Akureyrarvöllur
laugardagur 12. maí 2018  kl. 16:00
Pepsi-deild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Guðmann Þórisson
KA 2 - 0 ÍBV
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('20)
2-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('55)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
0. Aleksandar Trninic ('87)
0. Cristian Martínez
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams
5. Guðmann Þórisson (f)
6. Hallgrímur Jónasson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson (f)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('74)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
24. Daníel Hafsteinsson ('82)

Varamenn:
18. Aron Elí Gíslason (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('87)
7. Hjörvar Sigurgeirsson ('74)
17. Ýmir Már Geirsson
25. Archie Nkumu ('82)
28. Sæþór Olgeirsson
35. Frosti Brynjólfsson

Liðstjórn:
Srdjan Rajkovic
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Bjarni Mark Antonsson ('81)
Aleksandar Trninic ('85)

Rauð spjöld:
@ingvarbjorn Ingvar Björn Guðlaugsson
95. mín Leik lokið!
LEIK LOKIÐ Á AKUREYRARVELLI!! 2-0 sigur KA er hér með staðreynd og maður sér að þungu fargi er létt af áhorfendum í stúkunni. Góður leikur hjá heimamönnum hér í dag, en gestirnir þurfa virkilega að skoða sín mál. Ég þakka fyrir mig hér í dag!
Eyða Breyta
94. mín
Leiktíminn fer að renna út og það er bara miðjumoð í gangi. KA hægir á þessu, skiljanlega.
Eyða Breyta
92. mín
DAUÐAFÆRI!! Cristian Martinez með hörmungar markspyrnu eina 30 metra upp völlinn og Sigurður Grétar á stungu á Shahab. Cristian er þá fljótur út og ver vel frá Shahab af stuttu færi. Bjargar sjálfum sér vel þarna.
Eyða Breyta
91. mín
Shahab tekur tvö horn, það seinna fer í hliðarnetið. KA nýtir tímann í kjölfarið til að tefja.
Eyða Breyta
90. mín
5 mínútum bætt við venjulegan leiktíma og ÍBV fær horn.
Eyða Breyta
87. mín Ólafur Aron Pétursson (KA) Aleksandar Trninic (KA)
Trninic kominn með gult. Þegar flautað var og átti að skipta lagðist hann niður með "meiðsli". Klókur. Reynslan.
Eyða Breyta
85. mín Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Brýtur hér ofarlega á vellinum.
Eyða Breyta
82. mín Archie Nkumu (KA) Daníel Hafsteinsson (KA)
Önnur skipting Túfa. Varnarsinnuð rétt eins og sú fyrri, hann ætlar ekki að tapa þessu niður
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Bjarni Mark Antonsson (KA)
Tekur hér Ágúst Leó niður á miðjum velli. Réttur dómur.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Shahab Zahedi (ÍBV)
Einvígi milli Shahab og Hallgríms J. sem fellur við. Heldur um andlitið og Egill flautar á þetta. Spjald á Shahab.
Eyða Breyta
75. mín
Ylvolgar áhorfendatölur í húsi. 660 manns. Hélt það væri hærri tala miðað við mannmergðina, en teljarinn af Fiskideginum er ekki hér.
Eyða Breyta
74. mín Hjörvar Sigurgeirsson (KA) Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Ásgeir Sigurgeirsson kemur hér útaf, átt góðan leik fyrir KA í dag. Uppalinn KA piltur, Hjörvar Sigurgeirsson kemur í hans stað.
Eyða Breyta
73. mín Ágúst Leó Björnsson (ÍBV) Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
MarkaGústi kemur hér inn. Skoraði í síðasta leik fljótlega eftir að hafa komið inná, spurning hvort honum takist það aftur í dag?
Eyða Breyta
72. mín
Lipurlega gert hjá KA mönnum. Elfar Árni með sínar löngu lappir klafsar boltanum í gegnum þrjá eyjapeyja. Laglegt samspil Hallgríms og Daníels í kjölfarið skilar boltanum í fætur á Elfari vinstra megin í teignum. Hann táar boltann en skotið er ekki nógu fast og Derby grípur.
Eyða Breyta
67. mín
Kaj Leo er hér allt í öllu. Tekur allar aukaspyrnur og hornspyrnur og tekur hér langt innkast sem skilar hornspyrnu. KA menn bægja henni frá, bruna í sókn en Ásgeir á laust skot frá vítateig sem Derby ver örugglega.
Eyða Breyta
66. mín
Kaj Leo tekur hér sína 6.hornspyrnu í dag. Þær hafa allar endað á að fyrsti varnarmaður KA skallar frá. Háir boltar þó.
Eyða Breyta
62. mín Shahab Zahedi (ÍBV) Guy Gnabouyou (ÍBV)
Kristján gerir sína aðra skiptingu. Kassa Guy hefur ekki mikið erindi átt í Guðmann og Hallgrím en Shahab fær það verðuga verkefni að rífa sóknarleikinn upp.
Eyða Breyta
60. mín
Skógarhlaup hjá Cristian út við teigenda vinstra megin. Stekkur upp í bolta með leikmanni ÍBV, missir hann og ekkert er dæmt. Kaj Leo nær fyrirgjöfí kjölfarið en hún kemur seint og Cristian nær að grípa hana.
Eyða Breyta
56. mín

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
55. mín MARK! Ásgeir Sigurgeirsson (KA), Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRKKKKK!!!!!!! KA KOMIÐ Í 2-0!!!!! Daníel með hornspyrnu frá hægri sem Hallgrímur Jónasson skallar að marki. Derby kastar sér niður og slær boltann upp í loft. Elfar Árni skallar þá af stuttu færi í stöngina og út þar sem Ásgeir er fyrstur að átta sig og kemur boltanum yfir línuna. 2-0 fyrir KA og róðurinn framundan þungur fyrir gestina úr Eyjum.
Eyða Breyta
52. mín
Callum Williams missir hér af bolta út á kantinn, Gunnar Heiðar rýkur inn á teig og á fyrirgjöf áður en Callum tæklar hann niður. Enginn biður um vítaspyrnu eða neitt og boltinn fer yfir allan pakkann. Fannst Callum taka full mikið af Gunnari í þessari tæklingu.
Eyða Breyta
49. mín
Mjög sérstakt. Cristian bombar útsparki útaf, rífur af sér hanskana og fer að reima. ÍBV kastar boltanum svo til baka á KA.
Eyða Breyta
48. mín
Skallatennis inná teig ÍBV þar sem Ásgeir rekur smiðshöggið og skallar yfir markið. Bæði lið tóku virkan þátt.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn hér á Akureyrarvelli. Vonumst eftir mikilli skemmtun!
Eyða Breyta
45. mín Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Devon Már Griffin (ÍBV)
Sóknarsinnuð skipting hér hjá Eyjamönnum í hálfleik. Spurning hverjar tilfærslurnar á vellinum verða.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
FLAUTAÐ TIL HÁLFLEIKS! Fínasti fyrri hálfleikur að baki, 1-0 er staðan fyrir KA og við vonumst eftir fleiri mörkum hér í seinni hálfleiknum. Komum aftur eftir hlé!
Eyða Breyta
45. mín
Daníel Hafsteinsson hér með vinstri fótar skot yfir markið, vinstra megin úr teignum. Ásgeir Sigurgeirsson vann boltann glæsilega af harðfylgi af Alfreð Hjaltalín, sendi á Hallgrím Mar sem hælaði hann fyrir Daníel. Vel spilað.
Eyða Breyta
42. mín
Hrannar Björn með góða fyrirgjöf hér sem Elfar Árni skallar yfir. Frá vítapunkt ca.
Eyða Breyta
40. mín
GOTT FÆRI!!!! Ásgeir Sigurgeirsson fær gott færi eftir aukaspyrnuna. Tekur við honum í teignum og neglir á markið, en þessi er beint á Derby sem gerir vel í að slá hann niður og handsama hann.
Eyða Breyta
39. mín Gult spjald: Yvan Erichot (ÍBV)
Neglir hér Elfar Árna niður við miðjubogann. Elfar var að nikka boltanum framhjá honum.
Eyða Breyta
35. mín
ÍBV bankar hér á dyrnar og hefur fært KA liðið mun aftar á völlinn. Ná þó ekkert að skapa sér af alvöru.
Eyða Breyta
34. mín
Túfa hefur unnið heimavinnuna á Kaj Leo. Callum er límdur við hann og fær svo alltaf hjálparvörn þegar hann nálgast teiginn. Nú er það Elfar Árni sem kemur askvaðandi og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
34. mín
Kemur ekkert úr horninu frá Kaj Leo.
Eyða Breyta
33. mín
Gunnar Heiðar með skemmtilegan snúning og skot rétt utan teigs í átt að fjærhorninu. Cristian blakar í horn!
Eyða Breyta
28. mín
Hallgrímur Mar tekur hér aðra hornspyrnu á nær sem Ásgeir skallar í hliðarnetið nær. Utanvert. Aldrei líklegur inn þessi.
Eyða Breyta
27. mín
Bjarni Mark fær hér frábæra skotstöðu frá vítapunkt eftir hornspyrnu en Gunnar Heiðar kastar sér fyrir og boltinn speglast í horn. Góð fórn Jón.
Eyða Breyta
26. mín
Hrannar Björn chippar hér boltanum yfir tæklingu og einum 700 kg af sandi með. Skemmtilegt!
Eyða Breyta
25. mín
Flestar skottilraunir beggja liða enda í varnarmönnum andstæðings, en menn eru klárlega að reyna hér á Akureyrarvelli.
Eyða Breyta
22. mín
Hrannar Björn reynir hér skot af 35 metrunum. Það er ekki nógu fast til að leika á Derby sem grípur boltann.
Eyða Breyta
20. mín MARK! Elfar Árni Aðalsteinsson (KA), Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
MAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRK!!!!!! KA ER KOMIÐ Í 1-0!!!!!!!!!! Callum Williams hundeltir Kaj Leo og vinnur boltann ofarlega á vellinum. Sendir til vinstri á Hallgrím Mar sem leikur á Dag Austmann og krossar vel yfir á fjær. Ásgeir hælar boltann í hlaupið hjá Hrannari Birni sem leggur hann út í teig á Elfar. Elfar setur boltann rétt yfir Derby og í fjærhornið. Vel spilað hjá KA og gott mark!
Eyða Breyta
19. mín
Hallgrímur Mar reynir skot úr aukaspyrnunni en það er hátt yfir markið. Tilraun komin á blað.
Eyða Breyta
19. mín
Ásgeir liggur hér á vellinum eftir að hafa fengið trukkinn Yvan Erichot ofan á sig eftir skallaeinvígi. Hefði sjálfur ekki viljað lenda undir honum. Hann sýnist mér vera úr stáli. KA fær aukaspyrnu af ca 30 metra færi.
Eyða Breyta
17. mín
Guy fær boltann rétt fyrir utan teig hjá KA og tekur hann á lofti. Þessi er aðeins yfir markið.
Eyða Breyta
16. mín
GUÐMANN VER!!! Atli Arnarson fær boltann í hörkufæri í miðjum teig og bombar að marki. Guðmann stendur eins og klettur og ver hann vel. Gott færi hjá Atla.
Eyða Breyta
14. mín Gult spjald: Alfreð Már Hjaltalín (ÍBV)
ÍBV fær hér aukaspyrnu og sendir inn á teig. Skallað í burtu og Ásgeir brunar upp völlinn. Kominn inn fyrir Alfreð Má á miðpunktinum og er rifinn niður. Þau voru gulblá gleraugun inn á vellinum sem báðu um rautt, en klárlega gult spjald.
Eyða Breyta
12. mín
Stuttu sendingarnar hjá ÍBV hafa verið mistækar. Eru að senda örlítið beint í fætur á KA mönnum hér á miðjum velli og bjóða þeim í heimsókn. Hefur ekki valdið miklum usla enn sem komið er.
Eyða Breyta
6. mín
Upphafið býður ekki upp á margt annað en hina klassísku baráttu. Menn að átta sig á því hvar boltinn boppar á vellinum og hvar ekki. Bæði lið reyna að setja tempó í sínar aðgerðir.
Eyða Breyta
4. mín
KA stillir upp í afar svipað kerfi.

Cristian
Hrannar - Guðmann - Hallgrímur J. - Callum
Aleksandar - Bjarni
Ásgeir - Daníel - Hallgrímur Mar
Elfar Árni
Eyða Breyta
3. mín
ÍBV stillir upp í séríslenskt 4-5-1.

Derby
Dagur - Atkinson - Yvan - Alfreð
Atli - Devon
Kaj Leo - Gunnar - Sindri
Guy
Eyða Breyta
2. mín
Elfar Árni drepur boltann listavel í teignum og rennir fyrir markið en Alfreð er sneggri en Ásgeir í boltann og kemur honum burt.
Eyða Breyta
2. mín

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Hér er tekið hart á reglum. Dagur Austmann með vitlaust innkast og KA fær kastið í staðinn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
VItlaus miðja!!!!!! Í tvígang. Guy Gnabouyou er graður í að þetta byrji. Fór of snemma af stað. En allt er þegar þrennt er og leikurinn er hafinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á undir dynjandi trumbuslætti Schiöthara úr stúkunni! Allir takast í hendur og línuverðir yfirfara netin. Hér fer fyrsti heimaleikur KA í sumar að hefjast!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru lesin upp 10 mínútum fyrir leik á Akureyrarvelli. Vallarþulurinn fer listavel með framburðinn á erlendu leikmönnum ÍBV. Gert með bravör! Liðin eru farin inn í klefa í lokaundirbúning.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér er greinilega verið að gæsa stjórnarmeðlim KA og handboltahetju úr KA/Þór, Katrínu Vilhjálmsdóttur, sem heldur hér bolta á lofti fyrir framan fulla stúku. Merkilega öflug frammistaða miðað við aðstæður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að hita hér upp af miklum krafti. Sambatónar í græjunum, Lemon-blandarar á trilljón og grillfnykur úr Schiötharaskúrnum. Hálffull stúkan og korter í leik. Þetta lofar góðu!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið leiksins eru opinber og má sjá þau hér til hliðar! 45 mínútur í leik og Cristian Martinez er eini leikmaðurinn sem byrjaður er að hita upp úti á velli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru nýjungar á Akureyarvelli. Ný mörk, sem eru reyndar töluvert ljótari en þau gömlu, ásamt nýrri vallarklukku! Við fögnum klukkunni ótæpilega enda sú gamla úr sér gengin og löngu hætt að sýna tímann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði leikmenn og dómarar eru hér í göngutúr um völlinn að kanna aðstæður. Hann er ekkert sérlega fallegur, en þó töluvert skárri heldur en fyrir aðeins tveimur dögum síðan. Svæði á köntunum báðum eru dauð og það er svarthol á teigshorninu næst blaðamannastúkunni. Horfum vonandi ekki á eftir neinum þar ofan í!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skýrslan birtist okkur svo klukkutíma fyrir leik og þá munum við sjá liðin hérna til hliðar á skjánum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sunnan megin við, nær stúkunni, er svo létt KArnival stemning þar sem seldir eru happdrættismiðar, boðið upp á andlitsmálningu, kakó og kleinur auk þess sem leikmenn KA mæta í myndatöku með börnunum 75 mínútum fyrir leik. KA ætlar ekki að vera eftirbátur annarra Pepsi liða með að skapa stemningu í kringum leiki í sumar sýnist mér.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Schiötharar, stuðningsmannaklúbbur KA, eru hvergi bangnir eftir fína frammistöðu á pöllunum síðasta sumar. Klúbbhúsið Njálsbúð er hérna norðan megin við völl og þar er boðið upp á grillkjöt, pizzur og söngolíu meðan birgðir endast! Þeir byrjuðu tæpum tveimur og hálfum tíma fyrir leik. Vel gert!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skapast hefur hefð fyrir því hér á Brekkunni á Akureyri að þegar leikdagur rennur upp er gulur þvottur hengdur út á snúru.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust einnig í Pepsi deildinni síðasta sumar og var viðureign liðanna hér á Akureyrarvelli stórskemmtileg! 6-3 sigur KA þar sem ÍBV komst í 2-0 í upphafi leiks. Vonandi mun einnig rigna mörkum hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KA liðið virtist hafa spilað sig vel saman á undirbúningstímabilinu en hefur fengið á sig tvö mörk í báðum leikjum deildarinnar. Guðmann Þórisson hefur afplánað sitt tveggja leikja bann og gæti því spilað sinn fyrsta deildarleik í sumar hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eftir fyrstu tvær umferðir Pepsi deildarinnar sitja KA menn í 10.sæti með 1 stig á meðan Eyjapeyjarnir í ÍBV sitja í 12. og neðsta sæti. Þeir eru einnig með 1 stig. Það er þó alltof snemmt til að fara að tala um botnslag þar sem tímabilið er rétt að byrja.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn ágætu lesendur! Verið velkomin með okkur hér á langt í frá iðagrænan Akureyrarvöll þar sem heimamenn í KA taka á ÍBV.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
11. Sindri Snær Magnússon (f)
15. Devon Már Griffin ('45)
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Yvan Erichot
25. Guy Gnabouyou ('62)
30. Atli Arnarson
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('73)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
8. Priestley Griffiths
10. Shahab Zahedi ('62)
16. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson ('73)
24. Sigurður Grétar Benónýsson ('45)

Liðstjórn:
Andri Ólafsson
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Kristján Guðmundsson (Þ)

Gul spjöld:
Alfreð Már Hjaltalín ('14)
Yvan Erichot ('39)
Shahab Zahedi ('78)

Rauð spjöld: