Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Þróttur R.
4
1
ÍA
Viktor Jónsson '17 1-0
Daði Bergsson '23 2-0
2-1 Stefán Teitur Þórðarson '39
Viktor Jónsson '49 3-1
Viktor Jónsson '86 4-1
13.07.2018  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Mikil rigning en logn gervigrasið frábært.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Viktor Jónsson (Þróttur)
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Finnur Tómas Pálmason
3. Árni Þór Jakobsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson ('73)
7. Daði Bergsson (f)
9. Viktor Jónsson
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Jasper Van Der Heyden ('83)
23. Guðmundur Friðriksson
26. Kristófer Konráðsson ('63)

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Finnur Ólafsson ('73)
6. Birgir Ísar Guðbergsson
8. Aron Þórður Albertsson ('63)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
15. Víðir Þorvarðarson ('83)
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Jamie Paul Brassington
Jón Breki Gunnlaugsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Hreinn Ingi Örnólfsson ('36)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Fyrsti heimasigur Þróttar í sumar er staðreynd og vá hvað hann var sannfærandi. Leggja skagamenn af velli með 4 mörkum gegn 1 og stúkan tryllist!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
93. mín
ÞÞÞ reynir skot frá miðju........... beint á Arnar
93. mín
WHUTTT!!! Viktor var næstum búin að bæta við fjórða markinu hérna! Aron fer illa með varnarmann skagamanna og á geggjaðan bolta inn á teig þar sem Viktor er í DAUAÐFÆRI en Árni ver meistaralega frá honum!
92. mín
Ragnar Leós með skot af 30 metrunum beint á Arnar í markinu.
90. mín
Uppbótartími framundan.
88. mín
AUJJJJ Víðir Þorvarðar svo nálagt því að bæta við en skotið hans fer rétt framhja markinu!

Skagamenn bruna upp í sókn og ná að spila Stefán Teit í ágætis færi en skotið er beint á Arnar í markinu.
86. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Daði Bergsson
HAT TRICK HERO!! Loksins loksins kom þrennan hjá Viktori þessi nýja klipping er að breyta gæjanum vá! Geggjuð sókn sem endar a því að Daði Bergs leggur boltann rólega bara út í teiginn og Viktor mætir og getur ekki annað en skorað. Hat Trick
85. mín
ÍA fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming heimamanna. Arnór Snær á fyrsta skallan en svo ná Þróttarar að hreinsa.

Mér heyrist stúkan syngja í átt að honum "Hvað er pabbi þinn, hann er Þróttari" skemmtilegt
83. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Þróttur R.) Út:Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.)
Víðir mættur
82. mín
"ÞRÓTTUR, ÞRÓTTUR, ÞRÓTTUR" heyrist í stúkunni en Kiddi Casio er ekki í takt! Hélt hann væri tónlistarmaður.
79. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
Fær spjald fyrir að rena stöðva sókn.
79. mín
SKemmtileg tilþrif hjá Aroni þarna hann reyndi að klippa boltann eftir fyrirgjöf en þetta var of mikið fyrir hann og hann hitti boltann ekki vel og Árni grípur hann auðveldlega.
77. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
76. mín
Hvaða fíaskó sending var þetta frá Finni, hann ætlar setja boltann til baka a Arnar Darra en sendinginn er svo slök að hún fer aftur fyrir í horn.
75. mín
Jæja korter eftir af þessum leik. Ná skagamenn að setja mark og setja þetta í spennuþrungnar loka mínútur eða eru Þróttarar bara fara sigla þessu þæginlega heim?
73. mín
Inn:Finnur Ólafsson (Þróttur R.) Út:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
71. mín
Jæja smá líf í þessu hjá skagamönnum þessa stundina. Þeir fá aðra hornspyrnu em að Raggi Leós tekur. Viktor Jóns skallar boltann frá en hann kemur aftur inn á teiginn þar sem mér sýnist Viktor BOMBA aftan í Arnar Már sem að steinliggur ég heyrði smellinn hingað alla leið upp í fjölmiðlaboxið þetta hefur ekki verið gott.
70. mín
Of litlir skór hjá Stefáni Teit! ÞÞÞ með sterkan sprett upp hægri vænginn og setur boltann eftir jörðinnoi fyrir markið þar sem Stefán mætir og er aðeins nokkrum cm frá því að ná boltanum samkvæmt Tölfræði Gumma! En Arnar Darri handsamar knöttinn að lokum.
68. mín
Djöfull ertu fáranlega góðiur Jasper! Fer bara framhjá leikmönnum ÍA eins og þeir séu keilur og stórsvigar á milli þeirra áður en hann fer í skot sem fer að varnarmanni og Þróttur fær horn.

BJARGAÐ Á LÍNU!! Viktor Jóns er aftur nálagt því að setja þrennuna nær geggjuðum skalla eftir horsnpyrnuna en ÍA bjarga á línu.
67. mín
Skagamenn ná að koma boltanum í netið en Hörður er flaggaður rangstæður áður en hann setur hann fyrir markið.
64. mín
Einar Logi í hörkufæri en skallinn hans er ekki góður og fer langt framhjá markinu! Á að gera betur þarna.
63. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) Út:Kristófer Konráðsson (Þróttur R.)
62. mín
Ááááiiiiii Birkir Þór skellir í eitt stykki niðurlægjandi klobba á Arnar Már á miðjunni. Mér finnst Þróttur vera yfir allstaðar á vellinum.

ÍA fá hornspyrnu sem að Ólafur Valur ætlar að taka, hann þarf hinsvegar að bíða aðeins þar sem Kristófer Konráðs liggur óvígur eftir á vellinum.
60. mín
ÞVÍLÍK VARSLA!! Váá Viktor Jóns er nálagt því að fullkomna þrennuna hérna. Jasper Heyden fer virkilega illa með tvo varnarmenn skagamanna og fer á milli þeirra áður en hann krossar fyrir á Hausinn á hinum hárstutta Viktori Jóns sem er aleinn á markteig en þessi varsla Árni þessi varsla var upp á 10,7!
58. mín
Jæja! ÞÞÞ reynir skot fyrir utan teig en yfir markið fer það.
57. mín
Heimamenn fá aukspyrnu á hættulegum stað mér sýnist Rafn Andri ætla taka þessa spyrnu inn á boxið og kemur með geggjaðan bolta en varnarmenn ÍA ná að hreinsa.

Jæja núna vil ég fara sjá smá líf í gestunum, þetta er rosalega dapurt.
55. mín
ÍA fá aukaspyrnu á hægri kantinum þegar Þórður er tæklaður niður af Birki Þór. Ólafur Valur er bara mættur til að taka spyrnuna og hún er stórhættuleg en vararmenn Þróttar ná að skalla boltann frá!
53. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Hafþór Pétursson (ÍA)
Jói Kalloi er gjörsamlega trylltur yfir spilamennskunni og gerir tvöfalda skiptingu strax! Skil hann vel.
53. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
51. mín
Það er svo mikil stemming Þróttara megin í stúkunni að ungir knattspyrnu strákar eru hoppandi af gleði. Þetta er heldur betur óvænt! Þróttur hafa ekki unnið leik á heimavelli og eru 3-1 yfir gegn skaganum!
49. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Daði Bergsson
Þetta er rosalegt! Allt í einu eru Þróttarar sloppnir í gegn. Arnór reynir að hreinsa boltann á miðjunni en hittir hann fáranlega og aftur fyrir hann fer boltinn. Það virðist svo brotið klaufalega á Kristófer Konraðs en dómarinn beitir geggjuðum hagnaði og Daði Bergs tekur touchi framhjá tæklingu varnarmannsins og er kominn einn á móti Árna en sér Viktor koma á straujinu hinu megin og leggur hann fyrir á Viktor sem að getur ekki annað en klárað þetta og staðan er 3-1!
48. mín
ÞÞÞ hendir í skot sem að endar í húsdýragarðinum. Hann er í því að slæsa boltann illa.
47. mín
Þróttur fá hornspyrnu sem heiðarlegasti gæjinn á vellinum tekur. Rafn ANdri er með heiðarlega vondan bolta inn á teiginn og skagamenn hreinsa frá.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleiks veislan er hafinn. Ég ætla bara lofa lágmarki tveim aukamörkum í seinni hálfleik!
45. mín
Hálfleikur
Einar hefur flautað til hálfleiks í þessum skemmtilega fótboltaleik. Þróttur hafði yfirhöndina fyrsta hálftíman en ÍA hafa endað síðasta korterið á miklu tempói.

Staðan er 2-1 í Laugardalnum og það eru að lágmarki tvö mörk á leiðinni í seinni hálfleik það er bara svoleiðis.
45. mín
Það er nóg að gera hjá Árna í markinu hinsvegar í fyrri hálfleik! Rafn Andri vinnur boltann frábærlega á miðjunni og keyrir af stað og setur Daða Bergsson einan í gegn á móti Árna samt í þröngri stöðu og skotið eftir því en Árni þarf samt að verja þetta sem og hann gerir.
42. mín
Viktor Jóns nær laflausum skalla á markið sem að fer beint í hendurnar á Árna. Hvernig bregðast heimamenn við þessu marki, þeir hafa verið að gefa aeftir síðustu mínútur og ÍA er að ganga á lagið.
40. mín
ÞESSI VARSLA ARNAR DARRI!! Sturluð varsla frá Arnari sem að tók bolta sem var á leiðinni upp í sammaran frá Steinari Þorsteins!
39. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stoðsending: Hörður Ingi Gunnarsson
SKAGAMENN MINNKA MUNINN! Frábær sókn hjá ÍA. Albert setur fallega snuddu sendingu á milli hafsents og bakvarðar þar sem Hörður Ingi kemur með frábært hlaup og er kominn inn á teiginn, hann leggur boltann fyrir markið þar sem Arnar Darri nær að slæma höndinni í hann en boltinn endar hjá Stefáni sem að klára einn á auðum sjó í autt markið! 2-1
36. mín Gult spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
Ááááiiii Hreinn ingi BOMBAR Ragnar Leós niður hann fann fyrir þessu. Hárréttur dómur.
35. mín
Skagamenn bruna strax í sókn og Steinar Þorsteins fær boltann í miðjum vítateig Þróttar og ákveður að hlaða í skotið sem fer beint á Arnar í markinu! Albert Hafsteins var aleinn skooo aleinn vinstra megin við hann og rétt ákvörðun hefði verið að gefa boltann.
34. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Vá þessi bolti frá Kristófer frá vinstri kantinum beint í hlaupaleiðina hans Jasper Heyden sem er kominn einn í gegn á móti Árna en Árni ver meistaralega í markinu!

33. mín
Ég er eiginlega hálf orðlaus yfir spilamennsku ÍA í fyrri hálfleik. Ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa henni væri það líklegast stórslys og bæta við einu orði sem væri skömmustulegt.
32. mín
Úff Guðmundur Friðriks er alltof seinn og traðkar ofan á ristina á ALbert og Einar dæmir aukaspyrnu. Þetta gat verið spjald
29. mín
Sturluð staðreynd frá Eimskipsvelli. Andri Vigfússon línuvörður er eini alþjóðlegi futsal dómarinn okkar samkvæmt heimildarmanni á vellinum. Er það satt? Ef svo er þá er það sturluð staðreynd.
28. mín
Skagamenn fá horn en þau eru bara ekki nógu góð. Arnar Darri grípur þenann bolta full auðveldlega.
26. mín
Hvað er eiginlega í gangi? Þetta er samt bara svo verðskuldað Þróttarar eru búnir að vera miklu betri fyrstu 25 mínúturnar. Miklu meiri kraftur miklu meiri dugnaður og vilji, ég sé bara rjúka af Jóa Kalla á hliðarlínunni hinum megin. Hann er brjálaður og má vera það út í sína menn.
23. mín MARK!
Daði Bergsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Viktor Jónsson
HVAÐ ER AÐ GERAST DRENGIR! Heyrist í vallarþulinum eftir þetta mark. Þróttur er komið í 2-0 endurtek 2-0! Viktor Jóns er allt í öllu hérna, keyrir á varnarmenn skagamanna og það opnast allt á milli hafsent og bakvarðar þar sem hann leggur boltann í gegn á Daða bergsson sem að klára færið eins og hann hafi aldrei gert annað.
22. mín
SÚ TÆKLING MAÐUR!! Vááá Hörður Ingi með eina flottustu tæklingu sem ég hef séð, Daði Bergs er að komast einn í gegn og boltinn er skoppandi en Hörður kastar sér og nær á undraverðan hátt að tækla boltann í innkast!
21. mín
ÍA fá aukaspyrnu vinstra megin við vítateig Þróttar. Að sjálfsögðu er Ragnar Leósson mættur að taka hana en spyrna fer ekki framhjá fyrsta varnarmanni og skagamenn fá horn sem lítið verður úr.
20. mín
Þvílíkur kraftur í heimamönnum fyrstu 20 mínúturnar. Kristófer étur Albert Hafsteinsson bara á miðju svæðinu eins og góða steik.
18. mín
Þróttarar keyra strax aftur í sókn og er Viktor Jóns kominn upp að endarlínu vinstra megin og kemur með flotta fyrirgjöf en skagamenn bjarga!

"LIFFFIIIIIIII, ÞRÓTTUR" heyrist reglulega í stúkunni núna menn eru ánægðir
17. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
HVAÐ GERÐIST ÞARNA!!!! Allt í einu er Viktor kominn einn á móti Árna og klárar færið auðveldlega. Einar Óli reyndi að tækla boltann en nær ekki að hreinsa hann og hinn nýklippti er farinn að sjá vel eftir að hann fjarlægði síða hárið og er fljótur að átta sig og refsar! 1-0 Þróttur!
15. mín
Guðmundur Friðriksson vinnur aukaspyrnu út á hægri kanti á hættulegum stað fyrir heimamenn. Kristófer tekur spyrnuna en hún var vægast sagt slök og gestirnir koma boltanum frá.
13. mín
Þróttur fær horn en Hörður Ingi nær að skalla boltann frá og Þróttur fá annað horn.

Kristófer Konráðs tekur spyrnuna en gestirnir koma þessu frá. Pressan heldiur samt áfram hjá heimamönnum, þeir eru að byrja þennan leik vel!
12. mín
Karl "Skalli" Brynjar Björnsson leikmaður Þróttar er mættur í stúkuna ásamt konu sinni. Hann er greinilega nýbúinn að skafa hárið enda spegilsléttur skallinn á honum sem er einmitt ástæða þess að hann er rosalegur skallamaður!
9. mín
ÍA fá hornspyrnu og mætir spyrnu Raggi á svæðið. Arnar Már vinnur skallan en hann er arfaslakur og fer af varnarmanni og út fyrir teiginn þar mætir ÞÞÞ og ætlar að hamra boltanum en hann slæsar hann eins og góðan ost og skotið fer langt framhjá markinu.
8. mín
Þróttur að ógna þegar Guðmundur Friðriks reynir kross fyrir markið en varnarmenn ÍA skalla frá.
6. mín
ÚFF þarna bjargaði Hreinn Ingi á síðustu stundu! Arnar Már keyrir upp með boltann og reynir að lauma honum inn fyrir vörn Þróttar í hlaupaleið Stefáns en Hreinn bjargar á síðustu stundu.
5. mín
Skagamenn eru meira með boltann fyrstu 5 mínúturnar og halda honum vel innan liðsins en eru lítið að ógna.
2. mín
Það er klassa mæting á Eimskips-vellinum í kvöld ánægður með þetta Tvíbbarnir Gunni og Ási eru að sjálfsögðu mættir! Ef að stuðningsmenn eru að lesa þessa lýsingu væri ég til í smá hróp og köll jafnvel klapp með því.
1. mín
Skagamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Ragnar Leós tekur hana og það myndast smá hætta inn í teig heimamanna en að lokum koma þeir boltanum frá.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru ÍA sem að byrja með boltann og sækja í átt að miðbænum. Það er fössari svo ég býst við góðri skemmtun og lágmarki þremur mörkum!
Fyrir leik
#Celebvaktinn Reynir Leósson sparkspekingurinn þjóðþekkti er mættur í stúkuna. KIDDI CASIO, Dóri Gylfa er mættur einnig what a legend.
Fyrir leik
Fyrir áhugsama og þá einungis þá sem eru áhugasamir þá er grenjandi rigning en hárið á Jóa Kalla hreyfist ekki. Hvaða gel er maðurinn að nota? Þeir sem hafa hugmynd um það eða vita það eru hvattir til að twitta á mig!

Liðin eru að hita upp út á velli. Þróttarar eru að taka gamla góða tvær línur og skokk meðfram keilum á meðan skagamenn henda í 7 metra sendingar á milli. Fæ vin minn tölfræði Gumma til að staðfesta þessa 7 metra á næstu mínútum.
Fyrir leik
Jæja byrjunarliðin eru bæði klár ekki veit ég hvað var í gangi hjá KSÍ eða ÍA en áfram gakk.

Hjá Þrótti byrjar hinn nýklippti Viktor Jónsson (Það var kominn tími á þetta viktor) ásamt Daða "Wonder touch" Bergssyni og Jasper Van Der Heyden.

Hjá ÍA byrjar ÞÞÞ eða skotmaskínan ásamt markahæsta leikmanni ÍA Steinari Þorsteins og Ragnari Leóssyni

Í dag eigast við tveir bræður í sitthvoru liðinu. Birkir Þór Guðmundsson og Arnór Snær Guðmundsson eru að fara mætast í kvöld í fyrsta skipti og hlakka ég til að sjá þá aðeins berjast jafnvel kýtast aðeins. Pabbi þeirra er mættur og spjallaði ég aðeins við hann í tjaldinu góða áðan og hann er í geggjaðri treyju! Hálf Þróttara treyja og hálf ÍA treyja. Hægt að sjá mynd neðar í textalýsingunni.
Fyrir leik
Þessi burger var í ruglinu góður! Vel djúsi með beikoni og piparosti hversu gott combo og einn ískaldur með honum. Elvar var ekki að ljúga að mér með gæði borgarans.

Byrjunarliðin eru greinilega ekki alveg klár eða jú byrjunarlið Þróttar er klárt. Byrjunarlið skagamanna er hinsvegar ekki komið inn á vef KSÍ
10 / 10


Fyrir leik
Ég er mættur í hjarta Reykjavíkur og bið eftir besta burger landsins samkvæmt Elvari Geir samstarfsfélaga mínum. Elvar klikkar sjaldan og hef ég enga trú á því að hann klikki á þessu.

Umgjörðin hjá Þrótti er til fyrirmyndar þetta veislu tjald sem þeir hafa hérna á svæðinu gæti rúmað svona 800 manns!

Risa hrós á Þrótt og umgjörð þeirra!


Fyrir leik
Liðin tvö sitja í öðru og sjötta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og munar áþ eim 10 stigum.

Þróttur situr í því sjötta með 13 stig eftir fyrstu 10 umferðirnar með markatöluna 18:19. Þeir hafa átt hörmulegu gengi að fagna á heimavelli í sumar og tapað öllum 4 leikjunum sínum þar. Þeir hafa einungis skorað 3 mörk en fengið á sig 11 á heimavelli, það er alls ekki boðlegt í Laugardalnum.

ÍA sitja hinsvegar í öðru sæti deildarinar með 23 stig og með sigri fara þeir á toppinn fyrir ofan á Hk sem sitja þar með 25 stig. Varnarleikur skagamanna hefur verið sterkur og haf þeir einungis fengið á sig 5 mörk í sumar. Þeir hafa náð í 7 stig af 12 mögulegum á útivelli í sumar. En fyrsti og eini tapleikur þeirra hingað til kom á móti Víking Ó á útivelli
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Inkasso ástríðunni. Í viðureign dagsins eigast við lið Þróttar og ÍA og hefst leikurinn klukkan 19:15 á Eimskipsvellinum.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson ('77)
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Albert Hafsteinsson ('53)
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson
15. Hafþór Pétursson ('53)
18. Stefán Teitur Þórðarson

Varamenn:
13. Birgir Steinn Ellingsen
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('53)
16. Viktor Helgi Benediktsson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('53)
20. Alexander Már Þorláksson ('77)
26. Hilmar Halldórsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('79)

Rauð spjöld: