Nettóvöllurinn
fimmtudagur 07. september 2017  kl. 17:30
Inkasso deildin 1. deild karla
Aðstæður: 11 stiga hiti, logn og sólskyn. Frábært fótboltaveður og völlurinn flottur.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 630
Maður leiksins: Frans Elvarsson, Keflavík
Keflavík 3 - 0 Grótta
1-0 Jeppe Hansen ('62)
2-0 Leonard Sigurðsson ('71)
3-0 Hólmar Örn Rúnarsson ('83)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
0. Marc McAusland
4. Ísak Óli Ólafsson
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f) ('89)
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Marko Nikolic
20. Adam Árni Róbertsson
22. Leonard Sigurðsson
25. Frans Elvarsson ('90)
99. Lasse Rise ('80)

Varamenn:
2. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('90)
6. Einar Orri Einarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason ('89)
29. Fannar Orri Sævarsson
45. Tómas Óskarsson

Liðstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Aron Elís Árnason
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Jónas Guðni Sævarsson
Ómar Jóhannsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
93. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið. Keflavík er að öllum líkindum komið í Pepsi-deildina ef Fylkir klárar Þrótt en staðan þar er 3-1 og uppbótartími í gangi. Grótta er fallin í 2. deild.
Eyða Breyta
90. mín Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík) Frans Elvarsson (Keflavík)

Eyða Breyta
89. mín Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)

Eyða Breyta
85. mín
Keflvíkingar eru ekkert hættir. Adam Árni með flottan sprett upp hægra megin sendi fyrir teiginn á Jeppe sem var í dauðafæri en hitti ekki boltann. Þaðan fór hann á Leonard sem skaut yfir.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík), Stoðsending: Jónas Guðni Sævarsson
Geggjað mark. Jónas Guðni lagði boltann á Hólmar Örn sem lyfti honum hátt yfir Stefán Ara í markinu og beint í bláhornið á samskeytunum fjær. Staðan orðin 3-0 fyrir heimamenn sem eru á leið í Pepsi-deildina í dag.
Eyða Breyta
80. mín Jónas Guðni Sævarsson (Keflavík) Lasse Rise (Keflavík)
Fyrsta skipting Keflavíkur í dag. Rise lagði upp mark í dag og kemst ágætlega frá sínu.
Eyða Breyta
78. mín Gunnar Birgisson (Grótta) Enok Eiðsson (Grótta)
Síðasta skipting Gróttu í dag.
Eyða Breyta
78. mín
Þarna hefði Lasse Rise geta gert betur, sótti að Stefáni markverði sem var með boltann fyrir utan vítateig, en mistókst af taka hann af honum, ef hann hefði náð því hefði eftirleikurinn verið auðveldur enda tómt mark fyrir aftan.
Eyða Breyta
75. mín Andri Már Hermannsson (Grótta) Dagur Guðjónsson (Grótta)

Eyða Breyta
74. mín
Staðan er orðin 3-1 fyrir Fylki gegn Þrótti svo óskastaðan er komin upp fyrir Keflavík. Þeir fá Pepsi-deildarsæti í dag. Þetta er þó ekki tilkynnt í hátalarakerfi vallarins að beiðni Guðlaugs Baldurssonar þjálfara Keflavíkur sem vill ekki láta þau úrslit trufla sína menn.
Eyða Breyta
73. mín
Lasse Rise enn með skot að marki en núna hátt yfir. Hann þarf að fara að stilla miðið því skotfærin sem hann kemur sér í eru úrvals, þá er bara að hitta!
Eyða Breyta
71. mín MARK! Leonard Sigurðsson (Keflavík), Stoðsending: Lasse Rise
Veislan er byrjuð hjá Keflavík. Lasse Rise sendin boltann inn í teiginn af hægri, beint á Leonard sem skoraði með góðu skoti. 2-0 er staðan hér og enn 2-1 í Árbænum. Keflavík fer upp ef staðan verður áfram svona og Grótta fellur.
Eyða Breyta
70. mín
Jeppinn er kominn í gang í þessum leik. Nú var hann í fínu færi í teignum en skaut í hliðarnetið. Hann er markahæstur í deildinni sem stendur með 15 mörk.
Eyða Breyta
69. mín Jóhannes Hilmarsson (Grótta) Darri Steinn Konráðsson (Grótta)
Fyrsta skipting leiksins.
Eyða Breyta
69. mín
Adam Árni með góða fyrirgjöf af hægri kanti beint á kollinn á Jeppe Hansen sem skallaði yfir markið.
Eyða Breyta
66. mín
Frans Elvarsson með hörskuskot í þverslá Gróttumarksins. Í kjölfarið fékk Jeppe Hansen boltann,reyndi hjólhestaspyrnu en tókst ekki að koma boltanum á markið.
Eyða Breyta
65. mín
Það eru 630 áhorfendur á Nettóvellinum hérna í Keflavík í dag.
Eyða Breyta
64. mín
Keflavík hættulegir fram á við núna. Leonard með skot að marki í kjölfar hornspyrnu en Grótta bjargaði í horn. Ekkert markvert kom svo úr hornspyrnunni.
Eyða Breyta
62. mín MARK! Jeppe Hansen (Keflavík), Stoðsending: Frans Elvarsson
Það er loksins komið mark hérna í Keflavík. Fran Elvarsson setti boltann inn í teiginn á Jeppe Hansen, sem böðlaðist áfram, komst að endamörkum þar sem hann setti boltann undir Stefán Ara og í markið. Virkilega vel gert og eins og staðan er núna hér og í Árbænum er Keflavík að fara að enda með Pepsi-deildarlið í leikslok og Grótta að falla í 2. deild.
Eyða Breyta
61. mín
Lasse Rise enn einu sinni með fast skot utan teigs, nú með grasinu en Stefán Ari sá við honum.
Eyða Breyta
59. mín
Jeppe Hansen í fínu færi eftir klafs í teignum, sneri sér að marki og skaut en beint á Stefán Ara. Nóg að gera hjá markverði Gróttu í dag en engin krefjandi skot samt sem áður.
Eyða Breyta
54. mín
Lasse Rise sneri á varnarmann og skaut fast að marki en beint í fangið á Stefáni Ara í markinu. Keflavík er að sækja í sig veðrið hérna í seinni hálfleiknum. Þeir ætla að klára þetta í dag. Þeim til gleði má tilkynna að Fylkir er komið í 2-1 gegn Þrótti.
Eyða Breyta
48. mín
Jeppe Hansen klúðrar dauðafæri. Lasse Rise lék í átt að marki og beið eftir að fá liðsfélaga sína með sér, renndi boltanum svo á fjær þar sem Hanse kom en setti boltann framhjá markinu í dauðafæri.
Eyða Breyta
48. mín
Lasse Rise með hörkuskot yfir mark Gróttu.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Engar breytingar eru gerðar á liðunum í hálfleik. Fylkir og Þróttur eru að gera 1-1 jafntefli í hálfleik en til að Keflavík geti farið upp í dag þarf Fylkir að vinna Þrótt.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Keflavík og enn höfum við ekki fengið að sjá mark skorað. Vonandi kemur það í síðari hálfleik en leikurinn er mjög jafn það sem af er.
Eyða Breyta
36. mín
Lasse Rise tók aukaspyrnu á hættulegum stað en setti boltann hátt yfir markið. Hann hefur haft hægt um sig í þessum leik það sem af er. Leikurinn er nokkuð jafn og alls ekki augljóst að annað liðið gæti tryggt sér Pepsi-deildarsæti í dag og hitt fallið í 2. deild.
Eyða Breyta
33. mín
Darri Steinn Konráðsson í fínu færi í teignum í skyndisókn Gróttu en setti boltann framhjá fjærstönginni og útaf vellinum.
Eyða Breyta
27. mín
Adam Árni var kominn í vænlega stöðu í teignum því Stefán Ari var kominn út og markið tómt. Honum tókst þó ekki að koma boltanum framhjá varnarmönnum. Af öðrum tíðindum má nefna að Nikolic tók fjórða hornið fyrir Keflavík og í þetta sinn fór boltinn ekki utaf vellinum.
Eyða Breyta
17. mín
Adam Árni Róbertsson í dauðafæri einn gegn markverði en var alls ekki tilbúinn í þetta færi og renndi boltanum beint á Stefán Ara í markinu.
Eyða Breyta
14. mín
Sindri varði í tvígang hættuleg skot Gróttumanna eftir hornspyrnuna. Frábær markvörður.
Eyða Breyta
13. mín
Sindri varði gott skot frá Enok Eiðssyni í horn.
Eyða Breyta
10. mín
Frans Elvarsson skorar með skalla eftir hornspyrnu Marko Nikolic en markið dæmt af. Þetta er þriðja hornspyrnan sem Nikolic tekur fyrir Keflavík og allar fara þær afturfyrir endalínuna áður en þær fara inn á völlinn. Spurning að fara að æfa sig í þessu og ná tökum á því.
Eyða Breyta
5. mín
Lítið að gerast svona í upphafi leiksins. Keflavík hefur fengið eina hornspyrnu sem fór beint útaf vellinum aftur en annað er ekkert til að segja frá ennþá.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn. Grótta vann hlutkestið hjá dómaranum og Alexander Kostic fyrirliði valdi að sækja í átt frá íþróttahúsinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Svona eru aðstæður hérna. Eins flottar og á verður kosið.
Logn 11 stiga hiti og sólin að gægjast fram. Völlurinn geggjaður.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar. Hjá Keflavík koma Frans Elvarsson og Leonard Sigurðsson inn í liðið fyrir Jónas Guðna Sævarsson og Juraj Grizelj frá því í 3-0 sigrinum á Þór á dögunum.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Fótbolti.net veitir á lokahófi deildarinnar verðlaun fyrir markahæsta mann mótsins. Jeppe Hansen framherji Keflavíkur er í baráttu um þau verðlaun. Hann er í 1. - 3. sæti yfir markahæstu menn, hefur skorað 14 mörk eins og Björgvin Stefánsson úr Haukum og Albert Brynjar Ingason úr Fylki. Björgvin hefur spilað minnst og er því efstur sem stendur, þá kemur Jeppe og Albert svo.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust í fyrri umferðinni 29. júní síðastliðinn fyrir framan 355 áhorfendur á Seltjarnarnesinu. Þá vann Keflavík 0-1 sigur, Adam Árni Róbertsson skoraði eina markið eftir klukkutíma leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tómas Þór Þórðarson spáði í umferðina á Fótbolta.net

Keflavík 5 - 0 Grótta
Suðurnesjamenn finna lyktina af Pepsi og munu valta yfir Gróttuna í dag. Það verða danskir dagar í Sunny í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta getur orðið örlagaríkur dagur í Keflavík fyrir bæði lið og því ljóst að margra augu verða á þessum leik.

Keflavík getur unnið sér sæti í Pepsi-deildinni að nýju í kvöld. Til þess að það gerist verða þeir að vinna leikinn í kvöld og treysta á að Fylkir vinni Þrótt í leik sem fer fram á sama tíma í árbænum.

Grótta mun falla í kvöld ef þeir tapa leiknum en þeir eru í næst neðsta sæti deildarinnar með 9 stig, sjö stigum á eftir ÍR í 10. sætinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Keflavíkur og Gróttu í 20. umferð Inkasso deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 á Nettóvellinum í Keflavík en ástæða þess að hann hefst svo snemma er vegna þess hversu snemma er farið að rökkva á kvöldin núna á haustdögum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Stefán Ari Björnsson (m)
6. Darri Steinn Konráðsson ('69)
8. Aleksandar Alexander Kostic (f)
10. Kristófer Orri Pétursson
10. Enok Eiðsson ('78)
11. Andri Þór Magnússon
15. Halldór Kristján Baldursson
17. Agnar Guðjónsson
21. Ásgrímur Gunnarsson
23. Dagur Guðjónsson ('75)
25. Kristófer Scheving

Varamenn:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
9. Jóhannes Hilmarsson ('69)
18. Sindri Már Friðriksson
24. Andri Már Hermannsson ('75)
26. Kristján Guðjónsson
30. Jóhann Hrafn Jóhannsson

Liðstjórn:
Björn Hákon Sveinsson
Gunnar Birgisson
Þórhallur Dan Jóhannsson (Þ)
Sigurður Brynjólfsson
Guðmundur Marteinn Hannesson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: