HK
0
0
ÍA
13.06.2018  -  19:15
Kórinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Allt upp á 10 við erum í Kórnum.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 480
Maður leiksins: Leifur Andri Leifsson (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson ('63)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
17. Kári Pétursson
19. Arian Ari Morina ('72)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
17. Valgeir Valgeirsson
18. Hákon Þór Sófusson ('72)
20. Árni Arnarson ('63)
24. Aron Elí Sævarsson
28. Guðmundur Axel Blöndal

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('29)
Ingiberg Ólafur Jónsson ('35)
Brynjar Jónasson ('52)
Ólafur Örn Eyjólfsson ('63)
Árni Arnarson ('65)
Leifur Andri Leifsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0-0 jafntefli geggjaður leikur þrátt fyrir markaleysið.

Viðtöl og Skýrslaá leiðinni.
91. mín
Sú spennaaaa sem er í Kórnum þessa stundina! Guðmundur Þór með eina sleggju af 30 metrunum en Árni grípur boltann í markinu
90. mín
SLÁÁÁÁÁÁINNNNNNNN!!!! Ingibergur á hér skalla í slánna eftir frábæra aukaspyrnu frá Leifi Andra inná teig. Þarna voru skagamenn stál stál stálheppnir
89. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
87. mín
Brynja svo nálagt því! Tekur skot af svipuðum stað og áðan rétt framhjá markinu! Árni virtist vera með þetta á hreinu en ég bara trúi því ekki. Þetta var ekki fjarri því.
85. mín
Skagamenn brjálaðir í stúkunni. Alexander Már var að sleppa í gegn en línuvörðurinn flaggaði rangstæður þetta var vægast sagt tæpt!
85. mín
Ááiii þetta var ekki gott Brynjar Jónasson nær hér skalla á markið en virðist fá smá högg í leiðinni. Hann virðis tsamt vera í lagi og leikurinn heldur áfram.
82. mín
Geggjuð sókn hjá HK!


Leifur Andri með hárnákvæma sendingu á Bjarna Gunn sem að kassar hann skemmtilega niður og setur út á hægri kantinn þaðan kemur Hákon með flotta fyrirgjöf sem að skagamenn ná ða hreinsa. Bjarni nær hinsvega frákastinu leggur boltann út á Brynjar sem á fínasta skot en framhjá markinu fer boltinn.
81. mín
HK fá hornspyrnu, Ásgeir vinnur baráttuna við ÞÞÞ keyrir á varnarmann og leggur boltann fyrir markið en skagamenn koma þessu frá og í horn. Ásgeir tekur spyrnuna sjálfur en varnarmenn ÍA verjast vel og koma boltanum frá í tvígang!
80. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stebba tekst ekki að skora í dag.
79. mín
Bjarni Gunn með stórhættuleg fyrirgjöf sem að endar hinsvegar í fanginu á Árna í markinu. Skagamenn bruna upp hinu meginn og eru komnir í 2 á 1 stöðu en Leifur Andri með flottan varnarleik og boltinn endar í markspyrnu.
76. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Leifur Andri aðeins of seinn í boltann þegar Stefán Teitur nær að pota honum í gegnum klofið á honum hárrétt hjá Sigurði þarna.
75. mín
Það er korter eftir af þessum leik og við höfum bara í alvöru ekki fengið mark í þennan leik. Ég kalla það mikil vonbrigði en þessi leikur er búinn að vera geggjuð skemmtun.
72. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (HK) Út:Arian Ari Morina (HK)
72. mín
ÞÞÞ er að vakna núna. Frábært spil skagamanna endar á því að Hilmar Halldórsson leggur boltinn út að endalínu fyrir ÞÞÞ sem a´geggjaða fyrirgjöf en mér sýndist Guðmundur Þór ná ða bomba þessu í burt á seinustu stundu!
70. mín
VÁÁÁÁÁÁÁ!!!! Þvílík markvarsla hjá Arnari Frey, ÞÞÞ er með eina BOMBU á markið en Arnar eins og köttur í markinu með geggjaða vörslu!
68. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
Viktor Helgi að koma inná gegn sínu gamla félagi.
65. mín Gult spjald: Árni Arnarson (HK)
Jæja.. Þessi tækling gat alveg verið gult spjald, fyrsta brot Árna svoldið groddaralegt en Sigurður ætlaði ekki að spjalda hann. Svo heyrist kallað úr stúkunni og 6-7 sekúndum síðar lyftir Sigurður upp spjaldinu.
63. mín
Inn:Árni Arnarson (HK) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (HK)
63. mín Gult spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
Nei núna hættiru í mér Sigurður. Hann spjaldar hér Ólaf Eyjólfs fyrir hvað veit ég hreinlega ekki þetta kom upp úr þurru en sleppir svo Arian Ara sem að braut á skagamanna í bullandi skyndisókn áðan en Sigurður beytti hagnaði!
62. mín
Ásgeir með eina Matic tæklingu á Albert Hafteins hérna eltir hann í góða 20 metra og tæklar svo af honum boltann. Iðnaðar fyrirmyndar varnavinna hjá Ásgeiri.
59. mín
Albert hefur komist inn í hugskeytið mitt og reynir hér skot af 37 metrunum sirkað ef starfræðin mín er ekki að klikka. Skotið er hinsvegar ekki gott og fer framhjá markinu.
57. mín
Ég var að senda hugskeyti á Stefán Teit (ÍA) og Bjarna Gunn (HK) um að okkur vantaði mark í þennan leik. Vona að skilaboðin hafi skilað sér.
55. mín
Ég er enginn sérfræðingur um bíómyndir en mér líður eins og ég sé staddur í miðri kappaksturs senu í Fast and the furious svo mikið er tempóið hérna fram og til baka!
52. mín Gult spjald: Brynjar Jónasson (HK)
Jesús minn almáttugur Sigurður Hjörtur þessi dómgæsla er í besta falli arfaslök. Þú verður að komast í takt við leikinn. Spjaldar Brynjar fyrir lítið sem ekkert hérna.
49. mín
Hvað gerðit hjá Arnari þarna? Hann virkar óöruggur á mig í dag. Það kemur langt skot utan af velli beint á hann en hann missir boltann frá sér sem betur fer var enginn skagamaður nálagt.


Í næstu sókn tekur Reynir Leós skemmtilega gabbhreyfingu og lætur vaða með vinstri en þessi bolti hefði endað hjá Bjarka Dude félaga mínum upp á skaga ef Kórinn væri ekki innanhús.
48. mín
Ég er kominn með öll lög "Rauðu Þrumunar" á heilann þeir hætta bara ekki að syngja, ef að stjórn HK er að lesa þetta þá eiga þeir skilið burger og með því fyrir frammistöðuna!
47. mín
Ég hélt ég hefði séð Brynjar Jónasson frammi á gangi í hálfleik og við duttum á spjall. Þá kom í ljós að þetta var hans evil twin brother Andri Jónasson sem að leikur með ÍR. Þeir eru ekkert eðlilega líkir bræðurnir.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér í Kórnum í þessum stórskemmtilega leik. Ég er hálfhissa á að menn séu ekki komnir með krampa bara í hálfleik það eru allir á 120% tempói hérna. Við höfum ekki fengið mark en við höfum fengið 11 hornspyrnur í einum hálfleik.

Ég ætla skella mér í spjall við nokkra spekinga og svo sjáumst við í seinni fersk og góð með sól í hjarta.
42. mín
HK aðeins að ógna þessa stundina og enda á því að fá hornspyrnu.

Ásgeir röltir í rólegheitum til þess að taka hana enda þekktur fyrir að vera nokkuð chillaður gaur.

Spyrnan er föst og góð inn á vítapunktinn þar sem Brynjar Jónsson rís manna hæst en skallinn hans er framhjá.
39. mín
Það er komið nafn á Stuðningsveitina geggjað nafn þó ég segi sjálfur frá "Rauða Þruman" kyrjar hérna lög sem að menn hafa aldrei heyrt áður og bomba svo í HK Í PEPSÍ allir haldandi á kók í bauk.
37. mín
Skagamenn fá hornspyrnu já þið lásuð rétt þeir fengu hornspyrnu. Viljiði heyra annan "Shocker" Skagamenn voru að fá aðra hornspyrnu í röð og eru þar með komnir með 9 hornspyrnur í þessum fyrri hálfleik.
35. mín Gult spjald: Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
HK-ingar eru brjálaðir og Sigurður Hjörtur spjaldar Ingiberg hér fyrir almenn leiðindi mér finnst Hjörturinn vera missa tökin á þessum leik og hann dæmir bara aukaspyrnu fyrir þetta kjaftbrúk sem að skagamenn fá. Ég hef aldrei séð þetta áður sá er að byrja þennan leik illa.

33. mín
HK SKORA og það tryllist allt í stúkunni. Dómarinn dæmir hinsvegar aukaspyrnu en það var lítið sem ekkert að þessu.

Stuðningssveit HK kyrja 1-0 1-0 1-0 alls ekki sáttir.
31. mín
Skagamenn eru líklegri til að setja mark hérna þeir eru að ógna í hverri sókn nánast.

Núna tekur Sigurður Hjörtur eitt stykki "Róaðu þig gamli" við Hörð Inga sem að bombaði Viktor Bjarka niður. Viktor ekki vinsæll meðal skagamanna, hefur kannski verið með leiðindi á Írskum dögum í fyrra hver veit.
29. mín Gult spjald: Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
Sýndist hann spjalda Arnór í leiðinni fyrir að keyra í átt að Viktori sem að féll með tilþrifum
29. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (HK)
Fyrir brot og hárrétt
28. mín
Það eru færi á færibandi núna!! Geggjaður bolti inná teig þar sem Albert Hafsteinsson er í góðu færi en nær ekki krafti í skallan og Arnar Ver í markinu þaðan fer boltinn í varnarmann og aftur fyrir.
26. mín
FÆRI!!

HK með góða sókn Bjarni fær boltann út á vinstri kanti sem hann rennir út í teig en það mætir enginn á boltann. Skagamenn koma boltanum frá en ekki nógu langt því boltinn endar hjá Brynjar út á hægri kantinum sem á skot í varnarmann og rétt framhjá.

Fyrsta hornspyrna HK rennur svo út i sandinn.
25. mín
ÞAÐ ER EINVÍGI Í STÚKUNNI!!

Tromma Vs Lúður - HK Vs ÍA þetta er alvöru!
23. mín
Skagamenn fá sína fimmtu hornspyrnu í kvöld. En varnarmenn HK virðast ráða vel við þær og skalla boltann frá í 5 skiptið.

22. mín
Þetta er búið að vera kröftugt hérna í byrjun en það vantar alvöru færi ég ætla setja út auglýsingu og auglýsi eftir færi.

Það eru 430 manns í Kórnum í kvöld.
19. mín
Inn:Hilmar Halldórsson (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Staðfest hér með. Garðar er farinn meiddur af velli
17. mín
Garðar Gunnlaugs virðist vera meiddur herna sveimérþá og labbar í rólegheitum útaf vellinum.
16. mín
Kann mjög vel að meta byrjunina í þessum leik hátt og mikið tempó.

Skagamenn fá sína fjórðu hornspyrnu á fyrstu 16 minútunum en HK verjast vel.
15. mín
HK taka innkast hratt og BJarni Gunn leikur sér aðeins með boltann áður en hann rennir honum á Ásgeir sem var í fínni stöðu en er alltof lengi að athafna sig o g skagamenn hreinsa boltanum frá.
12. mín
ARnar Freyr í veseni!!


Ragnar Leós er allt í öllu á her aukaspyrnu frá vinstri kanti inná teig sem Arnar virtist vera nokkuð örruggur með en hann slær í boltann og aftur fyrir.

11. mín
Þetta var tæpt! Ásgeir Marteins skallar boltann innfyrir vörn skagamanna þar sem Bjarni lendir í baráttu um boltann og virðist vera vinna hana en boltinn fellur fyrir aftan hann að lokum og hættan fjarar út.
10. mín
Ragnar Leós með skemmtilega hælsendingu innfyrir á Garðar sem að rétt missir af honum og varnarmenn HK koma boltanum frá. Skagamenn byrja af meiri krafti hérna.

8. mín
Ég trúi þessu ekki! Stefán Teitur á skot á markið sem að fer ekki inn. Hann fær boltann út á vinstri kanti og keyrir inná völlinn þar sem hann á gott skot en Arnar Freyr ver boltan í horn!

Það verður ekkert úr horninu
7. mín
Það er virkilega vel mætt í Kórinn í kvöld. Mikið hrós á þá stuðningsmenn sem að eru hérna í kvöld sérstaklega þá stuðningsmenn sem koma alla leið af skaganum!
5. mín
ÍA fær fyrstu hornspyrnu leiksins sem að Ragnar Leósson tekur.

Spyrnan er fín en of laus til að Hafþór Péturs nái krafti í skallan og Arnar Freyr í markinu grípur þetta auðveldlega.
4. mín
"HK, HK, HK" Glymur um allan kórinn strákarnir í stúkunni eru byrjaðir.
2. mín
Bjarni Gunn var við það að komast í dauðafæri en varnarmenn ÍA voru fljótir til baka og lokuðu á hann.
2. mín
Það varð breyting á byrjunarliði HK rétt fyrir leik Kári Pétursson er tæpur og tekur þá ákvörðun að byrja ekki og inn kemur Arian Ari.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON!! Það eru heimamenn sem byrja með boltann
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl með dómaranna í broddi fylkingar. Hnetusmjörið að sjálfsögðu í græjunum og allt að verða klárt! Það styttist í þessa veissssslllluuuuuu sem þessi leikur verður.
Geggjadir!


Fyrir leik
Kolleggi minn er mættur á svæðið við erum sammála um að þetta verður eitt stykki veisla og hörkuleikur sem að mun að lágmarki bjóða upp á 4 mörk. Svo kíktu í Kórinn í burger og meðlæti ásamt því að horfa á Inkasso ástríðuna á besta stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Kári "Brekkukóngur" Pétursson er á sínum stað í byrjunarliði HK ásamt Bjarna Gunnars og Leif Andra Fyrirliða sem er 100% vinsælli leikmaður stuðningsmannasveitarinnar!

Hjá ÍA byrjar markamaskínan Stefán Teitur Þórðarson, ég sver það ef hann skýtur í átt að marki þá endar það inni. Garðar "Mr. Clean" Gunnlaugsson er í framlínunni og að sjálfsögðu er þrefalda ÞÞÞ á sínum stað.

Fyrir leik
Ég er mættur í Kórinn og um leið og ég sest í fjölmiðlastúkuna koma 4 ungir HK-ingar með 2 risastóra fána til að líma upp og 3 stykki af stærstu trommum sem ég hef séð (Skil ekki hvernig þeir lofta þessu). Það munu svona tuttugu aðrir ungir strákar bætast við þennan hóp og það verða læti hérna á eftir seinast þurfti ég parkódín þeir voru svo geggjaðir. Ég myndi ranka þá sem topp 3 stuðningsmannasveit landsins sveimérþá ég er alla vega BIG FAN!
Fyrir leik
hakan á mér færi ekkert í gólfið ef að Kári Péturs (HK) eða Stefán Teitur (ÍA) myndu skora hérna í kvöld. Þeira hafa báðir verið fuuuuuuuunheitir í upphafi móts.

Jói kalli mætir á sinn gamla heimavöll en stýrir í þetta sinn aðkomuliðinu hér í dag. Ég vona svo innilega að einhver meistari skelli á hann góðum burger og með því svona fyrir leik því hann á það bara skilið eftir árangur sinn með HK.
Fyrir leik
Ég held ég sé ekki að svíkja neinn þegar ég segi að þetta er stærsti leikurin í þessari umferð Inkasso deildarinnar. Þetta eru tvö efstu liðinn sem spila skemmtilegasta boltann eru bæði taplaus í fyrstu 6. umferðunum og þykja líklegust til að fara upp í Pepsi deildina að ári!
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu frá leik HK og ÍA sem fram fer í Kórnum og hefst leikurinn klukkan 19:15
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Albert Hafsteinsson ('68)
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('80)
32. Garðar Gunnlaugsson ('19)

Varamenn:
3. Ástbjörn Þórðarson
13. Birgir Steinn Ellingsen
16. Viktor Helgi Benediktsson ('68)
19. Bjarki Steinn Bjarkason
20. Alexander Már Þorláksson ('80)
26. Hilmar Halldórsson ('19)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Einar Logi Einarsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Arnór Snær Guðmundsson ('29)
Arnar Már Guðjónsson ('89)

Rauð spjöld: