Ísland
1
2
Tékkland
0-1 Tomas Soucek '19
0-2 Jan Sykora '65
Kjartan Henry Finnbogason '77 1-2
08.11.2017  -  14:45
Doha, Katar
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 30 gráðu hiti
Dómari: Khamis Al Kuwari
Maður leiksins: 60
Byrjunarlið:
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('46)
8. Birkir Bjarnason ('60)
14. Kári Árnason (f) ('46)
23. Ari Freyr Skúlason
23. Hörður Björgvin Magnússon ('46)

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Diego Jóhannesson ('83)
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Ragnar Sigurðsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
11. Kristján Flóki Finnbogason ('86)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson ('46)
17. Aron Einar Gunnarsson
19. Rúrik Gíslason ('46)
25. Theodór Elmar Bjarnason ('46)

Liðsstjórn:
Heimir Hallgrímsson (Þ)
Helgi Kolviðsson
Guðmundur Hreiðarsson
Sebastian Boxleitner
Haukur Björnsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rúnar Pálmarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Dagur Sveinn Dagbjartsson
Þorgrímur Þráinsson
Gunnar Gylfason

Gul spjöld:
Kári Árnason (f) ('17)
Sverrir Ingi Ingason ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ísland tapar naumlega gegn Tékkum í Katar í dag. Við komum með viðtöl innan tíðar. Strákarnir spila svo aftur í Katar á þriðjudaginn en þá verða andstæðingarnir heimamenn.
Magnús Már Einarsson
91. mín
Þremur mínútum bætt við. Fáum við jöfnunarmark?
Magnús Már Einarsson
91. mín
Sural með skot sem fer beint í fangið á Rúnari Alex.
Magnús Már Einarsson
88. mín
Ísland reynir að sækja og ná jöfnunarmarki. Ari á fyrirgjöf sem er misheppnuð og fer rétt yfir markið. Vaclik í brasi í markinu. Hefði getað endað með marki!
Magnús Már Einarsson
86. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (Ísland) Út:Kjartan Henry Finnbogason (Ísland)
Kristján Flóki fær lokamínúturnar. Kjartan Henry fer út af eftir fína frammistöðu og mark.
Magnús Már Einarsson
83. mín
Inn:Diego Jóhannesson (Ísland) Út:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland)
Annar landsleikur Diego.
Magnús Már Einarsson
82. mín Gult spjald: Tomas Soucek (Tékkland)
Fyrri markaskorari Tékka spjaldaður.
Magnús Már Einarsson
80. mín
Hendi dæmd inni á teignum eftir aukaspyrnu sem Ísland átti. Spurning hvort Ísland hafi ekki átt að fá vítaspyrnu. Ýtt í bakið á Sverri Inga. Dómarinn frá Katar dæmdi ekkert.
Magnús Már Einarsson
78. mín
Viðar Örn Kjartansson kemst í gott færi en Tomas Vaclik bjargar með góðu úthlaupi.
Magnús Már Einarsson
77. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
MIKILL lettir fyrir Kjartan að ná að skora. Hefur verið harðduglegur í leiknum og klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik.

Falleg fyrirgjöf Theodórs Elmars sem Kjartan skallar í netið af stuttu færi.

Koma svo! Jöfnum!
75. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Of seinn í tæklingu.
72. mín
Vatnspása seinni hálfleiksins í gangi.

Ekkert nýtt að Ísland er undir í vináttulandsleikjum enda úrslitin þar ekki verið okkar aðalsmerki. Það væri samt gaman að ná inn marki bráðlega og búa til alvöru leik hérna á lokakaflanum.
65. mín MARK!
Jan Sykora (Tékkland)
Stoðsending: Filip Novak
Rúrik tapar skallaeinvígi við vítateigsendann. Boltinn er skallaður til Sykora sem nær að skora með góðu skoti í teignum.

Rúnar Alex var í boltanum en inn lak hann.
63. mín
Kjartan Henry með skalla á markið, nær ekki krafti í skallann og Vaclik ver auðveldlega.
62. mín
Inn:Martin Frydek (Tékkland) Út:Josef Husbauer (Tékkland)
62. mín
Inn:Jan Sykora (Tékkland) Út:Jan Kopic (Tékkland)
60. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Arnór hefur ekki mikið fengið að spila hjá félagsliði sínu, AEK.
58. mín
Rúnar Már með marktilraun en var ansi langt frá því að hitta á rammann. Seinni hálfleikur farið ágætlega af stað hjá íslenska liðinu.
55. mín
Theodór Elmar með skot af löngu færi en vel framhjá.
53. mín
Viðar Örn skallar framhjá eftir fyrirgjöf frá vinstri, Ari Freyr með sendinguna.
50. mín
Ari Freyr Skúlason með skot í varnarmann. Hann vildi fá dæmda hendi en höndin var upp við líkamann sýndist mér.
47. mín
Svona byrjar Ísland í seinni hálfleik - Ólafur Ingi tekinn við fyrirliðabandinu:

Rúnar Alex
Rúrik - Hjörtur - Sverrir - Ari
Elmar - Óli (f) - Rúnar - Ari?
Viðar - Kjartan
46. mín
Inn:Josef Sural (Tékkland) Út:Jakub Jankto (Tékkland)
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn:Rúnar Már S Sigurjónsson (Ísland) Út:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Ari Freyr Skúlason fer í vinstri bakvörðinn, staða sem hann þekkir betur með landsliðinu. Rúnar á miðjuna með Ólafi Inga.
46. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Kári Árnason (f) (Ísland)
Hjörtur Hermanns fer í miðvörðinn, sína náttúrulegu stöðu, og Rúrik Gíslason í hægri bakvörð.
46. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jói var einn hættulegasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleiknum.
45. mín
45. mín
Hálfleikur
Rúnar Alex grípur fyrirgjöf úr aukaspyrnu og í þann mund flautar dómarinn til hálfleiks.

Með hreinum ólíkindum að Ísland hafi ekki náð að skora í fyrri hálfleiknum. Tvö skylduskorunarfæri fóru forgörðum.

Ísland átt 7 skot, Tékkland 5. Mótherjinn verið meira með boltann en það er ekki óalgengt í landsleikjum Íslands.
45. mín
Tékkar með skot sem Rúnar Alex ver auðveldlega, fær boltann í fangið. Er að detta í hálfleik. Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleik. Vatnspásan hefur þar sitt að segja.
43. mín
Hjörtur Hermannsson kom boltanum í horn. Soucek átti skot hátt yfir eftir hornið.
40. mín
NEEEIII! Þarna átti Ísland að skora! Ari Frey vann boltann af leikmanni Tékka og sendi innfyrir á Kjartan Henry sem komst framhjá markverði Tékka og skaut.

Skotið hrikalega vont, alltof laust, og varnarmaður sem var mættur á línuna náði að bjarga.

Kjartan Henry mjög ósáttur við sjálfan sig, hvernig hann kláraði þetta færi, og lemur í jörðina.
38. mín
HÖRKUSKOT! Hörður Björgvin með langt innkast, Tékki skallar boltann út fyrir teiginn þar sem Ólafur Ingi Skúlason er staddur og nær föstu skoti en beint á Vaclik sem kýlir boltann út.
36. mín
Tomas Soucek nær skoti á markið en Rúnar Alex nær að verja!

Þá hefst annað bænakall. Íslenska landsliðið er vant bænaköllum frá þeim útileikjum sem það hefur spilað í síðustu undankeppnum.
35. mín
Viðar Örn réttilega dæmdur rangstæður eftir sendingu frá Herði Björgvini.
32. mín
Jói Berg kemst framhjá leikmanni Tékklands á hægri kantinum, kemur boltanum á Birki Bjarna sem skýtur yfir. Besta sóknartilraun Íslands í töluvert langan tíma.
30. mín
Viðar Örn tekinn niður rétt fyrir utan vítateiginn hægra megin en katarski dómarinn flautar ekki. Viðar ósáttur.
29. mín
Vonandi náði vatnspásan að hressa okkar menn við fyrir lokakafla hálfleiksins. Eftir góða byrjun hefur gengið erfiðlega að ógna.
26. mín
Hlé gert á leiknum fyrir vatnspásu, enda um 30 stiga hiti.
23. mín
Jan Kopic kemur sér í flott skotfæri en þarna var Kári Árna til í slaginn, komst fyrir fast skotið með frábærri tæklingu.
21. mín
Tékkar að sækja meira núna. Sveiflukenndur upphafskafli í leiknum.
19. mín MARK!
Tomas Soucek (Tékkland)
Tékkar komast yfir eftir fyrirgjöf frá hægri, langt innkast. Kári Árnason var í Soucek en Tékkinn hafði betur og náði að reka tána í knöttinn og skoraði.
17. mín Gult spjald: Kári Árnason (f) (Ísland)
Fór of langt út með olnbogann í einvígi.
16. mín
TÉKKAR NÁ AÐ KOMA BOLTANUM Í NETIÐ! FLÖGGUÐ RANGSTAÐA!

Þarna vorum við Íslendingar stálheppnir. Michal Krmencik náði að koma boltanum í markið en þetta var RANGUR dómur. Ég ætla samt ekki að kvarta.
15. mín
Hættuleg sókn Íslands! Fyrst átti Birkir Bjarna sendingu inn í teiginn sem enginn náði að komast í. Svo kom Kjartan Henry sér framhjá varnarmanni Tékka á skemmtilegan og átti skot sem fór framhjá markinu.

Einu þrjár hættulegu tilraunir leiksins komið frá íslenska liðinu.
11. mín
Eftir að hafa átt í vök að verjast á fyrstu mínútum hafa Tékkarnir náð betri takti í spilamennsku sína. Eru meira með boltann núna en íslenska liðið hefur ekki gefið færi á sér.
7. mín
Tékkar að reyna að sækja en Rúnar Alex lætur vel í sér heyra í markinu, kemur út úr markinu og handsamar knöttinn af miklu öryggi.
5. mín
ARI FREYR SKÝTUR RÉTT FRAMHJÁ! Eftir að Jói Berg átti flotta rispu lagði hann knöttinn á Ara sem var í góðu skotfæri en framhjá fór boltinn.

Íslenska liðið mjög ógnandi hér í upphafi leiks.
4. mín
STÖNGIN!!! Eftir langt innkast frá Herði skallaði Kári boltann til Viðars Arnar sem var í dauðafæri við fjærstöngina en skaut í stöngina!!! Þarna munaði litlu.
3. mín
Birkir Bjarnason með góða sendingu til hægri á Hjört sem kom upp hægri vænginn og vann innkast við hornfánann. Hörður Björgvin mætir til að kasta langt inn. Hann lagði upp sigurmark Bristol City um helgina með löngu innkasti.
2. mín
Tékkar með fyrirgjöf sem hægri bakvörðurinn Hjörtur Hermannsson skallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Það voru Tékkar sem byrjuðu með knöttinn.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki.
Fyrir leik
Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason eru að glíma við meiðsli og verða að öllum líkindum ekkert notaðir í þessum tveimur vináttuleikjum hér í Katar. Eru þó skráðir á bekkinn.
Fyrir leik
Það verður leikið fyrir framan nánast tómar stúkur. Það eru svona 50 áhorfendur mættir þegar örstutt er í það að liðin gangi út á völlinn.
Fyrir leik
Það eru talsverð forföll í tékkneska hópnum en af þeim mönnum sem eru til taks þá stilla Tékkar upp sínu sterkasta liði. Þetta var tékkneskur kollegi sem er hér á vellinum að segja mér. Hann spyr annars mikið út í árangur Íslands. Tékkarnir verða ekki með á HM... því miður fyrir þá.
Fyrir leik
Það hefur verið snarpur undirbúningur fyrir þennan leik. Það var æft hér á vellinum í gær en það var eina æfingin fyrir leikinn. Menn æfðu misjafnlega mikið enda voru menn að tínast til Doha á sunnudeginum og mánudeginum.

Það er óhætt að segja að það sé létt yfir íslenska hópnum enda fara menn algjörlega pressulausir í þetta landsleikjahlé. HM miðinn er í húsi (maður brosir alltaf þegar þetta er skrifað).

Það er þó mikið í húfi fyrir marga leikmenn sem eiga ekki öruggt sæti í liðinu eða hópnum fyrir HM i Rússlandi.
Fyrir leik
Það ómar bænakall hér um þegar um 50 mínútur eru í leikinn. Hægt er að heyra bænakallið og sjá frá vellinum á Snapchattinu okkar: Fotboltinet

Svo hvet ég ykkur auðvitað til að nota #fotboltinet kassamerkið á Twitter. Valdar færslur verða birtar hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Það er skemmtileg blanda í byrjunarliði Íslands, fastamenn og einnig leikmenn sem eru að fá tækifærið.

Heimir Hallgrímsson talaði um að hann myndi horfa til ástands leikmanna enda voru einhverjir leikmenn að spila á sunnudaginn.

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, er í byrjunarliðinu en hann spilar sinn fyrsta landsleik í dag.

Hjörtur Hermannsson, varnarmaður Bröndby, byrjar í hægri bakverði og þeir Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason byrja frammi.

Ari Freyr Skúlason byrjar á vinstri kantinum en hann er vanari því að spila í bakverði. Þeir Birkir Bjarnason og Ólafur Ingi Skúlason eru saman á miðjunni.

Kári Árnason er fyrirliði í dag en hann og Sverrir Ingi Ingason eru saman í hjarta varnarinnar.

Fyrir leik
Leikurinn fer fram á Abdullah bin Khalifa Stadium, tíu þúsund manna leikvangur. Þar leika meistararnir í Katar, Al-Duhail, heimaleiki sína.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Hér í Katar mætast Ísland og Tékkland í vináttulandsleik sem flautaður verður á klukkan 17:45 að staðartíma, 15:45 að íslenskum tíma. Heimamaður sem sér um að flauta, Khamis Al Kuwari.

Þetta er fyrri vináttulandsleikur Íslands í þessu landsleikjahléi. Sá seinni verður gegn heimamönnum næsta miðvikudag.
Byrjunarlið:
1. Tomas Vaclik (m)
5. Jakub Brabec
7. Antonin Barak
8. Ondrej Celustka
10. Josef Husbauer ('62)
11. Michal Krmencik
14. Jakub Jankto ('46)
15. Tomas Soucek
17. Marek Suchy (f)
22. Filip Novak

Varamenn:
16. Tomas Koubek (m)
23. Jiri Pavlenka (m)
2. Simon Falta
3. Tomas Kalas
4. Jan Sykora ('62)
6. Valdimir Coufal
9. Martin Frydek ('62)
12. Robert Hruby
18. Jan Boril
19. Josef Sural ('46)
20. David Houska
21. Jan Kliment
24. Stefan Simic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tomas Soucek ('82)

Rauð spjöld: