Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KR
1
0
Stjarnan
Óskar Örn Hauksson '30 1-0
22.07.2018  -  17:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigningarúði í Vesturbænum
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1012
Maður leiksins: Gunnar Þór Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('85)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
15. André Bjerregaard ('65)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Albert Watson
16. Pablo Punyed ('65)
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko
23. Atli Sigurjónsson ('85)
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson
27. Tryggvi Snær Geirsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Halldór Fannar Júlíusson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Þorvaldur til leiksloka í þessum stórleik. KR er fyrsta liðið til að halda hreinu gegn Stjörnunni í sumar og vinna þennan leik 1-0.

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms.
90. mín
KR-ingar fá hornspyrnu. Taka hana væntanlega stutt til að eyða tíma.
90. mín
Eftir mikið klafs í teig KR-inga dettur boltinn fyrir fætur Þorsteins Más sem að skóflar boltanum yfir markið. Fjórum mínútum bætt við.
87. mín
Kiddi Jóns missir boltann hér klaufalega og Jói Lax nær fyirgjöf. Hún endar hins vegar beint í fanginu á Beiti.
85. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
84. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Heiðar meiddur og þarf að fara hér útaf.
82. mín
Lítið eftir af þessum leik. Tekst KR að vera fyrsta liðið til að halda hreinu á móti Stjörnunni í sumar?
77. mín Gult spjald: Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Eyjó ekki lengi að láta til sín taka. Straujar hér Óskar Örn og fær réttilega gult spjald.
76. mín
Inn:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Alex ekki alveg búinn að finna sig í þessum leik.
74. mín
Stjörnumenn reyna hvað þeir geta að jafna leikinn en það er búið að spassla í varnarmúr KR. Eyjó Héðins að koma inná.
72. mín Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Sparkar aftan í Kidda Jóns. Hárrétt.
68. mín
KR geysist upp í skyndisókn og er Óskar Örn kominn í kjörstöðu til að skjóta. Hann ákveður hins vegar að senda á Pablo sem að er rangstæður og sóknin rennur útí sandinn. Aðeins að lifna yfir KR-ingum.
65. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:André Bjerregaard (KR)
63. mín
Þorsteinn Már með skot hér úr þröngu færi en það fer í hliðarnetið.
62. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!!!

Kennie á skot sem er beint á Harald en hann nær ekki að halda boltanum. Bjerregaard er fyrstur að átta sig og er einn á móti Halla sem að nær á einhvern ótrúlegan hátt að verja hann í stöngina. Þarna hefðu KR getað farið langleiðina með að klára leikinn.
61. mín
Enn sækja Stjörnumenn. Hilmar Árni tekur hornspyrnu ætlaða Guðmundi Stein en Skúli Jón er fyrri til og kemur boltanum frá.
59. mín
Þarna mátti ekki miklu muna. Hilmar Árni sendir boltann fyrir markið og Sölvi Snær er sentímetrum frá því að ná til boltans.
57. mín
Þorsteinn Már fellur hér í teignum og Stjörnumenn vilja fá vítaspyrnu. Þorvaldur dæmir hins vegar ekkert.
55. mín
Stjörnumenn liggja hér á KR-ingunum. Endar með marki ef þetta heldur svona áfram.
52. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Gaui haltrar hér útaf og hinn 17 ára Sölvi Snær kemur inn í hans stað. Ekki gott fyrir Stjörnumenn að missa Gaua.
52. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Stjörnumenn að undirbúa skiptingu.
46. mín
Stjörnumenn byrja seinni hálfleikinn af krafti. Þórarinn Ingi á skot í varnarmann og útaf. Uppúr hornspyrnunni á Brynjar Gauti fínan skalla sem að Beitir ver.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn aftur. Stjörnumenn byrja með boltann.


45. mín
Hálfleikur
Kennie Chophart sleppur hér í gegn og nær skot af vítateigshorninu en Haraldur er vel á verði og grípur boltann. Í sömu andrá flautar Þorvaldur til hálfleiks þar sem að heimamenn leiða 1-0.
44. mín
Nú reynir Gaui einhversskonar bakfallsspyrnu inní teig KR en boltinn fer yfir markið. Stjörnumenn búnir að vera hættulegir síðustu mínútur.
43. mín
Baldur Sigurðsson reynir enn eitt skotið fyrir utan teig og Beitir á í stökustu vandræðum með það en nær að koma boltanum frá.
42. mín
Aukaspyrnan er ekki góð en boltinn berst aftur út á Hilmar Árna sem að neglir honum í átt að marki. Boltinn fer í Gaua og breytir um stefnu en Beitir nær að verja.
41. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á fínum stað. Hilmar Árni stendur yfir boltanum.
40. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Réttlætinu fullnægt. Braut á Brynjari Gauta.
38. mín
Kennie Chophart brýtur hér á Alexi, kastar boltanum í burtu og klappar fyrir Þorvaldi dómara. Furðulegt að hann hafi sloppið með spjald þarna.
35. mín
Bóas, stuðningsmaður KR, er farinn í stríð við Silfurskeiðina. Alvöru barátta þar.
32. mín
Boltinn berst hér út á Baldur Sig sem að reynir skot af löngu færi en það fer framhjá markinu.
30. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
Það er bara ein fokking regla, og það er að negla!!

Kiddi rennur boltanum áfram og Óskar Örn hamrar honum í Samúel. Geggjað mark.
29. mín
Aukaspyrna á betri stað en áðan fyrir KR. Sá ekki brotið nógu vel.
28. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
25. mín
Óskar tekur spyrnuna en hún er yfir markið.
24. mín
KR fær aukaspyrnu hérna á stórhættulegum stað. Óskar Örn og Pálmi standa yfir boltanum.
21. mín
Óskar Örn reynir hér skot af vítateigshorninu en það er beint á Harald í markinu.
18. mín
Gaui Bald kemur sér í fína stöðu hérna eftir fyrirgjöf Þorsteins Más en Beitir ver skot hans. Besta færi leiksins hingað til.
15. mín
Þórarinn Ingi reynir hér skot af vítateigshorninu sem að Beitir á ekki í neinum vandræðum með.
13. mín
Skúli Jón kemur hérna alltof seint í Baldur Sigurðsson og Stjörnumenn heimta gult spjald. Þorvaldur lætur hins vegar bara tiltal nægja í þetta skiptið.
11. mín
Nú reynir Baldur Sigurðsson skot fyrir utan teig en það fer í varnarmann og útaf. Ekkert verður svo úr hornspyrnunni.
9. mín
Bjerregaard með hörkuskot fyrir utan teig sem að Haraldur á í smá vandræðum með en hann nær að lokum valdi á boltanum.
7. mín
Þorsteinn Már nær hér góðum sprett upp kantinn og kemur með boltann fyrir markið. Sendingin endar á hausnum á Guðmundi Steini en skalli hans fer rétt framhjá markinu.
7. mín
Arnór Sveinn nær hérna góðri fyrirgjöf á Pálma Rafn en skalli hans er yfir markið.
5. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Heimamenn meira með boltann án þess að skapa sér færi.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Þorvaldur leikinn á. KR byrjar með boltann og sækir í átt að Frostaskjóli.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir á völlinn ásamt Peppa sem að stígur nokkur vel valin spor við lagið Carneval de Paris. Frábært lag og frábær Peppi. Þetta fer að hefjast.
Fyrir leik
Mér hefur eitthvað orðið á í messunni en KR-ingar gera að sjálfsögðu tvær breytingar á liði sínu en ekki bara eina. Morten Beck fór meiddur af velli gegn Fylki og er ekki með í dag. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur inní liðið í staðinn. Afsakið þetta, ég lofa að þetta gerist aldrei aftur.
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik og mætingin á völlin er til skammar. Menn tala um vondan leiktíma en ég ætla mér ekki að dæma um það. Sjáum vonandi fleiri tínast í stúkuna á næstu mínútum.
Fyrir leik
Það er örlítill rigningaúði í Vesturbænum í dag en það eru einmitt fullkomnar aðstæður fyrir alvöru stórleik. Ég býst við alvöru djöfulsins hörku á Alvogenvellinum í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin fyrir þennan stórleik eru nú klár. Heimamenn gera eina breytingu á liði sínu frá 5-2 sigrinum gegn Fylki í síðustu umferð. Albert Watson kemur út og í hans stað kemur Gunnar Þór Gunnarsson.

Stjörnumenn gera einnig eina breytingu á liði sínu frá síðasta deildarleik sínum gegn Keflavík. Ævar Ingi Jóhannesson kemur út og inn í hans stað kemur Þorsteinn Már Ragnarsson.

Fyrir leik
Markahæsti leikmaður heimamanna er Húsvíkingurinn reyndi Pálmi Rafn Pálmason en hann hefur skorað sjö mörk það sem er af móti. Hjá Stjörnunni er Hilmar Árni Halldórsson markahæstur með 13 mörk en hann er jafnframt markahæsti leikmaður deildarinnar. Fólk er byrjað að leyfa sér að tala um markametið fræga sem á fullan rétt á sér ef þið spyrjið mig.
Fyrir leik
Stjörnumenn spiluðu gegn Nomme Kalju í Eistlandi síðastliðinn fimmtudag í undankeppni Evrópudeildarinnar. Sá leikur tapaðist 1-0 en það kom ekki að sök þar sem að Stjarnan rúllaði yfir þá 3-0 á heimavelli og komust því nokkuð þægilega áfram. Næsti andstæðingur liðsins er danska stórveldið FCK. Gæti verið smá þreyta í Garðbæjingum í dag.
Fyrir leik
KR-ingar gerðu góða ferð í Egilshöllina í síðustu umferð en þar unnu þeir Fylki 5-2. Andre Bjerregaard og Pálmi Rafn skoruðu sitthvor tvö mörkin og Kennie Chophart gerði eitt.

Síðasti leikur Stjörnumanna í deildinni var gegn Keflavík en sá leikur vannst 2-0. Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Hilmar Árni Halldórsson sáu um að skora mörkin.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik KR og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla.

Leikurinn verður spilaður á Alvogenvellinum í Vesturbænum klukkan 17:00. Heimamenn í KR eru í sjötta sæti deildarinnar með 17 stig á meðan Stjörnumenn tróna á toppi deildarinnar með 25 stig.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson ('84)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson ('52)
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('76)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('84)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('52)
20. Eyjólfur Héðinsson ('76)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('28)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('72)
Eyjólfur Héðinsson ('77)

Rauð spjöld: