Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Stjarnan
1
1
Grindavík
0-1 René Joensen '32
Milan Stefán Jankovic '71
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '79 1-1
27.05.2018  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Gola og blautur völlur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Maciej Majewski - Grindavík
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('57)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('73)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('57)
18. Sölvi Snær
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('73)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Rúnar Páll Sigmundsson ('73)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með jafntefli. Grindvíkingar eflaust mun sáttari miðað við gang leiksinss. Stjarnan fékk fjölda færa og Maciej Majewski átti svakalegan leik í markinu.

Grindvíkingar eru með 11 stig eftir sex umferðir en Stjarnan sjö. Stjarnan hefur lokið fimm heimaleikjum og einungis náð í einn sigur. Skýrsla og viðtöl innan tíðar.
93. mín
Sótt á báða bóga núna. Æsispennandi.
90. mín
Mikil spenna í loftinu. Fáum við sigurmark eða verður þetta fjórða jafntefli Stjörnunnar í sex leikjum?
90. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
90. mín
Baldur Sig í fínu skallafæri en enn á ný ver Maja! Fjórtánda hornspyrna Stjörnunnar í kjölfarið.
88. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Grindavík)
Stöðvar skyndisókn eftir hornspyrnu. Guðmundur Ársæll hefði átt að nota hagnaðinn þarna. Stjarnan var í vænlegri stöðu.
87. mín
Grindvíkingar fá tvær hornspyrnur í röð. Hætta í seinna skiptið en Stjörnumenn sleppa.

81. mín Gult spjald: Óli Stefán Flóventsson (Grindavík)
Guðmundur Ársæll skokkar að varamannabekkjunum í þriðja skipti í síðari hálfleik. Spjaldar Óla Stefán fyrir mótmæli.
81. mín
Guðmundur Steinn hefur betur í kapphlaupi við Maja! Guðmundur á skot úr þrögu færi en Jón Ingason er mættur á línuna og bjargar í horn! Maja vildi brot en fékk ekki!
79. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Vægast sagt verðskuldað! Stjörnumenn taka innkast hratt, líklega of framarlega, og geysast upp vinstri kantinn. Eftir fyrirgjöf framlengir Guðjón boltanum áfram á Guðmund Stein sem skorar úr markteignum.
78. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
Alexander Veigar fer út til vinstri og Jóhann fram.
78. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)

76. mín Gult spjald: Maciej Majewski (Grindavík)
Fyrir töf. Of lengi að taka útspark.
75. mín
Enn eitt færið hjá Stjörnunni! Þórarinn Ingi með fína fyrirgjöf en Baldur sneiðir boltann framhjá með höfðinu. Náði ekki að stanga hann á markið.
74. mín
Alexander Veigar með skot af 25 metrunum en yfir markið. Kom í kjölfarið á fínu spili Grindvíkinga.
73. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Stjarnan setur ennþá meira púður í sóknina.
73. mín Gult spjald: Rúnar Páll Sigmundsson (Stjarnan)
Stjarnan vildi vítaspyrnu og Rúnar lét í sér heyra á bekknum. Fær gult fyrir mótmæli.
71. mín Rautt spjald: Milan Stefán Jankovic (Grindavík)
Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, er rekinn upp í stúku. Missti stjórn á skapi sínu vegna dómgæslu og sparkaði vatnsbrúsa inn á völlinn. Janko, sem er vanalega rólyndismaður, baðst afsökunar en Guðmundur Ársæll hlustaði ekki á það. Rautt spjald.
68. mín
Hilmar Árni fær færi á fjærstöng en Maja ver enn á ný!
66. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík) Út:Sito (Grindavík)
Alexander Veigar er vanari því að vera á kanti eða miðju en hann er fremsti maður núna hjá Grindvíkingum.

63. mín
Þetta er farið að verða með ólíkindum. Hvernig í ósköpunum er Stjarnan ekki búin að skora? Þórarinn Ingi á skot/fyrirgjöf og Baldur fær gott færi en skotið framhjá. Staðan er 22-5 í marktilraunum fyrir Stjörnunni!
62. mín
Maja heldur Grindvíkingum áfram á floti. Þvílíkur leikur hjá honum. Baldur á skot sem fer í Jón Ingason og breytir um stefnu. Maja ver samt!
60. mín
Dauðafæri! Ævar Ingi skallar yfir markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Hilmari Árna. Stjörnumark liggur í loftinu.
58. mín
Tíunda hornspyrna Stjörnunnar. Boltinn fer á Baldur Sigurðsson á markteignum en hann nær ekki alvöru tilraun á markið. Gerðist hratt og Baldur var óviðbúinn.
57. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Þorsteinn Már oft spilað betur en í dag.
57. mín
Frábær markvarsla hjá Maja!! Alex Þór þræðir boltann laglega inn á Guðjón Baldvinsson. Guðjón á skot í fjærhornið úr fínu færi en Maja skutlar sér niður og ver glæsilega!
55. mín
Níunda hornspyrna Stjörnunnar í leiknum. Mikil hætta þegar boltinn rúllar eftir markteignum en enginn bláklæddur er nógu grimmur til að skora.
51. mín Gult spjald: Jón Ingason (Grindavík)
Átti skot að marki eftir að Guðmundur Ársæll var búinn að flauta aukaspyrnu á Grindvíkinga.

Þetta var reyndar hörkuskot sem Halli varði glæsilega!
50. mín
Stórhættuleg skyndisókn hjá Grindavík. Sito sleppur nánast í gegn en er þó aðþrengdur. Halli ver í horn.
50. mín
Baldur með góða sendingu inn á Guðjón Baldvins. Guðjón tekur boltann á kassann en skotið framhjá úr ágætis færi.
48. mín
Endurtekið efni. Stjarnan heldru boltanum en Grindvíkingar verjast allir mjög aftarlega og eru þéttir.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Óbreytt liðsskipan!
45. mín
Stjarnan er að spila sinn fimmta heimaleik í sumar. Liðið hefur unnið einn hingað til. Liðið þarf að gera betur á síðasta þriðjungi vallarins til að ná sigri í dag!

45. mín
Hálfleikur
Grindvíkingar leiða í hálfleik í Garðabæ eftir mark frá Rene Joensen. Stjarnan hefur sótt miklu meira í leiknum en líkt og hingað til í sumar stendur vörn Grindvíkinga allt af sér.

Tölfræði fyrri hálfleiksins
Marktilraunir: Stjarnan 13 - 3 Grindavík
Skot á markið: Stjarnan 3 - 2 Grindavík
Hornspyrnur: Stjarnan 8 - 2 Grindavík
44. mín
Enn ein horsnpyrnan hjá Stjörnunni en varnarmúr Grindvíkinga heldur ennþá. Þrjú skot í sömu sókninni en án árangurs. Fyrstu tvö fóru í varnarmenn, svo datt boltinn út fyrir teig á Þórarinn Inga Valdimarsson. Tóti á þrumuskot en framhjá markinu.
43. mín
Sito og Daníel Laxdal kljást hér. Guðmundur Ársæll heldur sáttafund og allir verða vinir á ný.
42. mín
Stjarnan sækir miklu meira en ennþá án árangurs. Þorsteinn Már með skot fyrir utan sem fer beint á Maja.
36. mín
Baldur Sigurðsson á skot eftir fyrirgjöf en Maja ver!
34. mín
Stjörnumenn eiga nú erfitt verk fyrir höndum. Grindvíkingar halda áfram að verjast allir á sínum vallarhelmingi og eru gífurlega þéttir. Grindavík hefur einungis fengið þrjú mörk á sig í sumar. Gleymum því ekki.
32. mín MARK!
René Joensen (Grindavík)
Grindvíkingar komast yfir gegn gangi leiksins. Nánast fyrsta alvöru sókn þeirra!

Guðmundur Ársæll beitir hagnaði og Rene Joensen fær boltann hægra megin í teignum. Hann tekur gabbhreyfingu og á síðan skot sem fer í Brynjar Gauta og þaðan í netið!
31. mín
Sito á skot frá miðju en Haraldur grípur örugglega. Hættulegasta tilraun Grindvíkinga hingað til samt sem áður!
30. mín
Stórskemmtileg tilraun hjá Stjörnunni. Guðjón vippar á Hilmar Árna sem á skalla utarlega úr teignum. Skallinn er upp í bláhornið en Maja nær að verja ve.

Maja var áður í Sindra á Höfn í Hornafirði en þar spilaði hann undir stjórn Óla Stefáns. Óli fékk hann síðan með sér til Grindavíkur.
29. mín
Gunnar Þorsteins fer í Alex í skallabolta. Silfurskeiðin vill sjá gult spjald. Gunnar sleppur með tiltal hjá Guðmundi Ársæli.
27. mín
Sjötta hornspyrna Stjörnunnar í leiknum. ,,Inn með boltann," syngur Silfurskeiðin sem er í fínum gír í dag. Guðmundur Ársæll dæmir síðan aukaspyrnu á Stjörnuna.
22. mín
Grindvíkingar að stíga upp og halda boltanum betur núna.
17. mín
Stjörnumark liggur í loftinu! Maja ver aftur, boltinn út fyrir teig á Eyjólf Héðinsson sem tekur skot á lofti en boltinn rétt framhjá!
15. mín
Hörkusókn hjá Stjörnunni. Eyjólfur Héðinsson á hörkuskot sem Maja ver út í teiginn. Grindavík bjargar síðan í horn.
11. mín
Skemmtileg útfærsla á hornspyrnunni. Boltinn er sendur út á D-bogann þar sem Sam Hewson á viðstöðulaust skot að lofti. Boltinn fer í gegnum pakkann á teignum en Halli ver aftur fyrir endamörk.

Þetta var eins og Paul Scholes hjá Manchester United í gamla daga! Hewson æfði einmitt með honum hjá United.
10. mín
Hætta eftir hornspyrnu Stjörnunnar en Grindvíkingar hreinsa. Sito, sem var hetja Grindavíkur gegn Val, á góðan sprett upp vinstri kantinn og fyrirgjöf en Stjörnumenn bjarga á síðustu stundu. Hornspyrna.
9. mín
Stjarnan nánast verið með boltann frá byrjun leiks en þaulskipulagðir Grindvíkingar eru mjög þéttir.
4. mín
Baldur Sig lætur vaða fyrir utan vítateig. Hörkuskot sem Maja í marki Grindavíkur slær út í teiginn. Stót tækifæri fyrir hinn pólska Maja í dag í fjarveru Jajalo.
3. mín
Stjörnumenn pressa stíft hér í byrjun. Grindavík ekki náð að halda neitt í boltann.
1. mín
Þetta er byrjað. Hilmar Árni dettur niður í varnarlínuna og fær sendinguna eftir upphafsspyrnuna. Síðan er einn langur fram. Ekki flókið!
Fyrir leik
Ungir Stjörnukrakkar leiða leikmenn inn á völlinn. Þetta fer að hefjast.

Stefán Árni Pálsson er mættur að taka upp efni fyrir Pepsi-mörkin. Í nægu að snúast að hjá Stefáni sem sér um Lífið á Vísi.

Stefán spáir 2-0 heimasigri í kvöld.
Fyrir leik
Gola og blautur völlur í Garðabæ. Fínustu aðstæður. Áhorfendur eru ekki margir í stúkunni hins vegar. Kosningaþynnka? Vonandi rætist úr þessu!
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, er mættur aftur á bekkinn en hann var ekki með í sigrinum á Fylki þar sem hann var á þjálfaranámskeiði í Svíþjóð.
Fyrir leik

Fyrir leik
Það er oft talað um að breyta ekki sigurliðum og það er það sem þjálfararnir gera hér í kvöld. Stjarnan breytir engu en Grindvíkingar neyðast til þess að gera eina breytingu á sínu liði.

Markvörðurinn Kristijan Jajalo er ekki með vegna meiðsla. Maciej Majewski fyllir í skarðið.
Fyrir leik
Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmir leikinn í dag. Aðstoðardómarar eru Oddur Helgi Guðmundsson og Adolf Þ. Andersen. Viatcheslav Titov er varadómari og gamli refurinn Eyjólfur Ólafsson er eftirlitsmaður.
Fyrir leik
Hilmar Árni Halldórsson er markahæstur í deildinni með sjö mörk eftir fimm leiki. Albert Guðmundsson, landsliðsmaður, er spámaður umferðarinnar á .net og hann spáir því að Hilmar haldi áfram að skora í dag.

Spá Alberts!

Stjarnan 3 - 2 Grindavík
Ég held að Hilmar Árni verði áfram heitur í sigri hjá Stjörnunni. Hann verður með eitt mark og tvær stoðsendingar.
Fyrir leik
Stjarnan burstaði Grindavík 5-0 þegar þessi lið mættust á Samsungvellinum í Garðabæ í fyrra. Grindvíkingar eru staðráðnir í að láta það ekki endurtaka sig.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan,

Hér verður fylgst vel með gangi mála í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í 6. umferð Pepsi-deildarinnar.

Fimmta umferðin var frábær fyrir bæði lið en þau unnu sína leiki þar. Allir hinir fjórir leikirnir í umferðinni enduðu með jafntefli og því stukku bæði lið upp töfluna.

Stjarnan er með 6 stig í 5. sæti á meðan Grindavík er með 10 stig í 2. sætinu.
Byrjunarlið:
Maciej Majewski
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Nemanja Latinovic
6. Sam Hewson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
17. Sito ('66)
18. Jón Ingason
22. René Joensen
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Aron Jóhannsson (f) ('78)
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
12. Ástþór Andri Valtýsson (m)
7. Will Daniels
11. Juanma Ortiz
13. Jóhann Helgi Hannesson ('78)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
26. Sigurjón Rúnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('66)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Jón Ingason ('51)
Maciej Majewski ('76)
Rodrigo Gomes Mateo ('78)
Óli Stefán Flóventsson ('81)
Jóhann Helgi Hannesson ('88)

Rauð spjöld:
Milan Stefán Jankovic ('71)