Víkingur R.
0
1
Víkingur Ó.
0-1 Sasha Litwin '88
18.07.2018  -  19:15
Víkingsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: skýjað hægur vindur og fínn völlur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 560
Maður leiksins: Eli Keke
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
Sölvi Ottesen
3. Jörgen Richardsen
7. Erlingur Agnarsson ('73)
7. Alex Freyr Hilmarsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('60)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
2. Sindri Scheving
5. Milos Ozegovic
8. Viktor Örlygur Andrason
18. Örvar Eggertsson ('60)
20. Aron Már Brynjarsson ('73)
26. Valdimar Ingi Jónsson

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Kári Árnason

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('26)
Erlingur Agnarsson ('64)
Jörgen Richardsen ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið!!

Það eru Ólafsvíkingar sem halda áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins árið 2018 og það líklega bara sanngjarnt!
90. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
gult fyrir eitthvað orðbragð
90. mín
Heimamenn fá horn. síðasti séns.
90. mín
Davíð Örn með hjólhest af markteig eftir klafs. En yfir fer boltinn
90. mín
Inn:Emir Dokara (Víkingur Ó.) Út:Sasha Litwin (Víkingur Ó.)
90. mín
Allir heimamenn komnir fram. Kwame með svakalegann sprett einn á Larsen en skýtur of snemma og Larsen ver. Horn
88. mín MARK!
Sasha Litwin (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Gonzalo Zamorano
Ein skyndisókn. Gonzalo keyrir upp hægri kantinn og kemur boltanum framhjá Sölva á Sasha sem gerir vel og skorar af stuttu færi. Eru gestirnir að klára þetta?
87. mín
Heimamenn að hressast Örvar með fyrirgjöf sem Fran kýlir frá beint á Arnþór sem reynir skot en það fer yfir,
86. mín
Og hvað haldið þið. Hún var léleg og gestirnir fá markspyrnu.
85. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á álitilegum stað. Reykvíkingar það er til að hafa það á hreinu.
84. mín
Þetta er svo mikið moð. Hvorugt lið eitthvað betra en hitt og bara akkurat ekki neitt merkilegt að gerast í þessum leik. Ég bið ekki um mikið en í guðanna bænum þetta er dapurt.
80. mín Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur Ó.)
76. mín
Sorrie Barrie brýtur á Davíð. Ef hann væri ekki á gulu hefði hann fengið gult. Er nokkuð viss um það.
73. mín
Inn:Aron Már Brynjarsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
71. mín
Erlingur brýtur á Gonzalo. Er á spjaldi verður að passa sig.
69. mín
Besta færi leiksins. Arnþór með skalla eftir langt innkast frá hægri. Örvar bíður á fjærstönginni en boltinn lekur framhjá honum og sleikir stöngina á leið framhjá.
64. mín Gult spjald: Sorie Barrie (Víkingur Ó.)
64. mín Gult spjald: Jörgen Richardsen (Víkingur R.)
Stympingar við Sorie Barrie
64. mín
Er svo sofandi að ég tók ekki eftir því að skipt hefur verið um dómara leiksins. Arnar Þór Stefánsson er mættur á flautuna. Guðmundur Ársæll hlýtur að hafa meiðst.
64. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Brýtur á Gonzalo
60. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.)
58. mín
Ætla þó að vera jákvæður líka þó gæði leiksins séu ekki upp á marga fiska. Varnarlega hafa gestirnir spilað fantavel og haldið heimamönnum vel frá sér.
57. mín
Þetta er án efa það markverðasta í seinni hálfleik. Alex Frey reynir eins og eitt stk hjólhest inní teig en skýtur boltanum í hendinna á sjálfum sér og dæmd hendi.
52. mín
Einmitt það. Allt við sama heygarðshornið hér. Liðin ekki að skapa neitt og leikurinn hreint út sagt drepleiðinlegur. En stuðningsmenn Ólsara eru hressir og eiga sviðið hér fyrir nér.
47. mín
Gestirnir með tvö horn í röð hér í upphafi. En brjóta af sér í því síðara og Guðmundur flautar.
46. mín
Þetta er farið af stað á ný. Gestirnir hefja leik. Vonum að þetta batni nú frá fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Biðjumst velvirðingar á því að síðan lá niðri um tíma sem olli því að ekki var hægt að færa ykkur beina lýsingu hér í fyrri hálfleik.

Get þó glatt ykkur með þvi að þið misstuð ekki af neinu. Leikurinn er vægast sagt bragðdaufur og samkvæmt Gaupa sem sat hér með okkur í fyrri einn versti hálfleikur sem hann hefur séð.
26. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.)
Groddaralegt brot
11. mín
Gestirnir ætla sér greinilega að liggja til baka og treysta á hraða Gonzalo í framlínu sinni gegn miðvarðarpari heimamanna.
10. mín
Mikil stöðubarátta og hark þessar mínútur og fátt um fína drætti.
5. mín
Gunnlaugur Fannar að böðlast með boltann upp við teig gestanna og kemur honum á Alex Frey á vinstri vængnum sem á fyrirgjöf sem siglir yfir allt og alla og hættan líður hjá.
3. mín
Frábær sprettur hjá Davíð Erni upp allann völlinn sem endar með fyrirgjöf sem Hansen rekur kollinn í en nær ekki góðum skalla og boltinn fer framhjá.
1. mín
Sölvi skallar boltann eftir langt innkast frá Davíð Erni inná teiginn. Halldór Smári reynir skot en það er slakt og fer yfir.
1. mín
Það eru heimamenn sem hefja hér leik og sækja í átt að Smiðjuveginum
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til vallar og allt að verða til reiðu hér á Heimavelli Hamingjunar. Byrjum þessa veislu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt til hliðar og eflaust margir sem urðu fyrir vonbrigðum með að Kári Árnason skuli ekki vera á meðal leikmanna. Hann er þó í liðsstjórn og mun sitja á bekknum á meðan að leik stendur.
Fyrir leik
Mættur í blaðamannaboxið og það verður að segjast að völlurinn hefur tekið gríðarlegum framförum frá fíaskóinu í vor enda komið langt fram á sumar. Lofar góðu fyrir leikinn.
Fyrir leik
Tölfræðigrúskið mitt og minni hins stórskemmtilega Víkings í báðar áttir Guðbjörns Ásgeirssonar (Bubba) segir mér það að þetta er í fyrsta skipti sem þessi félög mætast í bikarnum frá upphafi.

Þökkum Bubba kærlega fyrir að staðfesta það við okkur en Bubbi er einmitt uppalinn í Fossvoginum og hefur gríðarlega sterkar tengingar við bæði félög. Sannkallaður fjársjóður þar á ferð.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst alls fimmtán sinnum frá aldamótum og í þeim leikjum hafa Reykvíkingar sigrað ellefu , þremur hefur lokið með jafntefli og Ólafsvíkingar haft sigur í einum.

Markatalan er svo 41-15 Reykvíkingum í vil.
Fyrir leik
Leið Ólafsvíkinga er ögn lengri í keppninni en þeir mættu fyrst liði KFG og höfðu þar stórsigur 0-5 í Garðabænum þar sem Ívar Reynir Antonsson og Kwame Quee (2) skoruðu en Garðbæingar aðstoðuðu svo með tveimur sjálfsmörkum.

Næstu fórnarlömb þeirra var svo lið Hamars frá Hveragerði en þeim leik lauk með 3-5 sigri Ólafsvíkinga. Hamarsmenn komust í 2-0 með mörkum frá Sam Malson en Víkingar svöruðu með markaflóði frá þeim Kwame Quee, Emanuel Eli Keke, Bjarti Barkarsyni og Ívar Reyni Antonsyni ásamt sjálfsmarki heimamanna.

Í 16 liða úrslitum mættu þeir svo liði Fram á gervigrasinu í Safamýri og höfðu þar 0-1 sigur með marki frá Vigni Snæ Stefánssyni sem var síðar í leiknum rekinn af velli og verður því í leikbanni í kvöld.
Fyrir leik
Reykvíkingar komu inní keppnina í 32.liða úrslitum eins og önnur lið Pepsideildarinnar og hafa því leikið tvo leiki á leið sinni hingað. Fyrst mættu þeir Reyni Sandgerði í 32.úrslitum og höfðu þar 0-2 sigur með mörkum frá Vladimir Tufegdzic sem nú hefur yfirgefið félagið og gengið til liðs við KA og Örvari Eggertssyni.

Í 16.liða úrslitum mættu þeir svo Kára í Akraneshöllinni og mörðu þar sigur í framlengdum leik 3-4 í leik þar sem Kári leiddi í hálfleik 3-1. Mörk Víkinga í þeim leik gerðu þeir Örvar Eggertsson, Davíð Örn Atlason, Rick Ten Voorde og Alex Freyr Hilmarsson en mörk Kára gerðu Ragnar Már Lárusson, Sindri S. Kristinsson og Andri Júlíusson.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er liður í 8.liða úrslitum Mjólkurbikarsins og fyrir liggur að sigurliðið úr þessum leik mætir liði Breiðabliks í undanúrslitum.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið velkommin í beina textalýsingu frá bikarslag Víkinga frá Reykjavík og nafna þeirra frá Ólafsvík.
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
Kristinn Magnús Pétursson
3. Michael Newberry
4. Kristófer James Eggertsson
5. Emmanuel Eli Keke
6. Ástbjörn Þórðarson
7. Sasha Litwin ('90)
10. Kwame Quee
10. Sorie Barrie
11. Alexander Helgi Sigurðarson
19. Gonzalo Zamorano

Varamenn:
2. Ignacio Heras Anglada
13. Emir Dokara ('90)
15. Sumarliði Kristmundsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
17. Brynjar Vilhjálmsson
20. Hilmar Björnsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
23. Sigurjón Kristinsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Kristján Björn Ríkharðsson
Þorsteinn Haukur Harðarson

Gul spjöld:
Sorie Barrie ('64)
Kwame Quee ('80)
Emir Dokara ('90)

Rauð spjöld: