Extra völlurinn
mánudagur 04. júní 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og 10°C, ekki hægt að biðja um meira
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1109
Maður leiksins: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Fjölnir 0 - 2 Valur
0-1 Patrick Pedersen ('19)
0-2 Kristinn Freyr Sigurðsson ('54)
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Birnir Snær Ingason ('78)
8. Arnór Breki Ásþórsson
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('70)
11. Almarr Ormarsson
20. Valmir Berisha
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson
23. Valgeir Lunddal Friðriksson ('78)
24. Torfi Tímoteus Gunnarsson
26. Ísak Óli Helgason ('70)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Liðstjórn:
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Gunnar Sigurðsson
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Andri Roland Ford
Gunnar Már Guðmundsson

Gul spjöld:
Almarr Ormarsson ('77)

Rauð spjöld:
@wium99 Ísak Máni Wíum
95. mín Leik lokið!
Ívar Orri flautar hér til leiksloka, Valsmenn vinna þægilegan sigur á Fjölni.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
Eyða Breyta
89. mín
Andri Adolphs vinnur boltann af Valgeiri á hættulegum stað og rennir honum út í teiginn á Tobias sem á slakt skot í varnarmann.
Eyða Breyta
84. mín
1109 manns í blíðunni hér í dag. Orðið í blaðamannastúkunni er að Fjölnir hafi aldrei fengið undir 1000 manns á heimaleiki í sumar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Ólafur Jóhannesson (Valur)
Skemmtilegur karl hann Óli það vantar ekki.
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Valur)

Eyða Breyta
80. mín
Óli Jó er gríðarlega líflegur í boðvangnum og vill meira frá sínum mönnum.
Eyða Breyta
79. mín Tobias Thomsen (Valur) Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)

Eyða Breyta
78. mín Valgeir Lunddal Friðriksson (Fjölnir) Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Binni Bolti búinn að vera arfaslakur í dag.
Eyða Breyta
77. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (Fjölnir)

Eyða Breyta
72. mín
Berisha á rosalegt skot fyrir utan teig sem smellur í andlitinu á Sindra Björns af stuttu færi, Ívar gerir rétt og stoppar leikinn strax.
Eyða Breyta
70. mín Ísak Óli Helgason (Fjölnir) Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Athyglisvert að þetta sé fyrsta skipting Fjölnis, það hefur ekkert verið að frétta fram á við hjá þeim.
Eyða Breyta
68. mín Ólafur Karl Finsen (Valur) Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Hetjan frá því í síðasta leik fær síðustu 25 mínúturnar til að setja mark sitt á leikinn. Kiddi sennilega að spila sinn besta leik í sumar.
Eyða Breyta
67. mínEyða Breyta
66. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Klaufalegt brot hjá markaskoraranum.
Eyða Breyta
64. mín
Langbesta færi Fjölnis til þessa! Birnir með gott skot eftir jörðinni sem Anton nær ekki að halda og Almarr fylgir eftir en Rasmus nær að renna sér fyrir boltann.
Eyða Breyta
61. mín
Haukur Páll í góðu skallafæri en Þórður ver vel. Fjölnismenn líta skelfilega út þessar mínúturnar.
Eyða Breyta
60. mín Andri Adolphsson (Valur) Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Fyrir nokkrum dögum var Andri að koma inn á í Inkasso deildinni hjá ÍA, nú á hann að sprengja upp leikinn hjá Valsmönnum.
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Fer með sólann of hátt upp, Jugovic liggur eftir og þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
57. mín
Dauðafæri!!! Patrick étur Beggi Ólafs í skallaeinvígi inn á teignum en Þórður hendir í skemmtilega sjónvarpsvörslu.
Eyða Breyta
54. mín MARK! Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur), Stoðsending: Patrick Pedersen
Guðmundur Karl með óskiljanlegt innkast beint á Valsmann. Patrick og Kristinn komast í skyndisókn. Patrick rennir boltanum út á Kristinn sem leikur inn að marki og setur hann óverjandi í fjær. Skemmtileg snudda.
Eyða Breyta
47. mín
Arnar Sveinn skilur Arnór Breka eftir í rykinu og á fasta fyrirgjöf/skot sem fer beint í fangið á Þórði.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Ívar flautar seinni hálfleikinn á, Valsmenn hefja leik.
Eyða Breyta
45. mínEyða Breyta
45. mín
Eins gott að undirritaður fékk sé lamb og bernaise fyrir leik, fátt um fína drætti í blaðamannastúkunni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kominn hálfleikur, lítið um færi fyrir utan markið hjá Patrick.
Eyða Breyta
45. mín
Birnir Snær skrúfar hann töluvert yfir markið.

Uppótartíminn er 1 mínúta.
Eyða Breyta
45. mín
Fjölnir fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað, Hans Viktor virðist henda sér niður. Er ekki viss með þennan dóm.
Eyða Breyta
40. mín
Gummi Kalli með lúmskt skot fyrir utan teig sem Anton Ari ver til hliðar.
Eyða Breyta
39. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Fer full harkalega í Birni út á miðjum velli.
Eyða Breyta
38. mín
Kristinn Ingi er nánast kominn einn í gegn en missir boltann of langt frá sér og Valsmenn fá hornspyrnu.

Haukur Páll skallar yfir úr horninu.
Eyða Breyta
36. mín
Við drekkum Jameson kyrja stuðningsmenn Fjölnis, það er fínasta stemming í stúkunni.
Eyða Breyta
33. mín
Frábær tilþrif hjá Tadejevic, lyfit boltanum yfir vörnina á Binna bolta sem er aðeins of seinn og hittir hann ekki.
Eyða Breyta
31. mín
Patrick Pedersen er bbúinn að vera valda usla í teig Fjölnismanna án þess að nokkuð komi út úr því. Það er rosleg ró yfir honum í teignum.
Eyða Breyta
25. mín
Valsmenn hressast eftir markið, eru að pressa hátt á vellinum og Fjölnir eru í vandræðum með að tengja saman sendingar.
Eyða Breyta
19. mín MARK! Patrick Pedersen (Valur), Stoðsending: Arnar Sveinn Geirsson
Arnar Sveinn með skrýtna sendingu sem endar á Patrick rétt fyrir utan teig og hann setur hann laglega niðri í hornið. Valsmenn skora úr sínu fyrsta færi.
Eyða Breyta
16. mín
Óli Jó er aðeins farinn að láta í sér heyra við Elías Inga fjórða dómara, Fjölnismenn hafa verið fastir fyrir og ætla greinilega að selja sig dýrt.
Eyða Breyta
13. mín
Fjölnismenn eru ívið sterkari hér fyrstu mínúturnar og eru nú þegar komnir með þrjár hornspyrnur sem ekkert hefur komið út úr.
Eyða Breyta
7. mín
Birnir Snær er hérna að fífla Arnar Svein upp úr skónum og boltinn berst síðan á Hans Viktor sem hamrar honum yfir. Þeir fiska sem róa.
Eyða Breyta
5. mín
Sindi Björns leggst hér í grasið í annað skiptið í leiknum. Spurning hvort kælispreyið bjargi þessu ekki.
Eyða Breyta
4. mín
Fjölnismenn vinna fyrstu hornspyrnu leiksins, en hún er illa framkvæmd hjá Binna bolta.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Fjölnismenn hefja leik og sækja í átt að sundlauginni,
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inná völlinn, ennþá nóg af lausum sætum í stúkunni. Anton Ari markmaður Vals fær stórt S/O fyrir ruglaðan skærgrænan og svartan markmannsbúning. VÁ!!
Eyða Breyta
Fyrir leik
20 mínútur í leik og liðin á fullu að hita upp. Óli Jó er sennilega búinn að labba í kringum 10 km á vellinum og skartar fagurrauðri Vals dehúfu. Ég verð að segja að ég sakna 10-11 derhúfunar mikið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Umgjörðin heldur áfram að vera til fyrirmyndar hjá Fjölnismönnum. Boðið er uppá vængi, hamborgara og með því og veðrið er algjörlega sturlað. Trúi ekki öðru en það verði frábærlega mætt hjá báðum liðum.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Hjá gestunum í Val vekur helst athygli að Arnar Sveinn Geirsson sem var kallaður til baka úr láni hjá 3. deildarliði KH á dögunum er í byrjunarliðinu en Arnar Sveinn sem varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra hefur verið að jafna sig eftir meiðsli.

Hann leysir stöðu Birkis Más Sævarssonar sem hefur hafið æfingar með íslenska landsliðinu fyrir HM í Rússlandi. Ein önnur breyting er frá 2-1 sigrinum á Breiðabliki, inn kemur Kristinn Freyr Sigurðsson inn fyrir Guðjón Pétur Lýðsson sem sest á bekkinn.

Fjölnir er með sama lið og vann Víking Reykjavík 1-2 í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik

Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Hörður Björgvin landsliðsmaður var spámaður vikunnar, hann hafði þetta um leikinn segja:

Fjölnir 1 - 2 Valur
Þetta er góður leikur. Valsarar sigla þessu 2-1. Þórir Guðjóns skorar eina mark Fjölnismanna. 
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið náðu í þrjú stig í síðustu umferð.

Fjölnir gerðu góða ferð í Víkina og unnu 2-1 sigur.

Valsmenn tóku á móti Blikum á heimavelli og unnu þar sterkan 2-1 sigur eftir að hafa lent 0-1 undir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta verður enn einn 6 stiga leikurinn í umferðinni, deildin hefur farið stórskemmtilega af stað og er hún einn þéttur pakki.

Valsmenn sitja í 6 sæti deildarinnar með 9 stig eftir 6 leiki á meðan Fjölnismenn eru í 5 sæti einnig með 9 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Vals á Extra-vellinum í Grafarvogi.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
5. Sindri Björnsson
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('79)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('68)
11. Sigurður Egill Lárusson ('60)
13. Arnar Sveinn Geirsson
13. Rasmus Christiansen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
17. Andri Adolphsson ('60)
19. Tobias Thomsen ('79)
23. Andri Fannar Stefánsson
71. Ólafur Karl Finsen ('68)

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('39)
Sigurður Egill Lárusson ('58)
Patrick Pedersen ('66)
Ólafur Karl Finsen ('81)
Ólafur Jóhannesson ('82)

Rauð spjöld: