Fram
2
2
Þróttur R.
Alex Freyr Elísson '64 1-0
1-1 Viktor Jónsson '68
Már Ægisson '95 2-1
2-2 Daði Bergsson '95
26.07.2018  -  19:15
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 413
Maður leiksins: Alex Freyr
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
9. Helgi Guðjónsson ('74)
10. Orri Gunnarsson
10. Fred Saraiva ('85)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('89)
17. Alex Freyr Elísson
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Tiago Fernandes
77. Guðmundur Magnússon

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
3. Heiðar Geir Júlíusson ('74)
5. Sigurður Þráinn Geirsson
9. Mihajlo Jakimoski ('89)
13. Alex Bergmann Arnarsson
15. Daníel Þór Bjarkason
19. Óli Anton Bieltvedt
23. Már Ægisson ('85)

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Daði Guðmundsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ég þarf smá stund til að koma öllu sem gerðist í lokin frá mér, en milli marka fékk bekkur Þróttar rautt!
95. mín MARK!
Daði Bergsson (Þróttur R.)
DRAMA DRAMA DRAMATÍK!!!

Síðasta sókn leiksins, boltinn skopar um í teignum og Daði var einfaldlega gráðugastur/ á réttum stað og jafnaði fyrir Þrótt!
95. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
DRAMATÍK!!!!

Þróttur vildi fá innkast djúpt á vallarhelmingi Fram, en það fór heimamenn. Nánast allir Þróttarar komnir í sókn, Orri, Már og einn í viðbót komust í þrjá á tvo í skyndisókn og Már var sá sem tók skotið og inn!
93. mín
Guðmundur Magnússon og Arnar Darri kljást um fyrirgjöf í teignum, Guðmundur dæmdur brotlegur en liggur eftir, han fær að koma inn þegar Þróttur er komnir í sókn.
92. mín
Tiago sendir hann inn í, hreinsað aftur til hans, sendir inn í aftur og Arnar Grípur.
91. mín
Fram vinnur horn ...
90. mín
Logi tekur spyrnuna, hún er hreinsuð, Logi vinnur boltann en nær ekki að skapa neitt.
89. mín
Guðmundur Friðiriks kemur boltanum frá sér á hægri kantinum og er sparkaður niður.
89. mín
Inn:Mihajlo Jakimoski (Fram) Út:Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram)
Lokaskiptingarnar
88. mín
Inn:Logi Tómasson (Þróttur R.) Út:Árni Þór Jakobsson (Þróttur R.)
87. mín
Munar engu að Aron Þórður nái að pota boltanum unn, Atli Gunnar þarf að hafa fyrir því að verja þetta
86. mín
Gunnlaugur snýr sér að stuðningsmönnum Þróttar og peppar þá upp, þeir og hann eru ekki að verja stigið hér.
85. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
81. mín
Játa að ég sá ekki hvað gerðist, en Viktor Jóns þurfti smá aðhlynningu eftir samstuð við Heiðar Geir.
80. mín
Tíu eftir, fáum við sigurmark
78. mín
Inn:Emil Atlason (Þróttur R.) Út:Kristófer Konráðsson (Þróttur R.)
75. mín
Þeir félagar Viktor og Guðmundur ná næstum að endurtaka leikinn, en Viktor er dæmdur brotlegur.
74. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Fram) Út:Helgi Guðjónsson (Fram)
70. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) Út:Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.)
68. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Guðmundur Friðriksson
Svo mörg spurningamerki við Fram vörnina. Þróttarar ná að senda boltann milli sín í teig Fram nokkrum sinnum áður en Guðmundur Friðriks fær boltan í markteignum, hann leikur sér að varnarmanninum og vippar boltanum í gullfallegan boga á kollinn á Viktor við fjærstöngina, sem stýrir honum inn!
64. mín MARK!
Alex Freyr Elísson (Fram)
ÞETTA VAR MEIRA RUGL MARKIÐ! Boltinn skoppar út úr teignum, Alex neglir boltanaum í fyrsta í mittishæð og Arnar Darri á aldrei möguleika! Ég vil fá þetta mark klippt í highlight myndband ekki seinna en í gær!
62. mín
Jasper Van með hroðalega töff hæl fyrstu snertingu, sólar svo upp að endalínu og vinnur horn eftir smá takta. Vitkor Jóns skallar hornið fram hjá.
60. mín
Eftir HM hef ég ekki hugmynd um hvað er hendi lengur, en líklega var þetta hendi á Helga Guðjóns. Þróttarar sparka hann hinsvegar niður strax á eftir og Fram fær aukaspyrnu og svo horn. Mörg horn í þessum leik, ekkert komið úr þeim hingað til.
59. mín
Þróttur með skot rééééééééétt framhjá.
57. mín
Fram heppnir! Guðmundur tekur gott hlaup inn af kantinum, stingur boltanum inn á Daða sem nær ekki alveg að stjórna boltanum, sendir hann í átt að Viktori en varnarmaður Fram blakar honum framhjá. Uppúr hornin fær Daði boltann í teig Fram en þeir hópast á hann og koma í veg fyrir skot.
55. mín
Fred leikur sér í teignum og á fínt skot en varnarmaður birtist á síðustu stundu og ver boltann í horn.
53. mín
Boltinn á nær, Jasper skýtur framhjá. Ofboðslega hávær Zumba tónlist berst frá Laugum.
52. mín
Þróttur á horn ...
49. mín
Viktor Jóns með aulalegt brot á Unnari Steini.
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar klára á skoti Rafns Andra í samherja og blásið er til hálfleiks, jafn leikur, bæði lið átt fín færi en staðan er samt 0-0.
42. mín
Orri Gunnar á skot rétt fyrir utan teig, Arnar Darri ver.
40. mín
Þarna á Þróttur að skora! Kristó vippar boltanum inn í teig á Daða, en Atli kemur brunandi út og rétt ver boltann út á Viktor við teiglínuna, engin í markinu og Viktor vippar honum í fyrsta, rétt yfir.
38. mín
Fred skýtir framhjá, frekar bjartsýnt skot hjá honum.
36. mín
Kristófer snýr sér með boltann við teig Fram og dúndrar beint á Atla, sem nær ekki að grípa boltann og hann fer í horn. Upp úr því á Hreinn Ingi fínt langskot en boltinn lekur yfir.
36. mín
og Þróttur hreinsar.
35. mín
Aftur vinnur Alex horn fyrir Fram ...
30. mín
Fram verið beittari síðustu fimm en vantaði aðeins uppá að skora, Þróttarar virka hlttulegir í hvert sinn sem þeir komast í sókn.
25. mín
Það er smá daraðardans í kringum teig Fram en heimamenn vinna að lokum boltann, Alex Freyr sendir stungu inn í teig og Guðmundur er hársbreidd frá að pota boltanum inn.
22. mín
SVO... NÁLÆGT! Frábær sending af vinstri kant fram sem Guðmundur Magnússon mætir inn í markteig og skallar rétt svo yfir.
21. mín
Unnar Steinn fíflar tvo varnar menn skýtur fast utan teigs, rétt yfir.
20. mín
Arnór Daði heppinn að fá ekki spjald fyrir að stoppa skyndisókn Þrótts með tæklingu, átti ekki séns í boltann og feldi bara manninn.
17. mín
Árni Þór hleypur upp hliðarlínuna með tvo Framara í sér, kemur boltanum einhvern vegin á Daða Bergs sem sendir fyrir og hreinsað er í horn. Ég er ekki frá því að hornspyrnan frá Rafni hafi verið á leiðinni inn þegar maðurinn á nærstönginni skallaði hann frá
15. mín
Þróttarar eru mun beinskeyttari í öllum aðgerðum, reyna að komast beint í teiginn á meðan Fram eru búnir að halda boltanum meira innan liðsins.
13. mín
Frábær sending inn í teig Þrótts, Finnur Tómas rétt nær að hreinsa í horn, bakvið hann beið Guðmundur Magnússson einn á auðum sjó. Fram vinnur annað horn strax en Þróttur hreinsar.
10. mín
DAUÐAFÆRI! Þróttarar ná lúmskri sendingu inn í teig þar sem Daði Bergs kemst í færi, hann reynir að klobba Atla Gunnar sem gerir ver frábærlega!
8. mín
Fram vinnur horn, Fred lyftir honum í teiginn en Arnar Darri grípur örruglega.
7. mín
Fram halda boltanum í svona tuttugu sendingar áður en þeir senda háan bolta í átt a teignum, hann er skallaður niður til Guðmunds sem skýtur beint á Arnar Darra.
4. mín
Alex Freyr pressar Finn Tómas við endalínu Þrótts, sá síðarnefndi gerir vel í að skýla boltanum og plata svo Alex í að gefa Þrótt markspyrnu.
2. mín
Daði Bergssin með flotta stungu sendingu á Kristófer, sem reynir að finna samherja á fjær en boltinn hreinsaður af Fram vörninni.
1. mín
Leikur hafinn
Þróttur byrjar með boltann og sækja í átt að World Class. Fram byrjar svo á að verja gula teiginn.
Fyrir leik
Liðin rölta til klefans til að fá lokafyrirmæli, grannaslagur að skella á.
Fyrir leik
Undir hugljúfu lagi Dabba-T bragðast Fram hamborgarinn himneskt. Gæti líklega torgað þrem
Fyrir leik
Góður hópur Þróttara er komin í stúkuna og einnig nokkrir guttar með ÍBV fána. Annað af þessu er óvæntara en hitt.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp, og hamborgaralyktin frammi er svo góð að ég gæti grátið.
Fyrir leik


Fyrir leik
Það sést nú aðeins á vellinum þrátt fyrir þrekvirki vallarvarða síðustu tvo daga. Hitamælirinn segir 16 gráður (!) og Framarar eru að spila það grjótharðasta Reykjavíkur rapp sem ég hef heyrt á velli í sumar, fýla það.
Fyrir leik
Þróttarar unnu líka síðasta leik, tóku Njarðvíkinga 3-0. Gunnlaugur Jónsson gerir líka eina breytingu, Finnur Tómas kemur inn fyrir Hlyn Hauksson.
Fyrir leik
Í síðasta leik sigruðu Framarar Selfyssinga 3-1. Portúgalinn geðþekki, Pedro Manúel, gerir aðeins breytingu á liði Fram, Alex Freyr kemur inn fyrir Helga Guðjónsson
Fyrir leik
Liðin mættust í annari umferð Inkasso deildarinnar á Eimskipavellinum og vann Fram þá nokkuð þægilegan 1-3 sigur. Þetta er grannaslagur og verður gaman að sjá hvort Þróttur mætir til leiks í hefndarhug.
Fyrir leik
Þróttur er tveim stigum fyrir ofan Fram, þeir fyrrnefndu í fimmta sæti deildarinnar. Það eru sjö stig frá Þrótti í Pepsi sæti.
Fyrir leik
Góðan daginn og velkominn á Laugardagsvöllinn. Eru tveir
sólarhringar síðan Guns and Roses skemmtu 7% þjóðarinnar á vellinum, vonandi ber grasið ekki þess merki.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Finnur Tómas Pálmason
3. Árni Þór Jakobsson ('88)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f)
9. Viktor Jónsson
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Jasper Van Der Heyden ('70)
23. Guðmundur Friðriksson
26. Kristófer Konráðsson ('78)

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Finnur Ólafsson
8. Aron Þórður Albertsson ('70)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
11. Emil Atlason ('78)
14. Hlynur Hauksson
20. Logi Tómasson ('88)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Jamie Paul Brassington
Halldór Geir Heiðarsson
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:

Rauð spjöld: