Norðurálsvöllurinn
sunnudagur 10. september 2017  kl. 17:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað, 12 stiga hiti og dálítill vindur.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Arnór Snær Guðmundsson(ÍA)
ÍA 2 - 0 KA
0-0 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('40, misnotað víti)
1-0 Stefán Teitur Þórðarson ('60)
2-0 Steinar Þorsteinsson ('70)
Callum Williams, KA ('90)
Myndir: Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson
6. Albert Hafsteinsson
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('77)
11. Arnar Már Guðjónsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('89)
20. Gylfi Veigar Gylfason
22. Steinar Þorsteinsson ('91)
24. Viktor Örn Margeirsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Varamenn:
9. Garðar Gunnlaugsson ('77)
17. Oskar Wasilewski
18. Rashid Yussuff
19. Patryk Stefanski
21. Guðfinnur Þór Leósson ('91)
23. Aron Ýmir Pétursson ('89)

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Gísli Þór Gíslason
Ármann Smári Björnsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson

Gul spjöld:
Stefán Teitur Þórðarson ('16)
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('58)

Rauð spjöld:

@BenniThordar Benjamín Þórðarson


94. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Skagamanna. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
93. mín
KA-menn koma boltanum í markið en Elfar Árni dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
92. mín
KA menn að flýta sér og komast í dauðafræi en Trninic mokar boltanum vel yfir markið.
Eyða Breyta
91. mín
ÍA fékk aukaspyrnu eftir brotið hjá Callum áðan en skotið hjá Arnari Má var mjög slakt.
Eyða Breyta
91. mín Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
90. mín Rautt spjald: Callum Williams (KA)
Rosaleg tækling!! Hárrétt hjá Helga
Eyða Breyta
89. mín Davíð Rúnar Bjarnason (KA) Hrannar Björn Steingrímsson (KA)

Eyða Breyta
89. mín Aron Ýmir Pétursson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
88. mín
Daníel Hafsteins með skalla að marki ÍA en yfir.
Eyða Breyta
84. mín
KA menn mun meira með boltann síðustu mínútur en Skagamenn að verjarst ágætlega.
Eyða Breyta
82. mín
KA fékk annað horn í kjölfarið og Elfar Árni með skall en framhjá markinu.
Eyða Breyta
81. mín
KA að fá enn eina hornspyrnuna í þessum leik.
Eyða Breyta
77. mín Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Fer í Árna Snæ eftir að hann nær botlanum.
Eyða Breyta
75. mín
Elfar Árni nálægt þarna. Fyrirgjfö en Elfar bara aðeins of lítill og nær ekki skallanum.
Eyða Breyta
70. mín MARK! Steinar Þorsteinsson (ÍA)
MAAAAAAAAAAARK!!!!!! Rajkovic með rosalegt klúður!! Albert Hafsteins með skot utan af velli sem ekkert sérstakt og beint á Rajko en aftur missir hann boltann frá sér og Steinar eins og alvöru sóknarmaður hirðir frákastið og skorar.
Eyða Breyta
68. mín
Það veður að hrósa stuðningsmönnum liðanna í stúkunni. Hafa látið vel í sér heyra stórann hluta leiksins.
Eyða Breyta
64. mín
KA-menn nálægt því að jafna. Hallgrímur fíflaði hálfa vörn ÍA og sendir á Ásgeir sem skýtur að marki en í varnarmann og boltin lekur framhjá. Hornspyna.
Eyða Breyta
60. mín MARK! Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
ÍSINN ER BROTINN!!!! Arnar Már með hörkuskot utan teigs en Rajkovic sem er búinn að vera geggjaður í leiknum nær ekki að halda boltanum og Stefán Teitur bætir upp fyrir klúðrið í fyrri hálfleik og klárar vel.
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA)

Eyða Breyta
56. mín
Þetta er svolítið enda á milli núna. Guðmundur Böðvar með skot að marki KA en yfir. Mönnum gengur illa í upphafi seinni hálfleiks að hitta á rammann.
Eyða Breyta
55. mín
Hallgrímur Már datt í smá bjartsýniskast og reyndi skot laaangt utan teigs og laaaangt framhjá hjá honum.
Eyða Breyta
53. mín
Ágætis sókn hjá ÍA sem endar með skoti frá Guðmundi Böðvari vel utan teigs og líka vel yfir markið.
Eyða Breyta
52. mín
KA-menn byrja seinni hálfleikinn af krafti án þess að vera búnir að skapa sér færi.
Eyða Breyta
50. mín Ólafur Aron Pétursson (KA) Almarr Ormarsson (KA)
Almarr eitthvað meiddur og verður að fara útaf.
Eyða Breyta
47. mín
KA fær fyrstu hornspyrnu seinni hálfleiks.
Eyða Breyta
46. mín Daníel Hafsteinsson (KA) Archie Nkumu (KA)
KA menn gera breytingu í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín
Þá er þetta byrjað hjá okkur aftur. KA byrjar seinni hálfleikinn og sækir í átt að höllinni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur á Akranesi. Byrjaði rólega en heldur betur búið að vera fjör seinni hluta hálfleiksins. Vítaklúður og alles.
Eyða Breyta
45. mín
Enn og aftur skalla KA menn að marki eftir sendingu frá Hallgrími. Núna var það Trninic en beint á Árna í markinu.
Eyða Breyta
43. mín
Albert í fínu færi í teig KA eftir sendingu frá Viktori Erni en í varnarmann og aftur fyrir. Ekkert verður svo úr horninu.
Eyða Breyta
40. mín Misnotað víti Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Rajko ver vítið mjög vel! og svo dauðafæri í kjölfærið!
Eyða Breyta
39. mín
SKAGAMENN AÐ FÁ VÍTI. Almarr dæmdur brotlegur eftir baráttu við Steinar Þorsteins.
Eyða Breyta
38. mín Gult spjald: Vedran Turkalj (KA)
Fær þetta fyrir brot. Hárrétt hjá Helga eins og hingað til í leiknum.
Eyða Breyta
36. mín
KA menn beint í sókn og fá horn. Flott spyrna og Ásgeir með hörkuskalla en rétt yfir.
Eyða Breyta
34. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!!! Flott sókn hjá Skagamönnum. Steinar Þorsteinn fær boltann á vítateignum og með flottann snúning og skot á markið en Rajkovic ver vel en boltinn beint á Stefán Teit sem er aleinn en skýtur beint á Rajkovic sem liggur í markinu. Átti að skora þarna!!!!
Eyða Breyta
32. mín
Þórður Þ með aukaspyrnu inná teiginn hjá KA en Arnar Már með skallann yfir markið.
Eyða Breyta
29. mín
Enn einn skallin yfir hjá KA. Núna var það Ásgeir Sigurgeirs eftir sendingu frá Hallgrími Má.
Eyða Breyta
28. mín
Hallgrímur reynir bara skot úr þessu en beint á Árna í markinu. . KA menn sækja stíft þessa stundina.
Eyða Breyta
27. mín
KA fær hér aukaspynru við vítateigshliðina.
Eyða Breyta
27. mín
KA menn fengu hornspyrnu og boltinn á Hallgrím sem reynir skot í erfiðri stöðu og í varnarmann.
Eyða Breyta
24. mín
Aftur er Almarr með skalla yfir. Núna eftir sendingu frá Hallgrími.
Eyða Breyta
22. mín
ALMARR! Þarna átti hann að gera betur. Frábær sending inní teig og Almarr fær að skalla botlann dauðafrír en setur boltann yfir markið.
Eyða Breyta
17. mín
Darko með ágætis skot tilaun rétt fyrir utan teig en yfir markið. Árni með þetta á hreinu allan tímann.
Eyða Breyta
16. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stoppaði hraða sókn. Hárrétt hjá Helga
Eyða Breyta
16. mín
Skagamenn fengu aukaspynru stórhættulegum stað en í stað þess að skjóta átti að fara í einhverjar krúsídúllur sem floppaði alveg rosalega. Hrikalega slakt
Eyða Breyta
12. mín
Skagamenn taka hornið og Arnór skalla á Steinar Þorsteins sem skýtur rétt yfir markið.
Eyða Breyta
12. mín
Arnar Már með hörkuskot utan teigs að marki KA en Rajkovic vakandi og slær botlann aftur fyrir markið.
Eyða Breyta
11. mín
Elfar Árni með skalla að marki en hættulaust og Árni Snær grípur auðveldlega.
Eyða Breyta
9. mín
Fyrsta hornspyna leikins er KA mann eftir tæpar 9 mínútur
Eyða Breyta
8. mín
Var varla búinn að ýta á enter þegar KA menn komast í gott færi í teignum, sá ekki hver en Viktor Örn hreinsar.
Eyða Breyta
7. mín
Það hefur nákvæmlega ekkert gerst í byrjun leiks fyrir utan þetta gula sjald
Eyða Breyta
3. mín Gult spjald: Archie Nkumu (KA)
Hressileg tækling og fyrsta gula spjaldið komið
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það er ÍA sem byrjar með boltann og sækja í átt að höllinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik hér á Akranesi. Hvet alla til að mæta á leikinn og styðja sitt lið. Hvað er betra en að skella sér á völlinn og svo beint heim í sunnudags steikina?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tæpur hálftími í leik hjá okkur á Akranesi og bæði lið að hita upp. Vonandi fáum við skemmtilegann leik og fullt af mörkum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús en þau má sjá hér til hliðar. Athygli verkur að Garðar Gunnlaugs er á bekknum hjá ÍA og hjá KA er Emil Lyng ekki í hóp.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það fer að styttast í byrjunarliðin hjá okkur en þau ættu að birtast klukkutíma fyrir leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Helgi Mikael Jónasson og honum til astoðar eru Gylfi Tryggvason og Smári Stefánsson. Varadómari er Einar Ingi Jóhannsson og eftirlitsmaður KSÍ er Gylfi Þór Orrason.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég hvet fólk til að nota #fotboltinet myllumerkið á Twitter í umræðunni um leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar er hinn geðþekki Hjörvar Hafliðason og hann á von á hörkuleik.

ÍA 2 - 2 KA (17:00 á sunnudag)
Jón Þór þakkar traustið með mögnuðum punkti gegn KA.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Umferðinni lýkur svo í dag með fjórum leikjum. Það er auðvitað leikurinn okkar hérna á Akranesi. Á sama tíma mætast Víkingur R og Stjarnan í Fossvoginum og FH tekur á móti Grindavík í Krikanum. Kl 19:15 mætast svo Valur og Breiðablik. Og að sjálfsögðu eru allir leikirnir í beinni textalýsingu hjá okkur á .net.

Beinar textalýsingar
17:00 FH - Grindavík
17:00 Víkingur R. - Stjarnan
17:00 ÍA - KA
19:15 Valur - Breiðablik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Umferðin hófst í gær með tveimur leikjum. ÍVB gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir KR í Vesturbænum 0-3 og í Ólafsvík var boðið uppá markasúpu en þar gerðu Víkingur Ó og Fjölnir 4-4 jafntefli
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það var heldur ólíkt gengi liðanna í síðustu umferð. Skagamenn töpuðu þá 2-0 fyrir Breiðablik á meðan KA-menn völtuðu yfir Víking Ó 5-0 fyrir norðan.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa mæst 48 sinnum í keppnum á vegum KSÍ og þar hefur ÍA vinninginn. ÍA hefur unnið 29 af þessum leikjum en KA hefur unni 7. Þá hafa liðni 12 sinnum sæst á jafnan hlut og markatalan er 94-41.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna í sumar endaði með 0-0 jafntefli á Akureyrarvelli 14.júní.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KA menn geta með sigri hér í dag blandað sér af fullri alvöru í baráttu um Evrópusæti á sínu fyrsta tímabili í efstu deild í langan tíma. Ef þeir tapa þá geta þeir hins vegar með slæmum úrslitum í næstu leikjum sogast í fallbaráttu á lokasprettinum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍA situr á botni deildarinnar sem fyrr með einungis 10 stig og þeir bara hreinlega verða að vinna hér í dag ef þeir ætla að halda í einhverja smá von um að halda sér uppi! Tap þýðir að þeir eru nánast fallnir þó þeir geti ekki fallið tölfræðilega í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Hér ætlum við að fylgjast með leik ÍA og KA í 18.umferð Pespideildar karla en leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
23. Srdjan Rajkovic (m)
3. Callum Williams
4. Vedran Turkalj
7. Almarr Ormarsson ('50)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson (f)
11. Ásgeir Sigurgeirsson
19. Darko Bulatovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('89)
25. Archie Nkumu ('46)
55. Aleksandar Trninic

Varamenn:
18. Aron Elí Gíslason (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('50)
5. Guðmann Þórisson
8. Steinþór Freyr Þorsteinsson
24. Daníel Hafsteinsson ('46)
30. Bjarki Þór Viðarsson
32. Davíð Rúnar Bjarnason ('89)

Liðstjórn:
Eggert Högni Sigmundsson
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Archie Nkumu ('3)
Vedran Turkalj ('38)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('76)

Rauð spjöld:
Callum Williams ('90)