Akraneshöllin
laugardagur 05. maí 2018  kl. 14:00
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Kalt en blankalogn á Skaganum. Rennisléttur völlur.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Einar Logi Einarsson(ÍA)
ÍA 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Steinar Þorsteinsson ('61)
Myndir: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Arnór Snær Guðmundsson
5. Einar Logi Einarsson
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('77)
10. Ragnar Leósson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('45)
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('59)
22. Steinar Þorsteinsson

Varamenn:
1. Skarphéðinn Magnússon (m)
6. Albert Hafsteinsson
9. Garðar Gunnlaugsson ('59)
16. Viktor Helgi Benediktsson
17. Andri Adolphsson ('45)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('77)
20. Alexander Már Þorláksson
26. Hilmar Halldórsson

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson

Gul spjöld:
Árni Snær Ólafsson ('33)
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('73)
Andri Adolphsson ('82)

Rauð spjöld:
@BenniThordar Benjamín Þórðarson
90. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri heimamanna.
Eyða Breyta
90. mín
Kristján Páll með skot fyrir utan teig en það er slakt og fer framhjá.
Eyða Breyta
90. mín
Steinar Þorsteins við það að sleppa í gegn en varnarmenn Leiknis gera vel.
Eyða Breyta
90. mín Ryota Nakamura (Leiknir R.) Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)

Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Óttar Húni Magnússon (Leiknir R.)

Eyða Breyta
90. mín
GARÐAR!! Bjarki Steinn setur Garðar í gegn en hraðinn er ekki nægjanlegur til að hann stingi varnarmannin af og skotið slakt sem Eyjólfur ver.
Eyða Breyta
87. mín
Skagamenn vilja vá hendi víti en Egill dæmir ekki. Sá þetta ekki nógu vel.
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Andri Adolphsson (ÍA)

Eyða Breyta
80. mín
STEINAR!!!! Hörður Ingi með fyrirgjöf eftir að Bjarki Steinn hafði gert vel en Steinar hitti bara ekki boltann. Átti að gera miklu, miklu betur.
Eyða Breyta
79. mín
Hættuleg sókn hjá Skagamönnum og með fyrirgjöf en vörn Leiknis á tánum.
Eyða Breyta
77. mín Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
77. mín Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.) Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
76. mín
Andri Adolphs með skot fyrir tuan teig en vel yfir.
Eyða Breyta
73. mín
Leikinsmenn fá aukaspyrnu og koma með sendingu fyrir markið en Skagamenn hreinsa.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
72. mín
Leiknir með frábæra sókn. Fyrirgjöf með jörðinni en sóknarmenn Leiknis bara ekki vakandi þarna.
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Hilmar Þór Hilmarsson (Leiknir R.)
Stoppar skyndisókn hjá Skaganum.
Eyða Breyta
67. mín
Skagamenn halda áfram að sækja í leit að öðru marki. ÞÞÞ með fyrirgjöf en Kristján Páll gerir vel í að kassa boltann til baka á Eyjólf.
Eyða Breyta
63. mín Ágúst Freyr Hallsson (Leiknir R.) Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)

Eyða Breyta
61. mín MARK! Steinar Þorsteinsson (ÍA)
MAAAAAAAAARK!! Ísinn er brotinn á Skaganum. Klaufagangur í vörn Leiknis og Andri fer illa með vörn gestanna, sendir fyrir á Steinar sem skorar auðveldlega.
Eyða Breyta
59. mín Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
58. mín
Rangar Leósson með skot úr aukaspyrnu en framhjá.
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Leiknir R.)

Eyða Breyta
57. mín
Arnar Már með oboðslega vont skot fyrir Skagamenn og boltinn endar í innkasti.
Eyða Breyta
53. mín
Skagamenn með hornspyrnu sem Leiknismenn hreinsa en ÞÞÞ fær tvær skottilraunir en nær ekki að skora.
Eyða Breyta
52. mín
Aftur er Ragnar með sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu en skallinn frá Hafþóri er slakur og framhjá.
Eyða Breyta
50. mín
Stefán Teitur nálægt því að skora fyrsta markið. Ragnar með aukaspynu fyrir markið og Stefán með gott skot en Eyjólfur ver vel.
Eyða Breyta
49. mín
Eyjólfur markmaður á smá veseni með höllina. Er núna þrisvar búinn að setja boltann uppí loftið úr markspyrnu.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og reglum samkvæmt byrja Skagamenn með boltann í seinni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Akranesi. Skagamenn heilt yfir betri í þessum leik.
Eyða Breyta
45. mín Andri Adolphsson (ÍA) Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Ólafur getur ekki haldið leik áfram eftir höggið frá Eyjólfi áðan. Andri Adolphs kemur inná. Fær hlýjar móttökur frá heimamönnum Andri.
Eyða Breyta
43. mín
Hvað er dómarinn að spá? Sending fyrir mark Leiknis og Ólafur Valur stekkur uppí skallabolta. Eyjólfur kemur útúr markinu og keyrir í bakið á honum og Egill dæmir á Ólaf Val! Ótrúlegt!
Eyða Breyta
41. mín
Ólafur Valur liggur á vellinum eftir viðskipti við Leiknismann og áhorfendur kalla á rautt. Viðurkenni að ég missti alveg af þessu.
Eyða Breyta
38. mín
Ólafur Valur með flottann sprett og endar á að skjóta yfir markið af vitateigslínunni. Vildi fá aukaspyrnu og er ekki frá því að hann hafi haft nokkuð til síns máls þarna.
Eyða Breyta
37. mín
ÚFFF! Hörður Ingi vinstri bakvörður ÍA með hörkuskot með hægri og rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
35. mín
Leiknismenn með hornspyrnu sem lekur í gegnum allt og alla.
Eyða Breyta
34. mín
Skaginn fer svo í fína sókn sem endar með fyrirgjöf frá Herði Inga en beint í fangið á Eyjólfi.
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Fyrirliði ÍA fær gult fyrir tuð. Væri mjög gaman að vita hvað hann sagði. Heyrðist ekkert hingað sem kallaði á gult spjald
Eyða Breyta
29. mín
Enn er ÞÞÞ að senda boltann fyrir og nú ná Skagamenn skalla að marki en hann er laflaus og beint á Eyjólf í markinu.
Eyða Breyta
28. mín
Flott sókn hjá Skagamönnum. Ragnar Leósson með góðan sprett og setur boltann á ÞÞÞ sem kemur fyrirgjöf en sóknarmenn ÍA ná ekki að nýta sér þetta.Leiknismenn beint í sókn og með skot en framhjá.
Eyða Breyta
24. mín
ÞÞÞ með vonda sendingu miðjunni og boltinn berst á Aron Fuego sem hleður í skot en hittir botlann illa og hann lekur framhjá.
Eyða Breyta
22. mín
Steinar Þorsteins með flottann sprett fyrir ÍA og setur boltann fyrir en varnarmenn Leiknis vel vakandi.
Eyða Breyta
20. mínEyða Breyta
18. mín
Lítið að gerast í augnablikinu. Skagamenn mun meira með boltann.
Eyða Breyta
13. mín
Skaginn mun meira með boltann núna. Fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Leiknis. Fá horn uppúr henni en ekkert verður úr þessu.
Eyða Breyta
12. mín
En sækja Skagamenn og eru mikið að fara upp vinstra megin. Skemmtilegur þríhyrningur hjá Herði og Steinari sem endar með skoti frá Herði en framhjá.
Eyða Breyta
10. mín
Fín skyndisókn hjá Skagamönnum og Stefán Teitur með skot en í varnarmann og aftur fyrir.
Eyða Breyta
9. mín
Ólafur Valur með skot fyrir Skagann utan teigs en vel framhjá.
Eyða Breyta
8. mín
Fyrsta skot á markið er Skagamanna. Fín sókn sem endar með Steinar fær boltann í teignum, snýr og skýtur að marki en Eyjólfur öruggur í rammanum og ver .
Eyða Breyta
7. mín
Bæði lið að reyna að sækja en ekkert alvöru færi komið ennþá.
Eyða Breyta
3. mín
Skagamenn með aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Leiknis. Sending fyrir en engin hætta.
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta sókn leiksins er Skagamann. Eyjólfur markmaður Leiknis með lélegt spark út og beint á Skagamann en þeir ná ekki að nýta sér þetta.
Eyða Breyta
1. mínEyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Leiknismenn byrja með boltann og sækja frá hægri til vinstri(horft úr stúkunni). Skagamenn að sjálfsögðu gulir og svartir en Leiknimenn skarta nýjum búning sem er að vanda blár og fjólublár og svartar stuttbuxur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér hljóma undurfagrir tónar í Akraneshöllinni en það eru meðlimir kirkjukórs Akraneskirkju og söngsveitarinnar Fílharmóníu sem ylja okkur með fallegum söng. Kemmur verulega á óvart að seinna lagið er lagið Ferðalok(Ég er komin heim)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru bara fimmtán mínútur í þetta góðir hálsar! Inkasso er alveg að bresta á!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rétt um hálftími í leik og bæði lið mætt út á völl að hita og ekki laust við að það sé fiðringur í mannskapnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég var varla búinn að ýta á enter þegar liðin duttu inn. Þau má sjá hér til hliðar. Ekkert óvænt má segja í uppstillingum liðanna. Skagamenn stilla upp sama liði og vann Selfoss í bikarnum á síðasta mánudag. Leiknismenn gera hins vegar fimm breytingar frá því tapinu gegn Breiðablik í bikarnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tæpur klukkari í leik og styttist í byrjunarliðin
Eyða Breyta
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Um leið og ég hvet alla til að mæta í Akraneshöllina í dag þá vil ég líka minna fólk á að nota myllumerkið #fotboltinet á Twitter í umræðum um leikinn. Valdar færslur líklegar til að birtast í textalýsingunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru heldur betur toppaðstæður til að spila fótbolta í dag. Svolítið kalt, blankalogn og rennisléttur völlur!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag heitir Egill Arnar Sigurþórsson og honum til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Kristján Már Ólafs. Varadómari er Einar Ingi Jóhannsson og eftirlitsmaður er Ólafur Kjartansson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er að sjálfsögðu ekki eini leikur dagins í Inkasso-deildinni því það fer fram heil umferð í dag, fjórir leikir hefjast núna kl 14:00 og tveir leikir kl 16:00

Leikir dagsins
ÍA-Leiknir R. kl 14:00(okkar leikur hérna)
Fram-Selfoss kl 14:00
ÍR-Víkingur Ó. kl 14:00
Njarðvík-Þróttur R. kl 14:00
HK-Magni kl 16:00
Haukar-Þór kl 16:00
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa mæst 12 sinnum í keppnum á vegum KSÍ og þar hefur ÍA haft örlítið betur. Skaginn hefur unnið 6 leiki, Leiknir 4 og tvisvar hafa liðin gert jafntefli. Markatalan er 15-13 ÍA í vil.
Liðin mættust síðast í Bikarkeppni KSÍ á síðasta tímabili og þar hafði Leiknir betur í framlengdum leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skagamenn mæta til leiks með nokkuð svipað lið og síðasta sumar en hafa þó fengið nokkra leikmenn til sín sem verða í lykilhlutverkum í sumar. Þar ber helst að nefna Hörð Inga Gunnarsson, Einar Loga Einarsson og Ragnar Leósson. Og þá er að sjálfsögðu nýr maður í brúnni en Jóhannes Karl Guðjónsson tók við Skagaliðinu síðasta haust eftir að hafa gert frábæra hluti með HK á síðasta tímabili.

Komnir:
Andri Adolphsson frá Val(lán)
Bjarki Steinn Bjarkason frá Aftureldingu
Einar Logi Einarsson frá Kára
Hörður Ingi Gunnarsson frá FH
Marinó Hilmar Ásgeirsson frá Kára
Ragnar Leósson frá Leikni R.
Skarphéðinn Magnússon frá Kára
Viktor Helgi Benediktsson frá FH

Farnir:
Guðmundur Böðvar Guðjónsson í Breiðablik
Ingvar Þór Kale í Kórdrengi
Patryk Stefanski
Rashid Yussuff í Víking Ó.
Viktor Örn Margeirsson í Breiðablik (Var á láni)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leiknismenn hafa auðvitað misst móttarstólpa úr sínu liði frá síðasta tímabili en Halldór Kristinn hætti og Brynjar Hlöðversson, oft kallaður Herra Leiknir, fór til HB í Færeyjum. Þá fór Rangar Leósson til ÍA en hann er uppalinn á Skaganum.
Svo voru auðvitað vond tíðindi fyrir Leiknismenn í vikunni þegar Tómas Óli hætti í fótbolta og verður þar af leiðandi ekki með liðinu í sumar.

Komnir:
Ágúst Freyr Hallsson frá HK
Ernir Bjarnason frá Breiðabliki
Óttar Húni Magnússon frá Ranheim
Ryota Nakamura frá Japan
Sólon Breki Leifsson frá Breiðabliki

Farnir:
Anton Freyr Ársælsson í Fjölni (Var á láni)
Brynjar Hlöðversson í HB
Halldór Kristinn Halldórsson hættur
Kolbeinn Kárason í KH
Ragnar Leósson í ÍA

Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðunum er spáð ólíku gengi af þjálfurum og fyrirliðum Inkasso-deildarinnar í sumar. Skagamönnum er spáð efsta sætinu og þar af leiðandi beint upp aftur en Leiknismönnum er spáð 8. sæti í sömu spá. Annars lítur spáin svona út.

1. ÍA 240 stig
2. Víkingur Ó 200 stig
3. HK 197 stig
4. Þróttur R. 166 stig
5. Selfoss 155 stig
6. Þór 142 stig
7. Fram 114 stig
8. Leiknir R. 100 stig
9. Haukar 93 stig
10. Magni 73 stig
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig

Eyða Breyta
Fyrir leik
Skagamenn taka þátt í Inkasso-deildinni þetta árið eftir að hafa fallið úr Pepsideildinni í fyrra. Leiknismenn eru hins vegar á sínu þriðja tímabili í deildinni eftir að hafa spilað í Pepsi-deildinni 2015.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og velkomin til leiks í Inkasso-deildinni 2018. Hér ætlum við að fylgjast með leik ÍA og Leiknis í Reykjavík
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
22. Eyjólfur Tómasson (m)
2. Hilmar Þór Hilmarsson
4. Bjarki Aðalsteinsson
6. Ernir Bjarnason
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
8. Árni Elvar Árnason ('90)
9. Sólon Breki Leifsson
15. Kristján Páll Jónsson
17. Aron Fuego Daníelsson ('77)
20. Óttar Húni Magnússon
21. Sævar Atli Magnússon ('63)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
2. Ágúst Freyr Hallsson ('63)
3. Ósvald Jarl Traustason
11. Ryota Nakamura ('90)
14. Birkir Björnsson
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
26. Zlatko Krickic
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('77)

Liðstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Guðni Már Egilsson
Alma Rún Kristmannsdóttir

Gul spjöld:
Ernir Bjarnason ('58)
Hilmar Þór Hilmarsson ('70)
Bjarki Aðalsteinsson ('82)
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('87)
Óttar Húni Magnússon ('90)

Rauð spjöld: