Kópavogsvöllur
miðvikudagur 09. maí 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Stórglæsilegar. Maggi fær 10 í einkunn.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Breiðablik 4 - 0 Grindavík
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('41)
2-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('49)
3-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('56)
4-0 Agla María Albertsdóttir ('72)
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
11. Fjolla Shala ('63)
13. Ásta Eir Árnadóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('77)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('63)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('63)
14. Berglind Baldursdóttir
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('77)
17. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('63)

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Ásmundur Arnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@hilli95 Hilmar Jökull Stefánsson
93. mín Leik lokið!
Torsóttur sigur Blika staðreynd þar sem þær skoruðu fyrsta markið rétt undir lok fyrir hálfleiks. Þær grænu komnar á toppinn.
Eyða Breyta
92. mín
Aukaspyrna hérna rétt við hægra vítateigshornið, ná Blikastelpur að bæta við fimmta markinu?
Eyða Breyta
91. mín
Agla María með skot rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
89. mín
Blikar að reyna að bæta við 5. markinu hérna. Mikið grimmari og sækja stíft.
Eyða Breyta
87. mín Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík) Elena Brynjarsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
84. mín
Engin færi síðustu mínúturnar en þegar að kemur að spilamennsku þá er þetta bara einstefna.
Eyða Breyta
79. mín
Sólveig strax farin að láta vita af sér. Á hérna skot rétt yfir slánna eftir flott samspil.
Eyða Breyta
78. mín
Grindavík að sækja aðeins þessa stundina en Blikar verjast vel og vinna boltann aftur.
Eyða Breyta
77. mín Una Rós Unnarsdóttir (Grindavík) Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
77. mín Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
72. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Huggulegt var það! Andrea Rán með þvílíkan snilldarbolta í gegn á Öglu sem enginn sá á vinstri kantinum nema Viviane markmaður. Hún reynir að mæta Öglu en of seint, Agla setur boltann í fyrsta í markið og Viviane gat ekkert gert. Blikar að kafsigla Grindvíkingum hérna.
Eyða Breyta
69. mín
Grindavík fær hornspyrnu. Það er saga til næsta bæjar. Geta þær minnkað muninn?
Eyða Breyta
67. mín
Agla María með skot vinstra megin á vítateigshorninu! Viviane ver og Karólína Lea er ein gegn opnu markinu en setur hann einhvern veginn í Viviane og aftur fyrir. Ekkert verður úr horninu.
Eyða Breyta
66. mín
Áfram gakk segir Bríet dómari. Búið að hlúa að Viviane og áfram heldur leikurinn.
Eyða Breyta
65. mín
Viviane liggur aðeins eftir hérna í teignum, kallað á sjúkraþjálfara. Hún fékk högg þarna eftir hornið en frá hverjum sá ég ekki. Leikurinn stopp.
Eyða Breyta
64. mín
Agla María heldur áfram að ógna með hraða sínum. Sækir hérna upp vinstri kantinn og á skot af varnarmanni og aftur fyrir. Tekur hornið sjálf.
Eyða Breyta
63. mín María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Eva María Jónsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
63. mín Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik) Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
63. mín Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik) Fjolla Shala (Breiðablik)

Eyða Breyta
61. mín
Ekki góð spyrna, hún getur miklu betur en þetta. Agla þrumar boltanum bara meðfram jörðinni og framhjá markinu vinstra megin.
Eyða Breyta
60. mín
Agla María fær hér aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan vítateiginn hægra megin. Tekur hana 100% sjálf.
Eyða Breyta
58. mín
Ásta að gefa svona átjándu hættulegu fyrirgjöfina sína í leiknum, boltinn samt aðeins of nálægt markinu þannig Viviane grípur hann. Berglind samt í henni og alveg tilbúin að setja boltann í netið ef Viviane hefði brugðist bogalistin þarna.
Eyða Breyta
56. mín MARK! Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
Selma keyrir upp hægri kantinn eftir góðan samleik við Ástu og nær fallegri fyrirgjöf sem flýgur framhjá Berglindi og Lindu þar sem Áslaug Munda bíður eins og gammur og setur boltann yfir línuna. Rosalegir yfirburðir Blika farnir að sýna sig á töflunni.
Eyða Breyta
54. mín
Grindavík átti svona næstum því færi áðan og þær virðast hafa eflst aðeins við það. Blikastelpur samt miklu betri og meira að sækja.
Eyða Breyta
49. mín MARK! Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Hahahaha þær gáfu henni 5 metra til að stilla boltanum upp. Þetta var negla hjá Selmu, þvílka skotið, geggjað mark! Engin vakandi í vörn Grindjána, sem stara og horfa á Selmu Sól þruma boltanum rétt yfir jörðinni og í markið.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað og áfram sækja Blikar
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur

Eyða Breyta
45. mín
Ég má við að hrósa Blikum fyrir gjörsamlega geggjaða umgjörð í kringum leikinn. Hér er bjórtjald og flottir börgerar, lítill gervigrasvöllur og allt sem þarf fyrir alvöru fan zone stemningu. Til fyrirmyndar!
Eyða Breyta
45. mín
Ekkert rosalega merkilegt búið að gerast síðan Blikar komust yfir, fer að koma hálfleikur.
Eyða Breyta
41. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
MAAAARK!! LOKSINS BRAST STÍFLANN. Begga með mjög fyndið en samt fallegt mark. Skallar boltann aftur á bak eftir hornspyrnu og snyrtilega yfir Viviane í markinu. Blikar leiða 1-0 og nú er bara spurning hvernig Grindavík bregst við.
Eyða Breyta
39. mín
Áslaug Munda fer illa með Dröfn hérna og á góða sendingu inn í á Selmu Sól sem tekur skot.
Eyða Breyta
38. mín
Ekkert rosalega mikið að frétta af leiknum þessa stundina nema bara Blikar betri og að spila vel.
Eyða Breyta
33. mín
Þarna held ég að blikar hefðu átt að fá víti. Berglind með skalla í hendina á Lindu sem heldur svo um andlitið til að reyna aðeins að rugla í Bríet.
Eyða Breyta
30. mín
Rétt undir vegginn en ekki nógu mikið til hliðar svo að það valdi Viviane í marki Grindavíkur einhverjum vandræðum.
Eyða Breyta
29. mín
Aukaspyrna rétt fyrir utan vítateig Grindavíkur. Margrét Hulda brýtur á Bergldindi og Agla María stillir boltanum upp.
Eyða Breyta
26. mín
ALEXANDRA JÓHANSSDÓTTIR MEÐ ÞRUSUSKOT Í STÖNGINA! Geggjuð sókn hjá Blikum, Agla María prjónar sig upp vinstri kantinn og á fyrirgjöf sem ratar á Alexöndru sem leikur á einn leikmann og þrumar í stöngina innanverða. Blikar miklu hættulegri.
Eyða Breyta
22. mín Gult spjald: Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
Ljótt brot. Fer aftan í Áslaugu og hárréttur dómur. Stórhættuleg aukaspyrna.
Eyða Breyta
21. mín
Selma Sól tekur aukaspyrnu af 30 metra færi. Skotið á markið en auðvelt fyrir Viviane.
Eyða Breyta
19. mín
Ekkert verður úr þessari hornspyrnu en Blikar halda boltanum. Myndi halda að Grindavík hefði verið með boltann svona í mesta lagi 10% af fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
19. mín
Ásta Eir með geggjaða fyrirgjöf sem Viviane slær aftur fyrir. Horn fyrir Blika.
Eyða Breyta
17. mín
Agla María með stórkostlega fyrirgjöf sem fer rétt yfir Berglindi! Viviane slær boltann út þar sem Selma bíður og tekur skot sem heppnast ekki nógu vel en boltinn berst svo á Áslaugu Mundu sem er flögguð rangstæð.
Eyða Breyta
16. mín
Sam með skot/fyrirgjöf. Ætlar alveg pottþétt að senda boltann fyrir en slæsar hann smá og endar á því að skjóta boltanum utan fótar á markið.
Eyða Breyta
13. mín
Sam Lofton með sendingu inn fyrir vörn Grindavíkur á Berglindi sem var óheppin að hitta boltann ekki betur þarna! Blikar sækja og sækja.
Eyða Breyta
12. mín
Grindavík með aukaspyrnu sem Dröfn Einarsdóttir tekur. Dröfn setur hann beint á markið af 40 metra færi en auðvelt fyrir Sonný í markinu.
Eyða Breyta
11. mín
Boltinn inn í og smá darraðadans í teignum sem endar með því að Selma Sól nær skoti sem fer í varnarmann og Viviane í marki Grindavíkur handsamar boltann að lokumþ
Eyða Breyta
10. mín
Sam Lofton vinnur horn fyrir Blika. Áslaug og Agla búa sig undir að taka það stutt.
Eyða Breyta
8. mín
Ásta Eir með þrusugóða sendingu á Berglindi sem fer upp hægra megin og nælir í horn. Ekkert verður úr þessari hornspyrnu en Blikar halda áfram að sækja.
Eyða Breyta
4. mín
Ásta Eir með fyrirgjöf sem fer yfir allan pakkann og í innkast. Grindavík ekki ennþá komið í sókn en það fer að koma.
Eyða Breyta
2. mín
Áslaug Munda með laglegan klobba hérna á vinstri kantinum en missir boltann svo frá sér. Blikar sækja meira hérna fyrstu mínúturnar.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá fer leikurinn af stað og það eru Blikar sem byrja með boltann. Breiðablik sækir að Sporthúsinu og Grindavík að Fífunni.
Eyða Breyta
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Verð að hrósa Magga Bö, Ómari Stef og þeirra gengi hérna á Kópavogsvelli. Völlurinn bókstaflega geggjaður. Flottasti völlur landsins að mínu mati en ég er bara búinn að koma á 2 grasvelli frá mánaðamótum þannig lítið að marka mig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavíkurstúlkur byrjuðu ögn verr heldur en Blikarnir en þær steinlágu 5-0 heima gegn Íslandsmeisturunum í Þór/KA þar sem Sandra María Jessen skoraði þrennu. Sandra hefur eftir áramót verið á láni hjá Slavia Prag í Tékklandi en hún kom heim til Akureyrar núna síðustu mánaðamót.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik hóf 1. umferðina á flugeldasýningu í Garðabæ þar sem þær slátruðu Garðbæingum með 6-2 sigri þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Vestmannaeyjaættaði Blikinn, skoraði þrennu á 20 mínútna kafla. Blikar sitja fyrir þessa umferð í 3. sæti deildarinnar, á eftir Val og Þór/KA.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sælir kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Breiðabliks og Grindavíkur. Þessi leikur fer fram í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna og er óhætt að segja að þessum liðum hafi gengið misvel í 1. umferðinni.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
7. Elena Brynjarsdóttir ('87)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
21. Eva María Jónsdóttir ('63)
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
25. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('77)

Varamenn:
12. Dagbjört Ína Guðjónsdóttir (m)
10. Una Rós Unnarsdóttir ('77)
10. Ása Björg Einarsdóttir
13. Katrín Lilja Ármannsdóttir
14. Júlía Ruth Thasaphong
17. María Sól Jakobsdóttir ('63)
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('87)

Liðstjórn:
Þorsteinn Magnússon
Nihad Hasecic
Sreten Karimanovic
Ray Anthony Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Helga Guðrún Kristinsdóttir ('22)

Rauð spjöld: