Grindavíkurvöllur
laugardagur 05. maí 2018  kl. 17:00
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Völlurinn þokkalegur, talsverður vindur og kalt.
Dómari: Helgi Ólafsson
Áhorfendur: Um 100
Maður leiksins: Sandra María Jessen
Grindavík 0 - 5 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('7)
0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('55)
0-3 Sandra Mayor ('59)
0-4 Sandra María Jessen ('80)
0-5 Sandra María Jessen ('90)
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
7. Elena Brynjarsdóttir ('68)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
25. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('90)

Varamenn:
10. Una Rós Unnarsdóttir ('90)
13. Katrín Lilja Ármannsdóttir
14. Anna Karen Björnsdóttir
15. Inga Rún Sigríðardóttir
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir
21. Eva María Jónsdóttir ('68)

Liðstjórn:
Þorsteinn Magnússon
Nihad Hasecic
Sreten Karimanovic
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Einar Guðjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@fotboltinet Sverrir Örn Einarsson
90. mín Leik lokið!
Leik lokið hér með mjög svo þægilegum sigri Þórs/KA

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín Una Rós Unnarsdóttir (Grindavík) Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
90. mín MARK! Sandra María Jessen (Þór/KA)
Ekki boðlegur varnarleikur hjá Grindavík þarna. Alltof auðvelt fyrir Söndru fær boltann alein á vítapunkti og getur leyft sér að bíða í nokkrar sekúndur áður en hún velur horn og klárar færið og fullkomnar þrennu sína.
Eyða Breyta
90. mín
Komið fram í uppbótartíma hér í Grindavík. Faglegt mat eru +3
Eyða Breyta
88. mín
Bianca reynir hér skot að marki úr aukaspyrnu af um 30 metra færi en yfir.
Eyða Breyta
86. mín
Sandra María!

Kemst inn í teiginn hægra meginn og í mjög álitlega stöðu en Viviane sér við henni mætir vel út á móti og lokar á skotið.
Eyða Breyta
83. mín
Sandra María með fyrirgjöf sem Margrét Árna skallar í átt að marki en beint í fangið á Viviane.
Eyða Breyta
80. mín MARK! Sandra María Jessen (Þór/KA)
Mark!

Enn og aftur er pressa norðankvenna að valda vandræðum. Grindavik í bölvuðu basli með að hreinsa eftir fyrirgjöf og Sandra María nýtir sér það tekur boltann niður í rólegheitum og klárar færið af stakri prýði.
Eyða Breyta
79. mín Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Síðasta skipting norðankvenna.
Eyða Breyta
77. mín
Skallað frá og að lokum rangstaða dæmd.
Eyða Breyta
76. mín
Aukaspyrna á fínum fyrirgjafarstað fyrir Þó/KA Bianca tekur.
Eyða Breyta
74. mín Ágústa Kristinsdóttir (Þór/KA) Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
74. mín
Margrét Árnadóttir á hér vitlaust innkast. gaman að því
Eyða Breyta
73. mín
Arna Sif með fast skot utan af velli sem Viviane slær í horn
Eyða Breyta
70. mín
Leikurinn hefur róast töluvert síðustu mínútur en Þór/Ka eru þó með tögl og haldir á hlutunum og virðast vera að sigla þessu heim.
Eyða Breyta
68. mín Eva María Jónsdóttir (Grindavík) Elena Brynjarsdóttir (Grindavík)
Grindavík gera hér breytingu.
Eyða Breyta
65. mín
Rilany liggur hér meidd á vellinum eftir barráttu við Önnu Rakel. Sýndist Anna stíga á ristina á henni. Óviljaverk vonum að það sé í lagi með þá Brasilísku.
Eyða Breyta
64. mín
Grindavíkurkonur eru heillum horfnar og Þór/KA á leikinn frá a til ö í augnablikinu. Verður að teljast líklegt eins og stendur að þær muni bæta við frekar en að Grindavík minnki munin.
Eyða Breyta
59. mín MARK! Sandra Mayor (Þór/KA), Stoðsending: Sandra María Jessen
Mark!
Sandra María launar nöfnu sinni frá því í fyrri hálfleik með stórkostlegri sendingu sem sendir Söndru Mayor eina í gegn. Henni bregst ekki bogalistinn og klárar vel framhjá Viviane.
Eyða Breyta
58. mín
Sandra María í dauðafæri á markteig en setur boltann framhjá! Þarna átti hún að gera betur
Eyða Breyta
55. mín MARK! Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Mark!
Hornspyrna frá hægri, Arna Sif rís hæst allra í teignum og stangar boltann í netið af 4 metra færi.
Eyða Breyta
51. mín
Grindavík að leika sér að eldinum. Dóla með boltann í eigin vítateig og Sandra María vinnur horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
49. mín
Viviane ver vel. Sá nú ekki hver átti skotið en það var gott og mátti Viviane hafa sig alla við að slá það frá. Upphefst svo töluvert klafs sem endar með fyrirgjöf sem Sandra María skallar yfir.
Eyða Breyta
48. mín
Grindavíkurkonur eru einnig sprækar framávið hér í upphafi seinni hálfleiks. Rilany reynir að þræða boltann inná Maríu Sól en Bryndís nær til boltans á undan.
Eyða Breyta
47. mín
Elena reynir fyrirgjöf fyrir Grindavík en Bryndís vel á verði og grípur boltann.
Eyða Breyta
46. mín
Þór/KA hefur seinni hálfleik á þungri pressu að marki Grindavíkur en skapa enga hættu.
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur. Vonum að við fáum hraðann og skemmtilegan seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Donni gerir breytingu á sínu liði í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ég verð nú á koma á framfæri vonbrigðum með mætingu áhorfenda á þennan leik. Snögg hausatalning hér í hálfleik er rétt um 100 sem er enganveginn nálægt því að vera ásættanlegt á leik í Pepsi deild Kvenna.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Helgi bætir engu við og flautar hér til hálfleiks.
Ég ætla að freista þess að hlýja mér hér við hitablásara og koma svo með seinni hálfleik innan skamms.
Eyða Breyta
44. mín
Rangstöðugildra Grindavíkur hefur verið að virka vel í dag. Eru búnar stíga oft upp á hárréttum tíma nokkrum sinnum og veiða norðankonur í rangstöðunna. Vel gert þar.
Eyða Breyta
43. mín
Mayor í færi! Fær boltann við vítateigslínu dansar aðeins með boltann og á skotið. Viviane frosinn á línunni en boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
41. mín
Grindavíkurkonur geta alveg sótt og eru hættulegar þegar þær ná að brjótast út úr pressu Þórs/KA en hafa þó ekki skapað sér nein teljandi færi ennþá.
Eyða Breyta
40. mín
Andrea Mist á hér fínt skot eftir slæma hreinsun Grindavíkur en setur boltann yfir.
Eyða Breyta
39. mín
Pressan hjá norðankonum er að þyngjast og eru þær orðnar ansi líklegar til að bæta við.
Eyða Breyta
37. mín
Þvílík varsla hjá Viviane! Aukaspyrnan berst inn í teiginn þar sem mér sýnist Sandra María eiga skallann frá markteig niður í fjærhornið en Viviane á einhvern ótrúlegan hátt er mætt niður og slær boltann af marklínunni!
Eyða Breyta
36. mín
Norðankonur eiga hér aukaspyrnu aftur í fyrirgjafarstöðu!
Eyða Breyta
35. mín
Frábær aukaspyrna frá Borgarstjóranum inná Söndru Maríu sem er ein og óvölduð en setur boltann framhjá.
Eyða Breyta
32. mín
Færi! Anna Rakel á fast skot við vítateiginn sem stefnir í bláhornið en Vivane sér við henni.
Eyða Breyta
30. mín
Ekkert verður úr því en boltinn fer ekki langt Hulda Ósk á sendingu inn í teiginn sem Sandra María skilar í netið en búið að flagga rangstöðu.
Eyða Breyta
30. mín
Annað horn
Eyða Breyta
29. mín
Sandra María Jessen vinnur hér horn
Eyða Breyta
25. mín
Varnalína Grindavíkur er samt en í tómu basli þegar norðankonur setja á þær pressu
Eyða Breyta
21. mín
Lítið að ske í leiknum núna. Mikil barátta einkennir leik beggja liða og farið af fullum krafti í öll návígi.

Rilany Aguiar leikmaður Grindavíkur hefur verið að reyna mikið síðustu mínútur en hefur vantað þessa úrslitasendingu. En þetta er hörkuleikur.

Eyða Breyta
16. mín
Sandra Mayor er svo góð í fótbolta. Labbar í gegnum vörn Grindavíkur vinstra meginn í teignum , kemst upp að markteig og leggur boltann út í teiginn á nöfnu sína Jessen sem á skot í varnarmann.
Eyða Breyta
14. mín
Pressa Þórs/KA er að koma Grindvíkingum aftur og aftur í vandræði. Slæm sending til baka og varnarmaður Grindavíkur neyðist til að hreinsa í horn. Úr horninu verður svo ekkert.
Eyða Breyta
11. mín
Norðankonur pressa Grindavík hátt uppi á vellinum og á mörgum mönnum og eru Grindavíkurkonur oft í vandræðum með að koma boltanum upp völlinn. Sandra Mayor vinnur boltann eftir pressuna og á skot sem Viviane á ekki í vandræðum með.
Eyða Breyta
7. mín MARK! Sandra María Jessen (Þór/KA), Stoðsending: Sandra Mayor
Eftir dauðafæri hjá Grindavík bruna Þór/Ka upp í skyndisókn. Boltinn berst á Söndur Mayor á hægri kantinum sem á gullfyrirgjöf beint á ennið á Söndru Maríu Jessen sem á ekki í nokkrum vandræðum með að skalla boltann í fjærhornið framhjá Viviane.
Eyða Breyta
5. mín
Nokkuð rólegt yfir þessu hér í byrjun en norðan konur heldur sterkari þótt enn hafi engin raunveruleg hætta skapast.
Eyða Breyta
3. mín
Hulda Björg á hér sendingu inn í teiginn frá hægri sem varnarmenn Grindavíkur misreikna boltinn berst á Söndru Mayor sem á skot í hliðarnetið úr þröngri stöðu.
Eyða Breyta
2. mín
Norðankonur fá hér horn strax í upphafi.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn Þór/KA byrjar með boltann og leikur í átt að Þorbirni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Áhorfendur eru að tínast hér á völlinn meðan liðin ganga til vallar undir fögrum tónum þemalags Game of thrones.

Mættu þó alveg vera ögn fleiri hausar mættir í stúkuna en eflaust spilar veðrið töluvert þar inní.

Förum að byrja þessa veislu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa gengið til búningsherbergja og styttist í að þessi veisla hefjist á meðan við bíðum er ekki úr vegi að fara yfir hvernig leikir þessara liða fóru á síðasta tímabili.

Liðin mættust í fyrri umferðinni á Akureyri þar sem Þór/KA vann stórsigur 5-0 þar sem hin frábæra Sandra María Jessen setti þrennu.

Síðari leikur liðanna í Grindavík var ögn meira spennandi en þar hafði Grindavík 3-2 sigur í hörkuleik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru hér úti á velli og hita upp af krafti.
Ekki vanþörf á því hitastigið úti er ekki neitt til að hrópa húrra fyrir svo þið sem eruð á leið á völlinn klæðið ykkur endilega vel.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA sem eins og flestir vita eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru hins vegar líklegar að mati sérfræðinga Fótbolta.net til þess að verja titilinn en nálgast má álit sérfræðingana HÉR
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðunum sem mætast hér í dag er spá heldur ólíku gengi af sérfræðingum Fótbolta.net

Grindavík sem endaði síðastu leiktíð í 7.sæti er spáð 9.sæti í ár. En fyrir áhugasama má nálgast spánna HÉR
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl og verið velkomin í beina yfirlýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
5. Ariana Calderon
7. Sandra María Jessen
9. Sandra Mayor
10. Anna Rakel Pétursdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('45)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir ('79)
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('74)

Varamenn:
30. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('79)
6. María Catharina Ólafsd. Gros
8. Lára Einarsdóttir
17. Margrét Árnadóttir ('45)
20. Ágústa Kristinsdóttir ('74)

Liðstjórn:
Agnes Birta Stefánsdóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson
Ragnheiður Runólfsdóttir
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: