FH
2
1
Grindavík
Brynjar Ásgeir Guðmundsson '30
Steven Lennon '31 , víti 1-0
Pétur Viðarsson '47
Brandur Olsen '57 2-0
2-1 Rodrigo Gomes Mateo '75
07.07.2018  -  12:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Hægur vindur rigning á köflum en frábær völlur.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson ('79)
11. Atli Guðnason
15. Rennico Clarke
16. Guðmundur Kristjánsson
23. Viðar Ari Jónsson ('55)
27. Brandur Olsen ('63)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
6. Robbie Crawford ('55)
11. Jónatan Ingi Jónsson
18. Eddi Gomes ('63)
19. Zeiko Lewis
20. Geoffrey Castillion ('79)
22. Halldór Orri Björnsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Steven Lennon ('71)
Davíð Þór Viðarsson ('80)

Rauð spjöld:
Pétur Viðarsson ('47)
Leik lokið!
Leiknum er lokið með afar mikilvægum sigri FH í hörkuleik.

Viðtöl og Skýrsla á leiðinni.
90. mín
+2.59 Will Daniels fær boltann vinstra meginn í teignum og tekur skotið í prýðisfæri en hamrar hann framhjá!!!

Síðasta tækifæri gestanna.
90. mín
+2 FH fær horn. taka það líklega stutt og reyna að halda boltanum í horninu
90. mín
+1 Reynslan skilar sér. Atli Guðna gerir vel að skýla boltanum frá BBB sem brýtur á honum. vinnur tíma fyrir FH
90. mín
Það eru +3 í uppbót
89. mín
Grindvíkingar halda boltanum og reyna að fremsta megni að pressa FH en hafa ekki náð að skapa sér hættuleg færi.
87. mín
Sito fær boltann með bakið í markið. Snýr og reynir skotið en yfir fer boltinn.
85. mín
Grindvíkingar hafa unnið þó nokkuð mörg stig með mörkum á síðustu mínútum leikja í sumar.

Sam Hewson í færi en nær ekki krafti í skotið.
83. mín
Grindavík að reyna að sækja og eru að henda mörgum mönnum fram. FH vörnin þétt eins og er.
80. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Davíð fær gult fyrir að stöðva skyndisókn.

Einhver heyrt það áður?
79. mín
Inn:Geoffrey Castillion (FH) Út:Kristinn Steindórsson (FH)
Liðsfélagarnir úr vonbrigðaliði Fótbolta.net fyrir umferðir 1-11 skipta hér. Kristinn Steindórs lítið sést í dag.
75. mín MARK!
Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Stoðsending: Sito
Þetta er leikur aftur!

Rodrigo gerir vel í að halda boltanum með menn í kringum sig. Tekur þríhyrning við Sito sem sendir hann í gegn og klárar vel framhjá Gunnari
72. mín
René að leika sér að eldinum. Fer í svakalega tæklingu en vinnur boltann löglega þó. sentimeter til eða frá og útkoman hefði getað verið önnur og verri fyrir hann.
71. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Brýtur á Sito
69. mín
Inn:Sito (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
Sito mætir til leiks. Getur hann gert gæfumunin fyrir Grindavík?
67. mín
Gefum Grindavík kredit á það að þeir eru að reyna. En vörn FH hefur samt ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. Í þeim orðum sending inná teiginn sem BBB stekkur uppí en nær ekki góðum skalla og boltinn afturfyrir.
64. mín
Aron Jó með skot af löngu færi en yfir,
63. mín
Inn:Eddi Gomes (FH) Út:Brandur Olsen (FH)
Markaskorarinn af velli og nautið Eddi Gomes mætir aftur til leiks í Pepsi. FH að þétta til baka.
62. mín
Will Daniels með ágætis tilraun eftir fínan sprett upp vinstri vænginn. En yfir fer boltinn
60. mín
Frábært spil hjá Grindavík setur Hewson í gegn en skotið fer í stöngina. Rangstæður svo sem líka
58. mín Gult spjald: René Joensen (Grindavík)
57. mín MARK!
Brandur Olsen (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Will Daniels misreiknar boltann eftir langan bolta þvert yfir völlinn. Atli Guðna með mikið pláss hægra meginn í teignum og teiknar hann á tærnar á Brandi sem klárar vel úr miðjum teignum.
56. mín
Gummi er dottinn niður í miðvörðinn hjá FH og Crawford fer hér í semi Wing back hlutverk.
55. mín
Inn:Robbie Crawford (FH) Út:Viðar Ari Jónsson (FH)
55. mín
Gott spil hjá FH og Gummi Kri leggur boltann á Atla í teignum sem á skotið en framhjá.
54. mín
Viðar Ari með góðann sprett inní teiginn hægra meginn og leggur hann út á Brand sem nær ekki að koma boltanum fyrir sig og nær ekki að gera sér mat úr þessu.
53. mín
Jón Ingason stálheppinn. kiksar boltann með Atla í bakinu en nær að koma honum útaf.
51. mín
Bæði lið pirruð hér á vellinum og mikil harka í leiknum.
47. mín Rautt spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Annað vafasamt rautt spjald!

René Joensen að elta boltann og við það að sleppa fram hjá Pétri Pétur vissulega aftastur en ég er bara ekki sannfærður. Nóg drama hér og orðið jafnt í liðum.
45. mín
Komið af stað á ný. Fh hefur leik hér í síðari.
45. mín
Inn:Jón Ingason (Grindavík) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Grindavík)
Grindavík gerir breytingu í hálfleik. Varnarmaður inn fyrir sóknarmann.
45. mín
Hálfleikur
Ívar flautar hér til hálfleiks.

Stærsta atriðið auðvitað vítaspyrnan og rauða spjaldið.

Vítið er 100% klárt held ég en ég set spurningamerki við litin á spjaldinu.
45. mín
Hornspyrnan slök og skölluð frá.
45. mín
+1 Grindavík fær horn.
45. mín
+2 í uppbót
43. mín
Eftir aðra hornspyrnu Fh í röð reynir Viðar skot af 25 metrum með vinstri. Hátt yfir.
43. mín
Gaman að þessu Jajalo þarf að færa markið á réttan stað.
42. mín
FH vinnur horn.
40. mín
FH að taka aðeins yfir leikinn skiljanlega. Grindvíkingar orðnir færri og í mjög erfiðri stöðu
35. mín
Fyrir þau ykkar sem eruð að fylgjast með leiknum í sjónvarpi. Hver er ykkar skoðun á vítadómnum og kannski sérstaklega rauða spjaldinu, segið ykkar skoðun og notið myllumerkið #fotboltinet
33. mín
Rodrigo reynir að þræða boltann í gegn á Aron en of fast og Gunnar er með þetta.
32. mín
Brandur fer hér groddaralega í Grindvíking sem ýkir þetta aðeins en Brandur sleppur við spjaldið.
31. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Steven Lennon sendir Jajalo í rangt horn og skorar af öryggi. Þetta verður erfitt fyrir Grindavík. Missa tvo miðverði út á 2 mínútum
30. mín
Inn:Sigurjón Rúnarsson (Grindavík) Út:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
30. mín Rautt spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík)
29. mín
Víti Rautt!!!!!! Brynjar Ásgeir togar Atla Guðna niður í teignum. Víti dæmt og Brynjar fær rautt spjald!!!!!!!!
29. mín
Sigurjón Rúnarsson er að koma inná í hans stað.
27. mín
Meiðslalistin hjá Grindavík að stækka. Matthías Örn Friðriksson getur ekki haldið leik áfram eftir að brotið var á honum. Hoppar hér á annari löppinni út af og virðist meiddur á ökkla eða rist.
25. mín
Davíð Þór að minna á sig. Fer af hörku í Rodrigo að mér sýnist en sleppur við spjaldið. Ívar hefði mátt spjalda hann.
23. mín
Hjörtur Logi með sendingu inní teiginn úr aukaspyrnu en hún er slök og fer afturfyrir.
23. mín
Töluverður pirringur í stuðningsmönnum FH sem sitja fyrir framan blaðamannboxið. Sá pirringur beinist að Ívari dómara.
21. mín
FHingar mikið í grasinu. Svo sem ekkert skrýtið Grindavík er að mæta þeim mjög fast.
20. mín
Gott spil hjá FH. Brandur leggur boltann á Viðar Ara sem sendir hann inná teiginn á Kidda Steindórs sem á skot í varnarmann.
19. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Grindavík)
Fyrsta spjaldið komið. Brot á miðjum vellinum í hraustlegri kantinum.
17. mín
Brynjar Ásgeir með sendingu inná teiginn og reynir að finna Aron sem er í hlaupinu, sendingin ekki nógu nákvæm og endar hjá Gunnari í markinu.
15. mín
Kemur kannski eilítið á óvart að það eru gestirnir sem hafa verið meira með boltann hér. En hvorugt liðið að skapa sér nokkuð á þessu fyrsta korteri.
14. mín
Mikil barátta hér í upphafi og bæði lið afar föst fyrir.
10. mín
Davíð Þór hendir sér hér ansi auðveldlega niður en veit uppá sig skömmina og reynir ekki einu sinni að biðja um aukaspyrnu.
8. mín
Clarke brýtur hér á Aroni á miðjum vellinum og Ívar tekur sér dágóðan tíma að flauta á það.
7. mín
Jafnræði með liðunum hér í upphafi og engin færi hafa litið dagsins ljós.
5. mín
Hornspyrnan hjá Brandi var slök og fer ekki framhjá fyrsta manni.
4. mín
FH fær horn.
3. mín
Will Daniels með fyrirgjöf eftir spil við René en enginn nær til boltans.
2. mín
Aron Jó með gott hlaup inní teiginn en sendingin einhverjum cm of löng og hann nær ekki til hans.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað það eru Grindvíkingar sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Og fyrir áhugamenn um veðrið þá er kominn grenjandi rigning. Shocker þar.
Fyrir leik
Jæja liðin halda til búningsherbergja til lokaundirbúnings. Next up Kick Off
Fyrir leik
Paradise City með GNR í botni í græjunum og rétt um korter í leik. Þetta er allt að gerast en stúkan er þó ennþá ansi tómleg. Fólk ekki að gúddera þennan leiktíma mögulega.
Fyrir leik
Jahá það eru risafréttir hér úr Kaplakrika þótt hann byrji reyndar ekki leikinn. Eddi Gomes er mættur aftur í Krikann og segja menn hér að hann muni klára tímabilið með FH. En eins og flestir vita var Eddi á láni frá kínverska félaginu Henan Jianye og átti að hafa leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þar hefur greinilega orðið breyting á.
Fyrir leik
Fer að styttast í byrjunarliðin.

Fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. FH hafði þar sigur 0-1 með marki frá Steven Lennon í hreint út sagt frekar leiðinlegum leik í skítakulda.
Fyrir leik
Auðvelt að skilja tölfræðina að neðan á þann veg að Grindavík hafi skorað talsvert meira en FH í leikjum liðanna frá aldamótum en ég er nokkuð viss um að kerfi KSÍ sé eitthvað öfugsnúið með þessar tölur.
Fyrir leik

Fyrir leik
Gestirnir úr Grindavík hafa verið svolítið jó-jó síðustu vikur hvað frammistöðu þeirra varðar eftir annars frábæra byrjun.

Síðasti leikur þeirra var í Vestmannaeyjum gegn liði ÍBV þar sem þeir gulklæddu sáu aldrei til sólar og lutu í gras 3-0 en nánar má lesa um þann leik HÉR
Fyrir leik
Heimamenn í FH koma inn í þennan leik eftir tvö deildartöp í röð og eru líklega staðráðnir í því að taka þrjú stig hér í dag eftir ansi misjafnt gengi í sumar.

Síðasti leikur þeirra í deildinni var hér í Kaplakrika gegn liðið Stjörnunar þar sem gestirnir höfðu sigur 2-3 í hreint út sagt frábærum leik. En þú getur lesið nánar um leikinn HÉR
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik FH og Grindavíkur í 12.umferð Pepsideildarinnar.

Leiktíminn í dag er í fyrri kantinum miðað við það sem við eigum að venjast en það er vonandi að það hafi ekki áhrif á mætinguna, leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið og engin ástæða til annars en að fjölmenna á völlinn.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Marinó Axel Helgason
4. Rodrigo Gomes Mateo
6. Sam Hewson
7. Will Daniels
9. Matthías Örn Friðriksson ('30)
13. Jóhann Helgi Hannesson ('45)
22. René Joensen
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Aron Jóhannsson (f) ('69)
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
3. Edu Cruz
8. Gunnar Þorsteinsson
8. Hilmar Andrew McShane
17. Sito ('69)
18. Jón Ingason ('45)
26. Sigurjón Rúnarsson ('30)
80. Alexander Veigar Þórarinsson

Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Arnar Már Ólafsson
Sigurvin Ingi Árnason
Þorsteinn Magnússon
Alexander Birgir Björnsson

Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('19)
René Joensen ('58)

Rauð spjöld:
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('30)