Origo völlurinn
þriðjudagur 03. júlí 2018  kl. 18:00
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Skýjað, léttur úði og toppaðstæður fyrir knattspyrnu iðkunn.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 288 og Peppi
Maður leiksins: Johanna Henriksson (Þór/KA)
Valur 0 - 0 Þór/KA
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
0. Thelma Björk Einarsdóttir
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('62)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Arianna Jeanette Romero
26. Stefanía Ragnarsdóttir

Varamenn:
12. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('62)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
25. Lea Björt Kristjánsdóttir
27. Eygló Þorsteinsdóttir

Liðstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Ásdís Karen Halldórsdóttir ('42)
Crystal Thomas ('70)

Rauð spjöld:
@OrriRafn Orri Rafn Sigurðarson
92. mín Leik lokið!
Stórmeistarar jafntefli eins og maðurinn segir en það máttu alveg fleiri færi líta dagsins ljós.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
91. mín
FÆRIII!!!! Elín Metta svo nálagt því en Johanna er mætt og kemst á undan í boltann! Boltinn fer út fyrir teiginnþar sem Thelma Björk reynir neglu en beint á Johönnu sem að grípur boltann!
Eyða Breyta
90. mín
Það eru tvær minútur í uppbótartíma svo drepppppppleiðinlegur hefur síðari hálfleikur verið.
Eyða Breyta
88. mín
úlallalalallalalala þetta touch frá Crystal Thomas þarna, tekur hann með sér á geggjaðan hátt og snýr af sér varnarmann og reynir skot en beint á Johönnu í markinu.
Eyða Breyta
87. mín
DÓRRRAAAAAAA MARÓIAAAA en nei! Vá þarna var hún nálagt því að komast í boltann og skora en varnarmenn Þór/KA komast alltaf fyrir á réttum tíma!
Eyða Breyta
85. mín
Ááááiii Samstuð milli Johönnu og Elín Mettu. Elín Metta er við það að komast í boltann og ein í gegn en Johanna er fljót út og vinnur boltann þær rekast saman en um leið er Elín dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
84. mín
Í alvöru Málfríður Erna þessi unaður sem þú ert að bjóða upp á með þessum löngu boltum sem eru alltaf spot on í fæturnar á samherjum geggjaðar sendingar.


Eyða Breyta
83. mín
Var Anna Rakel Péturs að taka sólbekkinn með Jessen í upphafi sumars? Hún er í rugluðu Tan game líka! Sver það hún er brúnni en Mexíkóarnir.
Eyða Breyta
82. mín
Jæja 8 mínútur eftir af þessum leik og það virðist ekkert vera í spilunum. Ég væri til í að fá eitt mark og því um leið einn sokk upp í mig takk.
Eyða Breyta
80. mín
GEFÐU BOLTAN HLÍN!! Dóra María setur Hlín í gegn og kemur svo með seinni bylgjunni. Hlín reynir frekar að taka skotið sjálf í stað þess að gefa hann út. Þarna átti Hlín að leggja hann út á hana!
Eyða Breyta
79. mín
ÚFF Ariana fellur upp við teig Vals þetta lyktaði af broti en Bríet segir bara nei nei ekki séns og ekkert er dæmt!
Eyða Breyta
77. mín
Lillý með skelfilega sendingu sem að Elín Metta kemst inn í hún keyrir á vörnina og setur boltann út á Hlín sem kemur með fyrirgjöfina eftir jörðinni en Þór/KA koma boltanum frá.

Hinum megin leikur Sandra sér aðeins að eldinum og tekur gamla góða sólið.
Eyða Breyta
75. mín
Það er bara ekkert að gerast sóknarlega finnst mér hjá Þór/KA síðustu mínútur. Er hálf hissa að Donni sé ekki að gera breytingu, stúkan er farinn að kalla eftir Guðrúnu Karítas hjá Val.
Eyða Breyta
73. mín
Hallbera tekur aukaspyrnuna inn á teig en gestirnir skalla frá og bruna fram. Sandra Jessen virðist hafa fengið högg og haltrar aðeins.
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Andri Hjörvar Albertsson (Þór/KA)
Ég held að Þór/KA séu alveg vel sáttar með eitt stig hérna í dag.

Það er dæmt brot á Þór/KA og Andri og Donni tjúllast á hliðarlínunni.
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Crystal Thomas (Valur)
Málfríður Erna með sjúkan bolta út á vinstri kantinn á Crystal sem að kemur með hættulega fyrirgjöf sem að Hlín gerir samt mjög vel að halda inn á. Hlín kemur með annan bolta fyrir markið þar sem Crystal og að mér sýndist Andrea Mist lenda aðeins saman eftir tæklingu Andreu og Crystal fær gult spjald.
Eyða Breyta
68. mín
VIÐ FENGUM SKOT!!! Það er Ariana Calderon sem að tekur skot af löngu færi en máttlaust var það og Sandra grípur það full auðveldlega.
Eyða Breyta
65. mín
Það myndi enginn kvarta ef við myndum fá eins og eitt skot á markið núna.
Eyða Breyta
62. mín Dóra María Lárusdóttir (Valur) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Dóra kemur inn á við mikið lófatak allra í stúkunni. Ég fagna því líka frábær leikmaður.
Eyða Breyta
61. mín
VÁÁÁÁÁÁÁ! Þarna sleppa Þór/KA það kemur geggjuð sending inn á teiginn þar sem Hlín kassar boltann frábærlega niður og Johanna rennur í markinu. Hún nær samt að hoppa og slá hönd í boltann og aftur fyrir og bjargar sér þarna. ÚFF þetta var tæpt
Eyða Breyta
59. mín
Valur fá horn eftir að boltinn fer af Örnu Sif og aftur fyrir markið. Spyrnan er góð en varnarmenn Þór/KA koma boltanum frá en ekki langt því Málfríður Erna mætir og hamrar boltanum en yfir markið fer hann.

Það eru háværar raddir um að Arna hafi fengið boltann í hendina og fólki í fjölmiðlaboxinu og VIP stúkunni vilja víti.
Eyða Breyta
58. mín
Bíddu bíddu Hulda Björg reynir fyrirgjöf en hittir hann ekkert alltof vel og Sandra þarf að grípa boltann á marklínunni.
Eyða Breyta
57. mín
Elín Metta með geggjuð tilþrif og kemur með fyrirgjöf inn á boxið þar sem Chrystal reynir skallan með hvíta hárbandinu en varnarmenn Þór/KA koma boltanum frá.
Eyða Breyta
54. mín
Valur fá horn sem að Hallbera tekur en boltinn er skallaður aftur fyrir af leikmanni Þór/KA en hún Bríet dæmir markspyrnu.
Eyða Breyta
52. mín
Thelma Björk stillir upp í eitt stykki B.O.B.A en skotið er langt framhjá. Mér finnst hún virka hálf meidd en hún er með umbúðir um hnéð.

Nei halló, sælir og allir með kóngurinn úr Breiðholtinu á eftir Magga Peru að sjálfsögðu, Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er mættur á völlinn. Engar áhyggjur gott fólk hann er ennþá í ruglinu myndarlegur þrátt fyrir mikið álag í Rússlandi.
Eyða Breyta
50. mín
Eruði ekki að grínast með þetta Tan game sem að Sandra María Jessen er með?! Það er greinilega búið að vera sólskin fyrir norðan og Sandra hefur greinilega ekki misst af henni. Ef þú lest þetta Sandra þá vil ég vita trikkið á bakvið þetta tan! Er það kókósolía eða gamla góða sundlaugin?
Eyða Breyta
49. mín Gult spjald: Ariana Calderon (Þór/KA)
bara tímaspursmál hvenær hún yrði bókuð. Sú hefur virkað pirruð í dag
Eyða Breyta
47. mín
Skemmtileg tilraun hjá Andreu Mist sem að reynir skot af löngu færi en það fer yfir markið!
Eyða Breyta
46. mín
Nei Heyru mig nú! Crystal Thomas mætir með hvítt hárband í síðari hálfleik! Hvað á hún eiginlega mörg hárbönd? Ræddu Dóra María við hana í hálfleik og sagði við hana "White goes with everything"

Edda Garðars telur að Crystal hafi keypt 3 í pakka í góðri HM búð.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er kominn af stað. Fyrir áhugasama þá var Peppi að gefa high five við mikla hrifningu yngri kynslóðarinnar og dreifa Lay´s snakki og pepsi eldri kynslóðinni til mikilla ama enda munu krakkarnir æsast vel upp við þessa sykurneyslu.

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Óli Jó situr i VIP stúkunni ásamt nokkrum eldri refum. Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru þar með krílín sín einnig en þær hituðu saman upp fyrir leikinn og virðast vera komast í flott stand. Vonandi styttist í að þær fari að taka nokkrar mínútur með Val.
Ólafur Guðbjörnsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunar er einnig mættur en hann situr í stúkunni og fer yfir leikinn en Stjarnan mætir Þór/KA fyrir norðan í næstu umferð.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Jæja það er kominn hálfleikur í þessum toppslag í Pepsí-deild kvenna. Leikurinn hefur verið ágætis skemmtun hingað til kannski vantað aðeins upp á færi.

Valur er mun meira með boltann og virka hættulegri en Þór/KA eru alltaf hættulegar sérstaklega þegar þær vinna boltann og sækja hratt.

Fyrir áhugasama þá er Gummi "Tölfræði" að fá mörg skilaboð núna og fer hver að vera síðastur að fá tölfræði ráð frá honum.

Við sjáumst í seinni ég ætla fara dansa með Peppa Pepsí dós.
Eyða Breyta
43. mín
Eiður Ben ef þú ert á vellinum þá eru Fálkarnir að selja burger og með því. Ég býst við að sjá þig þar í hálfleik.

Valur bruna í skyndisókn þar sem Elín Metta fellur í baráttunni við Lillý og stúkan kallar eftir víti. Bríet segir bara Nei nei Nei nei Nei og leikurinn heldur áfram.
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Mayorinn er brjáluð hérna segir nokkur vel valinn orð sem að Bríet virðist skilja og spjaldar Ásdísi.. Ásdís kom seint í bakið á henni og alveg hægt að réttlæta spjald þarna.
Eyða Breyta
41. mín
Þór/KA fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Vals. Bianca tekur hana í grænu skónum sínum sem eru geggjaður btw. Spyrnan fer á markteiginn þar sem Sandra kýlir boltann frá en virðist hafa fengið högg og liggur eftir. Bríet er fljót að flauta og tjékkar á Söndru sem virðist vera í lagi.
Eyða Breyta
39. mín
Þór/KA fær horn eftir að Sandra Mayor vinnur boltann eftir slaka sendingu frá Chrystal. Hún keyrir á Málfríði Ernu en Málfríður setur boltann í horn vel varist.

"Beckham" norðursins Anna Rakel Pétursdóttir tekur spyrnuna en Valskonur koma þessu frá.
Eyða Breyta
36. mín
Þetta var Billigt ef ég nota dönskuna. Mayor fær mjög ódýra aukaspyrnu eftir tæklingu frá Romero. Núna gæti hætta myndast í teig Vals.

ÚFFFFFFFFFFF!!!! Sandra bara hittir boltann ekki eftir spyrnuna frá Biönco alla vega hittir hann mjög illa og mikil hætta skapast áður en Valur kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
35. mín
STÖNGINNN!!

Crystal Thomas skýtur í stöngina eftir frábæran undirbúning frá Elín Mettu. Elín hefur greinilega lesið textalýsinguna og farið beint í að skapa færi. Það kemur langur bolti á hana og hún fer upp að endamörkum og leggur boltann út í teig á Crystal sem á skot og sveimérþá ég held að Johanna slái boltann í stöngina!

Þór/KA skýst fram í skyndisókn og fer Hulda illa með Hallberu með geggjuðum skærum og sendir fyrir á Ariana Calderon sem að nær skallanum en ekki nógu góðum og Sandra handsamar knöttinn.

Alvöru mínútur núna
Eyða Breyta
30. mín
Verð að skella hrósi á Örnu Sif og Hallberu Guðný að vera með alvöru númer á bakinu #11 enda eina númerið sem gildir að viti sérstaklega þar sem þær eru varnarmenn.

Ariana Calderon virðist aðeins toga í Ásdís Kareni og henda henni í jörðina en Bríet dæmir ekkert. Ariana fúl að MExico sé dottið út leik á HM.
Eyða Breyta
28. mín
Jæja ég ætla auglýsa eftir einu dauðafæri eða góðu færi. Ég set það í verkahring Söndru Jessen og Elín Mettu að skapa þau og ég veit þær munu fara í það verkefni strax!

Aftur er Valur að fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming gestanna. Hallbera sjálfsögðu mætt að taka hana og reynir skemmtilega útfærslu eftir jörðinni en mér sýndist Lillý ná að sparka botlanum burt.
Eyða Breyta
25. mín
Jæja Þór/KA með flotta sókn, Hulda Ósk nær á undarverðan hátt að troða sér á milli þriggja leikmanna Vals áður en hún setur boltann á Mayor sem kemur honum á hægri kantinn þar sem Hulda Björg kemur með flotta fyrirgjöf á hægri löppina hennar Rakelar( Önnu Rakel)en hún er sterkari með vinstri og skotið er ekki gott. Skemmtileg sókn samt
Eyða Breyta
22. mín
Ef ég tala hreina íslensku með smá hollenskum hreim fyrir Söru vinkonu mína þá eru Valur talsvert líklegri þessa stundina og hafa verið miklu meira með boltann og átt hættulegri færi. Þetta Þór/KA lið þarf samt svo lítið til þess að skora og ein skyndisókn hja þeim gæti gjörbreytt þessum leik!
Eyða Breyta
19. mín
Mér finnst eins og ferðalagið í bæinn hafi farið illa í gestina því þær eru að brjóta mikið af sér í pirrings brotum. hallbera tewkur aukaspyrnu frá vinstri kanti sem er geggjuð inn á teiginn en Johanna Henriksson er með allt á hreinu í markinu og kýlir hann frá.

UPDATE: Hárbandið hennar Crystal er farið og búið að henda því af vellinum. Chrystal að átta sig á því að þetta er ekki rétti liturinn fyrir leik í beinni útsendingu góð ákvörðun.
Eyða Breyta
17. mín
Þór/KA í sókn núna kemur flottur bolti inn á teig þar sem Ariana Calderon fer í skallaeinvígið en boltinn dettur út fyrir teiginn þar sem Mayorinn skellir í skot á lofti í fyrsta en það fer beint á Söndru í markinu.

Ég sver það Donni er með tvífara á hliðarlínunni. Þjálfararnir eru í nákvamlega eins setti og standa nákvamlega eins, greinilega þaulæft hjá þeim.
Eyða Breyta
16. mín
Hvaða ruglaða sprengja var þetta hjá Chrystal Thomas! Hversu hratt hleypur hún eiginlega ég vil mælingar og tölur STRAX!

Geggjaður sprettur hjá henni á eftir boltanum upp vinstri vænginn áður en hún kemur með sturlaðan bolta fyrir markið þa rsem Elín Metta rétt missir af honum! Þarna var stór hætta við mark gestanna.

"Valur, Valur, Valur" heyrist í stúkunni það er stemming og Peppi dansar
Eyða Breyta
14. mín
VÓÓÓÓÓÓ! Johanna Henriksson þarf að hafa sig alla við og nota alla 152cm sína til að verja þetta skot frá Ásdísi Karen. Valur fá horn sem að fer yfir allan pakkan en Chrystalliggur eftir í teignum og virðist smá löskuð. Hún hinsvegar er grjóthörð og stendur upp og heldur leik áfram.
Eyða Breyta
13. mín
Valur fær aukaspyrnu út á hægr vængnum og hver er mætt? Jú Miss Wok On til að taka spyrnuna. Varnarmenn Þór/KA eru að skalla þessa bolta fremur auðveldlega frá hinsvegar. Ég vil fá fastari bolta Hallbera
Eyða Breyta
11. mín Gult spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
Bríet skellir í flautukonsert og bombar í spjald enda leikmenn Þór/KA búnar að kasta sér í nokkrar tæklingar í upphafi leiks.
Eyða Breyta
9. mín
Sandra Mayor með grófa tæklingu á Stefaníu og Bríet dæmir aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Þór/KA kemur betri spyrna frá Hallberu núna?


Spyrnan er hættuleg en Arna Sif skallar þetta frá í horn. Vinkona mín Chrystal Thomas tekur hana en Hulda Björg skallar boltann frá.
Eyða Breyta
8. mín
Valur fá aukaspyrnu út á hægri kanti sem að Hallbera tekur..... Ég hef aldrei endurtek aldrei séð jafn slaka spyrnu hjá Hallberu. Hún er ennþá að ná sér eftir að hafa verið í brúðkaupi um helgina en ég frétti að hún hefði dansað af sér hælanna.
Eyða Breyta
7. mín
Þessi leikur fer ágætlega af stað mikil stöðubarátta í gangi en liðin halda boltanum samt vel á milli sín.

Heyrðu Crystal Thomas er með ljósblátt hárband í dag ég endurtek ljósblátt hárband. Dóra María hefur greinilega tekið hana í smá kennslu eftir FH leikinn þar sem hún skartaði bleiku bandi sem var ekki alveg að heilla. Veit samt ekki með þessa ákvörðun hjá henni og Dóru. En ég efast ekki um tísku ákvarðanir Dóru það get ég sagt ykkur.
Eyða Breyta
4. mín
Ég er mættur í veislu hérna í fjölmiðlaboxinu! Það fljúga brandarar eins og við séum á uppistandi og allir skellihlægja. Svo er Edda Garðars líka mætt og það er yfirleitt merki um að veisla sé framundan.
Eyða Breyta
3. mín
Mayorinn reynir skot af löngu færi en beint á Söndru í markinu. Ég tippa á að Mayorinn reyni nokkur svona í dag.


Eyða Breyta
2. mín
Valur fá fyrstu hornspyrnu leiksins og mætir Hallbera til að taka hana!

En Johanna Henriksson grípur vel inn í!
Eyða Breyta
1. mín
PEPPI ER MÆTTUR TAKK FYRIR! Þvílíkur gæji hann var í Kaplakrika í gær og er mættur á Hlíðarenda í kvöld, yfirvinna á Peppa.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
GAME ON!! Þór/KA byrjar með boltann og sækja í átt að miðbænum!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mætinginn í stúkuna er ekkert til að hrópa fyrir sem er skandall! Ég veit að HM er í gangi en þessi leikur sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld er risa risa risa stór og ætla ég að vera smá frekja og heimta að fleiri mæti á völlinn!

Vallarþulurinn kynnir liðin af stakri snilld og það styttist í þessa VEISLU!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að klára upphitun og halda inn í klefa. Valsstelpur fara á undan þar sem Þór/KA kom aðeins seinna út í upphitun.
Ég spjallaði aðeins við Rasmus Christiansen frammi áðan. Hann er að jafna sig eftir skelfilegt fótbrot en var hinn brattasti og fögnum við því.

Í öðrum fréttum Pétur Péturs er að rokka grjótharða rauða Vals derhúfu.... Það er samt þéttskýjað smá rigningar úði og ekki séns að það sé sól á leiðinni. Þetta er ákveðið lúkk sem að Pétur er að þróa hann trúir á sólina.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Samstarfsfélagi minn Gummi "Tölfræði" er mikill tölfræði spekingur og hann spáir því að Elín Metta setji tvö mörk í dag og Valur vinni 3-1. Ef ykkur vantar hjálp með stærðfræði eða bara hefbundnar ráðleggingar um lífið þá hefur Gummi rétt fyrir sér í 37% tilvika.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Í liði Vals byrjar Thelma "Dreifari" Björk sem hefur verið ein af betri leikmönnum sumarsins hingað til ásamt því að markadrottninginn Elín Metta Jensen er á sínum stað og Hlín "Rakettan" Eíriksdóttir er út á vængnum.

Í liði Þór/KA byrjar drottninginn í háloftunum Lillý Rut Hlynsdóttir í vörninni , Sandra "Das Fantastische" Jessen er á sínum stað ásamt því að spyrnusérfræðingurinn Anna Rakel Pétursdóttir (Ég mun kalla hana Rakel við og við þar sem ég gæti annars fengið slæmt augnráð frá henni eftir leik) er á sínum stað í liðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gummi tölfræði heyrði í Guðbjörgu landsliðsmarkmanni Íslands og fékk hana til að spá fyrir um komandi átök í 8 umferð Pepsí-deildar kvenna
Guðbjörg Gunnars spáir í 8.umferð Pepsi-deildar kvenna

Valur 2 - 1 Þór/KA

Bæði liðin koma með mikið sjálfstraust inn í stórleik umferðarinnar. Leikurinn verður hnífjafn en Valskonur taka þetta 2-1 með mörkum frá Elínu Mettu og Hlín.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen hafa verið á eldi í upphafi móts. Elín Metta er með 9 mörk eftir fyrstu 7 umferðirnar en Sandra María hefur skorað 7 mörk það sem af er sumri í deildinni. Frammistaða þeirra í dag gæti skipt sköpum upp á hvort liðið mun fara með sigur af hólmi.

Ég myndi ekkert missa hökuna í gólfið ef að önnur þeirra skorar myndi ekki einu sinni missa hana þótt þær skori báðar. Þær eru frábærir leikmenn og lykilleikmenn í sínum liðum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og áður segir sitja þessi tvö lið í efstu tveimur sætunum.

Lið Vals sitja í öðru sæti með 18 stig sex sigra og eitt tap með markatöluna 25:6 og eru með besta sóknarlið deildarinnar sé litið til flestra marka skoraða í sumar.

Þór/KA Íslandsmeistararnir sjálfar eru í efsta sæti deildarinnar með 19 stig sex sigra og eitt jafntefli eftir fyrstu 7 umferðirnar. Þær hafa skorað 18 mörk en aðeins fengið á sig 2 og eru því með besta varnarlið deildarinnar.


Besta sóknin á móti bestu vörnina þetta verður geggjaður leikur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið hjartanlega já ég segi hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá stórleiknum í 8.umferð Pepsí-deildar kvenna þar sem við eigast tvö efstu lið deildarinnar Valur og Þór/KA
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Johanna Henriksson (m)
4. Bianca Elissa
5. Ariana Calderon
7. Sandra María Jessen
9. Sandra Mayor
10. Anna Rakel Pétursdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
30. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Lára Einarsdóttir
17. Margrét Árnadóttir
20. Ágústa Kristinsdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Liðstjórn:
Haraldur Ingólfsson
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson

Gul spjöld:
Bianca Elissa ('11)
Ariana Calderon ('49)
Andri Hjörvar Albertsson ('72)

Rauð spjöld: