Kaplakrikavöllur
mánudagur 02. júlí 2018  kl. 20:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Logn, rennandi blautur völlur, frábært fótboltaveður!
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Hilmar Árni Halldórsson
FH 2 - 3 Stjarnan
1-0 Brandur Olsen ('8)
1-1 Brynjar Gauti Guðjónsson ('37)
2-1 Daníel Laxdal ('48, sjálfsmark)
2-2 Hilmar Árni Halldórsson ('65)
2-3 Hilmar Árni Halldórsson ('88)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
9. Viðar Ari Jónsson
11. Atli Guðnason ('66)
15. Rennico Clarke
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Halldór Orri Björnsson ('75)
27. Brandur Olsen ('84)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
8. Kristinn Steindórsson ('84)
17. Atli Viðar Björnsson
19. Zeiko Lewis
20. Geoffrey Castillion ('75)
21. Egill Darri Makan Þorvaldsson
30. Jónatan Ingi Jónsson ('66)

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Robbie Crawford ('90)

Rauð spjöld:
@EgillSi Egill Sigfússon
96. mín Leik lokið!
Stjarnan vinnur FH í stórkostlegum fótboltaleik 2-3 í Krikanum!
Eyða Breyta
94. mín
Hvað er Þorvaldur að brasa? Gauji hendir sér niður við miðju og Þorvaldur gefur til kynna með höndunum að þetta væri boltinn en dæmir svo brot!
Eyða Breyta
92. mín Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan) Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar Árni út hérna eftir 2 mörk og stoðsendingu og inn kemur Óttar.
Eyða Breyta
91. mín
Fimm mínútum bætt við þennan frábæra leik!
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Robbie Crawford (FH)
Robbie Crawford fær hér gult fyrir dýfu, við fyrstu sýn fannst mér þetta nú vera víti en Þorvaldur dæmir dýfu og það sýður allt uppúr!
Eyða Breyta
88. mín MARK! Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Ooooooog hann skorar! Hilmar Árni með annað mark sitt í leiknum hérna, tekur aukaspyrnuna yfir vegginn og í skeytin!
Eyða Breyta
87. mín
Pétur Viðars brýtur á Ævari hérna á D-boganum, þetta er dauðafæri fyrir Hilmar!
Eyða Breyta
84. mín Kristinn Steindórsson (FH) Brandur Olsen (FH)
Glórulaust að taka Brand útaf þegar þú þarft mark en Óli gerir það hér og setur hinn svellkalda Kidda Steindórs inná.
Eyða Breyta
84. mín
Hvar er miðið Gauji minn? Snýr sér að marki en skýtur laaaangt framhjá!
Eyða Breyta
82. mín
Ævar Ingi með fyrirgjöf sem endar með að Hilmar Árni nær skoti sem Gunni grípur. Svo hendir Gunni boltanum beint á Stjörnuna, Ævar fær boltann, rennir honum á Hilmar sem er í dauðafæri en skot hans beint á Gunna!
Eyða Breyta
81. mín
Castillion með boltann inn í teig en er alltof lengi að athafna sig og Tóti neglir boltanum í horn.
Eyða Breyta
77. mín
Baldur með góðan bolta í gegn og Gauji tekur hann í fyrsta á lofti en skot hans langt yfir, á að gera betur þarna.
Eyða Breyta
75. mín Geoffrey Castillion (FH) Halldór Orri Björnsson (FH)
Ég var eiginlega búinn að gleyma því að Halldór Orri væri að spila, hann hefur ekki sést og kemur hér útaf fyrir hinn stóra og stæðilega Castillion.
Eyða Breyta
72. mín Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Alex Þór af velli og inná kemur Akureyringurinn Ævar Ingi. Ekki margir sem vita það að Ævar Ingi spilaði í Sweeper á Rey Cup 2008 þar sem undirritaður fékk ekki á sig mark með hann í Sweepernum!
Eyða Breyta
68. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Hoppar fyrir aukaspyrnu og fær gult fyrir.
Eyða Breyta
66. mín Jónatan Ingi Jónsson (FH) Atli Guðnason (FH)
Jónatan Ingi kominn inná fyrir Atla Guðna, Jónatan skorar eða leggur upp í kvöld, lofa því!
Eyða Breyta
65. mín MARK! Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan), Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Þarna kom það hjá Stjörnunni, þeir þekkja þessa uppskrift í sumar. Gauji Bald með sendingu niðri fyrir miðjan teiginn og þar mætir Hilmar Árni og skýtur boltanum bylmingsfast í slánna og inn! 2-2 og Hilmar getur ekki hætt að skora.
Eyða Breyta
64. mín
Brynjar með skallann en Clarke bjargar, Brynjar er stórhættulegur í kvöld!
Eyða Breyta
64. mín
Eyjó með gott skot fyrir utan sem FH komast fyrir og boltinn í horn, kemur jöfnunarmark núna?
Eyða Breyta
62. mín
Viðar Ari með hættulegan bolta inn í teig en Þorsteinn tæklar hann í horn á síðustu stundu.
Eyða Breyta
55. mín
Hjörtur Logi með skot að utan þar sem hann var aleinn en sýndist boltinn fara í Lennon og boltinn framhjá.
Eyða Breyta
52. mín Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Ekki amalegt að eiga Eyjó inni en hér kemur hann inná, frændi Orra Halldórssonar sem spilar með stórveldinu Geisla í Aðaldal!
Eyða Breyta
52. mín
Gunni Nella að bjarga, þó ekki Gunni Nella fyrrum stjórnarmeðlimur KA! Brynjar Gauti með skalla sem virðist vera á leiðinni inn en Gunni ver meistaralega!
Eyða Breyta
48. mín SJÁLFSMARK! Daníel Laxdal (Stjarnan)
Vá hvað þetta er súrt fyrir Stjörnuna, Viðar Ari með fyrirgjöf sem Danni Lax rekur löppina út í og setur hann í eigið mark!
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Rosalegum fyrri hálfleik lokið!
Eyða Breyta
45. mín
Vá FH koma honum ekki inn hérna á einhvern óskiljanlegan hátt, Lennon með skot sem fer framhjá Halla en einhvern veginn kemst Atli Guðna ekki í boltann fyrir opnu marki og Stjörnumenn koma honum frá!
Eyða Breyta
41. mín
Vá Stjörnumenn hársbreidd frá því að komast yfir, Heiðar með kross í fyrsta en Clarke nær að bjarga meistaralega áður en Þorsteinn náði að klára færið!
Eyða Breyta
37. mín MARK! Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan), Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Og auðvitað kom mark um leið og ég skrifaði að það myndi koma! Hilmar Árni með hornið beint á kollinn á Brynjari sem stangar boltann inn og jafnar leikinn!
Eyða Breyta
37. mín
Fín spyrna hjá Tóta inná teig sem FH skalla í horn, kæmi mér lítið á óvart ef kæmi annað mark hér.
Eyða Breyta
35. mín
Lennon að detta í gegn en Brynjar kemst fyrir og svo brýtur Lennon á honum.
Eyða Breyta
34. mín
FH í álitlegri skyndisókn þar sem Viðar ber upp boltann með Brand hægra megin við sig en sendingin ömurleg og Danni Lax kemst fyrir.
Eyða Breyta
30. mín
Gummi Kristjáns sendir ömurlega sendingu tilbaka þegar Gunni er ekki í markinu, Gunni rétt nær að hlaupa og bjargar á línu! Hefði verið vægast sagt skrautlegt sjálfsmark!
Eyða Breyta
29. mín
Aðeins róast yfir leiknum núna eftir líflega byrjun.
Eyða Breyta
24. mín
FH fá enn eina aukaspyrnuna en ekki er enn komið spjald, Halli Björns blakar boltanum út og liggur eftir en Gummi Kristjáns skýtur í hann svo Halli ver liggjandi!
Eyða Breyta
18. mín
Brandur með skalla fyrir en FH-ingar ná ekki að koma honum yfir línuna, Stjörnumenn bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
15. mín
Hilmar Árni núna með flottan sprett og gefur hann inn á Þorstein sem skýtur en Halldór kemst fyrir og boltinn í horn, vægast sagt líflegur leikur hingað til!
Eyða Breyta
14. mín
Halldór Orri með fínan bolti inn á teig en Atli Guðna skallar svona 15 metra framhjá, það var eins og hann væri ekki viss hvar markið væri!
Eyða Breyta
10. mín
Atli Guðna fer illa með Heiðar hérna og fer framhjá honum og Heiðar tekur hann niður út við endalínu. FH-ingar taka aukaspyrnuna sem endar með að Brandur fær gott færi en Halli vel á verði og ver frá honum.
Eyða Breyta
8. mín MARK! Brandur Olsen (FH), Stoðsending: Hjörtur Logi Valgarðsson
FH-ingar komnir yfir! Þessi leikur fer hressilega af stað, Hjörtur með gott hlaup upp vinstri kantinn, kemur með flotta fyrirgjöf á fjær þar sem Brandur mætir og afgreiðir boltann inn í nærhornið og kemur heimamönnum yfir.
Eyða Breyta
6. mín
Pétur Viðars fer aftan í Gauja úti á miðjum velli og stöðvar skyndisókn, fær tiltal.
Eyða Breyta
3. mín
Vá Guðmundur Steinn í dauðafæri! Dottinn í gegn með Hilmar hliðina á sér en hann tekur skotið sem Gunni ver mjög vel, dauðafæri og hefði getað rennt honum á Hilmar sem hefði verið einn á móti opnu marki, þetta er stórt klúður!
Eyða Breyta
2. mín
Langur bolti i gegn sem Gauji hleypur á eftir en Gunni vel á verði og nær snertingunni á undan honum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Stjarnan hefur þennan leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
HM-farinn og FH-ingurinn Emil Hallfreðsson er heiðraður hér fyrir leik, heiðursgestur kvöldsins fær mikið klapp og standing ovation frá áhorfendum.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðmundur Kristjánsson og Jónatan Ingi Jónsson eiga það sameiginlega að hafa gengið í raðir FH fyrir yfirstandandi tímabil. Þeir voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 síðasta laugardag. Smelltu hér til að hlusta á viðtalið.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin og það eru heldur betur tíðindi hjá FH-ingum þar sem Rennico Clarke byrjar sinn fyrsta leik en fyrirliðinn Davið Þór er í leikbanni. Margir hafa kallað eftir þessari breytingu og nú fær Gummi Kristjáns að spila á miðjunni sem hefur verið hæg og fyrirsjáanleg oft á köflum í sumar. Einnig setjast Kiddi, Castillion og Jónatan Ingi á bekkinn en Kiddi og Castillion hafa ekki náð neinu flugi í sumar. Halldór Orri, reynsluboltinn Atli Guðna og Robbie Crawford koma inn fyrir þá.
Ævar Ingi sest síðan á bekkinn og Guðmundur Steinn kemur inn hjá Stjörnunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leikinn eru Stjörnumenn í 2.sætinu með 19 stig á meðan FH-ingar eru í því 5. með 16 stig. FH tapaði gegn Val 2-1 í síðasta leik og eru nánast úr leik um fyrsta sætið ef þeir tapa í kvöld. Stjarnan eru búnir að vinna 4 leiki í röð í deildinni og hafa aðeins tapað einum leik a tímabilinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er svo sannarlega sex stiga leikur, liðið sem tapar er komið ansi langt frá toppliði Vals og því er ljóst að hér verður allt undir í kvöld!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá síðasta leik 11.umferðar Pepsí-deildar karla. Stórleikur umferðarinnar fer hér fram í Kaplakrika þar sem Stjarnan heimsækir FH klukkan 20:00.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson (f)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('92)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
12. Heiðar Ægisson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('52)
29. Alex Þór Hauksson ('72)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
5. Óttar Bjarni Guðmundsson ('92)
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('72)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
20. Eyjólfur Héðinsson ('52)

Liðstjórn:
Jón Þór Hauksson
Fjalar Þorgeirsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Veigar Páll Gunnarsson
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('68)

Rauð spjöld: