Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
HK/Víkingur
2
5
Þór/KA
0-1 Sandra Mayor '4
Hildur Antonsdóttir '6 1-1
1-2 Andrea Mist Pálsdóttir '41
1-3 Hulda Ósk Jónsdóttir '47
Hildur Antonsdóttir '59 2-3
2-4 Sandra María Jessen '71
Andri Hjörvar Albertsson '77
2-5 Sandra Mayor '89
22.07.2018  -  16:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Toppaðstæður, völlurinn lítur vel út blautur og í góðu standi.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 122
Maður leiksins: Sandra Mayor (Þór/KA)
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('72)
5. Fatma Kara
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('84)
20. Maggý Lárentsínusdóttir ('55)
26. Hildur Antonsdóttir
28. Laufey Björnsdóttir
99. Kader Hancar

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
6. Tinna Óðinsdóttir ('55)
11. Þórhildur Þórhallsdóttir ('72)
13. Linda Líf Boama ('84)
17. Arna Eiríksdóttir
23. Ástrós Silja Luckas

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Andri Helgason
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Arnar er búin að blása í flautuna og Þór/KA er komið á toppinn eftir 5-2 sigur á Víkingsvelli.

Viðtöl og Skýrsla á leiðinni
90. mín
VÁÁÁ Anna Rakel reynir bara skot úr spyrnunni og það smellur í þverslánni óheppinn þarna!
90. mín
ÚFF ! Björk missir boltann út fyrir teiginn og handsamar knöttinn þar. Er þetta þá ekki gult spjald? Nei Arnar sleppir henni. Þetta er gult Arnar minn
90. mín Gult spjald: Ariana Calderon (Þór/KA)
Þetta var ekki fallegt Ariana. Hún er smá skaphundur og fer þarna illa í Fatma sem liggur sárkvalinn á vellinum.
89. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Rut Matthíasdóttir
Þetta er alltof alltof alltof einfalt mark. Rut Matthíasdóttir fær boltann inn á eig og bara leikur sér í rólegheitum með boltann og leggur hann á Söndru Mayor sem að klárar auðveldlega.
87. mín
HK/Víkingur fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig hægra megin. Gígja tekur hana en Arna skallar frá þvílíkur höfðingi sem hún er í háloftunum.
86. mín
Laufey Björns er að bjóða á víti hérna en Sandra Mayor heldur sér standandi á meðan Laufey rífu og rífur í hana. Sandra kjötar svo bara Laufey af sér og reynir skot með vinstri en framhjá markinu fer það.
85. mín
Það eru fimm mínútur eftir og ég trúi bara ekki öðru en að það sé smá dramatík eftir í þessu!

84. mín
Inn:Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
84. mín
Inn:Linda Líf Boama (HK/Víkingur) Út:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur)
84. mín
Lára Einars í færi! Boltinn skoppar í gegnum allan varnarmúr HK/Víking og á Láru sem að setur boltann yfir í þröngu færi
83. mín
Váá Þórhildur kemur með geggjaða sendingu á Kader sem á að gera miklu betur í móttökunni enda komin ein í gegn en hún missir boltann frá sér og hann endar í fanginu á Johönnu!
80. mín
Þessi leikur hefur gjörsamlega allt! Þetta er geggjað dæmi maður. Þvílík dramatík, ekki nóg með að það séu 4 mörk og rautt spjald þá er Hilmar Jökull mættur í stúkuna til að styðja HK/Víking en hann er landsþekktur Blika stuðningsmaður. Fallegt af Hilmari
77. mín Rautt spjald: Andri Hjörvar Albertsson (Þór/KA)
Það er allt að verða vitlaust hérna! Ég sé ekki hvað gerist en það er brot upp við varamannaskýli Þór/KA og þær liggja þarna tveir leikmenn svo gerir Andri eitthvað sem við bara sjáum ekki næginlega vel. Hvort hann hrinti aðstoðardómaranum eða sagði eitthvað við dómarann og fékk beint rautt! Þetta var stórfurðulegt en mér sýndis Kader bomba olnboganum í Lillý sem lá undir henni og Andri hefur brjálast við það
76. mín
HK/Víkingur fá aukaspyrnu út á hægri kantinum en spyrnan frá Gígju fer beint í fangið á Johönnu í markinu.

Ég ætla gerast kaldur ég spái því að það komi annað mark í þennan leik.
75. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Hulda átt flotta spretti í þessum leik
74. mín
það eru færi eftir færi hérna! Núna er Lillý kominn í skallafæri en nær ekki setja boltann á mrkið boltinn fer svo af varnarmanni HK/Víkings og í fangið á Björk.

"DÓMARI" Heyrist í stúkunni fólkið er alls ekki ánægt með hann. Hann hefur dæmt þetta samt vel
73. mín
Stúkan er að verða brjáluð hérna. Þór/KA fá aukaspyrnu sem að endar í fanginu á Björk. Ariana virðist aðeins nudda í hana og stúkan er brjáluð út í Arnar dómara.

Hulda Ósk er við það að komast í gott færi en Laufey Björns á frábæra tæklingu og kemur boltanum í horn!
72. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Víkingur) Út:Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)
71. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra Mayor
Það er allt brjálað í stúkunni en Þór/KA stelpum er alveg sama! Það virðist brotið á Fatma á miðjunni en það er ekkert dæmt Þór/KA keyra af stað og sér Mayor frábært hlaup frá Söndru sem að tekur vel við boltanum og klárar þetta eins og að drekka vatn enda er hún mikill aðdáandi H2O! 4-2 Þór/KA og Sandra jessen virkar óstöðvandi um þessar mundir.
70. mín
Skemmtileg tilþrif hjá Söndru Jessen. Það kemur frábær fyrirgjöf frá Huldu Björg inn á boxixð og Sandra reynir að hálf karate sparka í boltann en skotið fer beint á Björk í markinu.

Það er annað mark í þessu hvor megin það kemur verður fróðlegt að sjá
67. mín
Hvað er að gerast hérna Hildur Antonsdóttir er í leit að þrennunni! Kader nær að flikka boltanum aftur fyrir sig á Hildi sem að reynir skotið en það fer af varnarmanni.

HK/Víkingur fá horn og það er stórhættulegt, Arna Sif skallar í leikmann HK/Víkings en Johanna nær svo að handsama knöttinn.

Það er rosalegt líf í HK/Víking þessa stundina ég myndi ekki missa hökuna í gólfið ef þær jafna.
66. mín
Inn:Ariana Calderon (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Fyrsta skipting Þór/KA Ariana kemur inn fyrir Andreu sem hefur verið geggjuð á miðjunni í dag!
63. mín
Váá þarna voru HK/Víkingur heppnar. Hulda Björg reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og Björk þarf að hafa sig alla við það að slá þennan bolta í horn. Upp úr horninu fá Þór/KA aðra hornspyrnu þegar að Hulda reynir skot sem að Björk ver en sú spyrna endar í höndunum á Björk
61. mín
Þetta er áhugavert. Varnarmúr Þór/KA var aðeins búið að fá á sig 3 mörk fyrir þennan leik. HK/Víkingur eða Hildur er búin að skora tvö í dag. Þetta er svo geggjaður leikur að ég á varla til orð.
59. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (HK/Víkingur)
Stoðsending: Karólína Jack
Hún bara getur ekki hætt skora þessa vikunar! Hildur Antonsdóttir er búin að minnka muninn í 3-2! Kemur frábær hröð sókn sem að endar á því að Karólína Jack fær hann inn á teig og leikur sér að Biöncu og fer fram og til baka með hana áður en hún reynir skot sem að hrekkur af varnarmanni beint fyrir fæturnar á Hildi sem að getur ekki annað en skorað!
55. mín
Inn:Tinna Óðinsdóttir (HK/Víkingur) Út:Maggý Lárentsínusdóttir (HK/Víkingur)
Fyrsta skipting HK/Víkings.
55. mín
Hildur reynir laflaust skot sem fer beint á Johönnu í markinu. Rétt áður en þetta skot kom voru HK/Víkingur í ákjósanlegri stöðu en voru alltof lengi að koma boltanum fram á við þar sem þær voru 2 á móti einni.
54. mín
ÚFF! Jessen svo nálagt því að bæta við fjórða marki gestanna. Hún tekur hörku sprett áður en hún setur boltann á Söndru Mayor sem er í virkilega góðri stöðu en ákveður að taka gabbhreyfingu og reyna síðan skot sem fer af varnarmanni og þaðan til Jessen sem að bombar boltanum í varnarmann og rétt yfir markið!
51. mín
Margrét Sif nálagt því að sleppa í gegn en boltinn er aðeins of fastur og endar í höndunum á Johönnu. Það er geggjað tempó í þessum leik þvílík auglýsing fyrir kvennaknattspyrnu algjör synd að þessi leikur sé ekki í beinni!
49. mín
Þetta mark gæti hreinlega hafa drepið leikinn. Að fá þetta mark svona snemma í andlitið alveg eins og í fyrri hálfleik getur ekki verið gott fyrir andlegu hliðina hjá HK/Víking ná þær að svara stra aftur eins og í þeim fyrri?

Þór/KA fær horn sem að Anna tekur og það skapast stórhætta inn í teig HK/Víkings en þær ná að koma boltanum frá að lokum.
47. mín MARK!
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra María Jessen
SCREAMERRRRRRRRRRRR!!!!!! Váá þetta skot frá Huldu Ósk bara vá vá vá! Hún hamrar boltan af svona 27,2 metrum ég læt Gumma Tölfræði mæla það fyrir mig á eftir og boltinn steinliggur sko steinliggur í horninu. Þetta var rosalegt mark. Bravó Hulda Bravó!
46. mín
Þór/KA byrja af krafti! Sandra Mayor setur boltann út á Láru sem að er fljót að kross honum aftur fyrir meðfram jörðinni og Sandra er mætt í skotið en það fer framhjá markinu!

Gæti verið að Lára Einars sé í strangheiðarlegum Puma skóm? ég sé það ekki nógu vel en það væri geðveikt.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er byrjaður og allir eru glaðir í stúkunni með það! Alltof löng bið þessi hálfleikur þegar það er svona gaman!
45. mín
Hálfleikur
Þessi fyrri hálfleikur hefur verið taumlaus skemmtun! Mér finnst Þór/KA vera að taka aðeins yfirhöndina en HK/Víkingur er að spila flottan bolta. Staðan er 2-1 fyrir Þór/KA og ég býst við jafn mikilli skemmtun í síðari hálfleik ég bara lofa því!

Ég og ítalska goðið (Kolleggi minn) hjá MBL ætlum að taka smá rölt og skoða náttúruna sjáumst í síðari hálfleik.
45. mín
Það liggur ekkert smá mikið á vörn HK/Víkings þessa stundina og þær eru að kasta sér fyrir skot eftir skot eftir skot.
44. mín
DAUÐAFÆRI en geðveik tækling frá Maggý þarna ég held svei mér þá að hún sé bara bjarga marki! Sandra Jessen tekur boltann skemmtilega niður með kassanum inn á teig og leggur hann í hlaupaleiðina hjá Láru sem að er að komast í skotið í dauðafæri en Maggý bjargar þessu í horn með rosalegri tæklingu!

Þór/KA fær tvær hornspyrnur í röð það skapast mikil hætta í seinni spyrnunni en skotið frá Huldu Ósk fer alla leið á Kópavogsvöll svo ég bið vin minn Magga Bö að skila honum ef hann lendir þar.
41. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
THIRD TIME IS THE CHARM eins og ég sagði fyrr í lýsingunni. Andrea Mist skorar hérna geggjað mark úr langskoti sem að steinlá í samskeytunum. Hún fær boltann frá Huldu Ósk og tekur 2-3 touch áður en hún hamrar með vinstri fæti og smellhittir boltann svo hann syngur í netinu. Björk átti ekki breik þarna!
39. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað þegar að Lillý reynir að toga Kader úr treyjunni. Þetta er svona 30 metra frá markinu en spyrnan frá Isabellu er svo slök að ég vona ég þurfi aldrei að sjá endursýningu af þessari spyrnu.
38. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu út á hægri vængnum á vallarhelmingi gestanna. Anna Rakel tekur spyrnuna og hún er skölluð af varnarmanni HK/Víkings og beint í fangið á Björk í markinu.
35. mín
Sandra María Jessen keyrir frá kantinum og inn á miðjuna og lætur vaða á markið en BJörk ver. Vá ég hélt að þessi væri á leiðinni í hornið en boltinn tók sveig og beint í fangið á Björk í markinu.
34. mín
Björk er staðinn upp vonum að hún sé í lagi. Virkaði eins og hún hafi lent illa og fengið slikk á hnéð eða ökkla.
32. mín
ÚFF Björk og Mayor Lenda hérna saman í loftinu í baráttu inn á teignum og Arnar dæmir ekkert. Boltinn er hreinsaður frá og liggur Björk eftir á vellinum. "Það er ekkert að henni" heyrist öskrað hátt inn á vellinum en svei mér þá þetta lítur bara ekkert vel út.
31. mín
Gott skot Isabella ekkert að þessari tilraun! Hún reynir að taka skotið af löngu færi yfir Johönnu sem er ekki sú stærsta í bransanum eins og áður hefur komið fram en hún nær samt að slá boltann niður og grípa hann svo.
28. mín
HK/Víkingur fá horn sem að Fatma tekur ná þær að koma inn öðru marki?

Spyrnan frá Fatma er góð og það skapast smá darraðardans inn í teig gestanna áður en þær koma honum frá. HK/Víkingur heldur hinsvegar sókninni áfram og Fatma og Bianca fara í 50/50 tæklingu sem endar á því að boltinn skoppar út fyrir teiginn á Laufey sem að reynir skot en það fer framhjá markinu!
27. mín Gult spjald: Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Stoppar skyndisókn og hárrétt dæmt hjá Arnari.
26. mín
Þvílík björgun hjá Jóhönnu í markinu vááá! Loksins komst Kader í boltann og þá gerast hlutirnir. Hún potar boltanum snyrtilega framhjá Örnu Sif og kemst ein í gegn á móti Jóhönnu. Hún er kannski ekki hávaxnasti markmaður heims en hún nær að kata sér niðiur og slá boltann af tánum á Kader sem var að komast framhjá henni. Ruglað vel gert!
24. mín
Það liggur aðeins á HK/Víking þessa stundina. Þær þurfa að koma Kader Hancer meira í boltann og halda honum aðeins betur. Varnarleikur Þór/KA er samt búin að vera frábær fyrir utan þetta mark.
22. mín
"HA bíddu HA" heyrist í leikmönnum HK/Víkings þegar Arnar dæmir aukaspyrnu þegar brotið er á Söndru Mayor á ákjósanlegum stað fyrir Þór/KA. Mér sýnist Anna ætla taka þetta eins og allar aðrar spyrnur gestanna.

Hún tekur spyrnuna stutt út á kantinn þar sem Bianca reynir fyrirgjöf sem er arfa arfa slök og beint í fyrsta varnarmann.
21. mín
Hjörvar Hafliðason hefur mikið verið að peppa HK/Víking liðið sitt á Twitter undanfarið. Það væri gaman að sjá hann í stúkunni í dag.

Þór/KA fær horn og að sjálfsögðu mætir spyrnu drottninginn Anna Rakel til að taka hana. Spyrnan er frábær og nær Hulda Björg ágætis skalla en hún hittir ekki á ramman. Fannst hún eiga gera betur þarna.
18. mín
Hildur Antons er allt í öllu hjá HK/Víking þvílík byrjun á leiknum hjá henni. Stjórnar öllu spili frá A-ö.
17. mín
Hulda Ósk kemur með geggjaðan bolta inn á teig sem að Jessen vinnur í loftinu en skallinn hennar fer framhjá.

HK/Víkingur bruna fram í sókn og er Margrét Sif við það að sleppa í gegn en Arna Sif er eins og klettur þarna í vörninni og bara étur hana.
16. mín
Það er skotsýning í gangi þessa stundina. Andrea Mist vinnur boltann af harðfylgi og reynir svo skot langt fyrir utan teig og það fór rétt yfir markið líkt og fyrra skot hennar. Third time is the charm segja menn við sjáum hvað gerist í næsta skoti.
15. mín
Þór/KA fá aukaspyrnu af sirkað 33,7 metrum ef að vinur minn Gummi Tölfræði er að mæla þetta rétt. Anna Rakel tekur hana og reynir skotið en Björk er mætt í hornið og ver þetta auðveldlega.
12. mín
Þvílík barátta í báðum liðum fyrstu 12 mínúturnar. Það er barist um hvern einasta bolta og liðin skiptast á að sækja.

Nánast allt kvennalið Breiðablik eins og það leggur sig er mætt í stúkuna ásamt þjálfaranum enda kunna þær að meta fallega knattspyrnu. Þær eiga einnig leik við HK/Víking í næstu viku.
10. mín
Vel gert Björk virkilega vel gert! Sandra Jessen er við það að komast í boltann eftir að Mayorinn flikkaðoi honum inn fyrir vörnina en Björk er mætt í úthlaupið og hirðir boltann rétt á undan Jessen þarna.
8. mín
Ég er hálf orðlaus hérna. Ég vissi að þetta yrði skemmtilegur og geggjaður leikur en þessi byrjun fer fram úr held ég björtustu vonum allra!
6. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (HK/Víkingur)
Stoðsending: Fatma Kara
HVAÐ ER AÐ GERAST! Þið lásuð rétt HK/Víkingur jafnar strax í næstu sókn og stúkan tryllist!! Fatma Kara tekur aukaspyrnu frá hægri inn á teiginn og Hildur Antons rís kvenna hæst í teignum og hamrar boltann inn óverjandi fyrir Johönnu í markinu. Vá þessi skalli var rosalegur þvílík byrjun.
4. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
ÞÓR/KA er komið í 1-0 eftir 4 mínútur þvílík byrjun. Það kemur frábær bolti út á vinstri kantinn þar sem Sandra Jessen rennir honum inn á miðjuna og beint fyrri Önnu Rakeli sem að tekur skotið í fyrsta en Björk nær að verja boltann en beint út í teig þar sem Sandra Mayor er fyrsta að átta sig og klárar auðveldlega í frákastinu. 1-0!
3. mín
Usss Andrea Mist með skemmtilegan þríhyrningur við Huldu Ósk sem að endar með skoti frá Andreu sem fer rétt yfir markið. Góð tilraun
2. mín
HK/Víkingur á fyrstu sóknina þar sem Margrét Sif keyrir af krafti á vörnina og kemur boltanum út á Karólínu Jack sem að reynir fyrirgjöf en hún fer aftur fyrir endamörk.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru HK/Víkingur sem að byrja með boltann og sækja í átt að Víkingshúsinu. Mætinginn í stúkuna er ekkert spes komum okkur á völlinn kæru stuðningsmenn!
Fyrir leik
Jæja liðin ganga hér til leiks og það styttist í þessa Pepsí Veislu. Vallarþulurinn er klár og ef að fólk er að reyna átta sig á hvaðan þau þekkja þá rödd þá hefur Ómar vallarþulur verið duglegur í Karíókí á Sæta svíninu undanfarnar helgar.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl til að hita upp. HK/Víkingur er í skemmtilegum teygjuæfingum á meðan Þór/KA taka tvær línur og skokka fram og til baka. Dómaratríóið er einnig mætt en það er óvenju myndarlegt í dag. Arnar Ingi Ingvarsson er á flautunni og honum til aðstoðar eru Elvar Smári Arnarsson og Bergur Daði Ágústsson!
Fyrir leik
Skemmtileg staðreynd: Þór/KA og HK/Víkingur áttust við í 2 flokki kvenna síðastliðin föstudag þar sem Þór/KA fór með 2-1 sigur af hólmi. Athygli vekur að Hulda Björg Hannesdóttir sem spilar öllu jafna í hægri bakverði hjá Þór/KA var í markinu í þeim leik. Hún kannski bregður sér í markið ef allt færi á versta veg hér í dag.
Fyrir leik
Veðurspá dagins: Það er geggjað fótbolta veður. Þæginlegur hiti og skúrir inn á milli völlurinn er blautur og ég sver það mig langar bara í eina iðnaðartæklingu á honum hann lítur svo vel út.

En að öðru, það er gjörsamlega galið þegar karla og kvennalið félags spila á sama tíma líkt og gerist núna þegar Valur og Víkingur spila á Hlíðarenda í karlaboltanum klukkan 16:00 og HK/Víkingur - Þór/KA er á sama tíma hérna í Víkinni klukkan 16:00 það er gjörsamlega galið. Ég hvet fólk til að mæta í Víkina og horfa á geggjaðan knattspyrnuleik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Í liði HK/Víkings byrjar hin Tyrkneska Kader Hancar sem er eitt stykki gæðaleikmaður í fyrsta sinn í liði HK/Víkings. Tækniséníið Hildur Antonsdóttir er á miðjunni og vinnuþjarkurinn Margrét Sif Magnúsdóttir er út á kantinum.

Í liði Þór/KA byrjar markahæsti leikmaður pepsí deildar kvenna Sandra María Jessen en hún hefur verið á eldi í sumar. Arna Sif Ásgrímsdóttir er á sínum stað í vörninni ásamt Önnu "Bekcham" Rakel Pétursdóttir en hún átti stórleik gegn Grindavík í síðustu umferð.
Það eru einungis 5 varamenn hjá Þór/KA og enginn varamarkmaður.
Fyrir leik
Leikmenn til að fylgjast með í dag.

HK/Víkingur: Kader Hancar númer 99, þessi stelpa kom inn á gegn FH í sínum fyrsta leik í síðustu umferð og sú kann fótbolta. Hún lagði upp eitt mark go skoraði svo annað ásamt því að leika sér bara á köflum að varnarmönnum FH. Hún hefur alla burði til að ná langt og frábært fyrir deildina að hún skuli spila á Íslandi. Kader er frá Tyrklandi og er með eina stærstu wikipedia síðu sem ég hef séð hjá kvennaleikmanni hvað þá miða við aldur. Læt link fylgja með fyrir áhugsama

Wikipedia síða Kader Hancar

Þór/KA: Sandra María Jessen er þekkt stærð í boltanum en hún er markahæst í deildinni fyrir þessa umferð með 10 mörk og hefur verið gjörsamlega á eldi í sumar. Hún er hröð með mikla tækni og klárar færin sín vel. Hún hefur bætt leik sinn stöðugt og var til að mynda á láni hjá tékkneska liðinu Slavia Prag í vetur. Sandra er einnig fyrirliði Þór/KA.

Aðrar sem gaman er að fylgjast með
Hildur Antonsdóttir #26 (HK/Víking)
Margrét Sif Magnúsdóttir #5(HK/Víking)
Fatma Kara #91 (HK/Víking)

Anna Rakel Pétursdóttir #10 (Þór/KA)
Andrea Mist Pálsdóttir #26 (Þór/KA)
Hulda Björg Hannesdóttir #24 (Þór/KA)
Fyrir leik
HK/Víkingur hefur komið mörgum á óvart í sumar og sitja í 5.sæti deildarinnar og verður að hrósa liðinu og þjálfaranum Þórhalli Víkingssyni fyrir flottan árangur það sem af er sumri. Þær eru með 13 stig, 4 sigra, 1 jafntefli og 5 töp og hafa heilt yfir verið að spila mjög vel og gefið öllum stóru liðunum leik.

Þór/KA sitja hinsvegar í öðru sæti en geta farið á toppinn með sigri alla vega tímabundið. Þær hafa ekki ennþá tapað leik í sumar og eru með 8 sigra og tvö jafntefli ásamt því að markatalan er óhugnalega góð 26:3.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá 11.umferð Pepsí deildar kvenna þar sem við eigast lið HK/Víkings og Þór/KA á velli hamingjunar í Fossvoginum.
Byrjunarlið:
Johanna Henriksson
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('75)
24. Hulda Björg Hannesdóttir ('84)

Varamenn:
2. Rut Matthíasdóttir ('84)
5. Ariana Calderon ('66)
14. Margrét Árnadóttir ('75)
17. María Catharina Ólafsd. Gros

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ágústa Kristinsdóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson
Anna Catharina Gros

Gul spjöld:
Hulda Ósk Jónsdóttir ('27)
Ariana Calderon ('90)

Rauð spjöld:
Andri Hjörvar Albertsson ('77)