Víkingsvöllur
föstudagur 13. júlí 2018  kl. 18:30
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Íslenskt sumarveður. Skýjað, kalt og rigning.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 722
Maður leiksins: Sölvi Ottesen - Víkingur
Víkingur R. 1 - 0 Keflavík
1-0 Arnþór Ingi Kristinsson ('4)
Davíð Örn Atlason , Víkingur R. ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
0. Sölvi Ottesen
3. Jörgen Richardsen
5. Milos Ozegovic ('46)
6. Halldór Smári Sigurðsson (f)
7. Alex Freyr Hilmarsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
19. Atli Hrafn Andrason ('29)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
23. Nikolaj Hansen ('65)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
2. Sindri Scheving
9. Erlingur Agnarsson ('29)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('46)
18. Örvar Eggertsson ('65)
20. Aron Már Brynjarsson
22. Logi Tómasson

Liðstjórn:
Arnar Bergmann Gunnlaugsson
Fannar Helgi Rúnarsson
Logi Ólafsson (Þ)
Halldór Svavar Sigurðsson
Kári Árnason
Þórir Ingvarsson

Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('24)
Milos Ozegovic ('36)
Arnþór Ingi Kristinsson ('43)

Rauð spjöld:
Davíð Örn Atlason ('90)
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
96. mín Leik lokið!
Þriðji sigur Víkinga í röð! Keflavík heldur áfram að sökkva nær Inkasso. Þetta var ekki mjög skemmtilegur fótboltaleikur.
Eyða Breyta
95. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)

Eyða Breyta
90. mín Rautt spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Annað gula og þar með rautt... fyrir tuð held ég? Eða sparka boltanum í burtu? Menn voru ekki alveg vakandi í fréttamannastúkunni.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn er fimm mínútur.
Eyða Breyta
88. mín
Keflavík skoraði síðast deildarmark þann 4. júní!
Eyða Breyta
86. mín
Erlingur Agnarsson í skallafæri en var ekki í jafnvægi. Áfram heldur sóknin og Alex Freyr Hilmarsson skallar framhja.
Eyða Breyta
85. mín
722 á heimavelli hamingjunnar í kvöld.
Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Marc McAusland (Keflavík)

Eyða Breyta
82. mín Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Dagur Dan Þórhallsson (Keflavík)

Eyða Breyta
80. mín
Aron Freyr Róbertsson skallar yfir mark Víkinga.
Eyða Breyta
76. mín
Örvar Eggertsson á fleygiferð og fellur í teignum. Ekkert dæmt.
Eyða Breyta
75. mín
Víkingar eru ekki að spila vel og Keflavík gæti gengið á lagið á lokasprettinum.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Mér sýndist reyndar Anton hafa verið sá brotlegi, en jæja... áfram með þetta.
Eyða Breyta
72. mín
Ef Víkingar fagna sigri í kvöld verður þetta þriðji sigurleikur liðsins í röð í deildinni. Gleði.
Eyða Breyta
71. mín
Keflvíkingar með skot af löngu færi. Yfir.
Eyða Breyta
69. mín Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Aron Freyr Róbertsson (Keflavík)

Eyða Breyta
68. mín
Sölvi Geir kominn með vafning um höfuðið. Kunnugleg sjón!
Eyða Breyta
66. mín
Það er hugur í Keflvíkingum en betur má ef duga skal. Ekki mikil gæði í þessum fótboltaleik í kvöld.
Eyða Breyta
65. mín Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Nikolaj Hansen (Víkingur R.)

Eyða Breyta
57. mín
Þá kemst Keflavík í fínt færi! Leonard með skot en hitti boltann mjög illa.
Eyða Breyta
56. mín
Sindri risinn á fætur og leikur heldur áfram.
Eyða Breyta
55. mín
Sölvi Geir Ottesen í hörkuskallafæri en skallar yfir markið! Sindri ekki sannfærandi í markinu. Sindri liggur núna eftir og þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
52. mín
Víkingar sjá alfarið um að sækja hér í upphafi seinni hálfleiks. Nú kom hættuleg fyrirgjöf inn í teiginn en brotið var á Sindra markverði.
Eyða Breyta
47. mín
Erlingur Agnarsson með skot! Varið.
Eyða Breyta
46. mín Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.) Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Skipting í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Vallargestir farnir á vit ævintýra í veitingasölunni.
Eyða Breyta
44. mín
Sölvi með skalla eftir aukaspyrnuna en nær ekki að koma boltanum á markið.
Eyða Breyta
44. mín Gult spjald: Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Brot rétt fyrir utan vítateiginn vinstra megin.
Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Háskaleikur.
Eyða Breyta
42. mín Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Jeppe Hansen (Keflavík)
Jeppe getur ekki haldið leik áfram.
Eyða Breyta
41. mín

Eyða Breyta
37. mín
Leonard Sigurðsson með hörkuskot! Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og fór svo í hornspyrnu. Darraðadans eftir hornið en Víkingar náðu að koma hættunni frá.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Milos Ozegovic (Víkingur R.)

Eyða Breyta
35. mín
Nikolaj Hansen með skot. Tók boltann á lofti en Sindri varði.
Eyða Breyta
34. mín
Gregg Ryder situr með Keflvíkingum í stúkunni og orðrómar fara á fulla ferð...!
Eyða Breyta
33. mín
Keflvíkingar að ná upp ágætis spili en eins og oft áður í sumar er þetta ansi bitlaust.
Eyða Breyta
29. mín Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Atli meiðist og þarf að fara af velli.
Eyða Breyta
27. mín
Víkingar klárlega verið betra liðið en Keflvíkingar fengið tvö hörkugóð marktækifæri.
Eyða Breyta
26. mín
Bjarni Páll með lúmskt skot sem Sindri Kristinn á í ótrúlega miklum erfiðleikum með en nær á endanum að verja.
Eyða Breyta
25. mín
ÞVÍLÍK VARSLA!!! Andreas Larsen með rándýra vörslu! Dagur Dan Þórhallsson var í dauðafæri en Larsen sýndi frábær viðbrögð og varði í horn.
Eyða Breyta
24. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Of seinn í tæklingu og fyrstur í svörtu bókina.
Eyða Breyta
18. mín
Stórkallalegur fótbolti hér í Fossvogi. Það þarf ekkert að vera neikvætt. Harka í leiknum en Þorvaldur dómari tekur vel á henni.
Eyða Breyta
14. mín
NAUJJJ!!! Hólmar Örn með eitt karate-skot! Fékk boltann á lofti og lét vaða, ekki langt frá markinu þetta!
Eyða Breyta
13. mín
Keflvíkingar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Víkinga. Sending inn í boxið en Sölvi skallar frá. Hver annar.
Eyða Breyta
8. mín
Víkingar byrja mun betur. Alex Freyr tekur góðan snúning í teignum en er stöðvaður.
Eyða Breyta
4. mín MARK! Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.), Stoðsending: Jörgen Richardsen
Þetta tók ekki langan tíma!!!

Arnþór Ingi skorar með fínu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Jörgen Richardsen sem óð upp vinstri vænginn. Þetta var ákaflega auðvelt!
Eyða Breyta
2. mín
Í stúkunni má meðal annars finna sjálfan Gaupa, Gregg Ryder í atvinnuleit og landsliðsnefndarmanninn Rúnar Vífil.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Keflvíkingar eru alhvítir í dag. Víkingar í sínum hefðbundnu treyjum. Heimamenn hófu leik og sækja í átt að Kópavogi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
"Þá er að kynna liðin, í marki Víkinga stendur Andreas Larsen. Eða Andreas Schmeichel Larsen eins og við kjósum að kalla hann hér á heimavelli hamingjunnar" - Vallarþulurinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pöntunin tókst! Kaffið er komið og það er sjóðandi heitt!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hingað til hefur ekki klikkað að panta kaffi í gegnum textalýsingakerfið! Ef einhver starfsmaður Víkings rekst í þetta má láta skottast með eina könnu í fréttamannaklefann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fimmtán mínútur í leik og örfáar hræður mættar í stúkuna. Hef á tilfinningunni að það verði fámennt í kvöld... en örugglega góðmennt!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rikki Té, Rick Ten Voorde, ekki með Víkingum í kvöld. Hann fór meiddur af velli í sigrinum gegn Fylki í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vorum að fá þær upplýsingar að Kári hefði meiðst á æfingu í gær og sé því ekki leikfær í dag. Tognun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ekta íslenskt sumarveður. Skýjað, rigning og kalt. Vallarþulurinn með rigningarþema í tónlistarvalinu sínu. "Mér finnst rigningin góð" ómaði þegar ég mætti á svæðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð.

Kári Árnason er ekki í leikmannahópi Víkinga í kvöld en er skráður í liðsstjórnina. Mögulega eitthvað meiddur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Guðlaugur Baldursson sagði í viðtali í vikunni að hann vonaðist til að þjálfarabreytingarnar yrðu innspýting fyrir liðið.

"Ég vona það. Það kveikir oft í liði að breytt sé um mann í brúnni. Þá gerast stundum hlutir og ég vona svo sannarlega að mínir menn nái fram fyrsta sigurleiknum á föstudaginn (gegn Víkingi). Ef menn taka fyrsta sigurinn fá menn blóðbragð í tennurnar og það gæti hjálpað í bardaganum. Það gæti gefið mönnum trú og von," sagði Guðlaugur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það komu stórar fréttir frá Keflavík í vikunni þegar Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu vegna lélegrar uppskeru á tímabilinu. Aðstoðarmaður hans, Eysteinn Húni Hauksson, stýrir liðinu í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingar hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og eru fjórum stigum frá fallsæti. Gleði á þeim bænum. Fáum við að sjá Kára Árnason í kvöld? Spennandi að sjá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflvíkingar hafa verið í hrikalegu basli á tímabilinu og flestir eru búnir að dæma þá niður aftur í Inkasso-deildina. Liðið hefur ekki unnið leik, er aðeins með þrjú stig og heil níu stig eru upp úr fallsætinu!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin með okkur á hinn svokallaða 'heimavöll hamingjunnar" þar sem Víkingur Reykjavík og Keflavík eigast við í Pepsi-deildinni. Þessi leikur er hluti af 10. umferð deildarinnar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
0. Marc McAusland
2. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Ísak Óli Ólafsson
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
14. Jeppe Hansen ('42)
16. Sindri Þór Guðmundsson
20. Adam Árni Róbertsson ('69)
22. Leonard Sigurðsson
23. Dagur Dan Þórhallsson ('82)
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
3. Aron Freyr Róbertsson ('69)
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('42)
15. Atli Geir Gunnarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason ('82)
45. Cezary Wiktorowicz

Liðstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Ómar Jóhannsson
Sigurbergur Elísson

Gul spjöld:
Hólmar Örn Rúnarsson ('44)
Ísak Óli Ólafsson ('74)
Marc McAusland ('84)
Sindri Þór Guðmundsson ('95)

Rauð spjöld: