Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Selfoss
0
1
Breiðablik
0-1 Selma Sól Magnúsdóttir '47
04.07.2018  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Rok og kalt. Einfalt. Völlurinn góður.
Dómari: Helgi Ólafsson
Áhorfendur: 248
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('88)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('51)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Allyson Paige Haran
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('79)
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
8. Íris Sverrisdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('88)
21. Þóra Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir
Alexis Kiehl

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Selfossi og það er Blikasigur!

Það þýðir að sjálfsögðu það að Blikar eru mættar aftur í toppsætið!

Takk fyrir mig í kvöld, skýrsla og viðtöl bráðlega.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Síðasta skipting Blix.
90. mín
Selfyssingar heimta hér vítaspyrnu!!!!

Ég sá ekki hvað gerðist og get því ekki dæmt um þetta en eitt er víst að lætin voru mikil! Helgi Ólafsson ekki á sama máli!
88. mín
Inn:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Selfoss) Út:Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss)
Síðasta skipting heimamanna.
87. mín
Tíunda hornspyrna Blika í leiknum, hvorki meira né minna.

Selfyssingar heilt yfir náð að verjast þeim vel.
85. mín
Erna reynir skot á markið. Laflaust og Sonný tekur þennan þægilega.
84. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
83. mín
Agla María!

Frábært skot sem hún tekur hérna af 30 metrunum og Caitlyn þarf að hafa sig alla við!

Hornspyrna.
81. mín
Frábært færi Selfyssinga!

Erna Guðjónsdóttir tekur nú aukaspyrnu á þeim stað sem Hrafnhildur hefur verið að taka, Erna ákveður því bara að teikna boltann beint á kollinn á Hrafnhildi en skallinn rétt yfir.

Erna farin að láta til sín taka.
79. mín
Inn:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss) Út:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss)
Erna ekki há í loftinu en hún ætti að ná að peppa þetta eitthvað í gang hjá Selfyssingum.

Algjör peppari!
77. mín
Það vantar allan bitleika í sóknarleik Selfyssinga ætli þær sér eitthvað úr þessum leik.

Þær eru ekkert að ná að skapa sér á síðasta þriðjung vallarins.
72. mín
Fín aukaspyrna frá Hrafnhildi á miðjum vallarhelmingi Blikanna.

Selfyssingar inní boxi ekki alveg nógu gráðugar í þetta og Sonný Lára kemst út í þetta og handsamar boltann.
68. mín
Hornspyrna beint af æfingasvæðinu hjá Selfyssingum, fastur bolti meðfram jörðinni beint á Kristrúnu sem kemur í hlaupinu. Kristrún komin aðeins of langt í hlaupinu og nær máttlausu skoti sem varnarmaður blika kastar sér fyrir.

Hugsunin fín.
67. mín
Fyrsta horn Selfyssinga í leiknum, hvað nær Magdalena að kokka úr þessu.
65. mín
Agla María með fyrirgjöf eða skot, ekki alveg viss.

Boltinn lendir allavega ofaná þverslánni og þaðan aftur fyrir.
64. mín
Alexis Kiehl reynir skot. Verulega máttlaust og Sonný vinnur mikinn tíma með því að taka boltann ekki strax upp.
60. mín
Selfyssingar eru ekkert hættir þessum löngu boltum og það er eitthvað sem ég skil ekki.

Velja frekar að setja hann háann upp á Alexis sem er nú ekki hávaxinn staðinn fyrir einfalda sendingu á samherja.
58. mín
Það eru Blikar sem eru líklegri til að setja annað mark heldur en Selfyssingar að jafna.

Við sjáum hvað setur.
55. mín
Það verður fróðlegt að sjá hvað hvað Alexis kemur með inní þennan leik.

Mér sýnist Eva Lind fara út á kantinn og Alexis uppá topp. Þá snarhætta þær sennilega með þessa löngu bolta.
51. mín
Inn:Alexis Kiehl (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Selfyssingar gera skiptingu.
47. mín MARK!
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
MARK!!!!!


Við höfum fengið mark og það ætti að opna þennan leik eitthvað!

Frábært einstaklingsframtak frá Selmu Sól sem brunar upp hægri kantinn og setur boltann framhjá Caitlyn í markinu. Virkaði allt voðalega einfalt!
46. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Samantha Jane Lofton (Breiðablik)
Það er bara rangt hjá mér, það hefur verið breyting!
46. mín
Þá er síðari hálfleikur hafinn og mér sýnist bæði lið vera óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik.

Nokkuð tíðindalítið og við óskum eftir skemmtun í síðari hálfleik. Það er svoleiðis.
45. mín
Enn ein hornspyrna Blika, taka stutt og Agla reyir að keyra inná teiginn en Allyson sér við henni og kemur boltanum burt.
43. mín
Berglind Björg réttilega flögguð ranstæð. Blikar leita og leita að markinu en finna ekkert.
40. mín
Karitas með GEGGJAÐA sendingu frá hægri kantinum beint inná hættu svæðið. Skoppar í á markteigslínunni en Sunneva aðeins of sein með hlaupið og boltinn rúllar því afturfyrir endamörk.

Þarna vantaði ekki mikið uppá!
38. mín
Ásta Eir reynir hér skotið úr erfiðri stöðu. Boltinn hinsvegar framhjá markinu og stafaði ekki teljandi hætta af þessu.

Sjálfsagt að reyna.
36. mín
Blikarnir fá hér tvær hornspyrnur í röð. Selfyssingar verjast hvoru tveggja.
34. mín
Karitas fær hér flugbrautina upp miðsvæðið og endar á því að taka skot. Nær hinsvegar ekki miklum krafti í það og boltinn fer framhjá.

Fín tilraun.
33. mín
Selfyssingar hafa verið að láta reyna á löngu boltana ætlaða Evu Lind en hingað til hafa varnarmenn Breiðabliks ekki verið í vandræðum með þá.
30. mín
DAUÐAFÆRI!

Agla María upp vinstri kantinn með sendinguna fyrir á Berglindi Björg sem er ein og óvölduð í teignum, nær skotinu en það beint Caitlyn sem nær að handsama botlann.

Þarna hefði gamli góði ísinn getað verið brotinn!
28. mín
Agla María sennilega með sitt þriðja skot í leiknum.

Þetta líkt og það fyrsta slappt og fer hátt yfir markið.
26. mín
Það er að dimma yfir hérna á Selfossi. Líst ekkert á þessi ský sem eru á leiðinni, hann helst vonandi þurr.
23. mín Gult spjald: Fjolla Shala (Breiðablik)
Missi ekkert hökuna í jörðina að það hafi verið Fjolla Shala sem fær hér fyrsta spjald leiksins. Algjör nagli.

Brýtur á Magdalenu með sólann (Ekki Sólinn frá Sandgerði) fullhátt og verðskuldar gult spjald.
21. mín
Þrjár hornspyrnur í röð sem Blikar fá!

Vörn Selfyssinga neyðis til að hreinsa alltaf aftur í horn.
20. mín
Agla María fer hér fullauðveldlega framhjá Bergrósu og nær skotinu sem Caitlyn ver en síðan en er Bergrós mætt aftur í frákastið og hreinsar í horn.
18. mín
Það hefur verið ansi fátt um fína drætti þennan fyrsta stundarfjórðung.

Mjög rólegt yfir þessu og greinilegt að bæði eru ekkert að drífa sig að ná inn fyrsta markinu. Þetta verður þolinmæðisvinna á báða bóga.
14. mín
Hrafnhildur Hauksdóttir tekur aukaspyrnu fyrir Selfyssinga á miðjum vallarhelmingi Blika og reynir skotið, framhjá varnarveggnum en Sonný vel á verði og hirðir boltann auðveldlega.

Ekki galin tilraun þó.
12. mín
Blikar strax verið flaggaðar rangstæðar tvisvar sinnum á fyrstu 12 mínútunum.

Varnarlína Selfyssinga vel vakandi.
11. mín
Þarna kemur flott sókn frá Selfyssingum.

Barbára Sól fær boltann á hægri kantinum og kemur með frábæra fyrirgjöf sem hittir kollinn á Sunnevu beint en skallinn rétt framhjá.

Ég sagði áðan að Selfyssingar væru með óbreytt byrjunarlið en það er leiðrétting á því, Sunneva Hrönn kemur að sjálfsögðu inn fyrir Sophie sem er farin af landi brott. Afsakið þetta.
10. mín
Selfyssingar leyfa Blikum að stjórna leiknum. Liggja svolítitið til baka og ætla sér að nýta hröðu sóknirnar.
6. mín
Agla María með boltann úti vinstra meginn, snýr inná völlinn og tekur Bergrósu á, kemur síðan með skotið en það nokkuð hátt yfir markið.

Lítil hætta.
4. mín
Fyrsta alvöru sókn leiksins er Blika.

Selma Sól fær boltann úti á hægri kanti og kemur með fyrirgjöf sem er slæm og fer yfir allann pakkann.
1. mín
Leikurinn er í beinni á Selfoss.tv fyrir áhugasama.

Ekki samt fara þangað, vertu hér.
1. mín
Leikur hafinn
Liðin mætt út og leikurinn er HAFINN!

Það eru gestirnir sem hefja leik með boltann og sækja í átt að Ölfusá.

Þetta verður veisla, ég hef enga trú á öðru!
Fyrir leik
Þá fer að styttast í þetta!

Ég er búin að standa í ströngu sem DJ á JÁVERK-vellinum og því ekki verið virkur hérna í smá stund.

Við bíðum eftir að liðin gangi út á völlinn.
Fyrir leik
Það eru tvær stelpur úr Blikaliðinu sem eru að mæta á sinn gamla heimavöll og það eru þær Heiðdís og Guðrún Arnardóttir.

Sjáum hvað þær gera gegn sínum gömlu félugum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Selfyssingar stilla upp sama byrjunarliði og átti stórgóðan leik gegn Stjörnunni í síðasta leik. Eva Lind leikur sinn síðasta leik með Selfyssingum í kvöld áður en hún heldur út til Bandaríkjanna, það verður blóðtaka fyrir Selfyssinga.

Kópavogsstúlkur gera eina breytingu frá tapinu gegn Þór/KA í síðasta deildarleik en Guðrún Arnardóttir kemur inn á kostnað Kristínar Dísar sem sest á varamannabekkinn.
Fyrir leik

Fyrir leik
Liðin hafa gert jafntefli í síðustu tveimur viðureignum en síðast mættust þau í janúar á þessu ári og endaði sá leikur 2-2.

Leikir liðanna hafa oft á tíðum verið jafnir en á undirbúningstímabilið 2016 vann Breiðablik 7-1. Það var í Lengjubikarnum fyrir mót og vantaði mikið í lið Selfyssinga.
Fyrir leik
Það hefur verið mikill stígandi í liði Selfyssinga undanfarnar vikur og er liðið gjörbreytt frá því í fyrstu umferðunum.

Selfyssingar hafa verið að ná í góð úrslit og voru t.d. liðið sem stoppuðu sigurgöngu Þórs/KA fyrir nokkrum leikjum síðan. Liðið tapaði síðan á svekkjandi hátt fyrir Stjörnunni í bikarnum í síðustu viku en sá leikur fór í framlenginu og komumst Selfyssingar yfir í framlengingunni. Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði leikinn tveimur mínútum fyrir leikslok og endaði þetta þannig að Stjarnan vann í vítaspyrnukeppni.

Það er því von á erfiðum leik fyrir gestina í dag og alveg ljóst að þetta verður ekki göngutúr í garðinum.
Fyrir leik
Breiðablik átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið hefur unnið 8 af 9 leikjum sínum í sumar. Eina tap liðsins kom í síðustu umferð deildarinnar en þá töpuðu þær fyrir Íslandsmeisturum Þór/KA, 2-0.

Ekki nóg með það en þá er liðið einnig komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir stórsigur á ÍR, 8-0.

Tímabilið í heild sinni gott hjá Breiðablik en fyrir leikinn í kvöld situr liðið í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Þórs/KA en skellir sér á toppinn með sigri.
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu frá Selfossi en hér síðar í kvöld fer fram leikur Selfoss og Breiðabliks.

Leikurinn hefst stundvíslega 19:15 hér á JÁVERK-vellinum.
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('84)
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Samantha Jane Lofton ('46)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('90)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Guðrún Gyða Haralz
18. Kristín Dís Árnadóttir ('84)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('46)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('90)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Fjolla Shala ('23)

Rauð spjöld: