Nettóvöllurinn
föstudagur 06. júlí 2018  kl. 19:15
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: 10 stiga hiti gola og úði og flottur völlur
Dómari: Steinar Stephensen
Áhorfendur: 98
Maður leiksins: Marín Rún Guðmundsdóttir
Keflavík 5 - 2 Haukar
1-0 Marín Rún Guðmundsdóttir ('26)
2-0 Anita Lind Daníelsdóttir ('38, víti)
3-0 Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('40, sjálfsmark)
4-0 Marín Rún Guðmundsdóttir ('45)
4-1 Hildigunnur Ólafsdóttir ('65)
4-2 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('68)
5-2 Eva Lind Daníelsdóttir ('79)
Byrjunarlið:
1. Lauren Watson (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
3. Natasha Moraa Anasi (f)
5. Sophie Groff ('64)
7. Mairead Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir ('86)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('71)
11. Kristrún Ýr Holm
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir ('83)
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('71)
6. Ástrós Lind Þórðardóttir
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('83)
18. Una Margrét Einarsdóttir ('64)
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('86)
27. Brynja Pálmadóttir
28. Kara Petra Aradóttir

Liðstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Ólöf Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Íris Una Þórðardóttir ('76)
Þóra Kristín Klemenzdóttir ('90)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Sverrir Örn Einarsson
90. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með 5-2 sigri Keflavíkur sem sitja sem fastast á toppnum og eru í bílstjórasætinu um sæti í Pepsi 2019
Eyða Breyta
90. mín
Keflavík að sigla þessu heim í rólegheitum.
Eyða Breyta
90. mín
Una Margrét með skot fyrir Keflavík en Telma ver
Eyða Breyta
90. mín
Aukaspyrnan tekin stutt og Hildigunnur kemur sér í skotfæri. Beint á Lauren
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Þóra Kristín Klemenzdóttir (Keflavík)
Gult fyrir brot.
Eyða Breyta
86. mín Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
86. mín Tara Björk Gunnarsdóttir (Haukar) Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
83. mín Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík) Íris Una Þórðardóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
79. mín MARK! Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík), Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Keflavík slekkur í vonum Hauka.

Sveindís tekur boltann niður í teignum og á frábæra sendingu á Evu sem er hægra meginn í teignum sem klára snyrtilega í fjærhornið.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Íris Una Þórðardóttir (Keflavík)
Fær hér gult fyrir einhvern munnsöfnuð
Eyða Breyta
72. mín
Svakaleg tækling hérna frá Hildigunni á Natöshu en sleppur við spjaldið.
Eyða Breyta
71. mín Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
Tvö mörk í dag hjá Marín og gott dagsverk.
Eyða Breyta
68. mín MARK! Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Haukar)
Erum við að fara fá leik hérna í restina?

Hildigunnur eltir vonlítin bolta en varnarmaður Keflavíkur þrumar boltanum í hana og úr verður stórkostlegt skot sem Lauren ræður ekki við.

Eiga Haukastúlkur meira inni?
Eyða Breyta
67. mín
Aníta Lind með skot en það er ekkert sérstakt og Telma grípur
Eyða Breyta
66. mín
Annars er það að frétta hér í Keflavík að vökvunarbúnaður á vellinum er farinn í gang og það í miðjum leik.

skemmtilegt en hér er bara haldið áfram að spila.
Eyða Breyta
65. mín MARK! Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar)
Haukar minnka munin. Kemst inní teiginn og klárar mjög vel framhjá Lauren í markinu.
Eyða Breyta
64. mín Una Margrét Einarsdóttir (Keflavík) Sophie Groff (Keflavík)

Eyða Breyta
64. mín
Sveindís er skuggalega fljót. Er að koma sér í færi en Haukar komast fyrir
Eyða Breyta
62. mín Sæunn Björnsdóttir (Haukar) Berglind Baldursdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
62. mín Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar) Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
60. mín
Haukar nálægt því að að klóra í bakkann. Berglind Baldursdóttir kemst af harðfylgi inn í teiginn og á skot úr þröngu færi sem Lauren ver í slánna.
Eyða Breyta
57. mín
Sveindís Jane að sleppa í gegn og nær að koma sér í færi en skotið rúllar rétt framhjá. Strax eftir markspyrnu vinnur Keflavík svo boltann hátt á vellinum og Anita í skotfæri en beint á Telmu
Eyða Breyta
56. mín
Aníta Lind reynir skot af löööööööngu færi. Engin hætta.
Eyða Breyta
53. mín
Haukar bjarga á línu.

Þvaga í teignum eftir horn og boltinn hrekkur á milli leikmanna og einhver leikmaður nær skoti sem er hreinsað af línunni.
Þétt þvaga svo ég sá ekki hver
Eyða Breyta
52. mín
Haukar óheppnar. Spila sig í gegnum vörn Keflavíkur en síðasta sendingin klikkar og hættan líður hjá
Eyða Breyta
49. mín
Þakka Keflavík TV á youtube kærlega fyrir að vera með leikinn í beinni svo ég gat rennt aftur að sjálfsmarkinu og fengið það staðfest að það var Sunna Líf sem setti knöttinn í eigið net.
Eyða Breyta
48. mín
Rólegt hérna í upphafi seinni hálfleiks.
Eyða Breyta
46. mín
Þetta er farið af stað á ný. Keflavík hefur leik hér í seinni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Steinar flautar hér til hálfleiks.

Leikurinn verið eign Keflavíkur frá a til ö og fátt í spilunum annað en að yfirburðir þeirra haldi áfram.

Virðast einfaldlega vera með lið klassa ofar en Haukar.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík), Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís með skot í stöngina og út í teiginn. Telma úr leik í markinu og Marín fær auðvelt mark og klárar leikinn endanlega fyrir Keflavík
Eyða Breyta
45. mín
uppbótartími hér í fyrri hálfleik. Lítið um að vera og Keflavík í mjög svo þægilegri stöðu.
Eyða Breyta
40. mín SJÁLFSMARK! Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)
Sýndist það vera Sunna sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá hægri.

Set samt fyrirvara við það sá það ekki nógu vel.
Eyða Breyta
38. mín Mark - víti Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Setur boltann örugglega fram hjá Telmu
Eyða Breyta
37. mín
Keflavík fær víti.

Furðulegt. Leikur hélt áfram og tók það Steinar samtal við aðstoðardómara og töluverðan tíma að dæma þetta víti. En vítið var augljóst fyrir því Sveindís sloppinn í gegn og tekinn niður.
Eyða Breyta
35. mín
Sveindís og Sophie skella hér saman við vítateig Hauka en standa báðar fljótt upp og leikur heldur áfram.
Eyða Breyta
33. mín
Marín nálægt því að bæta við öðru. Eftir langt innkast setur hún boltann yfir sig með bakið í markið en boltinn svífur rétt framhjá.
Eyða Breyta
29. mín
Sveindís gerir vel fyrir Keflavík. Brýst með boltann upp vinstra meginn og heldur honum vel á meðan hún bíður eftir stuðning. Clare mætir á vettfang og fær boltann og á skotið en af varnarmanni beint á Telmu.
Eyða Breyta
26. mín MARK! Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
Fyrsta markið er komið. María Rún með boltann hægra meginn í teignum og leggur hann líka svona snyrtilega í fjærhornið með jörðinni framhjá Telmu í marki Hauka.
Eyða Breyta
23. mín
Clare Fulton með skot af löngu færi rétt yfir.
Eyða Breyta
19. mín
Sweeper Keeper. Hildur Karitas nálægt því að sleppa í gegn fyrir Hauka en út mætir Lauren og þrumar knettinum frá
Eyða Breyta
17. mín
Þá ógna Haukar.

Hildigunnur fær sendingu innfyrir en nær ekki að koma boltanum fyrir sig og Lauren mætir og hirðir knöttinn,
Eyða Breyta
15. mín
Gott færi hjá Keflavík.

Sophie með fyrirgjöf frá vinstri sem berst á Írisi Unu hægra meginn í teignum. Hún tekur létta gabbhreyfingu og losar sig við varnarmann og nær skotinu en beint á Telmu í markinu sem handsamar boltann.
Eyða Breyta
14. mín
Leikurinn hefur róast síðustu mínútur en Keflavík þó mun meira með boltann en vörn Hauka stendur vel og gefur fá færi á sér.
Eyða Breyta
9. mín
Keflavík vinnur horn. Varnarmenn hauka horfa bara á boltann og bíða eftir að hann fari afturfyrir en Sveindís sækir hann bara og nær fyrirgjöfinni sem er skölluð afturfyrir. Telma kýlir svo hornið frá.

Keflavík mun ákveðnara í sínum sóknaraðgerðum hér í upphafi
Eyða Breyta
7. mín
Skemmtileg aukaspyrna tekin lágt inn á markteig og lekur framhjá leikmönnum Keflavíkur áður en hún fer aftur fyrir. Vantaði ákveðni þarna.
Eyða Breyta
6. mín
Sophie gerir vel á hægri kantinum og sækir aukaspyrnu í prýðis fyrirgjafarstöðu.
Eyða Breyta
5. mín
Keflavík að pressa gestina alveg uppað vítateig og Haukar í vandræðum með að koma upp spili
Eyða Breyta
4. mín
Strax í kjölfarið fékk Keflavík aukaspyrnu á hættulegum stað sem Sophie setti rétt yfir markið
Eyða Breyta
3. mín
Sofandaháttur í vörn Hauka sem að eru nánast búnar að hleypa Sophie Grof í gegn eftir hættulitla sendingu fram. En Telma er á tánum í markinu og rétt nær til boltans áður en Sophie nær til hans.

Eyða Breyta
1. mín
Þetta er farið af stað það eru gestirnir sem hefja leik og sækja í átt að íþróttahúsinu
Eyða Breyta
Fyrir leik
Allt að verða klárt hér í Keflavík liðin a ganga til vallar og vonandi að við fáum góðan og spennandi leik hér í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins er kennarinn og Fhingurinn Steinar Stephensen
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hvað Haukaliðið varðar hafa þær ekki verið jafn öflugar fyrir framan markið og Keflavík það sem af er sumri en varnalreikur þeirra hefur verið afar sterkur og hafa þær aðeins fengið 4 mörk á sig í deildinni það sem af er sumri líkt og Keflavík reyndar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur í liði Keflavíkur í kvöld en hún hefur verið iðinn við kolann við markaskorun hjá Keflavík þrátt fyrir ungan aldur.

Hún er fædd árið 2001 og hefur nú þegar leikið 50 leiki fyrir meistaraflokk Keflavíkur og skorað í þeim leikjum hvorki fleiri né færri en 43 mörk. Það telst ágætis markahlutfall hvernig sem á það er litið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið unnu sína leiki í síðustu umferð þar sem að Keflavík vann stórsigur á Sindra frá Hornafirði 9-0.

Haukar gerðu svo góða ferð í Grafarvoginn og unnu þar 0-4 sigur á Fjölni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn sem fram fer hér í kvöld er sannkallaður toppslagur.

Heimakonur í Keflavík sitja taplausar á toppi deildarinnar með 16 stig að loknum sex umferðum og hafa hlotið í þeim 16 stig.

Haukar sitja svo í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Hauka í Inkasso deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Telma Ívarsdóttir (m)
0. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
0. Elín Helga Ingadóttir
4. Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir ('62)
5. Rún Friðriksdóttir (f)
7. Hildigunnur Ólafsdóttir
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
21. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('86)
25. Berglind Baldursdóttir ('62)

Varamenn:
22. Selma Líf Hlífarsdóttir (m)
8. Harpa Karen Antonsdóttir
11. Dagrún Birta Karlsdóttir ('62)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir ('62)
26. Helga Magnea Gestsdóttir
27. Ásdís Inga Magnúsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir ('86)

Liðstjórn:
Árni Ásbjarnarson
Helga Ýr Kjartansdóttir
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Theódóra Hjaltadóttir
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: