Víkingsvöllur
sunnudagur 24. september 2017  kl. 14:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning og skítakuldi
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Víkingur R. 0 - 0 ÍA
Myndir: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic ('76)
6. Halldór Smári Sigurðsson (f)
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Veigar Páll Gunnarsson ('53)
11. Dofri Snorrason ('53)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
32. Tristan Þór Brandsson (m)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('76)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson ('53)
23. Nikolaj Hansen ('53)
25. Vladimir Tufegdzic

Liðstjórn:
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('17)
Milos Ozegovic ('43)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
90. mín Leik lokið!
Þá flautar Villhjálmur Alvar til leiksloka og markalaust jafntefli staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma á eftir.
Eyða Breyta
90. mín
Það er kominn smá hiti í stúkuna og stuðningsmenn beggja liða láta hvort annað heyra það.
Eyða Breyta
90. mín
Þetta var skrítið. Arnþór Ingi lá eftir og Nicolaj Hansen beið eftir því að Villhjálmur myndi stoppa leikinn. Viktor Örn tók hinsvegar boltann bara af honum og reyndi skot. Það var heldur betur ekki vinsælt.
Eyða Breyta
90. mín
VIKTOR BJARKI MEÐ SKALLA Í SLÁ!!!!!
Eyða Breyta
89. mín
Gott spil Víkinga endar með hornspyrnu.
Eyða Breyta
87. mín Patryk Stefanski (ÍA) Albert Hafsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
87. mín Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
85. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Liðin skiptast bara á að vera með boltann án þess að nokkuð gerist.
Eyða Breyta
78. mín
DAUÐAFÆRI!!!!

Steinar Þorsteins er kominn hérna einn í gegn og hefur alltof langan tíma til að athafna sig en hann nær einhvernveginn að skjóta rétt yfir samskeytin.
Eyða Breyta
76. mín Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Síðasta skipting Loga í leiknum.
Eyða Breyta
74. mín
Alex Freyr hérna með fastan skalla en Árni Snær er vel á verði og ver þennan.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
74. mín
Ekkert varð úr henni frekar enn fyrri daginn.
Eyða Breyta
73. mín
Skagamenn eiga enn eina hornspyrnuna.
Eyða Breyta
70. mín
Milos með fína tilraun hérna rétt fyrir utan teig en boltinn framhjá. Það hlýtur að fara að koma mark í þennan leik.
Eyða Breyta
66. mín
Castillion skorar hérna eftir geggjaða sendingu frá Davíð Erni. Ég held að þetta hafi verið rangt en ég leyfi sérfræðingunum í Pepsi mörkunum að fara yfir það í kvöld.
Eyða Breyta
63. mín
Ólafur Valur reynir aftur að skora beint úr horninu en boltinn aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
63. mín
Spyrna Þórðar fer í varnarmann Víkings og útaf. Hornspyrna.
Eyða Breyta
62. mín
Alan Lowing brýtur hérna af sér á stórhættulegum stað. Heppinn að fá ekki gult spjald.
Eyða Breyta
57. mín
Castillion kemst hérna í gegn en skot hans er rétt framhjá.
Eyða Breyta
53. mín Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Tvöföld skipting hjá Loga.
Eyða Breyta
53. mín Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Veigar Páll Gunnarsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
53. mín
Skagamenn skora beint úr horninu en brotið var á Róberti og aukaspyrna réttilega dæmd.
Eyða Breyta
51. mín
Hornspyrnan er arfaslök og endar með skyndisókn Skagamanna. Þórður reynir skot en það fer af varnarmanni og útaf.
Eyða Breyta
51. mín
Víkingar fá hornspyrnu. Alex Freyr tekur.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur byrjar með látum. Stefán Teitur kemst í ákjósanlegt færi en varnarmenn Víkings ná að blokka það.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá flautar Villhjálmur Alvar til hálfleiks. Leikurinn fór mjög rólega af stað en það hefur aðeins lifnað yfir þessu. Vonandi fáum við einhver mörk í hálfleik.
Eyða Breyta
44. mín
Þórður með geggjaða aukaspyrnu beint á kollinn á Arnari en Róbert nær að slá boltanum yfir markið. Ekkert verður úr horninu síðan.
Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Fær gult spjald fyrir að slá í átt að Alberti Hafsteins. Hann gerði nú full mikið úr þessu að mínu mati.
Eyða Breyta
38. mín
Þessar mínúturnar eru það Skagamenn sem að sækja meira.
Eyða Breyta
36. mín
Ekkert verður úr horninu.
Eyða Breyta
35. mín
Úr hornspyrnunni verður ekkert annað en skyndisókn Skagamanna sem að endar með horni hinum meginn.
Eyða Breyta
34. mín
Víkingar líklegri þessa stundina. Eiga hornspyrnu sem að Alex Freyr tekur.
Eyða Breyta
31. mín
Arnþór Ingi hérna með skemmtilegt volley en boltinn rétt framhjá.
Eyða Breyta
29. mín Gult spjald: Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA)
Fyrir brot á miðjum velli.
Eyða Breyta
27. mín
ANNAÐ DAUÐAFÆRI!!!!

Arnar Már á góðan skalla sem að Róbert nær að verja. Eftir það verður klafs og boltinn endar í slánni.
Eyða Breyta
27. mín
Það er að færast smá líf í þennan leik. ÍA á horn núna.
Eyða Breyta
25. mín
Gott færi hinum meginn. Aukaspyrnu-Ívar með frábæra spyrnu sem að Halldór Smári nær að skalla í átt að marki en Castillion nær ekki að reka tánna í boltann.
Eyða Breyta
24. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!

Steinar Þorsteins kemst einn í gegn og vippar yfir Róbert en Ívar Örn bjargar á línu. Þarna munaði litlu.
Eyða Breyta
21. mín
Veigar Páll er hér klipptur niður af bæði Arnari Má og Guðmundi Böðvari. Sleppa báðir við spjald.
Eyða Breyta
18. mín
Aukaspyrna Þórðar er rétt framhjá markmannshorninu. Heiðarleg tilraun.
Eyða Breyta
17. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Steinar Þorsteins klobbar hann og er að komast í gegn. Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
Eyða Breyta
13. mín
Það er ekki ennþá komið neitt almennilegt færi í þennan leik. Liðin skiptast á að vera með boltann án þess að skapa sér nokkurn skapaðan hlut.
Eyða Breyta
9. mín
Aukaspyrnan er beint í fangið á Róberti í markinu.
Eyða Breyta
9. mín
Víkingur hérna í bölvuðu brasi að koma boltanum frá sér enda pressa Skagamanna þung. ÍA á aukaspyrnu sem að Þórður ætlar að taka.
Eyða Breyta
6. mín
Leikurinn fer mjög rólega af stað. Víkingar meira með boltann án þess að skapa sér neitt.
Eyða Breyta
2. mín
Hornspyrna Þórðar er ekki góð og Víkingar bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
1. mín
Skagamenn eiga hornspyrnu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hér hafinn. Skagamenn byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að enginn annar en Siggi Hlö er vallarþulur hér á Víkingsvelli í dag. Það er öllu til tjaldað hér í Fossvoginum í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú þegar rétt rúmlega 10 mínútur eru í leik er fólk farið að láta sjá sig. Hugsa að það verði hálf tómlegt hérna á Víkingsvellinum í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sólin virðist ætla að sýna sig aðeins. Við fögnum því.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna á Skaganum endaði með 1-1 jafntefli. Tryggvi Hrafn Haraldsson, núverandi leikmaður Halmstad í Svíþjóð, kom ÍA yfir áður en að Alex Freyr jafnaði leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hingað inn. Skagamenn eru með óbreytt lið frá jafnteflinu gegn Stjörnunni. Víkingur gerir eina breytingu á sínu liði en þá kemur reynsluboltinn Veigar Páll inn fyrir Viktor Bjarka.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Benedikt Valsson, sem að er núna að slá í gegn í þáttunum ,,Hásetar", var sérlegur spámaður Fótbolta.net fyrir þessa umferð. Við skulum gefa honum orðið.

Víkingur R. 1 - 1 ÍA
Skagamenn sem ættu að vera í veseni með að gíra sig í leikinn koma á óvart og gera gott jafntefli. Mark Víkinga verður áberandi flott. Giska á Arnþór eða Dofri eigi markið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Enginn leikmaður hjá hvorugu liði er í leikbanni og ég hef ekki frétt af neinum nýjum meiðslum. Það þýðir einfaldlega það að bæði lið mæta með sín sterkustu byrjunarlið. Við hlutlausu fótboltaáhugamennirnir fögnum því.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skagamenn sitja í neðsta sæti deildarinnar með 15 stig og er ljóst að þeir munu spila í Inkasso deildinni að ári. Víkingur R. situr hins vegar í 7.sæti deildarinnar með 26 stig og er það morgun ljóst að þeir verði áfram í deild þeirra bestu. Þessi leikur er því einungis liður í því að klára þetta tímabil með sæmd.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn! Hér mun fara fram bein textalýsing á leik Víkings R. og ÍA.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
4. Arnór Snær Guðmundsson
6. Albert Hafsteinsson ('87)
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('87)
20. Gylfi Veigar Gylfason
22. Steinar Þorsteinsson
24. Viktor Örn Margeirsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Varamenn:
9. Garðar Gunnlaugsson ('87)
15. Hafþór Pétursson
18. Rashid Yussuff
19. Patryk Stefanski ('87)
21. Guðfinnur Þór Leósson
23. Aron Ýmir Pétursson

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Ármann Smári Björnsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson

Gul spjöld:
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('29)
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('74)

Rauð spjöld: