Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Selfoss
1
3
Fram
0-1 Helgi Guðjónsson '35
0-2 Guðmundur Magnússon '54
0-3 Tiago Fernandes '78
Gilles Ondo '81 1-3
19.07.2018  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Fullkominn völlur og bongó!
Dómari: Anthony Coggins
Maður leiksins: Fred Saraiva
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Stefán Logi Magnússon
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez ('82)
9. Hrvoje Tokic
14. Hafþór Þrastarson
18. Arnar Logi Sveinsson ('63)
20. Bjarki Leósson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
3. Þormar Elvarsson
4. Jökull Hermannsson
9. Gilles Ondo ('63)
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Jóhann Bjarnason
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson
Arnar Helgi Magnússon

Gul spjöld:
Kristófer Páll Viðarsson ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Framarar fara í höfuðborgina með 3 stig. Góður sigur hjá þeim. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
82. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
82. mín
Inn:Mihajlo Jakimoski (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
81. mín MARK!
Gilles Ondo (Selfoss)
Stoðsending: Kristófer Páll Viðarsson
Selfyssingar eru ekki sammála mér. Kristófer Páll með frábæra sendingu frá vinstri og Ondo skallar hann niður og í hornið fjær.
78. mín MARK!
Tiago Fernandes (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
Leik lokið! Fred Saravia með geggjaða sendingu á Tiago Fernandes sem leikur á Stefán Loga og annan varnarmann setur hann í autt markið.

76. mín
Inn:Sigurður Þráinn Geirsson (Fram) Út:Helgi Guðjónsson (Fram)
Pedro gerir breytingu.
70. mín
Mark dæmt af!

Pachu kemur boltanum í netið snyrtilega með hælnum eftir kraðak í teignum eftir horn.

Dæmdur rangstæður og það held ég að hafi verið rétt.
63. mín
Inn:Gilles Ondo (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Gunnar Borgþórs ætlar að breyta til Ondo kemur inn fyrir Arnar Loga. Selfyssingar spila nú með Tokic og Ondo frammi.
60. mín
Framarar sleppa í gegn eftir frábæra sendingu Fred. Orri Gunnars í góðu færi en ákveður að reyna að gefa á Gumma Magg. Framarar er líklegri til þess að bæta hreinlega við.
57. mín Gult spjald: Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss)
Kristófer Páll fær fyrsta gula spjald leiksins. Peysutog úti á miðjum velli.
54. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Frábært mark hjá Fram!
Langur bolti upp í vinstra hornið bakvið vörn Selfoss. Helgi Guðjónsson á svo fullkomna fyrirgjöf á Guðmund Magnússon sem skorar sitt 11 mark í sumar.
53. mín
Spyrnan frá Fred í kjölfarið var svo galið léleg.
51. mín
Brotið á Fred Saraiva og Fram á aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
46. mín
Þetta er farið af stað. Már Ingólfur vallarþulur heimtar meira stuð hér !
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Ég ætla að fá mér sjóðandi brennandi heitt kaffi í hinni goðsagnakenndu Tíbrá.
35. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Fram)
Helgi Guðjónsson með mark!!! Það áttaði sig enginn á því að þetta væri mark á vellinum! Helgi átti skot á nærstöngina og Stefán Logi náði ekki að halda þessum úti. Átti að gera betur, hann er bókað ósáttur með sig.
27. mín
Atli ver aftur! Í þetta skiptið frá Pachu. Selfyssingar að minna á sig. Þeir ætla að vera með.
27. mín
Tokic! Dauðafæri má segja! Pachu að chippa hann í gegn en Atli ver vel frá Tokic. Færið smá þröngt en Atli gerði samt sem áður vel.
19. mín
Tokic fær hérna góða sendingu frá Pachu leikur inná teiginn og á þetta líka ágæta skot en Atli Gunnar varði vel.
15. mín
Það verður að segjast alveg eins og er að Framarar eru líklegri hérna sem stendur. Þeir eru að komast bakvið vörnina við og við.
9. mín
Það hefur ekkert markvert gerst fyrstu átta mínúturnar hér. En svo bara bamm, Unnar Steinn með einn langan yfir vörnina og Gummi Magg komst hér gott færi en Stefán ver í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Annars er þetta að hefjast. Selfoss sækir í átt að hinni goðsagnakenndu Tíbrá. Framarar sækja í átt að Stóra-hól. Guðmundur Magnússon sem hefur verið stórkostlegur fyrir Fram í ár hefur leikinn. Þetta verður veisla.
Fyrir leik
Már Ingólfur Másson vallarþulur hér á Selfossi spáir 3-1 sigri heimamanna. Tokic þrenna og Hlynur Atli Magnússon með mark Fram.
Hann fær ferð í Pulló í verðlaun frá undirrituðum ef þetta verður rétt.


Fyrir leik
Það sem er líka að frétta er að Hrojve Tokic er kominn með leikheimild og verður einkar spennandi að sjá hann á vellinum í dag. Hann á auðvitað algera tröllatölfræði í Inkasso en Tokic skoraði eftirminnilega 12 mörk í 8 leikjum með Víking Ólafsvík hér um árið.
Fyrir leik
Það sem er hér að frétta af Selfossi í dag er vissulega það að veðurguðirnir leika við hvurn sinn fingur. Hér er hreinlega bongó! Vonandi fáum við jafn góðan leik og veðrið hér er.
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 12. umferð Inkasso sem þýðir vissulega að liðin eru að hefja seinni umferðina. Selfoss situr nú í 9. sæti með 11 stig á töflunni en Fram er í því 6. með 14 stig. Selfoss getur því náð Fram að stigum með sigri í kvöld.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur Fótbolti.net um heim allan! Hér mun fara fram textalýsing fyrir leik Selfoss og Fram sem fram fer í kvöld á JÁVERK-vellinum.
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Helgi Guðjónsson ('76)
10. Orri Gunnarsson
10. Fred Saraiva ('82)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Tiago Fernandes
23. Már Ægisson

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
3. Heiðar Geir Júlíusson
5. Sigurður Þráinn Geirsson ('76)
9. Mihajlo Jakimoski ('82)
13. Alex Bergmann Arnarsson
15. Daníel Þór Bjarkason
19. Óli Anton Bieltvedt

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Daði Guðmundsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: