Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
45' 0
1
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
74' 1
1
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
72' 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
57' 2
5
KR
Víkingur R.
0
4
Stjarnan
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson '1
0-2 Eyjólfur Héðinsson '21
0-3 Hilmar Árni Halldórsson '38 , víti
0-4 Hilmar Árni Halldórsson '50
29.07.2018  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 13 gráður. Mjög hægur vindur. Úði. Eðal fótboltaveður.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Eyjólfur Héðinsson - Stjarnan
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
2. Sindri Scheving
5. Milos Ozegovic
7. Alex Freyr Hilmarsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('71)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
20. Aron Már Brynjarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('52)
24. Davíð Örn Atlason ('31)
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
3. Jörgen Richardsen
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
7. Erlingur Agnarsson ('31)
8. Viktor Örlygur Andrason ('71)
18. Örvar Eggertsson ('52)
21. Arnþór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Það var árekstur í teignum og leikurinn stopp í nokkurn tíma. Allir geta haldið áfram leik. Verður einhver uppbótartíminn.
88. mín
Vallarþulur Víkinga var að tilkynna um val á manni leiksins, sem fær út að borða á Eldofninum. Castillion varð fyrir valinu hjá heimamönnum.

Stjörnumegin í stúkunni hlæja menn og klappa!
87. mín
Vó! Gaui Bald nálægt því að skora fimmta markið. Skot rétt framhjá.
82. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Lokaskipting Stjörnunnar.
74. mín
Alex Þór með skot af löngu færi, það fá allir að skjóta í dag. Boltinn af varnarmanni og í horn. Hilmar Árni tók hornið, frábær spyrna, Gaui Bald með frían skalla á fjær en stýrir boltanum framhjá. Þarna hefði hann átt að skora mark.
71. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Sóknarmaðurinn ungi mætir inn.
69. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Smalinn með ansi flotta frammistöðu í kvöld og rúmlega það.
69. mín
Baldur Sigurðsson að koma sér í dauðafæri en Gunnlaugur Fannar bjargar með tæklingu á síðustu stundu.
67. mín
Eyjólfur Héðins með skot af löngu færi. Hitti boltann ekki eins vel og hann gerði á 21. mínútu. Vel yfir markið að þessu sinni.
65. mín
Heyrðu! Það kom bara ágætis rispa frá Víkingum! Þetta var óvænt, fínt spil og þeir unnu horn. Sjaldséðir eru hvítir hrafnar. Ekkert merkilegt kom upp úr horninu hinsvegar.
58. mín
Þórarinn Ingi lætur vita af því að hann sé mættur til leiks með því að eiga eitt fallbyssyskot! Yfir markið.
56. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Magnaður leikur hjá Þorsteini í kvöld. Verðskuldað klapp.
56. mín
Stjörnumenn í stúkunni brosa í hring enda frábær spilamennska í boði frá þeirra mönnum á vellinum. Svo er stór hópur aðdáenda Hilmars Árna úr Breiðholtinu hérna. Þórður Einarsson er formaður þess hóps.

Ég var að heyra að slatti af stuðningsmönnum Víkings sé einfaldlega farinn heim, beint undir sæng.
52. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
50. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
15 MÖRK!!! 4 mörk í markametið!

Hvar endar þetta?

Eyjólfur Héðinsson með frábæra sendingu inn í teiginn, Baldur skallar boltann fyrir Hilmar sem skorar af stuttu færi! Æðislega flott liðsmark!
47. mín
Guðjón Baldvinsson í hörkufæri og nær skotinu en framhjá fer boltinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Siggi Dúlla ekki á hliðarlínunni í dag. Hann er bara hress í stúkunni. Í röðinni þar fyrir ofan situr Ævar Ingi Jóhannesson sem er því miður á meiðslalista Stjörnunnar. Leiðinlegt hvað meiðslavandræðin elta norðanmanninn.
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan í allt öðrum flokki en Víkingar í þessum fyrri hálfleik og voru skuggalega nálægt því að skora fjórða markið eftir mikla þvögu hérna í teignum í lok hálfleiksins.

Stuðningsmenn Víkings gera ekkert annað en að öskra á dómarann... hann getur lítið gert við þessari arfadöpru frammistöðu heimamanna.
44. mín
Staðreynd í boði Víðis Sigurðssonar á Mogganum: Daní­el Lax­dal varð í kvöld fyrsti leikmaður Stjörn­unn­ar til að leika 200 leiki fyr­ir fé­lagið í úr­vals­deild karla í fótbolta.
43. mín
Stjarnan heldur bara áfram að sækja... rosalega þungt kvöld fyrir Víkinga. Heimamenn virðast ekki hafa nokkra trú á þessu. Ekki nokkra.
38. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
FJÓRTÁNDA MARK HILMARS Í DEILDINNI! Markametið nálgast.

Himmi skoraði af öryggi. Larsen fór í rangt horn og skot Himma alveg út við stöng.
38. mín
Halldór Smári tæklar Þorstein Má Ragnarsson niður í teignum eftir sendingu frá Jóhanni Laxdal. Klaufalegt og 100% víti.

STJARNAN FÆR VÍTI.
36. mín
Leikurinn fer að mestu fram á vallarhelmingi Víkinga. Gestirnir líklegri til að henda í þriðja markið en heimamenn að minnka muninn.
31. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Davíð þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.
29. mín
Leikurinn stöðvaður því toppmaðurinn Davíð Örn Atlason fékk högg á hnéð. Virðist þó geta haldið leik áfram.
27. mín
Víkingar sakna Sölva Ottesen afskaplega mikið. Og ekki er útlit fyrir að hann muni spila næstu leiki því hann er með rifinn liðþófa. Lesið nánar um það hérna.
25. mín
Alex Þór Hauksson í hörkufæri en skaut framhjá! Átti að koma þessum á rammann... og þá væri 0-3!

Víkingar í HRIKALEGU basli varnarlega.
24. mín
Munaði litlu að Castillion fengi frían skalla við fjærstöngina en Jósef Kristinn nær naumlega snertingu á boltann og hann fer yfir hollenska sóknarmanninn.
21. mín MARK!
Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
VÁÁÁÁ STURLAÐ MARK!

Þorsteinn Már rennir boltanum á Eyjólf Héðinsson sem lætur vaða með vinstri fæti af 25 metra færi og boltinn syngur upp í þaknetinu. Takk fyrir! Mark umferðarinnar? Allar líkur á því. Mark tímabilsins? Gerir klárlega tilkall!
20. mín
Spá Rúnars Páls um baráttuna rættist. Mikil barátta á blautum vellinum. Stuðullinn á það var reyndar ekki hár.
17. mín
Meira bit í Stjörnunni. Ekkert sem kemur á óvart í því.
13. mín
Alex Freyr með STÓRHÆTTULEGA aukaspyrnu hjá Víkingu. Castillion skallaði yfir markið, þurfti að teygja sig í boltann. Skorar Hollendingurinn í kvöld? Ingólfur spáir því.
10. mín
Alex Þór Hauksson að taka eina lúxus tæklingu og stöðva Víkingana. Tæklingunni fagnað í stúkunni. Garðbæingar nokkuð fjölmennir hér í stúkunni.
9. mín
Ingólfur Sigurðsson er mættur hér við hlið mér en hann mun sjá um bónusstigagjöf úr þessum leik í kvöld. Og jafnvel koma með innskot í textalýsinguna ef hann er í stuði.
8. mín
Castillion tekur á rás en Daníel Laxdal gerir vel og stöðvar hann.
6. mín
Stjarnan með langa sendingu fram en Baldur Sigurðsson var fyrir innan og dæmd rangstaða.

Víkingur upp í sókn. Alex Freyr með fyrirgjöf sem Haraldur Björnsson grípur auðveldlega.
4. mín
Virkilega, verulega áhugaverð byrjun á þessum leik. Hvernig munu Víkingar bregðast við þessari tusku frá Stjörnunni strax í upphafi leiks.
1. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
ÞVÍLÍK BYRJUN Á ÞESSSUM LEIK!!! ÞETTA TÓK 13 SEKÚNDUR

Víkingar hófu leikinn, boltinn aftur til Larsen sem sparkaði frá markinu. Eyjólfur Héðinsson vann baráttuna um knöttinn og Baldur flikkaði boltanum á Þorstein Má sem var í dauðafæri og kláraði fáranlega vel.

Vörn Víkinga steinsofandi.
1. mín
Leikur hafinn
Við hæfi að Castillion hafi tekið upphafsspyrnu leiksins. Stjarnan sækir í átt að félagsheimili Víkinga.
Fyrir leik
Já Rúnar Páll býst ekki við sambabolta í kvöld, leikirnir á þessum velli vilja oft snúast meira um baráttuna en einhverja fagurfræði. Líklegt að það verði upp á teningnum í kvöld. Það mun reyna eitthvað á dómaratríóið.

Liðin eru að búa sig undir að ganga út á völlinn.
Fyrir leik
Hér má sjá brot af því sem þjálfararnir sögðu í viðtali við Tómas Þór á Stöð 2 fyrir leikinn.

Logi Ólafs, Víkingur: Þetta er stór leikur. Við einbeitum á það að standa okkur vel, svo kemur bara í ljós hvað það færir okkur. Það er ákveðinn möguleiki og vonandi grípum við það tækifæri. Tapið gegn Val var mikil vonbrigðaframmistaða.

Rúnar Páll, Stjarnan: Ég hugsa þennan leik þannig að við ætlum að fá þrjú stig. Síðustu dagar hafa snúist um endurheimt eftir Evrópuleikinn og við verðum að fá tempóið í okkar leik. Þegar þessi lið mætast eru leikirnir rosalegir og mikið jafnræði. Ég held að þetta verði bara slagsmál út í leik, harka og djöfulgangur. Völlurinn býður líka upp á það.
Fyrir leik
Ákveðin vonbrigði að hinn hefðbundni vallarþulur á Heimavelli hamingjunnar er ekki á vaktinni í kvöld. Væntanlega í sumarfríi. Mikill söknuður og rýrir möguleika hans á að vera valinn vallarþulur ársins í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Varavallarþulurinn með íslenskt þema. Helgi Björns og Bubbi Morthens fá stefgjöld.
Fyrir leik
Eitt sem ég veit er að lesendur hafa ákaflega mikinn áhuga á veitingum í fréttamannastúkum. Veitingasending Víkinga var að mæta og hún samanstendur af: einni sjóðheitri frá Shake & Pizza, kleinum og kökum, þremur dósum af kók og tveimur kaffikönnum.

Við erum sem stendur aðeins tveir í fréttamannastúkunni svo það stefnir í álag á okkur. Við gerum okkar besta.
Fyrir leik
Liðin að hefja upphitanir sínar fyrir leikinn. Það er þrettán gráðu hiti, úði og mjög hægur vindur. Flott fótboltaveður. Eini leikur kvöldsins í deildinni og ég geri KRÖFU á góða mætingu!
Fyrir leik
Stjarnan tapaði 0-2 fyrir FCK í forkeppni Evrópudeildarinnar í liðinni viku. Frá þeim leik kemur Brynjar Gauti Guðjónsson inn í byrjunarliðið fyrir Óttar Bjarna Guðmundsson. Þórarinn Ingi Valdimarsson fer á bekkinn með Óttari en Alex Þór Hauksson kemur inn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion fer beint í byrjunarlið Víkinga en hann er kominn á lánssamningi frá FH. Castillion var öflugur við markaskorun fyrir Víkinga á síðasta tímabili. Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen meiddist í tapleiknum gegn Val og er ekki í hóp. Stórt skarð sem hann skilur eftir sig hjá Víkingum.
Fyrir leik
Donni er spámaður umferðarinnar. Hann spáir 0-2:
Hef alltaf verið mikill Víkingur og það eru flottir leikmenn þar. En Stjarnan hefur heillað mig mjög mikið í sumar og mun klárlega berjast um dolluna. Þessi leikur fer 0-2 fyrir Stjörnunni, Hilmar Árni skorar úr víti og Guðjón Baldvins setur seiglumark í lokin.
Fyrir leik
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar:
Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem við höfum ekki náð að skora í þremur leikjum í röð. Við þurfum aðeins að fókusera að ná okkar leik upp og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur að halda áfram í toppbaráttunni. Það er allt í góðu í leikmannahópnum. Það er ekkert óeðlilegt að upp komi smá þreyta og meiðsli í svona miklu álagi en við erum allir ákveðnir að halda þessu áfram og ætlum ekkert að gefa eftir. Víkingsliðið hefur sýnt það að það hefur spilað mjög vel og það er sérstaklega erfitt að brjóta þá niður á heimavelli. Við þurfum að eiga okkar besta leik.
Fyrir leik
Vonandi svipað fjör og síðast!
Þegar liðin mættust í þriðju umferð deildarinnar enduðu leikar 3-3 í Garðabænum! Rikki Té, Rick Ten Voorde, skoraði tvö mörk í þeim leik. Þar á meðal jöfnunarmark í uppbótartíma. Arnþór Ingi skoraði hitt mark Víkinga en mörk Stjörnunnar skoruðu Hilmar Árni (2) og Þórarinn Ingi.
Fyrir leik
Víkingar eru í áttunda sæti. Það eru sjö stig niður í fallsæti og Fossvogsliðið því í fínustu málum. Fyrir tapleikinn gegn Val í síðustu umferð hafði liðið unnið þrjá leiki í röð. Skrambi gott það!
Fyrir leik
KR batt enda á sigurgöngu Stjörnunnar í síðustu umferð með 1-0 sigri. Stjörnumenn þurfa betri frammistöðu í kvöld en þeir sýndu fyrir viku síðan. Garðabæjarliðið er í öðru sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir Valsmönnum.
Fyrir leik
Castillion mættur!
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion mun spila með Víking R. út tímabilið á láni frá FH. Þetta kom fram í tilkynningu frá Víkingum í gær.

Castillion, sem er 27 ára, þekkir vel til hjá Víking en hann kom til félagsins fyrir síðasta tímabil og gerði þá 11 mörk í 16 leikjum í Pepsi-deildinni. Eftir tímabilið samdi hann við FH en honum hefur alls ekki tekist að finna sig í sumar og aðeins skoraði eitt mark í tíu leikjum í deildinni.

Fróðlegt að sjá hvort Castillion byrji í kvöld. Og svo er líka spurning með Sölva Ottesen sem fór meiddur af velli í tapinu gegn Val í síðustu umferð. Byrjunarliðin verða opinberuð 60 mínútum fyrir leik.
Fyrir leik
Heil og sæl! Velkomin með mér á Heimavöll hamingjunnar í Fossvoginum. Víkingur leikur gegn Stjörnunni æi 14. umferð Pepsi-deildarinn klukkan 19:15 en dómari kvöldsins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson ('69)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('56)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('82)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Tristan Freyr Ingólfsson
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('82)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('56)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('69)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: