HK
1
0
Fram
Árni Arnarson '26 1-0
27.06.2018  -  19:15
Kórinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Brynjar Jónasson (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson ('88)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
20. Árni Arnarson ('93)
24. Aron Elí Sævarsson

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
17. Valgeir Valgeirsson
17. Kári Pétursson
18. Hákon Þór Sófusson ('88)
19. Arian Ari Morina ('93)
21. Hörður Máni Ásmundsson
28. Guðmundur Axel Blöndal

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sunna Ösp Runólfsdóttir

Gul spjöld:
Birkir Valur Jónsson ('34)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIK LOKIÐ! HK fer með 1--0 sigur af hólmi og eru enn taplausir í deildinni.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
94. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Almenn leiðindi
93. mín
Inn:Arian Ari Morina (HK) Út:Árni Arnarson (HK)
92. mín
ÚFF ekki aftur! Annað höfuðhögg hérna og núna eru það Helgi Guðjóns og að mér sýnist Árni sem að steinliggur. Þetta lítur bara alls ekki vel út og sendi ég alla mína strauma til Árna og vona að hann sé í lagi.

Báðir sjúkraþjálfarar HK og Fram eru á vettvangi að vinna saman í þessu.


Árni stendur upp að lokum og labbar útaf. Ég vona það sé samt alveg í lagi með hann þetta leit svaðalega illa út.
91. mín
Hvaða þrumufleygar eru í gangi hérna. Núna reynir Brynjar og af varnarmanni fer hann og aftur fyrir ég sá varla þennan bolta. HK fá horn en þeir taka það stutt.
90. mín
AUUUUUUJJJJJJJ!! Heyrist um alla stúkuna þegar Orri hamrar boltann sem fer af varnarmanni og rétt yfir markið!



HEYRÐU MIG NÚ Mikael Egill var að koma inn á en hann klippti boltann á lofti frá miðjuboga og Arnar Freyr í markinu þarf að slá hann yfir sá hitti boltann maður!

Fram eru að pressa stíft á loka mínútunum kæmi mér ekki á óvart ef Gummi Magg skoraði og jafnaði þennan leik
89. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Fram) Út:Sigurður Þráinn Geirsson (Fram)
Þetta var stutt stopp hjá Sigga.
88. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (HK) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (HK)
Brynjar með skynsamlega skiptingu hérna. Vel gert Brynjar
87. mín
Þetta er ekki deja vu en Viktor Bjarki liggur aftur og aftur eftir höfuðhögg. Sá á að finna fyrir því í þessum leik. Ég held hann fari bara útaf núna þetta er of mikið af höggum, Brynjar skiptu honum útaf Takk!
86. mín
ÚFF. Bjarni Gunn nær ekki að "Toucha" boltann inn í teig og missir hann of langt frá sér. Þarna var möguleiki á marki Bjarni!

TÝNDIR LYKLAR! Það voru að finnast lyklar fram á gangi sem er mögulega það mest spennandi sem hefur gerst í þessum síðari hálfleik. Finnst eigandinn??????
85. mín
Það eru 5.mínútur eftir og það virðist ekkert vera í spilunum hérna. En ég trúi á gleðina með bjartsýni að vopni og segi að það komi annað mark í þennan leik.
82. mín
Þessi síðari hálfleikur er með þeim slakari sem ég hef séð ef ég er hreinskilinn. Ég gæti allt eins skellt Glæstum vonum í og séð hvað Bill Spencer Jr er búin að vera brasa undanfarið. Ég gæti jafnvel bara tekið maraþon í staðinn.
81. mín
Hver gæti kastað í mig einni parkódín, ég er kominn með sama hausverk og alltaf þegar ég kem hingað eftir gjörsamlega sturlaða stemmingu og læti í "Rauðu þrumunni" Ég vil endurtaka meðalaldurinn er í alvöru svona 8 ára í stuðningsmannasveitinni.
79. mín
Inn:Sigurður Þráinn Geirsson (Fram) Út:Mihajlo Jakimoski (Fram)
77. mín
Þetta er svo lélegt hjá Fram þessa stundina að ég sé stuðningsmann gría um andlit sér. Eru ekki að ná að tengja saman 2 sendingar einu sinni.

HK fá horn, spyrnan er góð frá Ásgeiri en Atli Gunnar er eins og kóngur í markteignum og hirðir þennan bolta.
74. mín Gult spjald: Kristófer Jacobson Reyes (Fram)
Reyes að reyna rífa treyjuna af líka.
72. mín
Ásgeir Marteins er spyrnusérfræðingur HK og tekur hana.

GEGGJUÐ SPYRNA hjá Ásgeiri en Atli Gunnar, ég fer að kalla hann Atla Gunnar De Gea eftir allar þessar vörslur! Er með eina frábæra hérna, boltinn fór í markmannshornið reyndar en þetta var hörkuspyrna og virkilega vel varið.
72. mín Gult spjald: Dino Gavric (Fram)
HK fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig eftir að Dino ríghélt í treyjuna hans Brynjars eins og hann væri aðdáandi
69. mín
Mihajlo vinur minn liggur hérna eftir högg og er brjálaður út í Jóhann Inga dómara og sýnir honum eitt stykki UFC olnboga move og gefur til kynna að hafa fengið olnboga í andlitið. Ég trúi honum enda vinur minn!
68. mín
Fram fá hornspyrnu sem er stórhættuleg! Arnar kemur út úr markinu og misreiknar boltann og hann fer í gegnum allan pakkan og aftur fyrir markið. HK heppnir þarna.
67. mín
Inn:Dino Gavric (Fram) Út:Már Ægisson (Fram)
Fyrsta skipting Pedro og Fram í leiknum
66. mín
Ég er með geggjaða hugskeytis hæfileika og ég ætla senda öllum leikmönnum skeyti á vellinum þau skilaboð um að við viljum færi í þennan síðari hálfleik takk fyrir!
63. mín
ÚFF! Oki geggju sókn hjá Fram! Már Ægisson á frábæran sprett inn á völlinn þar sem hann setur boltann á Helga sem tekur blinda sendingu upp í hornioð á Fred Saraiva sem kemur með boltann fyrir en Arnar handsamar hann.
60. mín
"Jeminn" heyrist í stúkunni eftir arfaslaka sendingu frá Tiago Fernandes sem fer beint útaf. Þetta lítur ekki el út hjá Fram þessa stundina.
57. mín
Orri Gunnars!! En nei skotið hans er yfir markið. Þetta var samt fín sókn hjá Fram sem að endar á fyrirgjöf sem að HK koma ekki í burtu, Orri mætir í seinni bylgju og reynir skotið en yfir markið fer það.
55. mín
HK fá aðra aukaspyrnu á svipuðum stað en bara hinum megin á vellinum núna. Fram vörninn verst henni vel áður en dómarinn dæmir rangstæður!

Jæja Pedro er ekki kominn tími á skiptingu hjá þér? Lífga aðeins upp á þetta.
54. mín
HK fá aukaspuyrnu á miðjum vallarhelmingi Fram. ÁM#7 Tekur hana.

Skemmtileg útfærsla úr spyrnunni stutt á Brynjar sem skallar hann á Bjarna fyrir utan teiginn. Bjarni færir boltann út á Ásgeir sem að á flotta fyrirgjöf á kollinn hans Binna en boltinn fer yfir markið.
52. mín
HK fá hornspyrnu sem að Ásgeir tekur. Spyrnan er æagltt en mér sýndist það vera Guðmundur Þór sem að ætlaði að taka Messi á þetta og drepa boltan niður inn í teig en þetta touch var meira eins og Corlucka því miður.
51. mín
Ég er ánægður með kraftinn í Fram fyrstu 5-6 mínúturnar í síðari hálfleik. Eru búnir að færa sig aðeins framar og eru nær leikmönnum HK í vörninni.
50. mín
Var að fá það staðfest að gallajakkinn sem að Leifur Andri er í kemur úr Zöru. Hann kom og hélt tískusýningu fyrir fjölmiðlamenn í hálfleik og sagðist ætla hooka mér upp með "Free Gear" ég vona að hann sé að segja satt því þessi jakki er to die for.
48. mín
Viktor Bjarki liggur hérna eftir baráttu á miðjum vellinum og heldur um höfuðið á sér. Hann er búinn að fá þó nokkur högg í þessum leik.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Hvernig koma liðin út í þann seinni? Fylgstu með ég læt þig vita
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Kórnum. HK hafa verið sterkari í fyrri hálfleik og leiða verðskuldað 1-0.

Ég ætla skella mér í laufléttan bolla af vatni og spjalla við þau legend sem eru hérna í húsinu.

Ég væri til í "Blow my whistle" með DJ Alligator kæri vallarþulur þegar ég kem til baka
45. mín
Fram fá hornspyrnu! Ná þeir að setja eitt og jafna leikinn fyrir hlé?

Svarið er nei.
45. mín
HK komnir í gegn en eru dæmdir rangstæður! Árni Arnars tekur boltann í stað þess að leyfa Ásgeiri að taka hann sem var ekki rangur og þarna sluppu varnarmenn Fram vel.
43. mín
SÚ VARSLA! Ég er varla búinn að sleppa orðinu og hrósa Atla í markinu þegar hann ver frábærlega frá Bjarna Gunn sem var sloppinn í gegn eftir skallasendingu frá Brynjari.
43. mín
Bjarni við það að sleppa í gegn eftir snuddu frá Árna en Atli les leikinn frábærlega og er á undan Bjarna í boltann. Atli er búinn að vera flottur í fyrri hálfleik.
42. mín
Mér finnst vanta smá neista í lið Fram. Þurfa slappa aðeins af og halda boltanum betur finnst þetta oft tilviljunarkennt hjá þeim.
40. mín
Birkir Valur með geggjaðan sprett á milli þriggja varnarmanna Fram og setur boltann fyrir eftir jörðinni en Atli Gunnar í markinu er enginn aukvissi og kastar sér á boltinn og handsamar hann. Vel gert hjá Atla
38. mín
ÚFFF Mihajlo vinur minn var full ákafur þarna og ýtti með hendinni fast í andlitið á Árna.
34. mín Gult spjald: Birkir Valur Jónsson (HK)
Straujar Rakettuna sem að Helgi er niður og réttur dómur.

Fram fá aukaspyrnu á vinstri kanti HK
34. mín
Tiago Fernandes með Deja vu skot og aftur fer það langt yfir markið.
32. mín
Já sæll. Brynjar ætlar bara vera í hálofta skotum í dag. HK vinna boltann á miðjunni og keyra af stað. Brynjar setur boltann út á Bjarna sem að setur hann aftur ói fyrsta út á Brynjar enn boltinn kemur skoppandi til hans og skotið var eftir því.
29. mín
Tiago Fernandes reynir skot langt fyrir utan sem er veikt og fer hátt yfir markið. Núna þarf Gummi Magg að stíga upp og töfra fram mark. Helgi væri líka frábær kostur í það fyrir Fram.
29. mín
Ég veit eiginlega ekki hvað var í gangi þarna hjá Fram. Þeir virtust bara fegnir því að fyrra mark HK hafi verið dæmt af og sofnuðu aðeins á verðinu. Hvernig bregðast þeir við þessu?
26. mín MARK!
Árni Arnarson (HK)
Stoðsending: Brynjar Jónasson
ÁRNI ARNARSON!! HK er komið í 1-0 og það' tryllist allt í Kórnum og við dettum beint í annað "HúH".

Brynjar Jónasson er allt í einu bara kominn einn í gegn en í þrönga stöðu og hamrar boltanum með vinstri á markið sem Atli ver virkilega vel en beint út í teig þar sem Árni Gammur já Árni Gammur hirðir frákastið og staðan er 1-0
25. mín
HK fá aukaspyrnu á hættulegum stað 5 metra fyrir utan vítateig Fram. Mér sýnist VBA#14 ætla taka hana en þá kemur ÁM#7 og segir ekki séns ég spyrni þessum bolta.

Sendinginn frá Ásgeiri er Stórhættuleg og Ingiberg hamrar boltann í markið með skalla en dómarinn flautar og dæmir það af!
23. mín
Birkir Már Sævarsson nei fyrirgefðu Birkir Valur Jónsson er með áætlunarferðir þessa stundina upp hægri kantinn og á hér góða fyrirgjöf fyrir markið en varnarmenn Fram gera vel og stíga sóknarmenn HK út.
22. mín
HK verið ögn öflugri síðustu mínúturnar en Frammarar eru stórhættulegir þegar þeir vinna boltann!

Talandi um að vera stórhættulegir!! Frábærlega gert hjá Fred Saraiva þegar hann nær að koma boltanum út í teig við endalínu á Helga Guðjóns sem að tekur skotið í fyrsta en beint á Arnar í markinu! Ég hef séð Helga klára svona færi 9 sinnum af síðustu 10 skiptum þetta var það tíunda! Hann er rosalegur slúttari
20. mín
"HÚH" Heyrist í stúkunni þvílíkir gæjar maður! Öll stúkan tekur þátt ég er mættur á HM and I LOVE IT!
18. mín
Brynjar, Brynjar, Brynjar þarna áttu að gera MIKLU betur! Hann sleppur allt í einu bara einn í gegn en Hlynur Atli Magnússon eltir hann uppi og gerir frábærlega í að loka á Brynjar sem að hittir boltann fáranlega illa og hann fer í Hlyn. BOltinn deyr svo nbara á milli Hlyns og Atla í markinu og enginn tekur hann þar kemur Brynjar og hamrar boltanum bara eins hátt yfir markið og hægt er!
18. mín
ÚÚÚ. Árni með flotta sendingu fyrir á Bjarna sem að tekur við honum og reynir að taka skotið í snúningnum en hittir ekki boltann almennilega og framhjá fer hann.
15. mín
Birkir Valur með flotta fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Ásgeir kemur á fleygiferð en varnarmenn Fram eru á undan í boltann. HEYRÐU Arnór Daði er að rokka sömu appelsínu gulu skó og Hjörvar Hafliða alvöru shoe game Arnór!
11. mín
"Keyrum þetta í gang" er setning sem á vel við núna. Guðmundur Þór reyndi skot af 35 metrunum sem reyndist vera bara hörku skot og fór rétt framhjá markinu.
10. mín
Fram hafa byrjað leikinn af miklum krafti og eru að skapa sér hættulegar sóknir en fyrirsendingarnar hafa ekkki verið að hitta á msamherja í teignum. HK pressa hátt á vellinum og freista þessa að vinna boltann og keyra hratt á varnarmenn Fram.
8. mín
Fyrir áhugasama þá tekur Leifur Andri Leifsson leikmaður HK út leikbann í dag en hann er að rokka einn svaðalegasta gallajakka sem ég hef séð í stúkunni í kvöld. Er hann að vinna í Zöru eða Gallerí 17? Ef þú lest þetta Leifur Hook me up!
5. mín
GUMMI MAGG í færi. Ég sver það ég hélt að þessi myndi enda inni enda skorar hann úr öllu sem hann setur í átt að markinu en Arnar Freyr varði þennan skalla virkilega vel í markinu.
4. mín
Árni Arnarson tekur all hressilegt brot á vini mínum Mihajlo Jakimoski. Ég mana þig til að segja þetta nafn 3 svar sinnum hratt.
2. mín
Það eru tvær mínútur búnar og ég heyri ekki í eigin hugsunum útaf "Rauðu Þrumunni" þessi læti maður!

Leikurinn fer skemmtilega af stað og liðin skiptast á boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON!! Heimamenn í HK byrja með boltann og ætla starta leikinn á einum löngum til heiðurs Íslenska landsliðinu.
Fyrir leik
Hjörvar Hafliða er með gífurlega sterkt shoe game í gangi vel appelsínugulir Nike og standa upp úr á vellinum. Hann kann þetta kallinn.

Liðin hafa hinsvegar lokið upphitun og halda til búningsklefa í the pepp talk. Mætinginn er ekki sú besta sem ég hef séð í stúkunni. Ég býst samt við því að bætast muni í stúkuna því frammi eru tugir manna ef ekki hundruðir að perla til styrktar krafts sem er frábært framtak! Bjarki Már Sigvalda­son fyrrum leikmaður HK hefur verið að berjast við krabbamein frá árinu 2012 og hafa HK alltaf stutt vel við bakið á honum í hans baráttu og hvet ég alla til að styrkja "kraft" og kaupa armbönd í öllum helstu búðum helst tvö ef ekki þrjú.
Fyrir leik
"Rauða Þruman" er að sjálfsögðu mætt enda ein besta ef ekki sú besta stuðningsmannasveit landsins. Meðalaldurinn er 8 ára og þeir eru að í 90+ mín í hverjum einasta leik.

Veðurspá í Kórnum með Gumma Tölfræði: Það eru engar líkur á rigningu í kvöld, gæti sést sólarglæta en ólíklegt. Það er blankalogn og frábær birta fyrir þá sem eiga erfitt með að sjá í myrkrinu.

SJÓÐHEITAR FRÉTTIR að berast af HK liðinu þeir Birkir Valur og Arían ari voru að ná vinnuvelaprófinu í dag og verða því líklega sívinnandi vinnuvélar í kvöld. #5aur
Fyrir leik
Fyrir áhugasama þá er "Tölfræði" Gummi alltaf með reglustrikuna við höndina og hafa vinsældir hans aldrei mælst meiri samkvæmt honum.

Í öðrum fréttum þá eru byrjunarliðinn dotinn í hús.

Hjá HK byrjar Brynjar "Vélin" Jónasson og á að sjá um mörkinn ásamt hinum hárfagra Ásgeir Marteinssyni og bekkpressu kóngnum Bjarna Gunnarssyni hef heyrt hann taki 100kg 10x3 á mánudögum.

Í liði fram er maðurinn með fallegasta nafnið(hlutlaust mat) í liðinu Orri Gunnarsson á sínum stað, fimmti tanaðasti maður landsins Kristófer Reyes í vörninni og markahæðsti leikmaður Inkasso deildarinnar Guðmundur Magnússon á að skora mörkinn.
Fyrir leik
Vinur minn hann tölfræði Gummi heyrði í Málfríði Ernu og fékk sjóðheita spá frá henni fyrir komandi umferð í Inkasso deildinni.

Málfríður Erna spáir í níundu umferð Inkasso-deildarinnar

HK 3 - 0 Fram
Brynjar Björn og Viktor Bjarki eru að gera góða hluti með Kópsvogsliðið. Þeir munu spila agaðan varnarleik og nýta sín færi vel á hinum enda vallarins. Guðmundur Júlíusson mun allavega skora eitt eftir horn.
Fyrir leik
Það munar 7 stigum og 4 sætum á liðunum tveimur í deildinni.

HK sitja í 2.sæti með 18 stig með 5 sigra , 3 jafntefli og eru ennþá taplausir eftir 8 umferðir. Kórinn er algjört vígi og þeir tapa bara ekkert í Kórnum.

Fram situr hinsvegar í 6. sæti með 11 stig hafa unnið 3 leiki gert 2 jafntefli og tapað í 3 leikjum þar sem af er sumri. Markahæðsti leikmaður deildarinnar sem hefur gjörsamlega verið á eldi er Guðmundur Magnússon en hann er með 8 mörk í 8.umferðum hvað er gæjinn að éta?
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá leik HK og Fram í Inkasso ástríðunni.
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
9. Helgi Guðjónsson
9. Mihajlo Jakimoski ('79)
10. Orri Gunnarsson
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Tiago Fernandes
23. Már Ægisson ('67)
77. Guðmundur Magnússon

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Mikael Egill Ellertsson ('89)
5. Sigurður Þráinn Geirsson ('79) ('89)
15. Daníel Þór Bjarkason
19. Magnús Snær Dagbjartsson
24. Dino Gavric ('67)

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Daði Guðmundsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Dino Gavric ('72)
Kristófer Jacobson Reyes ('74)
Guðmundur Magnússon ('94)

Rauð spjöld: