Valur
3
0
Grindavík
Crystal Thomas '50 1-0
Elín Metta Jensen '52 , víti 2-0
Elín Metta Jensen '78 3-0
31.07.2018  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Geggjaðar! Það er búið rigna í dag en núna er sólin mætt og allir glaðir!
Dómari: Andri Vigfússon
Maður leiksins: Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('72)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas ('82)
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f) ('82)
21. Arianna Jeanette Romero
23. Fanndís Friðriksdóttir
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir ('82)
22. Dóra María Lárusdóttir ('72)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
27. Hanna Kallmaier ('82)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Andri hefur flautað þennan leik af. Sannfærandi sigur Vals staðreynd og þær eru komnar aftur á sigurbraut.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
91. mín
Geggjuð skottilraun frá Eygló Þorsteins af 27 metrunum en rétt framhjá markinu.
90. mín
Jæja uppbótartími er tvær mínútur.
88. mín
ÚFF Metta nálagt þrennunni! Fær boltann í teignum og snýr skemmtileg til vinstri og reynir skotið en Viviane ver í markinu.
85. mín
Hlín Eiriks er búin að vera Geggjuð í dag, hún er að fara illa með varnarmenn Grindavíkur trekk í trekk. Núna tekur hún skotið með vinstri eftir að hafa tkeið góðan sprett en það er beint á Viviane í markinu.
84. mín
Jæja nokkrar skiptingar og áfram gakk!
83. mín
Inn:Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík) Út:Linda Eshun (Grindavík)
82. mín
Inn:Hanna Kallmaier (Valur) Út:Crystal Thomas (Valur)
82. mín
Inn:Elísa Viðarsdóttir (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Geggjað að sjá Elísu á vellinum!
81. mín
Elín Metta í færi og séns á þrennunni en skotið hennar fer framhjá! Flottur sprettur hjá Hlín sem að bjó þetta til.
78. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Þetta var eitt stykki rosalegur sprettur! Take a Bow Fanndís Friðriksdóttir váá! Hún keyrir bara á vörn Grindavíkur og vippar boltanum yfir eina tæklingu og er komin í gegn. Hún er óeigingjörn og leggur boltann fyrir markið þar sem Elín Metta var ein á auðum sjó og gat ekki annað en skorað.
78. mín
það er vesen á Vals vörninni þegar Grindavík taka langt innkast og þær eru lengo að hreinsa
77. mín
Hallbera kemur með fyrirgjöf sem að fer yfir allan pakkan og strýkur hausinn á Crystal sem var mætt á fjær. Eins og þið sjáið þá er mjög lítið að gerast þessa stundina.
75. mín
Inn:Una Rós Unnarsdóttir (Grindavík) Út:Telma Lind Bjarkadóttir (Grindavík)
Önnur breyting Grindavíkur.
73. mín
Þetta var skrýtið... Elín Metta er kominn í gegn og er tækluð niður og dómarinn virðist ætla dæma en tekur þá eftir að línuvörðurinn flaggar hana rangstæða. Hann var lengi að flagga vægast sagt.
72. mín
Inn:Dóra María Lárusdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Ásdís að leika sinn síðasta leik fyrir Val fyrir komandi Háskóla önn í Bandaríkjunum og inn á kemur Tæki Dóra eða Dóra "One Touch"
70. mín
Það er lítið að frétta þessa stundina, nokkrir kolleggar mínir fóru að ræða Eurovision.
67. mín
Valur fær horn sem að Hallbera tekur en Viviane grípur vel inn í það. Myndi telja að Viviane sé besti markmaðurinn í deildinni í einmitt þessu að koma út í bolta og grípa þá.
67. mín
Aðeins róast yfir þessu. Ég væri til í að sjá Elísu Viðars koma inn á hjá Val.

UPDATE: Crystal Thomas er búin að týna hárbandinu í grasinu enda sláandi líkt grasinu.
64. mín
Furðuleg ákvörðun að það var ekki kveikt á flóðljósunum í upphafi leiks. Það er farið að dökkna og birtan orðin erfið, ennþá skrýtnara þar sem þetta er sjónvarpsleikur.
63. mín
Stórhætta við mark Grindavíkur. Elín Metta fer illa með Guðný sem á í miklum erfiðleikum í þessum leik vægast sagt. Hún kemur með boltann fyrir markið en varnarmenn gestanna ná að bjarga á ótrúlegan hátt.
60. mín
FF með rosalega neglu af löngu færi en beint á Viviane í markinu. Fín tilraun hjá Fanndísi
58. mín
Fanndís með sterkan sprett upp vinstri vænginn og kemur með fyrirgjöfina sem að skoppar af Hlín og út fyrir teiginn. Þar kemur Málfríður Anna á fleygiferð og bombar Guðný niður.
56. mín
Grindavík fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Ísabel Jasmín tekur spyrnuna sem er virkilega góð en Steffi Hardy tímasetur stökkið illa og nær ekki boltanum.
55. mín
Hlín er búin að vera virkilega spræk og keyrir á varnarmenn Grindavíkur trekk í trekk og uppsker horn fyrir Val núna.

Hallbera tekur hornið en Grindavík skalla frá.
54. mín
Mér sýnist ég sjá drottninguna og fyrrum fyrirliða Grindavíkur Söru Hrund Helgadóttir í stúkunni. Hún þurfti að leggja á skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla og hefur talað mikið um afleiðingar þeirra og vakið athygli á þeim! Ég hvet fólk til að kynna sér Söru og þá fyrirlestra sem hún hefur komið fram á.

Hægt að sjá smá umfjöllun hér

Þekkingarleysi við meðhöndlun höfuðhögga
53. mín
"Dómari þú átt að horfa á þetta í Pepsí mörkunum og skammast þín fyrir þetta" heyrist frá stuðningsmanni Grindavíkur eftir vítið.
52. mín Mark úr víti!
Elín Metta Jensen (Valur)
Skorar af öryggi. Tvö mörk með stuttu millibili hjá Val.
51. mín
VÍTI!!! Valur fær víti þegar Viviane straujar Elínu
50. mín MARK!
Crystal Thomas (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
ÞARNA KOM ÞAÐ!! Það kemur frábær bolti út á hægri vænginn þar sem Hlín fer illa með Guðný Evu og tekur aftur sama kött til baka eins og ´hun hefur gert oft áður í leiknum. Hlín leggur svo boltann eftir jörðinni inn á teig og Crystal mætir og skorar með hnitmiðuðu skoti í fyrsta og staðan er 1-0!
47. mín
Fanndís kemur með frábæra skiptingu yfir á hægro vænginn á Hlín sem að er við það að komat í gegn en Grindvíkingar ná að koma boltanum ói horn á síðustu stundu. Hallbera tekur hornið en það er skallað frá.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Valskonur komu mjög snemma út og biðu aðeins eftir bæði dómara og liði Grindavíkur.
45. mín
Höfðinginn, landsliðsþjálfarinn og kóngurinn úr Gettoinu Freyr Alexandersson er mættur á völlinn ásamt börnunum sínum. Við tókumst í hendur þetta var þéttingsfast handtak hjá honum, hann hefur greinilega verið að lyfta!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Origo Vellinum. Valur hefur verið mun meira með boltann en mér finnst þær vera meira í einstaklings framtökum heldur en að gera þetta sem lið. Grindavík er að verjast vel og eru skipulagðar.

Ég ætla fara spjalla við Rasmus min ven fra Danmark. Rasmus er sjov!
45. mín
Klobbi, Fanndís klobbar Guðný og reynir skot sem að fer í varnarmann. Sókn Vals heldur áfram og endarm eð flottu hlaupi upp vinstri kantinn frá Hallberu og góðum bolta fyrir markið en Grindavík hreinsar í horn.
42. mín
Grindavík liggur vel til baka og eru alltaf allar á eigin vallarhelming þegar Valur er með boltann. Rio Hardy er fremst og fær smá "Free Role" í varnarleiknum en allar hinar mynda rosalegan kínamúr.
41. mín
Crystal verið flott í fyrri hálfleik. Hún fær boltann frá Mettu sem að keyrir svo inn í teiginn og fær sendinguna til baka frá Crystal en skallinn hennar fer yfir markið.
39. mín
Ég á eiginlega ekki til orð yfir færanýtingu Vals. Núna á Ásdís Karen geggjaððan bolta yfir vörnina á Crystal sem stendur nánast á markteig alein en setur boltann framhjá markinu í fyrsta. Á að skora þarna
38. mín
Grindavík í færi!

Rio Hardy fær langan bolta inn fyrir vörn Vals og hún skilur Málfríði Ernu eftir með hraðanum og kemur sér í skotið sem fer beint á Söndru í markinu. Málfríður náði mögulega að trufla hana aðeins rétt áður en hún lét vaða.
37. mín
Það er lítil ógn í sóknarleik gestanna. Þegar þær komast yfir miðju kemur yfirleitt alltaf slök sending beint á leikmann Vals.

Valur keyrir fram í sókn sem endar með því að Fanndís rennir boltanum út á hægri vænginn þar sem Hlín reynir skotið en það fer rétt framhjá markinu.
34. mín
GUÐ MINN ALMÁTTUGUR! Þarna á Fanndís að gera miklu miklu betur. Arianna kemur með gullna sendingu yfir vörnina beint í lappirnar á Fanndísi sem er ein á móti Viviane en skýtur í stöngina, hún fær frákastip sjálf og reynir aftur skot en þá bjarga Grindvíkingar á línu. Boltinn skoppar út en varnarmenn Grindavíkur ná ða komast fyrir enn eitt skotið!

Hvernig skoraði Valur ekki þarna???
33. mín
Inn:Guðný Eva Birgisdóttir (Grindavík) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
Helga lýkur leik því miður. Var búin vera flott fyrsta hálftíma leiksins.
31. mín
Grindavík kemst í sókn. Dröfn setur boltann út á Margrét Huldu sem að leggur hann aftur út á Dröfn sem að reynir skot en það er svipað gott veðrið hefur verið í sumar.

Valur keyrir fram og Elín Metta er við það að komast í færi en varnarmenn Grindavíkur ná að hreinsa í horn á síðustu stundu. Það verður ekkert úr horninu.
31. mín
Smá kraftur í Vals-liðinu núna en þær þurfa samt að gera aðeins meira á loka þriðjungnum. Þær þurfa að láta reyna á Viviane í markinu.
28. mín
Darraðardans í teig gestanna! Hallbera tekur hornspyrnu sem að varnarmenn Grindavíkur skalla beint aftur í teiginn þar sem Crystal skallar aftur fyrir markið á Ásdísi en skotið hennar fer yfir markið úr góðu færi!
27. mín
Vááá! Geggjað cutback frá Hlín þarna þegar hú skilur Ísabel eftir í rykinu. Hún köttar svof ram og til baka í teignum áður en hún leggur boltann út á Ásdísi en skotið hennar er arfaslakt og hátt yfir.
26. mín
Mér sýnist Helga vera alveg búin og skiljanlega búin að lenda í tveimur hörðum tæklingum. Hún situr fyrir utan völlinn núna og Grindavík er að fara gera skiptingu.

Á meðan komast Valskonur í sókn sem að endarm eð skoti úr þröngu færi frá Crystal Thomas en það fer yfir markið!
24. mín
USSS! Þetta getur ekki hafa verið gott. Crystal Thomas kemur með geggjaða fyrirgjöf á fjær þar sem Hlín er að koma á fleygiferð en Helga Guðrún kemst í boltann á undan og Hlín straujar hana niður af svo miklum krafti að Helga snýst á leiðinni niður.
22. mín
Fanndís tekur lauflétta bakhrindingu á Steffi Hardy en þær skilja sáttar.
20. mín
Valur fær horn sem að Fanndís tekur en Hardy sister skallar boltann frá. Vantar smá extra bit í sóknarleikinn hjá Val, auka hlaup eða betri lokasending
18. mín
Helga Guðrún tekur skemmtilegan sprett upp vinsttri kantinn áður en hún köttar inn á miðjuna og reynir skot fyrir utan með hægri sem fer yfir markið. Góður sprettur óheppin með skotið
17. mín
Ásdís Karen kemur með skemmtilegan bolta í gegn á Crystal en hún er dæmd rangstæð. Þetta var fínasta hugmynd samt sem áður hjá þeim.
15. mín
Ég ætla skella í auglýsingu. Ég óska eftir færi, af löngu eða stuttu færi með möguleika á frákasti eða marki takk fyrir.

Rio Hardy að sýna gæði með boltann. Hún er alveg fáranlega góð knattspyrnukona
12. mín
Helga Guðrún liggur í dágóða stund á vellinum virðist hafa fengið slæmt högg en stendur upp eftir aðhlynningu. Vonandi er í lagi með hana og hún geti haldið leik áfram.
10. mín
Það er lítið um opin færi. Grindavík verst vel og Valur er að stjórna leiknum fyrstu 10 mínúturnar.

Það er handbolta æfing í gangi hérna í húsinu sem að gefur öllum blaðamönnum hausverk svo mikill eru lætin sem að bergmála inn í boxið.
6. mín
Frábær sókn hjá Val. Hallbera setur boltann upp í vinstra hornið á Elínu sem að rennir boltanum út á Crystal en skotið hennar fer í varnarmann.

Hárbandið er að bögga Crystal og hún er búin að færa það af höfðinu og á vinstri handleggin. Skemmtileg taktísk breyting hjá henni.
5. mín
Grindavík fær aukaspyrnu á hættulegum stað en spyrnan fer beint í Fanndisi sem að stóð í veggnum.
3. mín
Crystal Thomas fær boltann út á vinstri kantinum og reynir fyrirgjöf sem að Viviane nær að slá frá.

Fyrir þá sem eru með mér í Hárbands aðdáendaklúbbi Crystal Thomas þá er okkar kona ekki að bregðast í dag. Hún skartar geggjuð neon grænu hárbandi. Mögulega nýtt ég hef ekki séð þennan lit áður.
2. mín
Valur með fyrstu sókn kvöldsins. Fanndís fer í þríhyrning við Mettu og fær boltann aftur en kemur honume kki almennilega fyrir markið. Fanndís er að spila í holunni í dag en hún er vanalega út á kanti.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru gestirnir sem að byrja með boltann og sækja í átt að miðbænum!
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks og vallarþulurinn kynnir liðin með miklum tilþrifum. Mætinginn er eiginlega bara til skammar gott fólk! Hvar eru allir?
Fyrir leik
Bæði lið eru að hita upp út á velli og það styttist í leikinn. Það er svo geggjað veður að ég á varla til orð! Það rigndi eins og þær væri hellt úr fötu í dag en núna er gula vinkona okkar allra BFF mætt á svæðið og skín í stúkuna svo það er hlýtt og gott. Vil sjá sem flesta mæta á völlinn í kvöld og styðja sitt lið!
Fyrir leik
Mist Knowledge

Eg var ad henda inn skemmtilegri konnun a twitter endilega vera med



Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá Val byrjar Elín Metta Jensen í fremstu víglínu en hún byrjaði á bekknum gegn Stjörnunni. Thelma Björk er djúp á miðjunni og Fanndís Friðriks er úti vinstra megin.

Hjá Grindavík byrjar fyrirliðin Ísabel Jasmín Almarsdóttir ásamt Rio Hardy og Steffi Hardy. Athygli vekur að þær hafa einungis 5 varamenn á bekknum í dag.
Fyrir leik
Leikmenn til að fylgjast með

Valur: Elín Metta Jensen er nafn sem allir þekkja hafi þeir áhuga á fótbolta. Hún var bekkjuð á móti Stjörnunni og mun koma vel pepuð til leisk í kvöld. Hún er duglegur framherji með gífurleg gæði bæði tæknliega og í að klára færin sem hún fær. Ein af okkar bestu framherjum

Grindavík: Rio Hardy er flottur leikmaður. Hún getur skorað mörk en hún hefur skorað 5 af 8 mörkum sem að Grindavík hefur skorað í sumar. Hún hefur mikil gæði og er mjög sterk í ein á ein stöðu

Aðrir leikmenn til að fylgjast með:

Stefanía Ragnarsdóttir #26(Valur)
Málfríður Erna Sigurðardóttir #4(Valur)
Crystal Thomas #13(Valur)

Ísabel Jasmín Almarsdóttir #16(Grindavík)
Dröfn Einarsdóttir #11 (Grindavík)
Elena Brynjarsdóttir #7(Grindavík)
Fyrir leik
Valur hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og einungis sótt 2 stig af 12 mögulegum sem er ekki ásættanlegt á Hlíðarenda. Þær sita samt sem áðru í þriðja sæti deildarinnar en eru 12. stigum á eftir toppliði Þór/KA eftir sigur þeirra á ÍBV um helgina.

Grindavík situr í fallsæti með jafnmörg stig og KR eða 9.stig. þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Grindavík og þá sérstaklega í markaskorun en þær hafa einungis skorað 8 mörk í allt sumar. Þetta gæti orðið erfitt verkefni fyrir þær.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl! Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Vals og Grindavíkur í 12. umferð Pepsi deildar kvenna. Leikið er á Origo vellinum og hefst leikurinn klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun ('83)
6. Steffi Hardy
9. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
9. Rio Hardy
11. Dröfn Einarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir ('75)
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('33)
26. Madeline Keane

Varamenn:
8. Guðný Eva Birgisdóttir ('33)
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir
10. Una Rós Unnarsdóttir ('75)
14. Lísbet Stella Óskarsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Anton Ingi Rúnarsson (Þ)
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: