Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Stjarnan
1
2
Slavia Prag
0-1 Petra Divisova '36
Lára Kristín Pedersen '69 1-1
1-2 Katerina Svitkova '70 , víti
09.11.2017  -  18:00
Samsung völlurinn
Meistaradeild kvenna - 16 liða úrslit
Aðstæður: Skítakuldi en lítill vindur
Dómari: Justina Lavrenovaite (LTU)
Áhorfendur: 372
Maður leiksins: Petra Divisova
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
4. Kim Dolstra
5. Lorina White
6. Lára Kristín Pedersen
10. Anna María Baldursdóttir (f)
14. Donna Key Henry
17. Agla María Albertsdóttir ('83)
24. Bryndís Björnsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
11. Thora Björg Helgadóttir (m)
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Anna María Björnsdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('83)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Andri Karlsson

Gul spjöld:
Donna Key Henry ('24)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið að flauta þennan leik af í Garðabænum. Heimastúlkur hljóta að vera virkilega svekktar að hafa ekki fengið neitt útúr þessum leik. Þær komu grimmar útí seinni hálfleikinn og náðu verðskuldað að jafna á 69. mínútu. En að fá svo mark á sig strax eftir að hafa jafnað var virkilega svekkjandi. En þær geta samt verið nokkuð sáttar við sinn leik í dag þrátt fyrir allt saman.

Ég minni á viðtöl og skýrslu hér seinna í kvöld.
90. mín
Einni mínútu bætt við í Garðabænum?! Skil það nú ekki alveg og finnst það alltof lítið!
89. mín
Inn:Simona Necidova (Slavia Prag) Út:Tereza Kozarova (Slavia Prag)
Tereza búin að vera sterk fyrir gestina í kvöld.
88. mín
HA?!?

Barbora í marki gestanna ætlar að kasta boltanum út en virðist hætta við í miðju kasti og sleppir boltanum beint fyrir fætur Gummu. En Gumma nær ekki að snúa og koma sér í færi og þetta rennur útí sandinn! Ef Gumma hefði verið aðeins betur á tánum þá hefði þetta getað orðið að jöfnunarmarki.
83. mín
Inn:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan) Út:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Guðmunda kemur inn með ferska fætur.
83. mín Gult spjald: Diana Bartovicova (Slavia Prag)
Diana fær gult spjald fyrir að fella Lorinu sem var á miklum spretti upp vinstri vænginn. Hún var búin að fara framhjá 3 leikmönnum þegar Diana tók hana niður.
80. mín
Gestirnir fá hornspyrnu sem Tereza K nær að skalla að marki en skallinn er laus og Gemma grípur hann auðveldlega.
72. mín
Harpa fær sendingu frá Donnu og nær skoti en það er aðeins yfir markið.
70. mín Mark úr víti!
Katerina Svitkova (Slavia Prag)
Gestirnir fá víti eftir að þær komast inná teiginn, þar snýr sóknarmaðurinn baki í mark Stjörnunnar inná markteignum og Bryndís ákveður eftir að hafa staðið í bakinu á henni í smástund að tækla hana! Klaufalegt hjá henni. Vítaspyrna réttilega dæmd.
Þvílíkt svekkelsi eftir að hafa náð jöfnunarmarkinu!
69. mín MARK!
Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Frábært skallamark hjá Láru Kristínu eftir hornspyrnu Öglu Maríu.
68. mín
Donna í dauðafæri!!!

Harpa með frábæra sendingu inn fyrir á Donnu sem tekur eina snertingu en er svo of lengi að koma sér í skotið og varnarmaður gestanna nær að henda sér í boltann og koma honum í horn.
64. mín Gult spjald: Jitka Chlastákova (Slavia Prag)
Donna tekur flottan snúning framhjá Jitku sem hangir svo í henni og fær réttilega gult spjald að launum.
60. mín
MARKVARSLA!!!

Gemma bjargar Stjörnunni heldur betur hérna! Petra kom á ferðinni inn völlinn og náði að pota boltanum framhjá vörn Stjörnunnar þar sem Tereza S tók frábærlega á móti honum. En Gemma var vel með á nótunum og kom vel út á móti henni og varði þetta.
58. mín
Frábær sending hjá Hörpu inn fyrir á Önu Victoriu í hlaupinu en Ana Victoria er undir pressu og hittir boltann hræðilega illa! Hefði verið gaman að sjá hana hitta þennan almennilega! En heimastúlkur eru að þora að spila og þær eru að fá færi. Nú köllum við bara eftir jöfnunarmarkinu!
55. mín
Lára Kristín lætur vaða fyrir utan teig en skotið langt yfir markið. Skotið kom eftir flotta sókn Stjörnunnar þar sem Anna María setti langan bolta uppí hægra horn á Öglu Maríu sem náði að renna honum út í teiginn þar sem Katrín komst í hann. En því miður náði Katrín ekki að koma skoti á markið en setti hann í staðinn út í skot fyrir Láru Kristínu. Fín sókn og við viljum sjá fleiri svona sóknir þar sem heimastúlkur ná að klára innan teigs.
53. mín
Harpa nær ágætis skoti á markið fyrir utan teig eftir að hafa snúið á Katerinu. Barbora ver þetta.
49. mín
Markaskorarinn Petra nálægt því að lauma sér inn fyrir vörnina en fellir Önnu Maríu í leiðinni, sem varð Stjörnunni kannski til happs því þegar sendingin kom þá var Petra orðin rangstæð og réttilega svo.
46. mín
Stjörnustelpur eru fljótar að vinna boltann af gestunum. Ana sendir langan bolta uppí vinstra horn á Hörpu sem nær að koma honum föstum með jörðinni inná markteiginn þar sem munar bara hársbreidd að Katrín nái að pota tánni í hann! Það hefði nú ekki verið amalegt að byrja seinni hálfleikinn á því að jafna leikinn.
46. mín
Leikur hafinn
Gestirnir sparka seinni hálfleiknum af stað.
45. mín
Hálfleikur
Búið að flauta til hálfleiks í Garðabænum þar sem gestirnir leiða með 1 marki gegn engu. Lið Slavia Prag byrjaði leikinn mun betur en Stjörnustelpur unnu sig betur og betur inní leikinn. Það munaði nokkrum sinnum litlu að Stjörnustelpur næðu forystunni en það voru gestirnir sem gerðu það eftir um 35 mínútna leik. Vonandi koma heimastúlkur út í seinni hálfleikinn og spila með sama sjálfstrausti og þær byrjuðu að gera um miðbik fyrri hálfleiksins.

41. mín
Þær tékknesku fá hérna aukaspyrnu ca 10 m fyrir utan teiginn eftir að Lára Kristín og Anna María klemma Terezu K á milli sín.

Smá hætta skapast eftir aukaspyrnuna sem varnarmenn Stjörnunnar ná að skalla en þó bara upp í loftið þar sem Gemma þarf að slá hann svo í burtu, sem tekst með naumindum.
40. mín
Agla María með frábæran sprett upp í hægra hornið þar sem varnarmaður gestanna ætlaði að skýla boltanum útaf en Agla María gerði sér lítið fyrir og hirti hann af henni. Hún reyndi svo að koma honum inná Katrínu sem var í hlaupi inná teiginn en gestirnir ná að koma þessu í innkast.
36. mín MARK!
Petra Divisova (Slavia Prag)
Stoðsending: Klara Cahynova
Petra er búin að vera að ógna gífurlega með hraða sínum hérna í kvöld og það kom að því að hún fékk fullkomnu sendinguna inn fyrir. Sendingin kom inná milli Kim í hafsentinum og Lorinu í bakverðinum, Gemma kom út á móti en Petra smellti boltanum með jörðinni í fjær án þess að Gemma eða Lorina, sem var í kapphlaupi við hana, næðu að koma nokkrum vörnum við.

Svekkjandi fyrir Stjörnuna að fá á sig þetta mark efitr að hafa fengið nokkra sénsa til að skora mark.
35. mín
Lára Kristín nær ágætum skalla á markið eftir annað hornið frá Öglu Maríu en Barbora er alltaf með þennan á hreinu.
34. mín
Frábær varsla hjá Barbora!!

Þessi hefði nú alveg mátt vera inni! Frábær sprettur hjá Donnu sem lætur svo vaða, boltinn rétt snertir varnarmann og stefnir beint í netið en Barbora á frábæra vörslu og nær að bjarga þessu í horn!

Agla María tekur hornið sem varnarmaður hreinsar beint í annað horn.
32. mín
Stjarnan bjargar á línu!!!

Ana Victoria er réttur maður á réttum stað þarna heldur betur! Hún bjargar á línu eftir að Katerina nær skalla á markið af mjög stuttu færi eftir eitthvað klafs.
24. mín Gult spjald: Donna Key Henry (Stjarnan)
Donna er aðeins of sein í tæklingu gegn Evu og fær að launum gult spjald. Pínu soft en sennilega alveg réttlætanlegt.
22. mín
Liði Stjörnunnar er stillt upp á eftirfarandi hátt:

Gemma
Lorina, Kim, Anna María, Bryndís
Lára Kristín, Ana Victoria
Katrín
Agla María, Harpa, Donna

Sama kerfi og þær hafa verið að notast við allt tímabilið í Íslandsmótinu.
20. mín
ANA VICTORIA!!

Stjörnustelpur hafa greinilega fengið aukið sjálfstraust við þessi færi undanfarnar mínútur og eru að ná að ógna marki gestanna. Nú er það Katrín sem á frábæra sendingu inná Önu Victoriu sem er í hlaupi vinstra megin, hún fer með boltann inní teiginn, framhjá varnarmanni, upp að endamörkum en nær ekki að setja boltann á markið, né nægilega fast útí teiginn þar sem Agla María var á fjærstönginni!
17. mín
AGLA MARÍA!!

Svo nálægt því að koma heimastúlkum yfir! Fékk sendingu inní teiginn þar sem hún lagði hann til hliðar framhjá varnarmönnum en snertingin var aðeins of þung og færið orðið þröngt og hún hitti hann svo ekki almennilega!
16. mín
Svo nálægt!!!

Uppúr hornspyrnu gestanna fá Stjörnustelpur skyndisókn þar sem, að mér sýndist, Lára nær að skipta boltann yfir á Önu Victoriu sem var allt í einu komin ein inn fyrir í kapphlaupi á móti markmanni gestanna sem kom langt út fyrir teiginn. Ana var ekki í nægilega góðu jafnvægi til að hreinlega skjóta á markið en náði að pota boltanum til Katrínar sem reyndi skot en þá voru tveir varnarmenn gestanna búnir að koma sér inní teiginn og náðu að verjat þessu.
Það hefði verið frábært að fá mark hérna!
15. mín
Tereza K nær skalla eftir annað hornið en svo virðist sem varnarmaður hafi átt síðustu snertinguna og gestirnir fá þriðja hornið í röð.
14. mín
Tereza K sækir að Önnu Maríu sem verst ágætlega og kemur boltanum í horn.

Anna María skallar svo hornið aftur fyrir í annað horn.
13. mín
Stjörnustelpur eiga hérna flott spil sem endar með sendingu Katrínar inn fyrir á Hörpu en Harpa dæmd rangstæð!
12. mín
Katerina reynir skot fyrir utan teig sem fer beint á Gemmu í markinu.
9. mín
Tereza S er að sleppa inn fyrir vörnina þegar Bryndís og Anna María koma báðar á ferðinni og renna sér fyrir. Gestirnir fá horn sem fer aftur fyrir.
7. mín
Stórhætta uppvið mark Stjörnunnar!!!

Katerina með frábæra sendingu þvert upp völlinn inná Petru sem er komin ein gegn Gemmu. En Gemma gerir afar vel og nóg til að stöðva þessa sókn. Þarna skall hurð nærri hælum!
6. mín
Gestirnir nálægt því að spila sig í gegnum vörn heimakvenna en Gemma kemur vel útúr markinu og handsamar boltann áður en dómarinn flautar rangstöðu.
1. mín
Dauðafæri!

Tereza, framherji gestanna, á hér skalla rétt framhjá af mjög stuttu færi.
1. mín
Þetta byrjar nú ekki sérstaklega gæfulega fyrir Stjörnuna sem eiga slaka sendingu í öftustu línu, einhver misskilningur og Gemma hamrar þessum bara útaf.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn!!! Það eru heimakonur sem byrja með boltann og sækja í átt að læknum.
Fyrir leik
Stjörnuliðið stillir sér hér upp í liðsmyndatöku á meðan Tékkarnir reyna að halda á sér hita.
Stjörnustelpur bæta svo um betur og taka hringinn á meðan Tékkarnir bíða!
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn og það er allt til reiðu! Nú styttist í þetta!
Fyrir leik
Það er byrjað að snjóa í Garðabænum! Ekta jólasnjór sem glitrar í flóðljósunum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þar er í raun ekkert sem kemur á óvart í uppstillingu Stjörnuliðsins. Lið gestanna frá Tékklandi er sem áður sagði vel mannað af landsliðskonum.
Fyrir leik
Lára Kristín Pedersen, Stjarnan
Við vitum að þær eru mjög vel skipulagðar og fastar fyrir. Meira en helmingur byrjunarliðsins spilaði á móti íslenska landsliðinu nú á dögunum og kom það vel í ljós þar, sem og í þeim leikjum sem við höfum skoðað með þeim.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Mótherjar Stjörnunnar í dag, Slavia Prag, urðu tékkneskir meistarar á síðasta tímabili og eru einnig á toppi deildarinnar eins og staðan er í dag. Þar virðast helstu mótherjarnir vera liðið Sparta Praha, en úr þessum 2 liðum koma einmitt nánast allir leikmenn tékkneska landsliðsins sem landsliðið okkar gerði jafntefli við um daginn. Athygli vekur að 12 leikmenn úr tékkneska landsliðshópnum leika með Slavia Prag þannig að það er ljóst að Stjarnan á ærið verkefni fyrir höndum.
Fyrir leik
Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt lið kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og því flottur árangur hjá Stjörnunni. En þær vilja eflaust meira og það verður gaman að sjá hvernig þær standast þeim tékknesku snúninginn.
Fyrir leik
Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Stjörnunnar, var í viðtali hjá okkur fyrr í dag þar sem hún sagði að æfingar fyrir leikinn hefðu gengið vel en það er jú um mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. Hún nefndi einnig að liðið væri að toppa núna svo það eru góðar fréttir fyrir leikinn í kvöld.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Slavia Prag, eða Slavia Praha eins og innfæddir Tékkar myndu kalla það.

Þessi leikur er partur af 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta er fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram í Prag eftir viku.

Leikurinn hefst kl. 18:00 á Stjörnuvelli. Það stefnir í kalt kvöld í Garðabænum en það er um að gera að henda sér í kraftgallann og vinda sér á völlinn til að styðja Stjörnukonur.
Byrjunarlið:
33. Barbora Votikova (m)
4. Klara Cahynova
5. Veronika Pincova
9. Eva Bartonova
10. Blanka Penickova(f)
13. Jitka Chlastákova
16. Tereza Szewieczkova
19. Petra Divisova
20. Diana Bartovicova
21. Katerina Svitkova
27. Tereza Kozarova ('89)

Varamenn:
1. Tereza Malikova (m)
3. Nikola Sedlackova
6. Andrea Budosova
7. Simona Necidova ('89)
12. Denisa Vasela
17. Aneta Dedinova
22. Andrea Jarchovska

Liðsstjórn:
Pavel Medynský (Þ)
Lukás Bodecek
Miroslava Fousková
Jaroslava Rinnerova
Jan Alt
Ivo Perina

Gul spjöld:
Jitka Chlastákova ('64)
Diana Bartovicova ('83)

Rauð spjöld: