Kaplakrikavöllur
þriðjudagur 17. júlí 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Hildur Antonsdóttir
FH 1 - 3 HK/Víkingur
1-0 Eva Núra Abrahamsdóttir ('11)
1-1 Fatma Kara ('45, víti)
1-2 Hildur Antonsdóttir ('52)
1-3 Kader Hancar ('86)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Halla Marinósdóttir
2. Hugrún Elvarsdóttir
3. Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir ('79)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('70)
8. Jasmín Erla Ingadóttir
10. Erna Guðrún Magnúsdóttir (f)
18. Birta Georgsdóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('85)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('70)
14. Valgerður Ósk Valsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir ('79)
22. Ingibjörg Rún Óladóttir
23. Hanna Marie Barker ('85)

Liðstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Maria Selma Haseta
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir ('45)
Halla Marinósdóttir ('54)
Eva Núra Abrahamsdóttir ('90)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Silja Runólfsdóttir
94. mín Leik lokið!
Leik lokið og verðskuldaður sigur HK/Víkings svona miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Mjög sterk 3 stig sem þær fara með héðan úr Kaplakrikanum. Ég ætla að gefa áhorfendum stórt shout out að mæta í góða veðrinu en mætingin var mjög góð!
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Eva Núra fær verðskuldað gult spjald fyrir ljóta tæklingu.
Eyða Breyta
86. mín MARK! Kader Hancar (HK/Víkingur)
Frábær sókn hjá HK/Víking. Hildur gerir mjög vel og vinnur boltann á miðjunni. Hún kemur boltanum á Margréti Sif sem setur hann snyrtilega inn fyrir vörn FH þar sem Kader setur hann yfir Anítu í markinu. Skuggalega vel gert hjá öllum þremur og mjög vel klárað.
Eyða Breyta
85. mín Hanna Marie Barker (FH) Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH)
Skipting hjá FH en Hanna Marie kemur inn fyrir Þórey Björk.
Eyða Breyta
82. mín Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Víkingur) Karólína Jack (HK/Víkingur)
Karólína Jack kemur útaf og Þórhildur inn. Karólína hefur átt ágætan leik í dag.
Eyða Breyta
79. mín Birta Stefánsdóttir (FH) Guðný Árnadóttir (FH)
Guðný fer útaf núna og Birta kemur inn. Spurning hvort meiðslin áðan hafi eitthvað að segja með þessa skiptingu.
Eyða Breyta
76. mín
Guðný er komin aftur inn á.
Eyða Breyta
72. mín
Guðný leikmaður FH liggur niðri og virðist finna mikið til. Ég sá ekki hvað gerðist enda sólin aðeins farin að síga. Vonum að það sé ekki alvarlegt.
Eyða Breyta
70. mín Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur)
Isabella kemur inn fyrir Stefaníu.
Eyða Breyta
70. mín Rannveig Bjarnadóttir (FH) Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH)
Rannveig kemur inn fyrir Úlfu.
Eyða Breyta
69. mín
FH-ingar fá hornspyrnu sem HK/Víkingur hreinsar frá.
Eyða Breyta
67. mín
Karólína á frábært skot á markið en fer í hliðarnetið.
Eyða Breyta
65. mín
Frábær sókn hjá HK/Víking. Hildur vinnur boltann á miðjunni setur hann upp í horn á Karólínu sem setur hann út í teiginn ætlað Kader en hún er komin aðeins of langt inn í teiginn.
Eyða Breyta
63. mín
Kader brýtur á sér og FH fær aukaspyrnu. Frábær bolti fyrir en ekkert sem kemur úr því.
Eyða Breyta
56. mín
Fatma brýtur á sér og FH fær aukaspyrnu á fínum stað. Boltinn er frekar slakur og Björk grípur hann auðveldlega.
Eyða Breyta
55. mín
Aukaspyrna tekin og klafs í teig sem endar í dauðafæri en Aníta ver vel. Boltinn berst út á Gígju sem á skot í slánna.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Halla Marinósdóttir (FH)
Halla Marinós að næla sér í spjald. Brýtur á Hildi um miðjan völl.
Eyða Breyta
52. mín MARK! Hildur Antonsdóttir (HK/Víkingur)
Það sem Kader er að lyfta leik HK/Víkings. Hún fær boltann upp við endalínu og nær að halda honum frábærlega, leika á varnarmann og setja boltann fyrir á Hildi sem leggur hann svona líka fallega í netið.
Eyða Breyta
50. mín
Kader með tilþrif og gefur á Fatma sem á ágætis skot sem endar í fanginu á Anítu.
Eyða Breyta
46. mín Kader Hancar (HK/Víkingur) Linda Líf Boama (HK/Víkingur)
Seinni hálfleikur er hafinn. HK/Víkingur gerir eina skiptingu í hálfleik en Kader kemur inn fyrir Lindu Líf.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir (FH)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Í sömu andrá og miðja er tekin er flautað til hálfleiks. Mjög svo heimskulegt og asnalegt brot hjá Melkorku. Vonandi vaknar HK/Víkingur til lífsins í seinni hálfleik eftir þetta jöfnunarmark og við fáum hörkuleik.
Eyða Breyta
45. mín Mark - víti Fatma Kara (HK/Víkingur)
Það er aðeins farið að hitna í kolunum og smá kýtingur á milli Stefaníu og Höllu. HK/Víkingur tekur aukaspyrnu. Boltinn ferr inn í teig og Melkorka rífur í hárið á Hildi og dómarinn dæmir vítaspyrnu. Fatima tekur vítið og setur hann öruggt í vinstra hornið. Melkorka fær gult spjald.
Eyða Breyta
44. mín
Eva Núra brýtur á sér rétt fyrir aftan miðju FH. Aukaspyrnan berst inn í teig, boltinn skallaður út og Stefanía á skot sem endar í fanginu á Anítu.
Eyða Breyta
38. mín
Fatma á frábært skot sem Aníta Dögg ver út í teiginn, Linda reynir að ná til hans en er rangstæð.
Eyða Breyta
37. mín
Margrét Sif með frábært skot langt fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
35. mín
Frábær sending inn fyrir vörn HK/Víkings á Guðný sem setur hann út í teiginn en vörn HK/Víkings hreinsar.
Eyða Breyta
32. mín
Það er fjöldi í stúkunni enda frábært veður.
Eyða Breyta
29. mín
Leikurinn er stoppaður. Margrét Sif liggur eftir nær markteig FH-inga og þarf aðhlynningu utan vallar. Vonum að það sé ekki alvarlegt.
Eyða Breyta
27. mín
FH-ingar komast innfyrir vörn HK/Víkings, Björk fer út í boltann en nær ekki haldi á honum. Boltinn berst út til Jasmín sem á skot sem fer framhjá.
Eyða Breyta
26. mín
FH ingar hafa verið grimmari það sem af er fyrrihálfleiks, HK/Víkingur byrjaði vel en það dró af þeim eftir markið.
Eyða Breyta
24. mín
Erna reynir skot en það fer í varnarman HK/Víkings. En þær áttu einnig gott færi áðan sem endaði rétt framhjá.
Eyða Breyta
22. mín
Þetta hefur ekki verið alveg nógu góð byrjun hjá varnarlínu HK/Víkings sem er að gera nokkuð af mistökum. Þórey fær boltann eftir ein mistökin en setur hann framhjá markinu.
Eyða Breyta
21. mín
Linda sterk og nær að halda boltanum vel og skila honum til Karólínu á kantinn. Hún setur hann fyrir en hann endar yfir markið og útaf.
Eyða Breyta
17. mín
Eva Núra reynir sendingu innfyrir en þar er enginn og Björk tekur hann örugglega.
Eyða Breyta
15. mín
HK/Víkingur er ekki alveg að ná að höndla boltann vel í öftustu línu en þær eru heppnar að FH náði ekki góðu skoti.
Eyða Breyta
13. mín
FH-ingar skora nærri sjálfsmark. Erna nær ekki að hreinsa boltann sem berst á HK/Víking og sending berst innfyrir á Lindu. Linda setur boltann fyrir markið sem fer í Hugrúnu og aftur fyrir. HK/Víkingur tekur horn sem endar í slánni og útaf.
Eyða Breyta
11. mín MARK! Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Erna fær að fara ansi langt upp völlinn með boltann og nær góðri sendingu á Birtu sem setur hann fyrir en hann endar í varnarmanni HK/Víkings. FH-ingar halda áfram pressu sem endar með lélegri hreinsun og Eva Núra fær boltann og smyr boltanum laglega í netið.
Eyða Breyta
9. mín
Karolína fær boltann laglega upp hornið og ætlar að setja hann fyrir en boltinn endar í hliðarneti FH-inga.
Eyða Breyta
8. mín
Frábær sending hjá Karólínu inn miðjuna á Laufey sem setur hann innfyrir vörn FH en Margrét Sif var líklegast röng.
Eyða Breyta
7. mín
Laufey nær að brjóta á Ernu og FH fær aukaspyrnu rétt fyrir ofan miðju. Björk grípur örugglega.
Eyða Breyta
4. mín
FH á færi. Misheppnuð hreinsun frá marki hjá HK/Víking og Jasmin á skot á mark. einhvernveginn fær dómarinn út að það sé hornspyrna en úr henni verður ekkert og Björk nær honum í fangið.
Eyða Breyta
2. mín
Frábær sending úr vörn HK/Víkings á Lindu sem setur hann út á kantinn til Margrétar en FH nær að hreinsa. Bæði lið eru að pressa nokkuð stíft núna.
Eyða Breyta
1. mín
FH ingar pressa vel fyrstu mínúturnar, Eva Núra pressar Björk markmann sem setur hann útfyrir og FH fær horn. Guðný tekur hornið og HK/Víkingur skallar frá og kemur þessu í burtu.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Engar breytingar hafa orðið á byrjunarliði HK/Víkings síðan úr síðasta leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru því tvær breytingar á liði FH síðan úr síðasta leik en Hugrún Elvarsdóttir kemur inn í byrjunarliðið sem og Birta Georgsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
HK/Víkingur er með nýtt nafn á skýrslu en Kader Hancar gekk til liðs við þær í glugganum. FH hefur enn sem komið er ekki fengið neinn leikmann í glugganum en allavegana þrír leikmenn hjá þeim meiddust fyrir stuttu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bongó í Kaplakrikanum, ef þú vilt njóta sumarsins og mögulega fá lit í andlitið þá mæli ég með að gera ferð á völlinn.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
8. Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('70)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
13. Linda Líf Boama ('46)
18. Karólína Jack ('82)
26. Hildur Antonsdóttir
28. Laufey Björnsdóttir
91. Fatma Kara

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('70)
15. Þórhildur Þórhallsdóttir ('82)
17. Arna Eiríksdóttir
20. Maggý Lárentsínusdóttir
23. Milena Pesic
99. Kader Hancar ('46)

Liðstjórn:
Lidija Stojkanovic
Ísafold Þórhallsdóttir
Ástrós Silja Luckas
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Andri Helgason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: