Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Þróttur R.
1
0
Hamrarnir
Andrea Rut Bjarnadóttir '3 1-0
30.06.2018  -  16:00
Eimskipsvöllurinn
1. deild kvenna
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Andrea Rut Bjarnadóttir
Byrjunarlið:
1. Kori Butterfield (m)
Una Margrét Árnadóttir ('91)
Þórkatla María Halldórsdóttir ('76)
2. Sóley María Steinarsdóttir
4. Hildur Egilsdóttir
5. Gabriela Maria Mencotti (f)
6. Gabríela Jónsdóttir
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
10. Guðfinna Kristín Björnsdóttir ('62)
11. Elísabet Eir Hjálmarsdóttir ('84)
12. Hrefna Guðrún Pétursdóttir

Varamenn:
31. Lovísa Halldórsdóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic ('91)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
10. Kristín Eva Gunnarsdóttir
11. Tinna Dögg Þórðardóttir ('76)
17. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('62)
19. Ester Lilja Harðardóttir ('84)
22. Rakel Sunna Hjartardóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Eva Þóra Hartmannsdóttir
Hrafnkatla Líf Gunnarsdóttir
Dagmar Pálsdóttir
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gunnar Oddur flautar af.

Þróttarar vinna leikinn 1-0 sem er heilt yfir sanngjarnt. Með sigrinum komast þær í 13 stig og á toppinn ásamt Keflavík og Haukum.

Hamrarnir eru áfram í basli í kringum botninn með 5 stig.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
91. mín
Inn:Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.) Út:Una Margrét Árnadóttir (Þróttur R.)
Una þarf að fara útaf. Annað 2003 módel inná. Jelena Tinna leysir bakvörðinn í uppbótartíma. Þrír Þróttarar fæddar 2003 sem ljúka leik hér.
90. mín
Hamrarnir pressa. Eiga hættulega fyrirgjöf frá hægri sem Þróttarar ná að koma í burtu á síðustu stundu.

Una Margrét liggur eftir. Spurning hvort hún hafi fengið krampa.
89. mín
Klaufagangur í vörninni hjá Þrótti. Kori og Gabriela ætla báðar að taka boltann. Gabi snertir hann og Kori má því ekki taka hann upp með höndum. Smá titringur aftast en engir leikmenn Hamranna nógu nálægt til að nýta sér þetta og Kori hreinsar.
88. mín
Séns hjá Hömrunum. Gabriela Jóns keyrir í bakið á Karen Maríu á miðjum vallarhelmingi Þróttar og gestirnir fá aukaspyrnu.

Agnes Birta lyftir boltanum inná teig en Sóley María skallar frá.
86. mín
Þetta er heldur máttlaust þessar síðustu mínútur. Virðist ekki stefna í annað mark.. En aldrei að segja aldrei.
84. mín
Inn:Ester Lilja Harðardóttir (Þróttur R.) Út:Elísabet Eir Hjálmarsdóttir (Þróttur R.)
Þriðja skipting Þróttar.
82. mín
Það hefur aðeins dregið af gestunum. Spurning hvort þær eigi orku til að setja pressu hérna í lokin.
78. mín
3 v 3! Þróttarar komast í fína stöðu en Andrea Rut er klaufi og nær ekki að koma boltanum vel frá sér.
76. mín
Inn:Tinna Dögg Þórðardóttir (Þróttur R.) Út:Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.)
Önnur skipting Þróttar. Tóta alveg búin á því eftir endalaus þverhlaup til að taka horn og aukaspyrnur.

Inná kemur hin efnilega Tinna Dögg Þórðardóttir í sínum fyrsta alvöru meistaraflokksleik. Tinna Dögg er fædd árið 2003.
73. mín
DAUÐAFÆRI!

Unnbjörg Jóna klikkar þarna alein á fjær eftir ágæta skottilraun Andreu Rutar eftir góðan undirbúning Gabriela Maria.
71. mín
Hamrarnir fá horn. Karen María setur boltann fyrir en ekkert kemur út úr þessi. Hvorugt liðið búið að nýta föstu leikatriðin vel í dag.
68. mín
Karen María lætur vaða utan teigs. Ágæt tilraun en beint í fangið á Kori.

Karen hafði fengið skemmtilega sendingu frá Sögu Líf sem lagði boltann til hennar með höndinni beint fyrir framan Gunnar dómara. Áhugavert.
67. mín
Inn:Ragnhildur I. Aðalbjargardóttir (Hamrarnir) Út:Emilía Eir Pálsdóttir (Hamrarnir)
66. mín
Sýnist það vera Rósa sem brýtur á Unnbjörgu rétt utan teigs. Tóta setur boltann á fjær þar sem Hrefna Guðrún er mætt en skallar rétt framhjá.
65. mín
Fínasta tilraun hjá Hömrunum!

Andrea Dögg með geggjaða sendingu inn fyrir á Kareni Maríu sem reynir skot utan teigs. Flott tilraun en boltinn rétt yfir.
62. mín
Inn:Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir (Þróttur R.) Út:Guðfinna Kristín Björnsdóttir (Þróttur R.)
Fyrsta skipting Þróttar.
61. mín
Aftur aukaspyrna. Núna úti vinstra megin. Aftur tekur Tóta. Nú rennir hún boltanum inná teig á Gabrielu. Stórhættulegt en hafsentinn nær ekki að snúa.
55. mín
SURPRISE!

Annað horn. Fín sókn hjá Þrótti. Guffa finnur Unu út til hægri. Una með góða hlaupabraut hægra megin í þessu tígulmiðjukerfi sem Þróttur spilar en nær ekki að koma boltanum fyrir.

Tóta með hornið. Gabriela Jóns reynir að ná til boltans en Hamrarnir koma þessu frá.
51. mín
Þróttur fær aukaspyrnu úti á vinstri kantinum og hver önnur en Tóta er mætt til að taka hana.

Hún setur háan bolta á vítapunktinn. Hrefna lyftir boltanum í átt að Gabriela Maria sem nær skoti af markteig en setur boltann aðeins yfir!

Stórhættulegt!
47. mín
Hamrarnir fá horn en Þróttarar skalla frá.

Stuttu síðar eru gestirnir aftur nálægt því að komast í séns í teignum en missa boltann aftur fyrir.

Þær eru að byrja seinni hálfleikinn vel.
46. mín
DAUÐAFÆRI!

Karen María fær frábæra sendingu þar sem hún er ein vinstra megin í teignum. Fyrsta snertingin hennar er ekki nógu góð og skotið sem fylgir í kjölfarið er beint á Kori sem ver í horn.

Þarna átti Karen að gera betur!
46. mín
Leikur hafinn
Þá erum við komin af stað aftur!

Mér sýnist allar vera áfram á sínum stað og það eru Hamrarnir sem byrja.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Eitt mark sem skilur liðin að og það skoraði Andrea Rut Bjarnadóttir, yngsti leikmaður vallarins, strax á þriðju mínútu.

Þróttarar hafa verið sterkari eftir það en ekki náð að skapa sér mörg færi úr opnum leik. Þær hafa hinsvegar fengið ógrynni af hornspyrnum sem þær hafa ekki náð að nýta sér.
44. mín
Fín varnarvinna hjá Söru Skapta. Stelur boltanum af tánnum á Andreu sem var að komast í hættulega stöðu.

Þróttarar vinna boltann aftur og fá enn eina hornspyrnuna. Tóta með ágætan bolta. Gestirnir hreinsa. Fyrri hálfleikurinn í hnotskurn?
43. mín
SJOKKER!

Annað horn hjá Þrótti. Ég er ekki að telja en þau eru orðin þónokkur.

Þórkatla sem við skulum héðan í frá kalla Tótu setur boltann fyrir. Una á lausan skalla sem Arna kemst fyrir og setur boltann í enn annað hornið.

Tóta fer að verða lúin af öllum þessum þverhlaupum hornanna á milli. Aftur á hún ágætan bolta fyrir en Hamrarnir hreinsa.
41. mín
Úps. Klaufaleg hendi á Emilíu Eir og Þróttur fær aukaspyrnu hægra megin. Aftur er það Þórkatla sem stillir sér upp við boltann. Um leið og Þórkatla spilar boltanum í fætur á Hildi í teignum tekur Andrea Rut utan á hlaup og fær boltann svo í fyrsta frá Hildi. Hún nær þó ekki að koma boltanum fyrir og Þróttarar fá enn eitt hornið.

Skemmtileg krúsídúlluútfærsla hjá heimakonum sem gekk næstum upp en ekkert verður úr horninu.
39. mín
DAUÐAFÆRI!

Frábært horn frá Þórkötlu. Draumabolti á Unu sem er alein á fjær en hún hittir ekki boltann!
36. mín
Geggjuð vippa frá Hildi og inná Andreu Rut. Hún finnur skotið seint og varnarmenn Hamranna komast fyrir.

Þróttur fær horn en aftur eru gestirnir sterkar í loftinu og koma boltanum frá.
34. mín
Þróttur fær aukaspyrnu úti hægra megin. Gullfóturinn Þórkatla smellir boltanum á nærsvæðið en Hamrarnir koma þessu frá.
33. mín
Þróttarar að herða tök sín á leiknum.

Nú rétt í þessu átti Hrefna Guðrún skot rétt framhjá eftir að hafa fengið sendingu út í teiginn.

Hefði átt að gera betur þarna. Fínasti séns.
29. mín
Karen María með ágæta tilraun frá hægri. Leikur á Sóley og nær skoti sem Kori misreiknar en fer aðeins framhjá.
28. mín
Hamrarnir fá hornspyrnu sem Karen María tekur. Setur háan bolta út í teig í áttina að Örnu sem hittir boltann ekki almennilega. Átti að gera betur þarna.
25. mín
Færi og fjör!

Þær eru ekki lengi að svara óskum áhorfenda. Elísabet Eir flikkar boltanum upp í hægra hornið með góðum skalla. Guffa setur boltann fyrir þar sem Andrea Rut mætir grimm. Leikur á varnarmann með skemmtilegum hreyfingum en nær ekki að klára framhjá Hörpu sem gerir virkilega vel í að verja.

Þróttarar halda pressu og litlu má muna að Guffa nái skoti úr teignum en Hamrarnir koma boltanum frá.
24. mín
Við lýsum eftir færum og fjöri. Þetta er frekar rólegt þessar mínúturnar.
15. mín
Engin opin færi í þessu ennþá en bæði lið búin að eiga ágætis sénsa á að búa eitthvað til.
11. mín
Þróttarar fá hornspyrnu. Þórkatla snýr fínum bolta fyrir markið en Andrea Dögg gerir vel í að skalla frá.

Stuttu síðar fær Andrea skotséns í vítateig Þróttar en Kori sér við henni.
8. mín
Þetta er teiganna á milli hér eftir markið. Bæði lið að reyna að finna taktinn á blautu gervigrasinu.
3. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Þórkatla María Halldórsdóttir
ÞETTA FER AF STAÐ MEÐ LÁTUM!

Þróttarar eru ekki lengi að ná forystunni. Þórkatla fær góða sendingu út til hægri og nær frábærri sendingu fyrir markið þar sem hin bráðefnilega Andrea Rut er mætt og skilar boltanum í netið.

Sterkt fyrir heimakonur!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru heimakonur sem byrja og leika í átt að Skautahöllinni.
Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni er annars sú að Þróttarkonur eru í 5. sæti með 10 stig en geta með sigri jafnað efstu liðin, Keflavík og Hauka að stigum. Toppbaráttan er nefnilega ofboðslega þétt og spennandi.

Hamrarnir eru hinsvegar í 8.sæti með 5 stig, fyrir ofan Fjölni sem er í 9. sæti með 3 stig og Sindra sem er á botninum með 1 stig.
Fyrir leik
Dómari leiksins hér á eftir verður Gunnar Oddur Hafliðason. Það er vonandi að hann hafi komist í ísbað í gærkvöldi en þá hafði hann í nógu að snúast í hörku bikarleik Selfoss og Stjörnunnar sem fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Honum til aðstoðar eru þeir Rögnvaldur Þ. Höskuldsson og Ágúst Unnar Kristinsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Ung en sterk byrjunarlið hjá báðum liðum en það sem vekur helst athygli er að þjálfari Hamranna, Natalia Gomez, sem hefur spilað með liðinu undanfarna tvo leiki verður á hliðarlínunni í dag og stýrir sínu liði.

Ég hefði svo sannarlega viljað sjá hana spila í dag enda frábær leikmaður, ein sú besta í Pepsi-deildinni í fyrra og yfirburða leikmaður í Inkasso.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Þróttar og Hamranna í Inkasso-deild kvenna.

Flautað verður til leiks hér í Hjarta Reykjavíkur kl.16:00 og um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að mæta og fá sér frískt loft á milli HM-atriða dagsins.
Byrjunarlið:
12. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir (f)
3. Æsa Skúladóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
7. Rósa Dís Stefánsdóttir
9. Agnes Birta Stefánsdóttir
14. Sara Skaptadóttir
16. Saga Líf Sigurðardóttir
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
20. Arna Kristinsdóttir
21. Emilía Eir Pálsdóttir ('67)

Varamenn:
5. Hulda Karen Ingvarsdóttir
8. Ragnhildur I. Aðalbjargardóttir ('67)
10. Inga Rakel Ísaksdóttir
11. Aldís María Jóhannsdóttir
13. Katla Ósk Rakelardóttir
19. Tinna Arnarsdóttir

Liðsstjórn:
Natalia Gomez (Þ)
Þórgunnur Þorsteinsdóttir
Haraldur Ingólfsson
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Ágústa Kristinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: