Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Valur
2
2
Fylkir
Haukur Páll Sigurðsson '32 1-0
Sigurður Egill Lárusson '71 2-0
2-1 Hákon Ingi Jónsson '75
2-2 Emil Ásmundsson '89
13.05.2018  -  20:00
Origo völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Stillt og gott veður og vel vökvað gervigras
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1124
Maður leiksins: Emil Ásmundsson - Fylkir
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
9. Patrick Pedersen ('71)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('82)
11. Sigurður Egill Lárusson ('71)
16. Dion Acoff
19. Tobias Thomsen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('71)
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('71)
13. Rasmus Christiansen ('82)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær endurkoma hjá nýliðum Fylkis sem sækja stig gegn Íslandsmeisturum Vals. Ekki oft sem Valur nær ekki að vinna leik á Hlíðarenda en stigið var vel verðskuldað hjá Fylkismönnum. Viðtöl og skýrsla innan tíðar.
90. mín
Fylkismenn sækja meira í leit að sigurmarki. Kraftur í Árbæingum á meðan heimamenn finna ekki taktinn.
89. mín MARK!
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Ari Leifsson
Fylkismenn jafna. Þvílík endurkoma gegn Íslandsmeisturunum!! Emil fær boltann 25 metra frá marki, leikur til hliðar og lætur vaða með vinstri. Boltinn fer í bakið á Eiði Aroni og framhjá Antoni sem var farinn í hitt hornið!
86. mín
1124 áhorfendur á vellinum í dag.

82. mín
Inn:Rasmus Christiansen (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Valsmenn þétta raðirnar og fara í 4 manna vörn.
79. mín Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Braut á Tobias.
75. mín MARK!
Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Þetta er aftur leikur. Fylkismenn skora eftir darraðadans í kjölfarið á hornspyrnu.

Orri á skalla sem Anton Ari ver. Anton missir boltann hins vegar frá sér og Hákon potar í netið af stuttu færi. Klaufalegt hjá Antoni.
74. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir) Út:Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
74. mín
Aron Snær í vandræðum í markinu eftir pressu hjá Kristni og Tobias. Aron sleppur með skrekkinn.
72. mín Gult spjald: Ari Leifsson (Fylkir)
Fyrsta spjald dagsins. Þóroddur hefur lítið spjaldað í dag.
71. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
71. mín
Inn:Ívar Örn Jónsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Siggi er tekinn út af beint eftir markið! Aukaspyrnu Ívar inn.
71. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Lagleg sókn hjá Val sem endar með marki. Kristinn Freyr á góðan snúning á miðjunni og kemur sókninni af stað. Kristinn fær boltann síðan aftur vinstra megin í í vítateignum. Hann bíður eftir utanáhlaupi frá Sigga lár og rennir boltanum síðan til hliðar. Siggi kemur á ferðinni og klárar með skoti upp í fjærhornið en boltinn virtist hafa viðkomu í varnarmanni.

67. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Jonathan Glenn (Fylkir)
63. mín
Fylkismenn rændir vítaspyrnu! Birkir Már tæklar Jonathan Glenn niður inni í vítateig en Þóroddur dæmir ekkert. Þetta var pjúra vítaspyrna frá mínum bæjardyrum séð
62. mín
Glenn með skalla eftir aukaspyrnu sem Anton ver. Fylkismenn gætu auðveldlega verið búnir að skora.
61. mín
Góð sókn hjá Val endar á að Kristinn Freyr fær skotfæri fyrir utan teig. Skotið fer hins vegar hátt yfir og langleiðina upp í gömlu Keiluhöllina í Öskjuhlíð!
60. mín
Dion Acoff með stórhættulega fyrirgjöf en Valsmenn ná ekki að koma boltanum i netið.
59. mín
Dauða dauðafæri hjá Fylki!! Frábært spil sem opnar vörn Vals. Ragnar Bragi á skot sem Anton ver til hliðar. Þar kemur Oddur á ferðinni en skot hans er framhjá fyrir nánast opnu marki. Boltinn var á lofti og Oddur náði ekki að stýra honum á markið!
56. mín
Davíð Þór Ásbjörnsson tekur aukaspyrnu af 35 metra færi og reynir óvænt skot! Anton Ari grípur.
55. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Ragnar Bragi kemur á miðjuna og Oddur Ingi fer af miðjunni í vængbakvörðinn fyrir Ásgeir.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Óbreytt liðsskipan.
45. mín
Hálfleikur
Skallamark Hauk Páls skilur liðin að. Fyrri hálfleikurinn hefur verið jafn og Fylkismenn hafa ekki verið síðri aðilinn gegn Íslandsmeisturunum. Sjáum hvað gerist eftir hlé!
45. mín
Ein mínúta í viðbótartíma.
44. mín
Fylkismenn vilja vítaspyrnu! Fyrirgjöf inn á teiginn og Birkir Már virðist toga í Glenn. Ekkert dæmt við litla hrifningu gestanna.

42. mín
Þvílíkur sprettur! Dion Acoff fær boltann á vinstri kantinum eftir hornspyrnu Fylkis. Hann sparkar boltanum upp kantinn og setur í fluggírinn. Dion tekur Ásgeir Börk á sprettinum og á síðan fyrirgjöf sem Emil Ásmunds nær að bjarga með tæklingu á síðustu stundu. Valsmenn voru fjölmennir inn á vítateig og þessi tækling bjargaði jafnvel marki.
39. mín
Fylkismenn hafa ógnað meira undanfarnar mínútur eftir að Valur skoraði. Valsmenn eru í alls konar vandræðum með sendingar í öftustu línu en Fylkir hefur ekki ennþá náð að refsa.
37. mín
Anton Ari með slaka sendingu úr marki sínu og Fylkismenn komast í hættulega stöðu við vitateiginn. Varnarmenn Vals komast fyrir fyrsta skotið og siðan á Emil skot yfir frá vítateigslínu.
32. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Fyrirliðinn kemur Val yfir eftir hornspyrnu frá Kidda. Boltinn fer alla leið á fjærstöngina þar sem Haukur skallar í markið af stuttu færi eftir baráttu við Orra Svein Stefánsson. Orri vill fá brot en Þóroddur dæmir mark.
30. mín
Einar Karl lætur enn og aftur vaða af 25 metrunum en skotið talsvert framhjá. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að fyrsti hálftíminn sé búinn að vera fjörugur.
26. mín
Valsmenn meira með boltann en Fylkismenn gefa fá færi á sér. Árbæingar voru að fá sína fjórðu hornspyrnu og eftir hana féll boltinn utarlega í teignum á Emil Ásmundsson. Skot hans fór framhjá.
23. mín
Einar Karl með skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Aron í smá veseni en hann nær að slá boltann í burtu.
16. mín
Fylkismenn fá tvær hornspyrnur í röð en Valsmenn standa þann storm af sér.


11. mín
Fylkismenn stálheppnir! Davíð Þór brýtur á Dion sem er að keyra inn í teiginn. Brotið virðist innan teigs en Þóroddur dæmir aukaspyrnu rétt fyrir utan.

Tobias tekur aukaspyrnuna en hún fer yfir og ógnar ekki.
10. mín
Fylkismenn fara illa með góða stöðu! Kristinn Freyr á lausa sendingu á miðjunni sem Emil kemst inn í. Fylkismenn eru þrír á móti tveimur varnarmönnum Vals. Emil reynir að senda á Glenn sem hefði getað sloppið í gegn en Eiður Aron náði að komast fyrir sendinguna. Þarna skall hurð nærri hælum!
8. mín
Ekkert færi í þessu ennþá. Einar Karl með skot af 25 metra færi en yfir.
5. mín
Fyrsta sókn Fylkis. Árbæingar fá hornspyrnu en Valsmenn koma hættunni í burtu.
4. mín
Dion fær boltann á vinstri kantinum og leikur inn á miðjuna. Hann á síðan skot fyrir utan teig sem Aron Snær ver.
2. mín
Þetta er áhugavert áhorfs. Fylkismenn eru með 5 manna vörn á meðan Valsmenn eru með 4 manna sókn. Siggi Lár, Tobias, Patrick og Dion eru allir uppi í öftustu línu Fylkis.
1. mín
Leikur hafinn
Þóroddur Hjaltalín dómari frá Akureyri flautar leikinn á.
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl. Fylkismenn spila í hvítum varabúningum sínum í dag. Einar vallarþulur kynnir leikmenn með tilþrifum eins og honum einum er lagið. Einar spáir 4-0 sigri Vals og að Kristinn Ingi komi inn á og skori tvö mörk.
Fyrir leik
Liðin hita upp á vellinum og áhorfendur eru að týnast í stúkuna.



Fyrir leik
Einar vallarþulur Vals er að leita að óskalögum fyrir leik. Endilega komið ykkar lagi áleiðis með því að nota #fotboltinet á Twitter. Við skilum því til hans!
Fyrir leik
Verið er að vökva völlinn og fyrstu áhorfendurnir eru mættir. Stillt og gott veður. Allt til staðar fyrir flottan leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar. Danski framherjinn Patrick Pedersen er búinn að jafna sig af meiðslum og byrjar hjá Val. Guðjón Pétur Lýðsson fer á bekkinn síðan í markalausa jafnteflinu gegn Víkingi R. Einar Karl Ingvarsson kemur einnig inn fyrir Rasmus Christiansen.

Hjá Fylki kemur Oddur Ingi Guðmundsson inn í liðið fyrir Ragnar Braga Sveinsson síðan í sigrinum á KA í síðustu umferð.




Fyrir leik
Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir í leiki umferðarinnar.

Valur 4 - 0 Fylkir
Valsarar verða svona ánægðir að komast aftur á gervigrasið að þeir verða í þvílíkum ham og strauja yfir nýliðana.
Fyrir leik
Valsmenn voru með frábæra umgjörð á fyrsta leik sumarsins gegn KR og stefnan er að endurtaka það í kvöld. Þeir Valsarar sem mættu rauðklæddir tveimur tímum fyrir leik í Fjósið fá frítt á völlinn.
Fyrir leik
Patrick Pedersen, framherji Vals, var ekki með liðinu gegn Víkingi í síðasta leik vegna meiðsla. Ekki hefur verið gefið út hvort hann spili í kvöld en Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, hélt spilunum þétt að sér í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Fylkis.

Íslandsmeistarar Vals eru með fjögur stig eftir tvær umferðir en í síðustu umferð gerði liðið markalaust jafntefli við Víking R. Fylkismenn eru með þrjú stig eftir tvær umferðir eftir 2-1 sigur á KA í síðustu umferð.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f) ('74)
16. Emil Ásmundsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
18. Jonathan Glenn ('67)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('55)

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
9. Hákon Ingi Jónsson ('67)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
11. Arnar Már Björgvinsson ('74)
72. Orri Hrafn Kjartansson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson
Óðinn Svansson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Ari Leifsson ('72)
Davíð Þór Ásbjörnsson ('79)

Rauð spjöld: