Kaplakrikavöllur
þriðjudagur 22. ágúst 2017  kl. 18:00
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Megan Dunnigan
FH 1 - 1 ÍBV
0-1 Rut Kristjánsdóttir ('36)
1-1 Caroline Murray ('41)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
3. Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir ('46)
5. Victoria Frances Bruce
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir
8. Megan Dunnigan
9. Rannveig Bjarnadóttir
17. Alda Ólafsdóttir
18. Caroline Murray
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('63)
26. Nadía Atladóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
11. Halla Marinósdóttir
13. Snædís Logadóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('63)

Liðstjórn:
Maria Selma Haseta
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson
Hákon Atli Hallfreðsson
Diljá Ýr Zomers
Guðný Þóra Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir


93. mín Leik lokið!
Game over. Jafntefli er niðurstaðan. Eyjakonur geta ekki verið sáttar við þetta. Þrjú jafntefli í deild eftir EM-frí og draumurinn um 2. sætið verður fjarlægari.

FH-ingar halda hinsvegar áfram að bæta árangurinn síðan í fyrra. Eru komnar með 19 stig og geta glaðst yfir því.

Ég þakka fyrir mig í bili og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
Eyða Breyta
91. mín
Kristinn dómari gefur merki um að það séu 2 mínútur eftir.
Eyða Breyta
90. mín
Fín pressa hjá FH. Alda kemst í skotfæri utan teigs en setur boltann hátt yfir.
Eyða Breyta
89. mín Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Katie Kraeutner (ÍBV)
Katie er löngu sprungin. Sjáum hvort Clara fái einhverja sénsa þessar lokamínútur.
Eyða Breyta
89. mín
Síðast séns hjá FH?

Hornspyrna. Alda setur boltann fyrir en ég sé ekki hvaða FH-ingur það er sem skallar framhjá.
Eyða Breyta
86. mín
Þetta virðist ætla að fjara út með jafntefli. Lítið eftir á tanknum hjá mörgum.
Eyða Breyta
83. mín
Skyndisókn hjá FH!

Megan vinnur boltann og þær Alda komast tvær á tvær. Megan ákveður að fara sjálf og láta vaða að marki. Ágætt skot en nánast beint á Adelaide.
Eyða Breyta
81. mín
FH-liðið er eitthvað að eflast en lítið að frétta hjá ÍBV.

Caroline Murray er búin að vera spræk en gengur illa að hitta á rammann ef markið er undanskilið. Var að skjóta framhjá rétt utan teigs.
Eyða Breyta
78. mín
Talandi um fútt. Ágæt sókn hjá FH. Alda á fyrirgjöf frá vinstri og á Megan sem skallar boltann ofan á slánna og aftur fyrir.
Eyða Breyta
77. mín
Jæja. Nú viljum við fá svolítið fútt í þetta!
Eyða Breyta
75. mín
Það er komin niðurstaða í stóra "Yeah baby" málið. Þetta ku vera pabbi Victoriu. Lífgar upp á lífið í stúkunni. Flottur karl.
Eyða Breyta
74. mín
Ja hérna! Þetta er klaufalegt hjá Karólínu Leu. Ætlar að negla boltanum fram en sparkar í vinstri fótinn á sjálfri sér og boltinn fer aftur fyrir endamörk.

ÍBV fær horn en ná ekki að skapa hættu.

Afskaplega lítil gæði í þessu þessa stundina, því miður.
Eyða Breyta
72. mín
ERNA GUÐRÚN!

Guðný er farin útaf svo Erna Guðrún tekur að sér að negla á markið utan af velli. Frábært langskot frá fyrirliðanum sem smellur í slánni!

Greinilega fleiri en Guðný í FH-liðinu sem geta skotið á markið!
Eyða Breyta
69. mín
Ágætt hlaup hjá Caroline Murray en henni bregst bogalistin í skotinu og álitlegt færi varð að markspyrnu.
Eyða Breyta
66. mín
Þvílíkir taktar hjá Öldu!

Fær sendingu í mittishæð. Tekur boltann á hælinn framhjá varnarmanni og í hlaupaleiðina sína. Það munar engu að hún sleppi í gegn en Sesselja mætir og hreinsar.
Eyða Breyta
63. mín Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH) Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Önnur skipting FH. Karólína Lea fer út til vinstri.
Eyða Breyta
62. mín
Hætta uppvið mark FH!

Sóley tekur hornspyrnu á kollinn á Sísi sem skallar að marki. Boltinn dettur fyrir Ingibjörgu Lúcíu sem á ágætt skot að marki en ekki nógu fast og Lindsey ver.
Eyða Breyta
61. mín
FH-ingar eru í basli og ná ekki að halda boltanum þessar mínúturnar. Erna Guðrún var að missa boltann klaufalega en Eyjakonur ná ekki að fylgja eftir góðri pressu.
Eyða Breyta
59. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á miðjum velli og Rut setur boltann inn á teig. Ekki nógu góð sending og Lindsey grípur boltann.

Hún er hinsvegar alveg utan við sig og rúllar boltanum á Sóley þegar hún ætlar að finna samherja. Sóley var sem betur fer fyrir FH ekki viðbúin sendingunni og FH-ingar náðu að bægja hættunni frá í bili.
Eyða Breyta
56. mín
SÍSÍ!

Hörkuskottilraun frá Sísí utan af velli en boltinn rétt framhjá.
Eyða Breyta
55. mín
María Selma missir boltann klaufalega útaf en borgar fyrir það með flottri tæklingu í næstu sókn ÍBV.

Eyjakonur byrja síðari hálfleikinn betur.
Eyða Breyta
53. mín
Ég væri til í að vita deili á FH-ingnum sem kallar reglulega "Yeah baby" inn á völlinn. Mjög skemmtilegt. Var að reyna að greina þetta í Vesturbænum um daginn og giska á að þetta sé pabbi hennar Caroline. Stemmir það?
Eyða Breyta
52. mín Gult spjald: Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Markaskorari ÍBV er fyrst í bókina. Of sein í tæklingu á Victoriu.
Eyða Breyta
47. mín
CLOÉ!

Hún er að sleppa á ferðina í fyrsta skipti í leiknum. Hleypur frá miðlínu, framhjá hverjum FH-ingnum á fætur öðrum, inná teig þar sem hún leikur á varnarmann en setur boltann svo beint á Lindsey.

Það má ekki líta af henni í sekúndubrot!
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Fjörið er byrjað aftur.
Eyða Breyta
46. mín Maria Selma Haseta (FH) Guðný Árnadóttir (FH)
Það er ljóst að Guðný getur ekki klárað leikinn vegna meiðsla. María Selma Haseta kemur inn fyrir hana í hálfleik og smellir sér beint í miðvörðinn við hlið Melkorku.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Hafnarfirði. Staðan jöfn 1-1 og það verður að teljast nokkuð sanngjarnt miðað við gang mála.

Fjörið heldur áfram eftir korter. Sjáumst þá.
Eyða Breyta
44. mín
Frábær varnarvinna hjá Sesselju!

Þarna hefði Egill Guðvarður átt að flagga Öldu rangstæða en hún sleppur undir radarinn og er við það að komast í gegn þegar Sessó á vel tímasetta tæklingu og hægir á sókn FH. Mér sýnist það svo vera Caroline Van Slambrouck sem mætir og bjargar í horn.

Það verður ekkert úr hornspyrnunni.
Eyða Breyta
41. mín MARK! Caroline Murray (FH), Stoðsending: Nadía Atladóttir
FH-konur eru ekki lengi að svara!

En hvað var Adelaide að gera þarna???

Nadía setur boltann upp til hægri í hlaupaleið Caroline. Það er engin hætta á ferðum en Adelaide ákveður að rjúka út úr markinu og reyna að vinna boltann þrátt fyrir að vera með fullmannaða varnarlínu fyrir framan sig. Það tekst ekki betur en svo að hún mætir Caroline og sparkar boltanum í hana. Caroline þakkar fyrir sig með því að skila boltanum í autt markið. Virkilega vel klárað hjá Caroline því skotfærið var þröngt.

Sannkölluð gjöf þarna frá markverðinum og FH komnar inn í leikinn.
Eyða Breyta
39. mín
Horn hjá ÍBV.

Sóley setur boltann á fjær á kollinn á Sísi sem skallar framhjá fjær.
Eyða Breyta
36. mín MARK! Rut Kristjánsdóttir (ÍBV), Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Frábært mark!

Gestirnir eru komnar yfir og markið var gullfallegt.

Sísi setur boltann út til vinstri þar sem Sóley kemur á ferðinni og setur boltann fyrir. Kristín Erna leggur léttan bolta beint fyrir fæturnar á Rut sem er pollróleg og skilar boltanum í hægra markhornið. Alveg eins og á að gera.
Eyða Breyta
31. mín
Kristín Erna reynir skot utan af velli en setur boltann vel framhjá.

ÍBV vinnur markspyrnu FH og brunar aftur í sókn. Cloé stingur boltanum inn á Kristínu Ernu sem leggur hann þvert á Sísí sem kemur á ferðinni. Hún ógnar skoti en setur boltann svo aftur í stutt spil í teignum og hættan rennur hjá eftir 2-3 sendingar í viðbót. Arsenal-keimur af þessu. Sem buguð stuðningskona Arsenal mæli ég með að leikmenn skjóti á markið þegar færi gefast og sleppi sambanu í teignum að mestu leyti.
Eyða Breyta
25. mín
ÍBV fær horn. Sóley fyrirliði skokkar yfir til hægri til þess að snúa boltanum inn með vinstri. Setur hættulegan bolta á fjær sem Lindsey nær að kýla frá.

Áhugavert að FH-ingar settu tvo leikmenn í "vegg" í hornspyrnunni. Ætla ekki að bjóða Eyjakonum að taka stutt.
Eyða Breyta
20. mín
Orri Rafn hefur trú á Cloé. Hvað með þig? Um að gera að merkja Twitter-færslur tengdar leiknum með #fotboltinetEyða Breyta
16. mín
Frábær sending frá Sísí á milli Guðnýjar og Nadíu og í hlaupaleið Kristínar Ernu. Hún snýr inn að marki en skýtur í varnarmann. Þetta hefði getað orðið hættulegt.
Eyða Breyta
15. mín
Í kjölfarið nær ÍBV ágætis skyndisókn en Cloé er ekki alveg með á nótunum, nær ekki góðu skoti og boltinn endar hjá Lindsey.
Eyða Breyta
14. mín
Það er meiri kraftur í FH þessa stundina og Helena vinnur hér fyrstu hornspyrnu leiksins.

Guðný tekur hana stutt á Caroline en Katie kemur til varnar og bjargar í annað horn.

Í þetta skiptið setur Guðný háan snúningsbolta í átt að marki sem Adelaide kýlir frá. Boltinn hrekkur út fyrir teig og á Rannveigu sem lætur vaða en setur boltann vel yfir.
Eyða Breyta
13. mín
Jeffsy er ekki að hræra í sínu liði frekar en Orri:

Adelaide
Sesselja - Caroline - Ingibjörg Lúcía
Adrienne - Sísí - Rut - Sóley
Katie - Cloé - Kristín Erna
Eyða Breyta
12. mín
Caroline búin að vera flott hér í byrjun.

Ógnaði skoti fyrir utan teig en var svikin um síðustu snertingu áður en hún átti hörkuflotta fyrirgjöf á kollinn á Megan sem náði ekki nógu góðum skalla að marki.
Eyða Breyta
10. mín
Guðný er komin aftur inná. Hélt um bringuna en virðist vera búin að jafna sig.
Eyða Breyta
9. mín
Alda og Caroline voru að komast í ágæta stöðu 2v3 en þarna varð eitthvað samskiptaleysi og Alda setur boltann bara beint á Sesselju. Átti von á samherja með sér úti vinstra megin en hefði þurft að líta upp áður en hún sendi.
Eyða Breyta
7. mín
Þetta lítur ekki vel út. Guðný Árnadóttir fékk boltann í bringuna áðan og lá eftir. Nú þarf aftur að stöðva leikinn og hún þarf aðhlynningu sjúkraþjálfara. Spurning hvort þetta sé við- eða rifbein? Vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
Eyða Breyta
4. mín
Alda Ólafs á fyrsta skot FH í leiknum. Ágæt tilraun utan teigs en boltinn beint á Adelaide.
Eyða Breyta
3. mín
Ekkert óvænt í uppstillingu FH:

Lindsey

Nadía - Guðný - Melkorka - Erna Guðrún
Rannveig - Victoria
Caroline - Megan - Helena
Alda
Eyða Breyta
2. mín
Ágætis sókn hjá ÍBV en varnarleikurinn hjá FH ekki merkilegur þarna. Katie byrjaði úti hægra megin og tók á rás inná teig. Fékk hellings tíma og komst framhjá tveimur áður en hún tapaði boltanum til varnarmanns.. En fékk hann svo aftur og átti heldur slakt skot framhjá.
Eyða Breyta
1. mín
Gestirnir í ÍBV hefja leik í rauðum treyjum. Leika með bakið í Costco, í átt að Krónunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná í fylgd efnilegra fótboltakrútta úr yngstu flokkum FH. 2 mínútur í fjörið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Orri Þórðarson gerir eina breytingu á liði FH frá tapinu gegn KR í síðustu umferð. Rannveig Bjarnadóttir kemur inn í liðið á kostnað Diljár Ýr Zomers sem fer á bekkinn.

Hjá ÍBV gerir Ian Jeffs tvær breytingar frá 2-2 jafnteflinu við Grindavík. Clara Sigurðardóttir og Júlíana Sveinsdóttir taka sér sæti á tréverkinu en þær Katie Kraeutner og Sesselja Líf Valgeirsdóttir koma inn í byrjunarliðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er ge-heggjað veður og ég vonast eftir toppmætingu hér á eftir. Ekkert annað í boði. Koma svo!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust í Vestmannaeyjum þann 20. maí síðastliðinn og þá var aðeins eitt mark skorað. Það var eyjapæjan Kristín Erna Sigurlásdóttir sem skoraði það í 1-0 sigri ÍBV.

Í ár eru liðin 30 ár síðan liðin áttust fyrst við í meistaraflokki kvenna. ÍBV vann þá 1-0 sigur á FH í 2. deild kvenna. Síðan þá hafa liðin mæst í 42 skipti. ÍBV hefur sigrað 27 sinnum, liðin hafa gert 4 jafntefli og FH hefur unnið 11 sinnum.

Sjáum hvað setur hér á eftir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leik eru liðin tvö í 4. og 6. sæti deildarinnar.

Heimakonur í FH sigla nokkuð lygnan sjó í 6. sætinu. Hafa sótt 18 stig í 13 fyrstu umferðunum. Stigi meira en síðasta sumar en þá lauk liðið keppni á Íslandsmótinu í 6. sæti með 17 stig.

Gestirnir eru sem stendur í harðri baráttu um 2. sæti deildarinnar. Hafa gert svekkjandi jafntefli í tveimur síðustu leikjum og sitja í 4. sæti með 27 stig, jafnmörg og Breiðablik og Stjarnan sem eru ofar á markatölu. Liðið endaði í 5. sæti með 31 stig í fyrra og ætlar sér að gera betur í ár.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag ágætu lesendur Fótbolta.net.

Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leik FH og ÍBV í Pepsi-deild kvenna.

Leikurinn verður spilaður á Kaplakrikavelli og hefst kl.18:00.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
0. Kristín Erna Sigurlásdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('89)

Varamenn:
12. Sigríður Sæland Óðinsdóttir (m)
30. Guðný Geirsdóttir (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('89)
13. Díana Helga Guðjónsdóttir

Liðstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Dean Sibons

Gul spjöld:
Rut Kristjánsdóttir ('52)

Rauð spjöld: