Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
KA
2
0
Fjölnir
Daníel Hafsteinsson '14 1-0
Ásgeir Sigurgeirsson '25 2-0
05.07.2018  -  18:30
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 10 stiga hiti, skýjað og norðanátt vottar fyrir
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 844
Maður leiksins: Ásgeir Sigurgeirsson
Byrjunarlið:
Hallgrímur Mar Steingrímsson
Cristian Martínez
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('67)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('80)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
12. Milan Joksimovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('86)

Varamenn:
18. Aron Elí Gíslason (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('80)
7. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Ýmir Már Geirsson ('86)
18. Áki Sölvason
25. Archie Nkumu ('67)
28. Sæþór Olgeirsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('31)
Archie Nkumu ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið á Greifavellinum með 2-0 sigri KA manna eftir skemmtilegan leik!
93. mín
9. hornspyrna Fjölnis og ennþá verður ekkert úr þeim hjá þeim
92. mín
Ísak Óli með flottan sprett, kemur sér framhjá tveimur KA mönnum áður en hann nær skoti af stuttu færi sem Cristian ver í horn
90. mín
Þetta er að fjara út
89. mín
Hallgrímur með boltann fyrir úr aukaspyrnununi sem endar óvænt sem skot sem Þórður á ekki von á og rétt nær að blaka út í teig. Þar verður mikið kapp um boltann og Fjölnir bjargar svo ca. 3 á línu áður en þeir koma boltanum út úr teignum
88. mín Gult spjald: Ísak Óli Helgason (Fjölnir)
Brýtur á Ásgeir sem nælir í aukaspyrnu fyrir KA á fínum stað
86. mín
Inn:Ýmir Már Geirsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
86. mín
Grímsi með langskot fyrir utan teig sem flýgur langt framhjá marki Fjölnis
85. mín
Ásgeir allt í öllu hjá KA og fær aukaspyrnu alveg við vítateiglínuna úti vinstra meginn. Ýmislegt hægt að gera í þessari stöðu en spyrnan illa framkvæmd
83. mín
Fjölnir eru til alls líklegir á þessum síðustu mínútum, eru ítrekað að koma boltanum inn í teig en ná bara ekki að klára þar
83. mín
Daðraðadans í teig KA manna og ég skil ekki að þessi hafi ekki farið inn! Guðmundur endar með boltann en skotið framhjá
80. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Elfar tekur mjög langan tíma að koma sér af velli og stuðningsmenn Fjölnis mjög ósáttir með hann og púa á hann
80. mín
Bergsveinn setur hins vegar boltann beint í vegginn
79. mín Gult spjald: Archie Nkumu (KA)
Ótrúlega heimskuleg tækling hjá Archie, óþarfi en Fjölnir á aukaspyrnu á frábærum stað rétt fyrir utan teig
76. mín
Hornspyrna sem Fjölnir á og verður heldur betur færi úr, Guðmundur Karl fær boltann í fætur eftir hornspyrnuna og hefur tíma til að setja hann fyrir sig en setur svo boltann yfir úr góðu færi inn í teig
75. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir) Út:Igor Jugovic (Fjölnir)
75. mín
Inn:Ísak Óli Helgason (Fjölnir) Út:Valmir Berisha (Fjölnir)
71. mín
Aftur er Ásgeir að spóla sig fram fyrir menn en Þórir kemur vel út úr markinu og nær boltanum á undan Ásgeir
68. mín
Hér er öskrað úr stúkunni að Óli Palli eigi að breyta liðinu. Einhver stuðningsmaður ekki ánægður með gang mála hjá Fjölni í þessum leik
67. mín
Inn:Archie Nkumu (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
66. mín
Ég skal segja ykkur það! Sá sprettur á Ásgeir upp allann kantinn en Bergsveinn kemur þessu í horn. Þvílík vinnusemi í Ásgeir
64. mín Gult spjald: Igor Jugovic (Fjölnir)
Fyrir brot
64. mín Gult spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
Sá ekki hvað hann gerði af sér
62. mín
Hættuleg hornspyrna hjá KA sem berst á fjærstöngina. Elfar mættur og skallar boltann að marki en hann skallinn laus og Þórir á ekki í vandræðum með hann
60. mín
Önnur sending frá Mario og aftur á Þórir skalla á markinu en Cristian grípur boltann auðveldlega
58. mín
Fjölnismenn koma vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn, KA fær engan tíma á boltann áður en þeir eru mætir að pressa þá
55. mín
Fjölnir miklu líklegri þessa stundina, duglegir að keyra á vörn KA þótt það hafi ekki mikill hætta skapast en þeir eru að koma boltanum fyrir markið
53. mín
Inn:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir) Út:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir)
53. mín
Lagleg sókn hjá Fjölni, Mario kemur boltanum fyrir og Þórir nær skallanum á markið en Cristian blakar honum yfir, hornspyrna
49. mín
Verður ekkert úr þessari aukaspyrnu, eitthvað klafs inn á teig en á endanum berst boltinn til Guðmundar Karls sem tekur boltann faglega niður og kemur honum í spil
49. mín
KA fær aukaspyrnu nærri hornfánanum
47. mín
Þetta er byrjar róleg, barátta inn á miðjunni en það er fjör í stúkunni
45. mín
Fjölnir byrjar með boltann
45. mín
Það var mikill barátta og skemmtilegur fótbolti í fyrri hálfleik, það var lítið um opinn færi en hraður leikur. Vonandi fáum við jafnvel fjörugri seinni hálfleik. Liðin kominn inn á og síðari hálfleikur að detta í gang
45. mín
Kominn hálfleikur á Greifavellinum, hörkuleikur!
45. mín
Aftur kemst KA inn í teig Fjölnismanna eftir gott spil nú er það Ásgeir sem reynir skot en boltinn framhjá
40. mín
KA menn með fína sókn sem endar með skoti frá Hallgrími við vítateigslínu en boltinn framhjá markinu
38. mín
Fjölnir í hörkusókn en ná ekki skoti á markið, þeir hins vegar fá hornspyrnu og hér er öskrað inn með boltann úr stúkunni en þeim verður ekki að ósk sinni í þetta skiptið. Torfi nær skalla en boltinn yfir mark KA manna
36. mín
Steinþór með flottan bolta upp kantinn, þar er Ásgeir fljótastur og kemst upp að endamörkum með boltann en Fjölnir kemur þessum útaf og KA fær hornspyrnu
34. mín
Daníel reif skyrtuna hans Birnis þannig hann þurfti nýja skyrtu og er nú númer 19
32. mín
Í kjölfarið fékk Fjölnir aukaspyrnu sem varð ekkert úr
31. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Það þurfti einhver að stoppa Birnir sem var kominn á fulla ferð, búinn að koma sér framhjá þremur og var á leið framhjá Daníel líka
29. mín
Fjölnir ætla sér að minnka muninn strax, sækja á KA menn og fá hornspyrnu sem aftur verður ekkert úr. Þeir verða að fara að nýta föstu leikatriðin betur
25. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Þetta var klaufalegt hjá Bergsveinn!
Langt útspark hjá KA mönnum sem berst alveg upp völlinn þar sem ég hélt að Bergsveinn væri með allt undir control, hann hélt það reyndar líka en Ásgeir var á ekki sömu buxunum..kom á fullri ferð fram fyrir Bergsveinn og kláraði þennan yfir Þórð í markinu.
25. mín
Fjölnir pressar KA menn vel og ná boltanum af Daníel, sækja hratt á markið og næla sér í hornspyrnu sem verður hins vegar ekkert úr en þeir halda boltanum
22. mín
Baráttuna vantar í hvorugt liðin og nú á KA aukaspyrnu inn á vallarhelming Fjölnis
20. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu út á vinstri vængum, vænlega staða fyrir bolta fyrir markið sem og Mario gerir en Guðmann skallar boltann í burtu
20. mín
Dómarinn tekur Guðmann á Valmit á spjall, þeir voru eitthvað að kljást hér. Þóroddur leggur þeim línurnar áður en KA tekur innkast
17. mín
Mario brunar upp vinstri kantinn, sendir inn í teig en þar nær enginn til hans og þetta endar í innkasti sem KA á
16. mín
Fjölnir leitar að jöfnunamarkinu, sækja á KA menn en þeir eru þéttir og Fjölnir er ekki að finna glufur
14. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Fyrsta mark leiksins er komið!! Góð hornspyrna frá Grímsa sem hittir beint á kollinn á Daníel og inn fór boltinn!
13. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er KA manna eftir fínustu sókn sem endar með skoti inn í teig
12. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir)
Sparkar boltanum í burtu eftir að það var búið að flauta, ótrúlega heimskulegt
12. mín
Liðin eru bæði að byggja upp ágætis sóknir hér á mínútunum en ekkert sem hefur verið hættulegt
10. mín
Fjölnir að byggja upp sókn, boltinn berst út á Guðmund sem á fyrirgjöf en hún er léleg
9. mín
Bjarni Mark með skot fyrir utan teig en þessi fer yfir
6. mín
Fínasta sókn hjá KA mönnum, leyfðu boltanum að ganga vel manna á milli. Boltinn endar svo hjá Milan sem kemur honum fyrir, Steinþór reynir að koma sér í skotfæri en boltinn berst til Ásgeir sem skýtur svo yfir markið inn í teig
4. mín
Fyrsta aukaspyrna er KA manna á fínum stað fyrir fyrirgjöf. Hallgrímur stendur yfir boltanum. Hann hittir á kollinn á Guðmann en hann nær ekki að stýra honum á markið
4. mín
Nú komu þeir boltanum fyrir en Þórir nær ekki til boltans og hann fer framhjá markinu
3. mín
Fjölnismenn hafa meira og minna haldið boltanum þessar tvær mínútur, reyna að finna glufur á hjá KA mönnum en hefur ekki gengið.
1. mín
KA menn láta boltann ganga manna á milli og hafa ekki ennþá farið yfir miðjuna, reyna svo langan bolta upp á Elfar sem gengur ekki og fyrsta markspyrnan er Fjölnis manna
1. mín
Heimamenn hefja leikinn
Fyrir leik
Liðin að labba inn á völlinn, þetta fer að byrja.
Fyrir leik
Hér öskra stuðningsmenn sín lið áfram og heyrist vel hjá báðum! Þetta er geggjað!
Fyrir leik
Liðin hita hér upp í fínasta veðri. 10 stiga hiti og skýjað.
Áhorfendur gætu orðið varir við smá norðanátt en það er ekkert sem ekki hægt verjast með góðum klæðnaði. Talandi um áhorfendur þá eru þeir farnir að streyma að. Mikið af Fjölnis fólki mætt en það má líklega rekja til N1 mótsins hjá KA. Verður pottþétt hörkustemmning í stúkunni í dag.
Fyrir leik
Fjölnir gerir eina breytingu á sínu liði frá siguleiknum gegn Fylki en Mario Tadejevic kemur inn í stað Arnór Breka Ásþórsson sem byrjar á bekknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn inn.

Það eru tvær breytingar á liði heimamanna frá jafnteflinu á móti Breiðablik í síðustu umferð. Hallgrímur Jónasson fór meiddur af velli þá og er ekki í hóp. Aleksandar Trninic fékk rautt spjald á móti Breiðablik og tekur út bann. Inn í liðið kemur fyrirliðinn Guðmann Þórisson og sömuleiðis Steinþór Freyr Þorsteinsson.

Það eru miklar gleðifréttir fyrir KA að þessir tveir geti spilað en þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli.


Fyrir leik
KA og Fjölnir hafa spilað gegn hvort öðru þrisvar sinnum í deild þeirra bestu. Tvisvar hafa leikirnir endað með jafntefli en einu sinni hefur KA farið með sigur. Í öllum þessum leikjum hafa hins vegar verið skoruð tvö eða fleiri mörk þannig líkurnar eru með markaleik hér í kvöld..eigum við ekki allavega að segja það.

Liðin mætust í 1. umferð Pepsí-deildarinnar 28. apríl síðastliðinn í Egilshöll og sá leikur endaði með 2-2 jafntefli, þar sem Ægir og Birnir sáu um mörk Fjölnis á meðan Daníel og Ásgeir skoruðu mörk KA manna.
Fyrir leik
Fjölnir situr í 8 sæti deildarinnar en eftir 3 tapleiki í röð náðu þeir sigri gegn Fylki í síðustu umferð og vilja væntanlega fara að tengja sigurleiki. Þeir hafa unnið 3 leiki í deildinni, gert 3 jafntefli og tapað 4 leikjum.
Fyrir leik
KA hefur ekki byrjað deildina eins og búist var við en .net spáði þeim 4 sæti. Þeir hafa spilað 10 leiki í deildinni og eru með 9 stig eftir þá. Þeir hafa sigrað tvo leiki og gert þrjú jafntefli, aðrir leikir hafa tapast.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik KA og Fjölnis í 12. umferð Pepsí-deildarinnar. Leikurinn fer fram á nýnefndum Greifavelli sem áður hét Akureyrarvöllur.

Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið, þau deila því að vera í neðri helmingi deildarinnar. Fjölnir í 8. sæti með 12 stig og KA í 11. sæti með 9 stig. Góðu fréttirnar fyrir bæði lið er að það er ennþá stutt upp töfluna. Sigur í dag er því mjög dýrmætur.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic ('75)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson ('53)
11. Almarr Ormarsson
20. Valmir Berisha ('75)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('75)
8. Arnór Breki Ásþórsson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson
26. Ísak Óli Helgason ('75)
28. Hans Viktor Guðmundsson ('53)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Ægir Jarl Jónasson ('12)
Igor Jugovic ('64)
Mario Tadejevic ('64)
Ísak Óli Helgason ('88)

Rauð spjöld: