Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
16:15 0
0
Fram
Besta-deild karla
HK
89' 0
2
FH
ÍR
1
1
HK
Már Viðarsson '49 1-0
1-0 Bjarni Gunnarsson '62 , misnotað víti
1-1 Birkir Valur Jónsson '97
05.07.2018  -  19:15
Hertz völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Smá rok en þurrt, það er fyrir öllu
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Axel Kári Vignisson (ÍR)
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
4. Már Viðarsson (f)
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Jónatan Hróbjartsson ('53)
9. Björgvin Stefán Pétursson
14. Óskar Jónsson
16. Axel Sigurðarson ('80)
19. Brynjar Óli Bjarnason
22. Axel Kári Vignisson
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
29. Stefán Þór Pálsson ('74)

Varamenn:
2. Andri Þór Magnússon
5. Gylfi Örn Á Öfjörð
7. Jón Gísli Ström ('74)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('80)
10. Viktor Örn Guðmundsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('53)
13. Andri Jónasson
17. Máni Austmann Hilmarsson

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Gísli Martin Sigurðsson ('17)
Jónatan Hróbjartsson ('26)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('29)
Óskar Jónsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Guðmundur Ársæll flautar af og það verður allt vitlaust, bæði í stúkunni og á vellinum, einhverjar hrindingar og vesen. Hringið á sérsveitna fyrir Guðmund dómara, það verður vesen að komast inn í hús.
97. mín MARK!
Birkir Valur Jónsson (HK)
Allt of mikill uppbótartími í gangi hérna og HK skora eftir mikinn darraðardans í teignum, Birkir Valur potar í boltannn og það virðist vera brotið á Helga í markinu.
95. mín
Horn fyrir HK en ÍR skalla frá og annað horn, skalla aftur frá og þriðja hornið, hvað er í gangi hérna????
93. mín
Ásgeir Marteins kominn á hörkusprett og Brynjar Óli brýtur. One last chance fyrir HK en spyrnan endar í fanginu á Helga.
89. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
87. mín
Guðmundur Áræll í smá basli, verðlaunar Ingiberg fyrir dýfu aldarinnar með aukaspyrnu og svo er Björgvin hamraður niður og ekkert dæmt.

86. mín
HK fá aukaspyrnu. Leifur lyftir honum á fjær en Helgi er vel vakandi og kýlir hann í burtu.
84. mín
Ásgeir með hornspyrnu og boltinn berst á Viktor Bjarka sem lúðrar honum yfir markið.
80. mín
Inn:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR) Út:Axel Sigurðarson (ÍR)
Axel verið frábær í dag, Jóhann þarf að taka við góðu búi á vinstri kantinum.
79. mín
Ásgeir fær hann á skoppinu inn í teignum en slæsar boltann framhjá, þarna hefði hann getað gert miklu betur.
74. mín
Vallarþulurinn minnir fólk á að meðferð skotelda er ekki leyfð á svæðinu. Gott að minna á í Breiðholtinu.
74. mín
Inn:Jón Gísli Ström (ÍR) Út:Stefán Þór Pálsson (ÍR)
Stefán er haltrar útaf, viðrðist hafa tognað.
73. mín
Bjarni Gunn er kominn á þvílíkan sprett þegar Axel Kári hendir í eina Ragga Sig tæklingu takk fyrir og bless vinur.
72. mín
Lítið að frétta núna og HK-ingar orðnir vel pirraðir, Bjarni Gunn tekur sig til og hamrar boltanum út í vinnusvæði.
65. mín
Það varð smá töf á leiknum þar sem Smári Stefánsson línuvörður þarf að fara af leikvelli og Guðni Freyr Ingvarsson tekur hans stað.
62. mín Misnotað víti!
Bjarni Gunnarsson (HK)
Ekki oft sem Bjarni Gunn klikkar en núna setur hann boltann nánast á mitt markið og Helgi ver með löppunum.
61. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (ÍR)
61. mín
VÍTI!! Sá ekki hvað gerðist en ÍR eru mjög ósáttir
58. mín
Inn:Ingimar Elí Hlynsson (HK) Út:Hákon Þór Sófusson (HK)
58. mín
Inn:Arian Ari Morina (HK) Út:Aron Elí Sævarsson (HK)
Tvöföld skipting hjá Brynjari, hann er ekki sáttur það er nokkuð ljóst.
53. mín
Inn:Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
53. mín
Hornspyrna hjá HK og Ingibergur Ólafur rík hæst í teignum en skallar hann rétt framhjá, mátti ekki miklu muna þarna.
49. mín MARK!
Már Viðarsson (ÍR)
BOOOOM Vá! Misheppnuð hreinsun hjá HK og Mási tekur hann á lofti með vinstri og hann syngur í netinu! Geggjað mark.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn og HK hefja leik, er farinn að þrá mörk.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við og sanngjörn niðurstaða í hálfleik.
42. mín
ÍR eru að sækja í sig veðrið og hafa verið öflugir síðustu mínúturnar. Nú eiga þeir horn og Mási með skalla sem HK ná að bægja frá.
40. mín
Skemmtileg fyrirgjöf hjá Axeli á pönnuna á Björgvini sem gerir vel að ná skallanum en þetta endar beint á Arnari í markinu.
33. mín
Boltinn berst á Ásgeir á kantinum og hann snýr boltann fyrir en boltinn flýgur í gegnum svona fjórtán leikmenn áður en hann endar í markspyrnu. Þarna vantaði bara eina stóru tá.
29. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍR)
ÍR halda áfram að safna spjöldum og stoppa enn eina skyndisóknina. Spurning hvort þetta hafi verið uppleggið hjá Binna að gefa HK ekkert frítt.
26. mín Gult spjald: Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
Jónatan tekur einn fyrir liðið og stoppar Ásgeir Marteins í skyndisókn.
20. mín
Ertu ekki að grínast?????? Bjarni Gunn með neglu af 25 metrunum og brýtur næstum slánna.

ÍR gesyast í skyndisókn og Axel skallar boltann yfir.

Líf og fjör.
17. mín Gult spjald: Gísli Martin Sigurðsson (ÍR)
Axel Kári gefur boltann á HK og Gísli Martin verður að brjóta í skyndisókninni.
15. mín
HK fá aukaspyrnu á góðum stað en Leifur skýtur hátt yfir.
13. mín
Já góðan daginn gott fólk Celebvaktin er mætt Sveinbjörn "kollvik" Claessen er í stúkunni með rándýr shades. Þeir sem ekki þekkja til Sveinbjörns þá er hann betur þekktur sem Herra ÍR. Ágætis kall hann Sveinbjörn, ágætis kall.
8. mín
Ásgeir Marteins með hornspyrnu og lyfit honum yfir allan pakkann og HK ná skalla framhjá. Sá ekki hver átti skallann.
7. mín
Brynjar Óli með flott hlaup á hægri kannti og færiri sig yfir á vinstri og kemur með góða sendingu á Björgvin sem ákveður að snúa sér í hringi í teignum í staðinn fyrir að skjóta og Arnar hirðir boltann af honum.
6. mín
Leikurinn fer rólega af stað og bæði lið að missa boltann klauifalega frá sér.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og ÍR hefja leik í átt að Kópavogi.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn, ÍR í sínum hefðbundnu bláu og hvítu búningum og HK í GEGGJUÐUM svörtum og gráum varatreyjum VÁ!! Macron er að gefa.
Fyrir leik
Það er verið að spila Football's coming home á vellinum. Þvílíka peppið hérna. Come on lads bring it home!
Fyrir leik
8 mínútur í leik og fátt um fína drætti í stúkunni, einnig er fátt um fína drætti í blaðamannstúkunni þar sem ég sé 1/3 af vellinum og engar veitingar. Hafið samt ekki áhyggjur af mér, ég er með Costco vatn sem ég mun mönsa á yfir leiknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús,

Heimamenn í ÍR gera fimm breytingar á liði sínu frá skellinum gegn Haukum. Már, Jónatan, Björgvin, Brynjar og Halldór koma allir inn í liðið á kostnað Guffa, Andra Jónasar, Mána, Jón Gísla og Nile Walwyn.

HK gera tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Fram Ólafur Örn Eyjólfsson og Brynjar Jónasson eru ekki í hóp og Leifur Andri og Hákon Þór Sófusson taka sæti þeirra.
Fyrir leik
Þó að það sé HM frí í dag er nóg að gera í boltanum hér heima, það eru tveir leikir í Pepsi deild karla og fjórir í inkasso. Það er endalaus veisla í gangi þessa dagana.
Fyrir leik
Það sem er líka staðreynd er að HK eru taplausir á toppnum en ÍR eru við botninn í 11. sæti.

HK unnu alvöru iðnaðarsigur á Fram 1-0 í síðustu umferð á meðan ÍR biðu afhroð gegn Haukum 4-0. Samkvæmt bókinni góðu ætti þetta greinilega að vera göngutúr í garðinum fyrir HK en eins og við þekkjum þessa fögru íþrótt, það getur allt gerst.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍR og HK í 10. umferð Inkasso deildar karla. Leikið er á Hertz vellinum í Breiðholti. Fallegur staður Breiðholtið það er staðreynd.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
10. Ásgeir Marteinsson
18. Hákon Þór Sófusson ('58)
20. Árni Arnarson
24. Aron Elí Sævarsson ('58)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
8. Ingimar Elí Hlynsson ('58)
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
17. Valgeir Valgeirsson
19. Arian Ari Morina ('58)
22. Ólafur Örn Ploder
28. Guðmundur Axel Blöndal

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Leifur Andri Leifsson ('89)

Rauð spjöld: