Nettóvöllurinn
mánudagur 07. maí 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning og smá andvari
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 830
Maður leiksins: Sam Hewson
Keflavík 0 - 2 Grindavík
0-1 Björn Berg Bryde ('57)
0-2 Sam Hewson ('62)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
0. Marc McAusland
4. Ísak Óli Ólafsson
5. Juraj Grizelj ('64)
6. Einar Orri Einarsson
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson ('79)
18. Marko Nikolic
20. Adam Árni Róbertsson
25. Frans Elvarsson ('64)

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
2. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
3. Aron Freyr Róbertsson ('64)
11. Bojan Stefán Ljubicic
22. Leonard Sigurðsson ('79)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðstjórn:
Ómar Jóhannsson
Sigurbergur Elísson
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Guðlaugur Baldursson (Þ)

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('56)
Sindri Þór Guðmundsson ('72)
Marc McAusland ('72)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Lárus Ingi Magnússon
90. mín Leik lokið!
Leik lokið með sigri Grindavíkur. Komum með viðtöl og umfjöllun seinna í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín
Einar Orri með hörku skalla rétt yfir mark Grindavíkur. Besta færi heimamanna í leiknum. 4 mín bætt við.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)

Eyða Breyta
85. mín
Það er fátt sem bendir til þess að heimamenn hafi nokkurn hug á að minnka munin. Allar sóknaraðgerðir eru marklausar
Eyða Breyta
85. mín Nemanja Latinovic (Grindavík) René Joensen (Grindavík)

Eyða Breyta
79. mín Leonard Sigurðsson (Keflavík) Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)

Eyða Breyta
75. mín Matthías Örn Friðriksson (Grindavík) Will Daniels (Grindavík)

Eyða Breyta
73. mín
Aron Jóhannsson í dauðafæri á miðjum vítateig en þrumaði boltanum himinhátt yfir markið.
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Marc McAusland (Keflavík)
McAustland fór upp í skallaeinnvígi og virtist eitthvað stugga Aroni Jóhanns og Pétur tekur upp gula spjaldið
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)

Eyða Breyta
66. mín
Sam Hewson með gott skot að marki en hitti ekki rammann að þessu sinni
Eyða Breyta
64. mín Aron Freyr Róbertsson (Keflavík) Frans Elvarsson (Keflavík)

Eyða Breyta
64. mín Sigurbergur Elísson (Keflavík) Juraj Grizelj (Keflavík)

Eyða Breyta
62. mín MARK! Sam Hewson (Grindavík)
Sam Hewson fær sendingu út fyrir vítateig Keflavíkur og smellir honum neðst í markhornið nær. Glæsilega gert hjá Hewson.
Eyða Breyta
60. mín
Aron Jóhannsson fékk boltann frá Jóhanni Helga út í miðjan vítateig en skot Arons rétt framhjá marki Keflavíkur. Gestirnir mun sprækari hér í upphafi seinni hálfleiks.
Eyða Breyta
57. mín MARK! Björn Berg Bryde (Grindavík)
Eftir aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar fór boltainn af varnarmanni í stöngina. Þaðan barst boltinn á kollinn á Birni Berg sem skallaði hann af yfirvegun í netið.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Einar Orri er mættur til leiks og farinn að láta finna fyrir sér. Grindavík eiga aukaspyrnu inn í vítateigsboganum
Eyða Breyta
48. mín
Gunnar Þorsteinsson með hörkuskot að marki Keflavíkur en Sindri vel á verði og ver í horn. Úr henn varð svo ekkert.
Eyða Breyta
47. mín
Hólmbert Örn í ákjósanlegu færi en hitti boltann illa og slapt skot hans af markteigshorni langt framhjá marki Grindavíkur
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað. Vonumst eftir meira fjöri í honum heldur en við fengum í þeim fyrri.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur

Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Reif aftan í Jeppe Hansen sem var að koma sér í álitlega stöðu. Heppinn að hafa átt samherja litlu aftar, annars hefði liturinn getað orið annar.
Eyða Breyta
42. mín
Will Daniels að fara illa með upplagt tækifæri hjá gestunum. Hann náði boltanum eftir slæma sendingu keflvíkinga. Hafði talsvert svæði en lét þröngva sér út í teiginn og loka skotvinklinum.
Eyða Breyta
32. mín
Hér er fátt markvert í gangi. Bæði lið virðast hafa það sem aðal markmið að tapa ekki leiknum en það bitnar talsvert á gæðum hans. Vonandi að menn fari að taka aðeins meiri sénsa.
Eyða Breyta
31. mín
Sam Hewson með gott skot rétt utan teigs. Hann náði að halda boltanum vel niðri en Sindri gerði vel í marki Keflavíkur.
Eyða Breyta
24. mín
Aron Jóhannsson hér með skot að marki Keflavíkur, beint úr hornspyrnu og Sindri mátti hafa sig allan við í marki Keflavíkur til að bjarga aftur í horn
Eyða Breyta
16. mín
Grindvíkingar eru aðeins að koma betur og betur inn í leikinn án þess að vera nokkuð að skapa sér nokkur færi.
Eyða Breyta
9. mín
Það er allt með kyrrum kjörum hér á Nettóvellinum. Menn enn að koma sér í takt. Heimamenn hafa þó verið heldur sprækari það sem af er.
Eyða Breyta
4. mín
Adam Árni með hörkuskot utan teigs sem Kristian varði vel.
Eyða Breyta
2. mín
Grindvíkingar strax að skapa usla í teig heimamanna en McAustland vandanum vaxinn
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Nettóvellinum í Keflavík. Hér er að hefjast suðurnesjaslagur á milli heimamanna í Keflavík og Grindavíkur í Pepsi-deild karla. Við verðum í beinni og flytjum ykkur fréttir af gangi mála og komum svo með viðtöl strax eftir leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.

Keflavík gerir eina breytingu frá 2-2 jafnteflinu við Stjörnuna í síðustu umferð. Einar Orri Einarsson kemur inn fyrir Ingimund Aron Guðnason.

Grindavík tapaði 0-1 heima gegn FH í síðustu umferð og frá þeim leik eru tvær breytingar á liði þeirra.

Aron Jóhannsson og Marínó Axel Helgason koma inn fyrir Matthías Örn Friðriksson og Nemanja Latinovic.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur:
Það er alvöru rígur. Sagan segir manni það að þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og hörkuleikir. Við berum virðingu fyrir andstæðingnum og leiknum og erum klárir í alla leiki. Ég hef séð Keflavík og spilað við þá og þeir eru með hörkulið. Við búumst við erfiðasta leik sumarsins. Ég efast ekki um að mæting verði góð. Við spiluðum hörkuleiki við þá í Inkasso-deildinni fyrir tveimur árum síðan og þá nánast fylltum við stúkuna. Ég reikna með svipaðri stemningu á stærsta sviðinu.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá Suðurnesjaslag Keflavíkur og Grindavíkur í 2. umferð Pepsi-deildarinnar. Keflavík gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Garðabæ í fyrstu umferð eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Grindavík tapaði 0-1 fyrir FH heima í fyrstu umferðinni.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Aron Jóhannsson
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('75)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
13. Jóhann Helgi Hannesson
21. Marinó Axel Helgason
22. René Joensen ('85)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
1. Maciej Majewski (m)
3. Edu Cruz
9. Matthías Örn Friðriksson ('75)
11. Juanma Ortiz
15. Nemanja Latinovic ('85)
19. Simon Smidt
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
26. Sigurjón Rúnarsson

Liðstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('45)
Matthías Örn Friðriksson ('90)

Rauð spjöld: