Breiðablik
1
0
Valur
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir '76 , víti 1-0
10.07.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Andrea Rán Snæfeld
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f) ('92)
8. Heiðdís Lillýardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('89)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir ('77)
27. Selma Sól Magnúsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('92)
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('77)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('89)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Selma Sól Magnúsdóttir ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið!

Blikar vinna 1-0 sigur. Mjög mikilvægur sigur sem tryggir þeim áframhaldandi veru á toppi deildarinnar. Góður staður til að vera á nú þegar deildin er hálfnuð.

Ég þakka annars fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
92. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Þriðja skipting Blika sem halda vel utan um tímastjórnunina hér.
91. mín
HORN!

Háspenna - Lífshætta! Boltinn skoppar eitthvað í teignum áður en að Sonný nær að handsama hann.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.

Arianna að sleppa við spjald eftir brot á Sólveigu.
89. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Önnur skipting Blika. Sólveig kemur upp á topp fyrir Berglindi. Berglind átti ekki sinn besta dag fyrir framan markið og Steini splæsir í smá peppknús þegar hún kemur útaf.
88. mín
Hallbera með bjartsýnistilraun utan teigs en skýtur yfir.
87. mín
Áhorfendatölur voru að berast. Mér heyrist vallarþulurinn hafa sagt að það séu 176 manneskjur á vellinum.
87. mín
BERGLIND!

Ágætis séns hinum megin en hún er undir pressu og skýtur beint á Söndru þegar hún var við það að komast í gegn.
86. mín
SONNÝ!!!

Vá! Þvílík varsla. Crystal í DAUÐAFÆRI í teignum. Ein gegn Sonný sem heldur forystunni fyrir Blika með frábærri vörslu!
84. mín
Valskonur eru ekki alveg að finna taktinn í leit sinni að jöfnunarmarkinu. Þær hafa einhverjar tæpar tíu mínútur með uppbót.
82. mín
Inn:Pála Marie Einarsdóttir (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Þriðja skipting Vals. Pála kemur inn fyrir Málfríði. Pála, Málfríður Erna og Arianna eru þrjár aftast. Hallbera fer hærra.
80. mín
Berglind reynir langskot en beint í hendurnar á Söndru.
77. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika. Áslaug Munda fer í bakvörðinn fyrir Kristínu.
76. mín Mark úr víti!
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
ANDREA RÁN!

Hún fer ísköld á punktinn og skorar framhjá Söndru!

1-0 fyrir Blikum.
75. mín
VÍTI!

Hár bolti inn á teig. Thelma Björk hangir í Alexöndru og Arnar flautar!
74. mín
Þetta er mjög spennandi. Hvorugt liðanna er spennt fyrir jafntefli.
74. mín
Dóra María tekur aukaspyrnuna en setur boltann aðeins framhjá. Ágæt tilraun.
72. mín Gult spjald: Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Selma brýtur á Elínu Mettu utan teigs.
72. mín
Inn:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur)
Önnur skipting Vals. Ásdís Karen kemur inn fyrir Guðrúnu en það hefur lítið farið fyrir henni í leiknum.

Ekki amalegt fyrir Valskonur að geta sett "gamechangera" eins og Dóru Maríu og Ásdísi inná.
69. mín
BERGLIND!

Ég sá ekki aðdragandann að þessu en Berglind er allt í einu komin með boltann í teignum. Er með nóg pláss en skýtur FRAMHJÁ!

Þriðja skiptið í leiknum sem Berglind klikkar á góðum séns í teignum.
66. mín
Aftur fá Valskonur horn. Hallbera tekur frá hægri og snýr boltann inn að marki svo Sonný má hafa vel fyrir því að blaka honum í burtu. Það verður svokallaður darraðadans en Blikar hreinsa.
64. mín
Inn:Dóra María Lárusdóttir (Valur) Út:Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Fyrsta skipting leiksins. Dóra María kemur inn fyrir Stefaníu sem er búin að vinna mikla skítavinnu hér í dag og hlaupa úr sér lungun.

Sjáum hvort að töfrakonan Dóra María geti brotið leikinn eitthvað upp.
62. mín
Andrea rífur Elínu Mettu niður og Valskonur fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika. Hallbera tekur en neglir beint í Selmu Sól sem stóð ein í vegg - mögulega aðeins of nálægt.

Boltinn hrekkur aftur á miðverði Vals en Berglind Björg liggur eftir. Reyndi að teygja sig í boltann en hefur snúið eitthvað upp á sig. Vonandi hristir hún þetta af sér.
58. mín
Berglind með skiptingu til vinstri. Agla María leikur inn á völlinn og reynir skot en það er vel framhjá.

Bæði lið að reyna en vantar aðeins að skerpa á "smáatriðunum" til þess að við fáum mark í leikinn.
56. mín
Enn fá Valskonur hornspyrnu. Sína sjöttu í leiknum.

Crystal tekur en snýr boltanum bara hátt upp í loft og hann dettur svo beint í fangið á Sonný.

Valskonur þurfa að fara að nýta föstu leikatriðin betur.
53. mín
Og þvílík skyndisókn!

Selma Sól ber upp boltann og stingur honum svo inn á Berglindi Björg sem kemst ein gegn Söndru en setur boltann rétt framhjá fjærstönginni!

STÓRHÆTTULEGT!
53. mín
Aukaspyrna úti til hægri hjá Val. Hallbera skokkar yfir og tekur spyrnuna.

Á fínan bolta á fjær en Crystal nær ekki skallanum og Blikar bruna í sókn!
51. mín
Ég var að fá þær skemmtilegu upplýsingar að í leikjum þessara liða frá árinu 2006 hefur það lið sem skorar fyrsta mark leiksins alltaf unnið!
46. mín
Valskonur byrja af krafti!

Elín Metta reynir skot/fyrirgjöf frá hægri. Crystal kemur á harðaspretti inn af vinstri kantinum en rétt missir af boltanum.
46. mín
Leikur hafinn
Við erum komin af stað aftur. Engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Það er ágæt mæting á völlinn þrátt fyrir árekstur við undanúrslitaleik HM og vonandi bætist bara í stúkuna hér í seinni hálfleik þar sem Frakkar eru búnir að tryggja sig í úrslitaleikinn.

Nýjasti leikmaður Vals og fyrrverandi leikmaður Blika, Fanndís Friðriksdóttir er mætt til að fylgjast með leiknum.

Þá eru Valskonurnar Elísa og Mist hressar í stúkunni. Sú síðarnefnda greinilega mikill Haddaway aðdáandi því hún tekur vel undir með klassíkinni "What is love" sem er blastað hér í hálfleiknum.
45. mín
Það er annars að frétta að tveimur fyrstu leikjum umferðarinnar er lokið.

Þór/KA er komið á toppinn eftir sterkan 3-1 sigur á Stjörnunni og ÍBV er komið aftur á sigurbraut eftir 1-0 sigur á Selfossi.

Blikar geta þó náð toppsætinu aftur með sigri.
45. mín
Hálfleikur
Arnar Þór flautar hér til hálfleiks í skemmtilegum fótboltaleik.

Bæði lið átt sína kafla í leiknum en heilt yfir hefur þetta verið jafnt og spennandi. Hvílum okkur í korter og höldum svo áfram með fjörið!
43. mín Gult spjald: Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Malla ekki til í að hleypa Öglu Maríu framhjá sér og teikar hana. Fær réttilega gult. Það verður ekki auðvelt að þurfa að verjast Öglu Maríu á spjaldi allan seinni hálfleikinn.
42. mín
Það fór lítið fyrir Öglu Maríu framan af en það er aldeilis að kvikna á henni hér. Var að byrja stórhættulega sókn Blika sem endaði með því að Valskonur björguðu í horn eftir fyrirgjöf.

Blikar brjóta svo á Söndru í horninu og Valskonur anda léttar.
41. mín
SANDRA!

Vel varið. Er eldfljót niður og ver fast skot frá Öglu Maríu.
38. mín
FÆÆÆÆRI!

Langbesta færi Blika!

Blikar hreinsa boltann hátt fram á völlinn. Boltinn skoppar á milli hafsenta og beint í hlaupaleiðina hjá Berglindi sem er komin alein í gegn! Frábær séns nema hvað að boltinn fellur óþægilega fyrir vinstri fótinn á Berglindi sem skýtur beint á Söndru sem var komin vel út á móti.

Sandra heldur þó ekki boltanum sem dettur aftur fyrir Berglindi en í þetta skiptið er færið orðið þröngt og Berglind setur boltann framhjá.

Þarna átti Berglind að koma Blikum yfir!
37. mín
Frábær sending Selma!

Stingur boltanum inn fyrir í hlaupaleiðina á Ástu Eir sem er komin inn á teig en skýtur yfir!
34. mín
Heiðdís í basli. Á slæma snertingu á boltann og Guðrún Karítas stelur honum af henni. Finnur Hlín sem er við það að komast í gegn.

Fjolla er ekki spennt fyrir því og BRUNAR til baka og kemst fyrir skotið.
31. mín
Frekar máttlausar tilraunirnar hjá Blikum. Þær eru búnar að vera að negla svolítið utan af velli en það er ekki nóg.
29. mín
Aftur horn hjá Val. Hallbera tekur og finnur kollinn á Hlín. Hún nær þó ekki föstum skalla og setur léttan æfingabolta beint í fangið á Sonný.
28. mín
Flott varnarvinna hjá Málfríði Önnu.

Selma átti góða skiptingu á Öglu Maríu til vinstri. Agla María gerði sig líklega til að rykkja af stað inn á teig en Malla las hana vel og setti boltann í horn.

Agla María tekur hornið. Setur snúningsbolta á fjær sem Sandra nær að blaka í burtu. Boltinn dettur fyrir Heiðdísi sem er ekki alveg í stöðu til að taka við honum þó hún sé ein á fjær og boltinn fer aftur fyrir.
26. mín
Fín varnarvinna hjá Málfríði Ernu. Kemur stóru tánni í boltann og setur hann í horn eftir að Berglind Björg var komin inn á teig.

Selma Sól tekur hornið. Setur hann fyrir en Thelma Björk nær að koma sér á milli tveggja Blika og trufla þær. Málfríður Anna nær svo að hreinsa.
24. mín
Kristínu Dís virðist líða nokkuð vel í bakvarðarstöðunni og hún var hér að gera vel í að stoppa Hlín og bjarga í horn.

Hallbera tekur. Setur boltann inná markteig en alltof nálægt Sonný sem þarf ekki annað en að rétta út hendurnar til að grípa boltann auðveldlega.
22. mín
SELMA SÓL!

Buffar af sér varnarmann og reynir svo þrumuskot utan af velli. Flott tilraun en boltinn aðeins framhjá.

Blikar að bíta frá sér en Valskonur verið sterkari síðustu mínútur.
18. mín
Lið Vals lítur svona út:

Sandra

Málfríður Anna - Arianna - Málfríður Erna - Hallbera

Thelma Björk - Stefanía

Hlín - Guðrún Karítas - Crystal

Elín Metta


Elín Metta og Guðrún Karítas mikið að rótera fremstu tveimur stöðunum hér í byrjun.
16. mín
Valur fær aukaspyrnu úti vinstra megin. Hallbera tekur að sjálfsögðu.

Setur boltann fyrir. Crystal reynir að sneiða boltann í átt að marki en hann fer af varnarmanni Blika og aftur fyrir.

Þriðja horn Vals. Í þetta skiptið hægra megin og Hallbera skokkar yfir til að taka.

Stórhættulegur snúningsbolti inn á markteig en þar eru engar Valskonur. Boltinn samt nógu hættulegur til að skapa vandræði fyrir Blika í hreinsuninni.
15. mín
Guðrún Karítas reynir skot utan af velli. Boltinn vel yfir.
13. mín
FÆRI!

Elín Metta sendir Guðrúnu Karítas í gegn en Sonný ver glæsilega.

Boltinn hrekkur út í teig á Crystal sem reynir skot á opið markið en Guðrún og Heiðdís setja pressu og ná að komast fyrir skotið.

Besta færið hingað til í opnum og skemmtilegum leik.
10. mín
Bæði lið skiptast á að sækja. Það er góður hraði í þessu og leikmenn einbeittir. Það á ekkert að leggjast í skotgrafirnar hér.

Annað horn hjá Val eftir ágæta sókn þar sem litlu mátti muna að Hlín slyppi í gegn. Crystal tekur en Blikar skalla frá.
7. mín
Heimakonur stilla svona upp:

Sonný

Ásta - Guðrún - Heiðdís - Kristín Dís

Fjolla

Andrea - Alexandra

Selma - Berglind - Agla María
6. mín
Liðin eru að þreifa fyrir sér þessar fyrstu 5 mínútur og Crystal var að vinna fyrsta horn leiksins fyrir Valskonur.

Hún tekur hornið sjálf. Tekur það stutt á Hallberu sem spilar strax til baka. Crystal horfir þá upp og leggur boltann út fyrir teiginn þar sem Stefanía er tilbúin með slaghamarinn og ætlar að negla á markið. Skotið heppnast þó ekki og boltinn endar aftur fyrir.
2. mín
Blikar eiga fyrsta markskot leiksins. Berglind Björg fær boltann utan teigs og reynir svo skot af vítateigslínunni. Ágæt tilraun en skotið beint á Söndru.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Blikar sparka þessu af stað og leika í átt að Sporthúsinu.

Byrjunarliðin eru með nokkuð hefðbundnu sniði eins og sést hér til hliðar. Kristín Dís kemur inn fyrir Samönthu hjá heimakonum. Guðrún Karítas kemur inn fyrir Ásdísi hjá Val.
Fyrir leik
Allt klárt hér á iðagrænum Kópavogsvellinum.

Reynsluboltarnir og fyrirliðarnir Sonný og Málfríður Erna heilsast og það eru 2 mínútur í kick off!
Fyrir leik
Ef við skoðum viðureignir Breiðabliks og Vals á Íslandsmóti undanfarin 5 ár kemur í ljós að mikið jafnræði hefur verið með liðunum.

Valur hefur unnið 4 leiki, Blikar 5 leiki og einu sinni hafa liðin gert jafntefli.
Fyrir leik
Þetta er afar áhugaverð umferð enda ekki bara toppslagur í Kópavoginum. Á Akureyri tekur Þór/KA nefnilega á móti Stjörnunni en þau lið eru í 2. og 4. sæti.

Það verður því mjög spennandi að fylgjast með gangi mála enda þrjú lið sem gætu verið í toppsætinu þegar mótið verður hálfnað. Þá gæti það fjórða stimplað sig aftur inn í titilbaráttuna takist Stjörnunni að sækja sigur norður.

Þessi umferð er eiginlega bara alveg geggjuð því auk þess sem fjögur efstu liðin eiga innbyrðisleiki gæti margt gerst neðar í töflunni að auki.

ÍBV hefur verið í brasi að undanförnu og tekur á móti Selfossi sem hefur verið í stuði. Liðin bæði með 8 stig í 6. -7. sæti deildarinnar.

Þá tekur FH á móti Grindavík í Hafnarfirðinum. FH-liðið á óvanalegum slóðum á botni deildarinnar á meðan Grindvíkingar hafa verið að salla inn stigum. Mjög mikilvægur leikur upp á framhaldið fyrir bæði lið.

Umferðinni lýkur svo á morgun með leik KR og HK/Víkings. KR-ingar í vondri stöðu með 3 stig en HK/Víkingar hvergi nærri öruggar í deildinni þrátt fyrir að vera komnar með 7 stig.

Rooooosaleg spenna framundan á öllum völlum! .. Svo er eitthvað HM líka!
Fyrir leik
Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá toppslag Breiðabliks og Vals í Pepsi-deild kvenna!

Um er að ræða leik í 9. umferð Pepsi-deildarinnar sem er þá að verða hálfnuð þetta sumarið.

Fyrir leik eru Blikar í efsta sæti deildarinnar með 21 stig en Valsarar eru ekki langt undan. Sitja í 3. sæti með 19. stig.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f) ('82)
21. Arianna Jeanette Romero
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('72)
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('64)
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir ('82)
6. Mist Edvardsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('72)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('64)
27. Hanna Kallmaier

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('43)

Rauð spjöld: