Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Víkingur R.
2' 0
0
Víðir
Mjólkurbikar karla
KA
6' 0
0
ÍR
Mjólkurbikar karla
ÍA
3' 0
0
Tindastóll
Mjólkurbikar karla
Afturelding
1' 0
0
Dalvík/Reynir
Mjólkurbikar karla
Grótta
5' 0
0
Þór
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
46' 0
0
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
45' 1
1
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
47' 0
1
Fram
Mjólkurbikar karla
Haukar
45' 2
2
Vestri
Stjarnan
0
2
FCK
0-1 Kenan Kodro '52
0-2 Viktor Fisher '58
26.07.2018  -  19:00
Samsung völlurinn
Evrópudeild UEFA
Dómari: Robert Schörgenhofer (Austurríki)
Áhorfendur: 1050
Maður leiksins: Viktor Fisher
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('85)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('62)
20. Eyjólfur Héðinsson ('67)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
18. Sölvi Snær ('85)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('62)
29. Alex Þór Hauksson ('67)
29. Arnór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Jón Þór Hauksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+ 2 Leik lokið með svekkjandi en sanngjörnum sigri FCK 0 - 2. En það er bara hálfleikur í einvíginu eins og sagt er og það er allt hægt í fótbolta. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna og tveimur mínútum bætt við hið minnsta.
85. mín
Inn:Sölvi Snær (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
84. mín
Stjörnumenn eru búnir að vera í nokkuð mikilli og stöðugri pressu síðustu 10 mínúturnar eða svo. Vonandi að það skili marki.
78. mín
Stjarnan vill ná inn marki og ef það tekst að þá er þetta ekki vonlaust á Parken. Erfitt en ekki vonlaust.
76. mín
Því miður náði Stjarnan ekki að nýta þessa hornspyrnu nógu vel.
75. mín
Breaking news. Stjarnan fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum.
74. mín
Stjörnumenn eru ekkert búnir að gefast upp og reyna reglulega að breika á FCK en það hefur því miður ekki skilað marki eða mörkum. Ennþá allavegana en ekki er öll von úti enn.
67. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
64. mín
Inn:Carl Holse (FCK) Út:Dame N´Doye (FCK)
64. mín
Guðmundur Steinn gerir sig strax gildann í leiknum og náði skoti í teignum en skotið fór yfir markið úr þröngu færi.
63. mín
Rúnar Páll er kominn með nóg af þessu og gerir breytingu. Fækkar á miðjunni og bætir við sóknina.
62. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
58. mín MARK!
Viktor Fisher (FCK)
Jæja jæja jæja. Þvílík innkoma hjá Viktor Fisher í hálfleik. Fékk góða sendingu sem hann tók frábærlega á móti við vítateiginn og náði frábæru skoti í fjærhornið niðri.


56. mín
Veit ekki alveg hvað er búið að gerast með Stjörnuliðið fyrstu tíu mínúturnar eða svo í seinni hálfleik. FCK er búið að taka öll völd á vellinum og er það Fisher sem stýrir því eins og herforingi.
52. mín MARK!
Kenan Kodro (FCK)
Stoðsending: Viktor Fisher
Æiiiii....andskotinn hafi það. Boltinn barst í utanverðan teiginn, Fisher með fyrirgjöf þar sem Kodro var næsta óvaldaður og skallaði hann auðveldlega í netið. Lélegur varnaleikur hjá Stjörnunni sem hafði einmitt fram að þessu verið stöðugur.
50. mín
FCK er búið að fá 6 hornspyrnur í þessum leik það sem af er. Sem betur fer hafa þeir nýtt þær bara minna en ekkert. Stjarnan hefur hinsvegar ekki fengið eina einustu hornspyrnu.
46. mín
Stále Solbakken er ekki kominn hingað til þess að ná í jafntefli. Hann vill sigur og hristir upp í sínu liði í hálfleik og gerir tvær breytingar. Falk fer af velli en hann er búinn að vera þeirra frískasti maður og því finnst mér sú skipting skrítin.
45. mín
Inn:Robert Skov (FCK) Út:Rasmus Falk (FCK)
45. mín
Inn:Viktor Fisher (FCK) Út:Zeca (f) (FCK)
45. mín
Þetta eru klárlega mín mistök sem Jakob Örn bendir mér á. Biðst velvirðingar á þessum mistökum og þeirri yfirsjón að minnast ekki á Ragnar Sigurðsson sem spilaði við góðan orðstir hjá FCK.



45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Stjarnan getur vel við unað en vilja sjálfsagt skora eins og eitt fótboltamark í það minnsta.


38. mín
Silfurskeiðin syngur hástöfum ,,We are gonna win the league" sem er kannski fullmikil bjartsýni......
34. mín
Leikurinn hefur róast örlítið og er í meira jafnvægi. En það er ekki það sama hægt að segja um stuðningsmenn Stjörnunnar sem eru búnir að syngja og tralla non-stop.
27. mín
Þetta er mjög skemmtilegur leikur þrátt fyrir engin mörk eins og er. Það verður bara að segjast. Stjörnumenn eru frískir og sýna gestunum enga virðingu. En það sést líka að FCK er sterkt lið og þetta er allt galopið.
23. mín
Smá tæknilegir örðuleikar hjá mér en Stjarnan hefur átt tvö hættuleg færi núna með skömmum fyrirvara. Á 15 og 16 mínútu og hefði lítið þurft til að það kæmi mark. Eru það hættilegustu færi leiksins til þessa.
18. mín Gult spjald: Dame N´Doye (FCK)
13. mín
FCK fær aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teig en spyrnan slök og fer framhjá markinu.


7. mín
Þung sókn FCK sem endar með skoti Ján Gregus fyrir utan teig, langt yfir markið.
5. mín
Álitleg sókn hjá Stjörnunni sem endaði með því að Þórarinn Ingi var með boltann í utanverðum teignum en skot hans ekki nógu gott.
3. mín
FCK byrjar leikinn á mikilli pressu en það var ansi fallegt að sjá Þórarinn Inga axla einn leikmann FCK ansi laglega hér áðan. Viðkomandi átti ekki roð í ÞIV


1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! FCK byrjar með boltann og ég ætla að leyfa mér að segja ÁFRAM STJARNAN
Fyrir leik
Það eru 10 mínútur í að leikurinn byrji. Ég er svo sannarlega orðinn spenntur og treysti og vona að leikurinn verði gargandi snilld og fullt af fótboltamörkum fyrir Stjörnuna en ekkert fyrir FCK.
Fyrir leik
Það er vonandi fyrir íslenska knattspyrnu og unnendur hennar að Stjarnan nái góðum úrslitum hér í kvöld. Held að mér sé óhætt að fullyrða að flestir vilja að íslensku liðunum gangi vel í Evrópukeppnum. Hver er þín skoðun? Þú getur tjáð þig að vild á twitter og mæli ég með myllumerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Það er uppselt! Vel gert Garðbæingar og aðrir unnendur knattspyrnu sem eru mættir í dag. Ég býst því við trylltum stuðningi í kvöld.
Fyrir leik
Stjarnan vann Eistneska liðið Nömme Kalju í fyrstu umferðinni. FCK mætti nágrönnum Nömme Kalju, Finnska liðið KuPS Ku­opio. Sigurvegarnir úr þessu einvígi munu mæta annaðhvort CSKA Sofia frá Búlgaríu eða Admira Möd­ling frá Aust­ur­ríki.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. 50 mínútur í að Austuríski dómarinn hann Robert Schörgenhofer flauti leikinn á. Honum til aðstoðar eru Roland Riedel og Andreas Staudinger.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa borist.

Athygli vekur að Brynjar Gauti Guðjónsson er meðal varamanna Stjörnunnar en Óttar Bjarni Guðmundsson byrjar leikinn. Heiðar Ægisson er meiddur út tímabilið og Jóhann Laxdal kemur inn í hægri bakvörðinn. Þá er Ævar Ingi Jóhannesson ekki í hóp vegna meiðsla.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heiðar Ægisson ekki meira með í sumar:

Það eru forföll í liði heimamanna í kvöld. Heiðar Ægisson fótbrotnaði í leik á móti KR um síðustu helgi og verður ekki meira með í sumar. Guðjón Baldvinsson fór einnig meiddur af velli í þeim leik og er ég ekki enn með upplýsingar um hvort að hann sé með í dag. Ævar Ingi Jóhannesson er tæpur fyrir leik dagsins.
Fyrir leik
Instagram stjarnan mætti Ronaldo:

Rúrik Gíslason landsliðsmaður í knattspyrnu lék með FCK og tók m.a þátt í riðlakeppni meistaradeildarinnar með þeim. Þar mættu FCK stórliði Real Madrid m.a. og var það rifjað upp í sumarmessunni fyrr í sumar. En Rúrik er ekki eini Íslendingurinn sem hefur leikið með FCK því að Sölvi Geir Ottesen núverandi varnamaður Víkinga lék einnig með FCK. Voru Sölvi og Rúrik liðsfélagar þar um tíma.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er sá fyrri af tveimur og fer seinni leikurinn fram á Parken. Parken er gryfja og gætu góð úrslit í kvöld gert gæfumuninn fyrir Stjörnuna sem þekkir það vel að gera gott mót í Evrópukeppni. En árið 2014 komust Stjörnumenn alla leið í 4. umferð undankeppni Evrópudeildar og mættu þar Inter Milan.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan fimmtudaginn!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Garðabæ, nánar tiltekið Samsungvellinum þar sem Stjarnan mætir stórliði FC Kaupmannahöfn eða bara FCK í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn hefst kl. 19:00 og verður vonandi hin besta skemmtun.
Byrjunarlið:
1. Stephan Andersen (m)
3. Pierre Bengtsson
4. Sotirios Papagiannopoulos
8. Nicolaj Thomsen
10. Zeca (f) ('45)
11. Kenan Kodro
14. Dame N´Doye ('64)
16. Ján Gregus
18. Mads Roerslev
19. Denis Vavro
33. Rasmus Falk ('45)

Varamenn:
21. Jesse Joronen (m)
7. Viktor Fisher ('45)
20. Nicolai Ankersen
26. Carl Holse ('64)
27. Michael Luftner
29. Robert Skov ('45)

Liðsstjórn:
Stále Solbakken (Þ)

Gul spjöld:
Dame N´Doye ('18)

Rauð spjöld: