhann sleppur með tiltal.
57. mín Gult spjald: Már Viðarsson (ÍR)
57. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann Helgi keyrir á fullu inní Helga Frey sem að var kominn með boltann. Már Viðarsson er ekki ánægður með framgöngu Jóhanns og ýtir honum. Gult spjald á báða.
55. mín
Spyrna Atla endar beint á kollinum á Jóhanni Helga en hann er fyrir innan og er réttilega flaggaður rangstæður.
55. mín
Atli Sigurjóns búinn að vera mjög líflegur hér í dag og vinnur aukaspyrnu á góðum stað fyrir Þórsara.
51. mín
Orri Sigurjónsson hér alltof seinn og brýtur á Jordian Farahani. Hann verður að fara varlega núna.
51. mín
Atli Sigurjónsson með fína tilraun hérna af vítateigshorninu en boltinn flýgur rétt framhjá stönginni.
50. mín
Sergine Modou Fall liggur hér eftir og heldur um höfuðið.
49. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Þór )
Vildi fá hendi og lætur Guðmund Ársæl heyra það. Fær gult spjald að launum.
46. mín
Guðmundur Ársæll flautar hér leikinn aftur á. ÍR-ingar byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Guðmundur Ársæll til loka fyrri hálfleiks. Þórsarar hafa verið töluvert betri í þessum leik og ÍR-ingar ekki skapað sér nein opin marktækifæri. Vonandi fáum við mörk í seinni hálfleik.
45. mín
Potential skyndisókn ÍR-inga rennur snögglega í sandinn. Hilmar Þór nær ekki að halda boltanum inná. Sóknarmenn ÍR ekki búnir að finna neinar leiðir í gegnum vörn Þórsara.
40. mín Gult spjald: Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Virtist slá þarna í Guðfinn. Sýndist þetta vera óviljaverk en gult spjald réttlætanlegt.
37. mín
Jónas með flotta fyrirgjöf hérna en Andri Jónasson gerir vel í að skalla boltann í innkast.
35. mín
Boltinn er hér að fara útaf en Jóhann Helgi grípur hann rétt áður. Ódýr aukaspyrna að gefa frá sér þarna.
32. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (ÍR)
Jónas gerir frábærlega og er við það sleppa í gegn en Óskar hangir í honum og fær réttilega gult spjald. Jónas ekki sáttur við fyrrum samherja sinn þarna.
31. mín
Loftur Páll búinn að vera í tómu basli með að koma boltanum frá sér og líklegast búinn að senda oftar á Jordian Farahani heldur en samherja.
28. mín
Atli Sigurjónsson með frábæra sendingu á Jónas sem kemur með fastan bolta fyrir en boltinn fer beint í höndina á Gunnari Örvari og Guðmundur dómari leiksins gerir rétt að flauta.
25. mín
Furðuleg aukaspyrna Sigurðs Marinós meðfram jörðu endar beint hjá varnarmanni ÍR og boltanum spyrnt burt.
24. mín Gult spjald: Sergine Fall (ÍR)
Aukaspyrna hér á góðum stað fyrir Þórsara
19. mín
Þórsarar að taka hér öll völd á vellinum. Hornspyrna ratar á fjærstöng þar sem að Orri Freyr Hjaltalín lúrir og nær að setja boltann fyrir aftur en nafni hans Sigurjónsson nær ekki að stanga hann í opið markið. Komið hörku líf í þennan leik.
16. mín
DAUÐAFÆRI!!

Atli Sigurjóns með flotta pressu og vinnur boltann af varnarmönnum ÍR og á góða sendingu inná Jónas sem er einn á móti markmanni en Helgi Freyr gerir meistaralega í að verja.
13. mín
Þarna munaði litlu.

Orri Sigurjóns tekur fasta aukaspyrnu lengst utan af velli sem að fer yfir pakkan en Helgi Freyr bjargar í horn.
12. mín
Sigurður Marinó skýtur horninu beint útaf. Markspyrna.
12. mín
Jóhann Helgi hér með flottan sprett inní vítateig Ír-inga en skotið í varnarmann. Horn fyrir heimamenn.
10. mín
Ír-ingar hér í fínu færi eftir skyndisókn en Sergine hittir boltann ekki vel og sóknin rennur útí sandinn.
6. mín
Hilmar Þór hér í fínu færi eftir flotta stungusendingu en skotið yfir.
5. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Bæði lið að reyna að fikra sig áfram í gegnum varnir mótherjanna.
1. mín
Leikurinn er hér hafinn. Þórsarar byrja og sækja í átt að Glerárskóla.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram 3. júní á ÍR-velli. ÍR-ingar unnu leikin með tveimur mörkum gegn einu.

Mörkin komu öll í lokin, Sveinn Elías Jónsson hafði komið Þór yfir á 86. mínútu en Viktor Örn Guðmundsson og Sergine Modou Fall svöruðu fyrir ÍR með í uppbótartíma.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrir leikinn er Þór í 6. sæti deildarinnar með 26 stig en íR er í 10. sætinu með 12 stig, aðeins fjórum stigum frá fallsæti.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Þórs og ÍR í 16. umferð Inkasso deildar karla.

Hér verður hægt að fylgjast með öllu því helsta sem gerist í leiknum sem hefst klukkan 18:00 á Þórsvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hilmar Þór Kárason ('71)
4. Már Viðarsson (f)
10. Viktor Örn Guðmundsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('84)
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
21. Jordian Farahani
22. Axel Kári Vignisson
27. Sergine Fall ('78)

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
3. Reynir Haraldsson
7. Jón Gísli Ström ('71)
7. Jónatan Hróbjartsson
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('84)
14. Renato Punyed Dubon ('78)
19. Eyþór Örn Þorvaldsson

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Sergine Fall ('24)
Óskar Jónsson ('32)
Már Viðarsson ('57)

Rauð spjöld: