Nettóvöllurinn
laugardagur 07. júlí 2018  kl. 16:00
Pepsi-deild karla
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Guðjón Baldvinsson
Keflavík 0 - 2 Stjarnan
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('15)
0-2 Hilmar Árni Halldórsson ('26)
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
0. Marc McAusland
2. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Ísak Óli Ólafsson
6. Einar Orri Einarsson ('39)
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Leonard Sigurðsson ('83)
23. Dagur Dan Þórhallsson ('75)
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
3. Aron Freyr Róbertsson ('39)
7. Davíð Snær Jóhannsson ('83)
11. Bojan Stefán Ljubicic
15. Atli Geir Gunnarsson
20. Adam Árni Róbertsson ('75)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson

Gul spjöld:
Dagur Dan Þórhallsson ('12)

Rauð spjöld:
@ingimar90 Ingimar Bjarni Sverrisson
93. mín Leik lokið!
Fullkomnlega sanngjarn sigur Stjörnunar, þeir koma sér brosandi fyrir á toppi deildarinnar, Skýrsla og viðtöl detta inn eftir smá stund.
Eyða Breyta
90. mín Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Þrjár í viðbót og Stjarnan gerir sína síðustu skiptingu.
Eyða Breyta
85. mín
Þetta var spes. Haraldur kemur út úr teignum og hreinsar beint í línuvörðinn. Á meðan hann er koma sér aftur í markið taka Keflvíkingar innkastið og dómarinn segir þeim að taka það aftur, heimamönnum til lítillar gleði. Það skapast hætta eftir að kastið er að lokum tekið en Ísak setur boltann yfir.
Eyða Breyta
83. mín Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) Leonard Sigurðsson (Keflavík)

Eyða Breyta
82. mín
Stjarnan vinnur enn eina hornspyrnuna, úr henni skapast engin hætta.
Eyða Breyta
78. mín
Stjarnan róar aðeins leikinn, spilar sín á milli og leyfir heimamönnum að elta sig.
Eyða Breyta
75. mín Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Dagur Dan Þórhallsson (Keflavík)

Eyða Breyta
73. mín Jóhann Laxdal (Stjarnan) Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)

Eyða Breyta
72. mín
Sindri Þór á flottan kross sem Jeppe nær ekki að skall inn. Keflavík búin að eiga nokkur hálffæri á stuttum tíma en vantar að slútta.
Eyða Breyta
70. mín
Keflavík fær hornspyrnu eftir klúðurslega hreinsun. Ísak nálægt því að stýra skallanum í markið.
Eyða Breyta
68. mín
Baldur Sigurðsson reynir vandræðalegt vítafisk, Neymar væri stoltur.
Eyða Breyta
65. mín
Núna er það Guðjón Baldvins sem fær boltann inn í teig og setur hann yfir. Keflavík lítið komist yfir miðju undanfarið.
Eyða Breyta
62. mín Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Lág eftir samstuð og Rúnar tekur enga sénsa. Búin að vera frábær í þessum leik.
Eyða Breyta
61. mín
Hilmar hársbreidd frá því að setja annað! Fær boltann utarlega í teignum og vippar honum yfir Sindra, í slánna. Keflavík hreinsar í horn og þar reynir Guðmundur hjólhest sem er bjargað á línu.
Eyða Breyta
60. mín
Brjnar Gauti nær skalla uppúr horninu en setur hann vel framhjá.
Eyða Breyta
59. mín
Stjarnan vinnur horn
Eyða Breyta
57. mín
Dagur Dan fær fltota fyrirgjöf í teignum og skallar boltann rétt yfir.
Eyða Breyta
51. mín
Dauðafæri Stjarnann! Hilmar Árni fer upp að ednalínu, leikur á varnamann og setur frábæran bolta inn á markteig þar sem Guðmundur Steinn mætir og skallar rétt yfir. Ég skil ekki hvernig hann er ekki búin að skora annað.
Eyða Breyta
50. mín
Horn Keflavíkur verður að engu. Vindurinn að aukast, er greinilega að taka í háu boltanna
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
Tekst Keflavík að gera leik úr þessu?
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Síðasta sem gerist er að Keflavík setur boltann á hættusvæði, en Haraldur grípur hann örruglega. Stjarnan verið miklu betri í fyrri hálfleik, sérstaklega eftir seinna markið.
Eyða Breyta
45. mín
Stjarnan á flotta sókn sem byrjar á Fellaini-bringu sendingu frá Guðjóni í teignum. Fyrst á Baldur skot sem fer af varnarmanni og aftur á hann sjálfan og hann leggur boltann á Guðmund. Guðmundur á flott skot en beint á Sindra.
Eyða Breyta
42. mín
Sindri gerir mjög vel að verja dauðafæri Ævars Inga eftir flotta sókn Stjörnunnar.
Eyða Breyta
39. mín Aron Freyr Róbertsson (Keflavík) Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Hérna, þarf að vera hreinskilin, engin í blaðamannastúkuna tók eftir þessari skiptingu ef hún var gerð eftir að leikur hófst, líkega var hún fyrir leik
Eyða Breyta
38. mín
Keflvíkingar ná nokkrum fínum sóknum í röð, skapa sér hálffæri en vörn Stjörnunar stendur það af sér.
Eyða Breyta
35. mín
KEFLVÍKINGAR EIGA SKOT! Sorry, langt síðan þeir náðu að hlaða í góða sókn en þeir gera það og Frans reynir skot af boganum.
Eyða Breyta
32. mín
Eyða Breyta
30. mín
Stjarnan vinnur þrjár hornspyrnur í röð og nær ekki að skapa neina hættu. Eru gjörsamlega allt í öllu í þessum leik þessa stundina.
Eyða Breyta
27. mín
Strax eftir markið vinna Stjörnumenn boltann og senda hann inn í teiginn þar sem Guðmundur Steinn á fínan skalla rétt framhjá. Hann hlýtur bara að skora með þessu áframhaldi. Silfurskeiðinn skemmtir sér með að styðja Keflavík í smá stund.
Eyða Breyta
26. mín MARK! Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Og markametsklúbburinn skelfur á beinunum!

Guðjón kemst í gegn og leggur boltann út á Hilmar sem gat ekki annað en skorað, brekkan orðin fjandi brött hjá heimamönnum.
Eyða Breyta
24. mín
Guðmundur Steinn reynir svo langskot, með sömu afleiðingum.
Eyða Breyta
23. mín
Þórarinn reynir skot af 30 metrum uppúr aukaspyrnu, aldrei hætta.
Eyða Breyta
21. mín
Guðmundur Steinn reynir smá sirkus trikk í teignum, boltinn kemur skopandi inn í teiginn, hann snýr upp á skrokkinn og skýtur þegar boltinn er í haus hæð. Mátti reyna.
Eyða Breyta
20. mín
Keflavík hefur svara þessu ágætlega en eru bara ekki að ná að skapa hættu í teignum.
Eyða Breyta
15. mín MARK! Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Búin að vera frábær og setur fyrsta markið! Baldur á geggjað hlaup inn í teignum og treður boltanum inn í markteig þar sem Guðmundur kemur og potar honum inn.
Eyða Breyta
12. mín Gult spjald: Dagur Dan Þórhallsson (Keflavík)
Dagur Dan fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir kjánalegt brot á Baldri. Sparkaði hann bara niður á miðjum velli
Eyða Breyta
10. mín
Ævar Ingi lá í smá stund eftir höfuðhögg en hristir það af sér. Stjarnan vinnur horn... sem Sindri grípur örruglega
Eyða Breyta
9. mín
Silfurskeiðin heldur uppi stuðinu hér í stúkunni, a vellinum skiptast liðin á að vera með boltann.
Eyða Breyta
4. mín
Guðmundur í dauðafæri eftir aukaspyrnu. Baldur Sigurðsson fékk högg á miðjum vallarhelming Keflavíkur og boltinn er sendur inn á fjærstöngina þar sem Guðmundur var einn en í þröngu færi og boltinn hátt yfir
Eyða Breyta
2. mín

Eyða Breyta
2. mín
Stjarnan nær fínni sókn og Guðmundur Steinn skýtur á markið en varnarmaður er vel staðsettur og ver boltan
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin halda inn á völlinn og trommur byrja að hljóma í stúkunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikur Englands og Svíðþjóðar klárast á sama tíma og liðin fara inn í klefa. Geri ráð fyrir að bæði í Keflavík og Garðabæ séum menn að ræsa bílana og bruna á völlinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrstu menn komnir út að hita upp, að sjálfsögðu markmennirnir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan gerir eina breytingu frá sigri sínum gegn FH. Ævar Ingi byrjar í stað Þorsteins Más.

Byrjunarliðs frétt má sjá hér:

16:00 Keflavík - Stjarnan
Eyða Breyta
Fyrir leik
Laugi gerir tvær breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Val í síðustu umferð, út fara Lasse Risse og Ingimundur Aron, inn koma Einar Orri og Dagur Dan


Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég er komin í Keflavík og svei mér þá ef það er ekki bongó hérna, smá vindur en glampandi sól
Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík er hins í vanda, miklum vanda, nú þegar seinni umferðin er að hefjast. Þeir eru aðeins búnir að setja þrjú stig í pokann, en geta kannski huggað sig við að eitt þeirra var tekið gegn Stjörnunni. Ef þeir ætla að gera atlögu að því að halda sér uppi þurfa þeir að byrja að ná í fleiri punkta, strax í gær.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er rífandi stemning meðal Garðbæinga þessa stundina. Þeir hafa aðeins tapað einum leik í sumar, þeir unnu hrikalega sætan sigur á FH í síðustu umferð í Kaplakrika og Hilmar Árni er farin að ógna markametinu í efstu deild. Þess að auki geta þeir tekið efsta sætið í Pepsi deildinni með sigri. Verðum að búast við að þeir og stuðningsmenn þeirra mæti af krafti í þennan leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan og velkominn á Nettóvöllinn á þessum, ehhh, fína sumardegi þar sem botnið Keflavíkur fær í heimsókn funheitt lið Stjörnunar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson (f)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
12. Heiðar Ægisson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('73)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('62)
29. Alex Þór Hauksson ('90)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('73)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('90)
20. Eyjólfur Héðinsson ('62)

Liðstjórn:
Jón Þór Hauksson
Fjalar Þorgeirsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Veigar Páll Gunnarsson
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: