Samsung völlurinn
mánudagur 14. maí 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Vestanátt, alskýjað og 6 stiga hiti
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 819
Maður leiksins: Rick Ten Voorde
Stjarnan 3 - 3 Víkingur R.
1-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson ('14)
1-1 Rick Ten Voorde ('32, víti)
2-1 Hilmar Árni Halldórsson ('37, víti)
2-2 Arnþór Ingi Kristinsson ('58)
3-2 Hilmar Árni Halldórsson ('64, víti)
3-3 Rick Ten Voorde ('95, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
7. Guðjón Baldvinsson ('85)
8. Baldur Sigurðsson (f) ('80)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
12. Heiðar Ægisson ('93)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
6. Þorri Geir Rúnarsson ('80)
14. Hörður Árnason ('93)
17. Kristófer Konráðsson
18. Sölvi Snær
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('85)
29. Alex Þór Hauksson

Liðstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('10)
Hörður Árnason ('94)
Daníel Laxdal ('95)

Rauð spjöld:
@EgillSi Egill Sigfússon
98. mín Leik lokið!
Þvílíkur leikur, 3-3 lokatölur!
Eyða Breyta
97. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Það er allt að verða vitlaust og Arnþór veður í Óttar og fær gult.
Eyða Breyta
95. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Allt á suðupunkti hérna!
Eyða Breyta
95. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)

Eyða Breyta
95. mín Mark - víti Rick Ten Voorde (Víkingur R.)

Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Hörður Árnason (Stjarnan)
Fær gult spjald hér fyrir þetta brot.
Eyða Breyta
94. mín
Víti! Hörður rífur Alex niður í teignum, klárt víti, fjórða vítið í dag!
Eyða Breyta
93. mín Hörður Árnason (Stjarnan) Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Heiðar meiddist eitthvað og Hörður kemur inná í hans stað.
Eyða Breyta
91. mín
Fimm mínútum bætt við hérna.
Eyða Breyta
89. mín Logi Tómasson (Víkingur R.) Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Logi kemur inná fyrir Hansen í blálokin.
Eyða Breyta
85. mín Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Guðmundur Steinn kemur inná fyrir Gauja sem heldur um bakið á sér þegar hann röltir útaf.
Eyða Breyta
82. mín
Arnþór fær aukaspyrnu á hættulegum stað, Alex stígur upp til að taka þessa.
Eyða Breyta
80. mín Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Gauji Bald negldi víst í höfuðið á Baldri en Baldur er staðinn upp og röltir útaf með skurð á höfðinu, Þorri kemur inná í hans stað.
Eyða Breyta
79. mín
Ég sá ekki hvað gerðist en Baldur Sig liggur eftir alblóðugur, hefur líklegast fengið gat á hausinn. Fær takkana í andlitið held ég, fossblæðir úr honum.
Eyða Breyta
78. mín
Fín hornspyrna hjá Víkingum en Gulli setur hann himinhátt yfir.
Eyða Breyta
77. mín
Það hafði engin látið Jörgen vita af nýju reglunum, tekur hér innkast niðri á hné og Helgi dæmir réttilega ólöglegt innkast.
Eyða Breyta
74. mín Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.) Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Bjarni Páll kemur inn fyrir Túfa.
Eyða Breyta
73. mín
Næstum því! Alex með skot fyrir utan teig sem fer rétt yfir, ég sá þennan inni!
Eyða Breyta
69. mín
Dauðafæri! Klafs í teignum sem endar með að Arnþór skýtur honum framhjá Halla en Danni Lax bjargar á línu!
Eyða Breyta
66. mín
Davíð með flotta fyrirgjöf en Rikki nær ekki miklum krafti í skallann og Halli grípur hann auðveldlega.
Eyða Breyta
64. mín Mark - víti Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan), Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Öruggt hjá Hilmari, Larsen í rétt horn en nær ekki að verja þetta.
Eyða Breyta
64. mín
Víti! Gunnlaugur Fannar nýkominn inná fer í bakið á Gauja og Stjarnan fær víti, ótrúlega klaufalegur varnarleikur hjá varamanninum, þetta er alltaf víti.
Eyða Breyta
63. mín
Davíð með langt innkast sem Sölvi flikkar áfram, eftir smá klafs berst boltinn til Rikka T sem tekur skemmtilega gabbhreyfingu og skýtur svo rétt yfir. Rikki verið líflegur.
Eyða Breyta
62. mín Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.) Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Gunnlaugur kemur hérna inn fyrir Halldór Smára.
Eyða Breyta
61. mín
Davíð Örn tekur þvílikan sprett upp kantinn og kemur inn á miðju eftir að hafa farið framhjá hverjum manninum á fætur öðrum, hann kemur honum hins vegar ekki inn fyrir á Arnþór.
Eyða Breyta
58. mín MARK! Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.), Stoðsending: Rick Ten Voorde
2-2! Alex með langan bolta inn á teig, Rikki T fær boltann og skýtur honum en Halli ver frá honum, boltinn fer út á Arnþór Inga sem setur hann í netið!
Eyða Breyta
56. mín
Stjörnumenn með fína sókn sem endar með skoti yfir frá Eyjó sem á að gera betur þarna.
Eyða Breyta
52. mín
Víkingar banka á dyrnar, góður bolti innfyrir og Túfa er bara sekúndu frá því að ná til boltans en Halli nær honum á undan honum.
Eyða Breyta
50. mín
Gauji Bald með góðan sprett upp að endalínu og kemur með fyrirgjöfina en Larsen grípur hann. Seinni hálfleikur byrjar vel.
Eyða Breyta
48. mín
Góð sókn Víkinga þar sem Túfa kemur honum fyrir á Hansen sem skallar hann fyrir en Stjörnumenn ná að bægja hættunni frá, ég finn það á mér að við fáum fleiri mörk í þennan leik.
Eyða Breyta
47. mín
Dauðafæri! Gauji fær hann á markteignum og reynir að taka hann á lofti en Larsen ver.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Star byrja seinni hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
Helgi Mikael dæmdi leik Hauka og Magna um helgina og fékk algjöra falleinkunn þar sem meira að segja Kristján Ómar þjálfari Hauka sagði að Helgi hefði gefið sínu liði 3 stig. Menn eru því verulega hissa á að hann fái að dæma leik í Pepsí-deildinni tveimur dögum seinna.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Stjarnan fer með forystuna inn í hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
Milos með flottan bolta inn fyrir á Túfa sem er rangstæður, Túfa er með alla línuna fyrir framan sig og á að vita betur þarna.
Eyða Breyta
42. mín
Aukaspyrna frá Þórarni sem Baldur skallar framhjá, lítið að gerast síðustu mínútur.
Eyða Breyta
37. mín Mark - víti Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan), Stoðsending: Óttar Bjarni Guðmundsson
Neglir honum inn úr vítinu!
Eyða Breyta
35. mín
Víti! Halldór sparkar í andlitið á Óttari og Helgi tekur góðan tíma í að dæma vítið en bendir á punktinn. Mér sýndist þetta vera víti við fyrstu sín en Víkingar eru ekki sáttir.
Eyða Breyta
32. mín Mark - víti Rick Ten Voorde (Víkingur R.), Stoðsending: Sölvi Ottesen
Rikki T setur hann fast niðri í bláhornið, Halli fór í rétt horn en vítið of öruggt hjá Rikka. Game on!
Eyða Breyta
30. mín
Víti! Jörgen með fyrirgjöf sem Stjörnumenn skalla í horn. Alex tekur hornið og Sölvi fær vítaspyrnu eftir að Baldur setur olnbogann í andlitið á honum, hárréttur dómur.
Eyða Breyta
28. mín
Álitleg sókn Víkinga endar hjá Nikolaj Hansen sem dettur og missir boltann útaf, fremstu þrír hjá Víkingi ekkert gert í þessum leik hingað til.
Eyða Breyta
24. mín
Baldur Sig hendir sér niður við enga snertingu sýnist mér en Helgi dæmir aukaspyrnu sem er kolrangur dómur að mínu mati. Hilmar kemur svo með aukaspyrnuna fyrir sem Baldur skallar og Larsen ver vel, Baldur var hins vegar fyrir innan og rangstaða dæmd.
Eyða Breyta
22. mín
Alex keyrir inn í Halla og fær dæmda á sig aukaspyrnu, sýnist Halli hafa fegnið högg á magann en ætti að gera haldið áfram.
Eyða Breyta
20. mín
Lítið gerst síðan markið kom en vonandi fáum við meira fjör í þetta seinni hluta hálfleiksins.
Eyða Breyta
14. mín MARK! Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan), Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
Draumabyrjun hjá nýja manninum! Þorsteinn Már hleypur upp að endalínu, kemur með boltann yfir á fjær og þar er Þórarinn Ingi mættur og setur hann í netið! Tók hann 14 mínútur að stimpla sig inn hjá Stjörnunni!
Eyða Breyta
10. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Tæklar Arnþór Inga á miðjunni þegar Víkingar voru á leið í skyndisókn.
Eyða Breyta
7. mín
Dauðafæri! Hilmar með góðan bolta inn fyrir, Þorsteinn Már kemst í hann á undan Larsen og leggur hann út á Gauja sem skýtur laflaust beint á Larsen, hann verður að gera miklu betur þarna!
Eyða Breyta
5. mín
Fyrsta færið komið, aukaspyrnu frá Alex yfir á fjær, boltinn kemur svo fyrir á Túfa sem tekur hann á lofti rétt yfir markið. Ég hélt að þessi myndi enda í netinu.
Eyða Breyta
5. mín
Stjarnan er að spila með þriggja manna hafsentalínu með Óttar, Danna Lax og Brynjar Gauta, Þórarinn Ingi og Heiðar eru vængbakverðir, Baldur Sig og Eyjólfur á miðjunni, Hilmar, Gauji og Þorsteinn eru síðan fremstir. Víkingar eru að spila 4-3-3 með Davíð, Sölva, Halldór og Jörgen í vörninni, Milos, Arnþór og Alex á miðjunni og fremstu þrír eru Túfa, Hansen og Rikki T.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Víkingar hefja leik og sækja í átt að vallarklukkunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Á meðan við bíðum eftir að leikurinn hefjist þá er best að henda inn einum random fróðleiksmola dagsins. Undirritaður og hægri bakvörður Víkinga, Davíð Örn Atlason, unnu Goðamót Þórs saman í 5. flokki með KA en þá var Davíð framherji og lang markahæsti maður mótsins. Davíð spilaði frammi upp alla yngri flokka og spilaði svo sem miðjumaður fyrstu skrefin í meistaraflokki en endaði í hægri bakverði þar sem honum segir að honum líði best.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Halli Björns fór útaf með höfuðhögg í síðasta leik gegn KR en hann er í búrinu í kvöld, gott að þetta var ekki alvarlegt. Ævar Ingi er hins vegar ennþá fjarri góðu gamni vegna höfuðáverka og sagði Rúnar Páll að það væri enn langt í hann. Vona auðvitað að Ævar jafni sig sem allra fyrst, svona höfuðhögg eru alltaf óhugnaleg.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn, Víkingar gera tvær breytingar, Rikki T kemur inn fyrir Loga Tómasson og nýji markmaðurinn þeirra Andreas Larsen byrjar í markinu. Stjarnan gerir fimm breytingar á sínu liði, Guðmundur Steinn, Hörður Árna og Alex Þór setjast á bekkinn á meðan Jósef Kristinn og Jói Lax eru frá næstu vikurnar. Inn í liðið koma Heiðar Ægisson, Þorsteinn Már, Brynjar Gauti, fyrirliðinn Baldur Sig og nýjasti leikmaður Stjörnunnar, Þórarinn Ingi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan eru búnir að vera verulega óheppnir með meiðsli í upphafi móts. Ævar Ingi fékk höfuðhögg gegn Fylki í bikarnum og Halli Björns fékk höfuðhögg gegn KR, þá tognuðu bakverðirnir Jóhann Laxdal og Jósef Kristinn aftan í læri og eru báðir frá næstu vikurnar. Stjarnan keypti Þórarinn Inga frá FH í vikunni og líklega byrjar hann miðað við langan meiðslalista Stjörnumanna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Halli Björns markmaður Stjörnunnar fékk höfuðhögg í síðasta leik og þriðji markmaður þeirra, Terrance Dietrich verður líklega í markinu í kvöld. Víkingar fengu til sín tvo markmenn, Daninn Andreas Larsen er löglegur í kvöld og tekur líklega rammann en einnig fær Senegalski markmaðurinn, Serigne Mor Mbaye Morice, leikheimild á morgunn svo þeir munu berjast um stöðuna í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingar eru á góðu skriði, þeir eru búnir með 2 heimaleiki, unnu 1-0 sigur á Fylki í 1. umferð og gerðu markalaust jafntefli við Íslandsmeistara Vals í 2.umferð. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir spila á gervigrasinu í Garðabæ eftir að hafa spilað fyrstu 2 leikina á heimavelli sínum sem leit alls ekki vel út.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan þarf nauðsynlega sigur í kvöld, þeir eru aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, þeir töpuði 3-2 gegn KR í síðustu umferð. Í fyrsta leik Pepsí-deildarinnar misstu þeir niður 2-0 forrystu gegn Keflavík og eru þeir að spila sinn 3. Heimaleik í röð og ekkert annað en sigur í boði í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Samsung-vellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Víking Reykjavík í síðasta leik 3. umferðar Pepsí-deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
0. Sölvi Ottesen
3. Jörgen Richardsen
5. Milos Ozegovic
6. Halldór Smári Sigurðsson (f) ('62)
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Rick Ten Voorde
21. Arnþór Ingi Kristinsson
23. Nikolaj Hansen ('89)
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic ('74)

Varamenn:
32. Tristan Þór Brandsson (m)
2. Sindri Scheving
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('74)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('62)
18. Örvar Eggertsson
19. Atli Hrafn Andrason
20. Aron Már Brynjarsson
22. Logi Tómasson ('89)

Liðstjórn:
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Bergmann Gunnlaugsson
Fannar Helgi Rúnarsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Hilmarsson ('95)
Arnþór Ingi Kristinsson ('97)

Rauð spjöld: