Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Í BEINNI
Meistarar meistaranna konur
Valur
LL 5
6
Víkingur R.
Breiðablik
6
1
HK/Víkingur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '3 1-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '4 2-0
Guðrún Arnardóttir '16 3-0
Kristín Dís Árnadóttir '20 4-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 5-0
Alexandra Jóhannsdóttir '57 6-0
6-1 Þórhildur Þórhallsdóttir '78
31.07.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Agla María
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('82)
Fjolla Shala ('55)
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('75)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Lillýardóttir
14. Berglind Baldursdóttir ('82)
21. Hildur Antonsdóttir ('55)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('75)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
90. mín
Blikar eru svo sannarlega að senda skilaboð um að þær ætli sér að vera á toppnum.
Leik lokið!
Bríet bætir ekki miklu við enda engin þörf á því og leiknum er lokið með stórsigri Blika.
90. mín
Áslaug fer framhjá þremur og kemur sér frá sínum vallarhelming og inn á teig HK/Víkings en sendingin fyrir markið slök.
83. mín
Agla María gjörsamlega droppar hverri góðu sendingunni á fætur annarri fyrir mark HK/Víkings.
82. mín
Inn:Berglind Baldursdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Blikar gera sína síðustu skiptingu þar sem Berglind kemur inn fyrir Andreu Rán.
82. mín
Marktilraun hjá Laufey Björns en skotið er framhjá.
81. mín
Blikar fá hornspyrnu sem Agla María tekur. setur hann stuttan á Andreu Rán og fær hann aftur en vörnin nær honum. Agla María brýtur svo á varnarmanni HK/Víkings.
78. mín
Ég kann að meta stuðningsmenn HK/Víkings sem hvetja sínar konur áfram eftir markið. Einn bjartsýnn öskraði: koma svo bara fimm í viðbót! Ég kann virkilega að meta svona stuðning og trú.
78. mín MARK!
Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Víkingur)
HK/Víkingur setur mark. Glæsilega klárað hjá Þórhildi sem setur hann fast niðri framhjá Sonný í hornið.
75. mín
Rétt fyrir skiptingu á Agla María enn eina góðu sendinguna fyrir markið sem HK/Víkingur rétt nær að hreinsa frá.
75. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Hildur Þóra er að koma inn á í sínum fyrsta leik fyrir meistaraflokk og fær mikið klapp. Ásta Eir kemur útaf.
73. mín
Aukaspyrna sem HK/Víkingur fær og Kader tekur. Boltinn fer himinhátt yfir.
72. mín
Inn:Anna María Pálsdóttir (HK/Víkingur) Út:Karólína Jack (HK/Víkingur)
Síðasta skipting HK/Víkings í kvöld. Anna María að koma inn fyrir Karólínu Jack.
71. mín
Oooog Agla María á skot í slánna. Það sem hún hefur verið spræk í þessum leik.
69. mín
Höörku sókn sem endar í stangarskoti hjá blikum sem eru líklegar til að bæta við marki. Það er hinsvegar dæmd aukaspyrna og HK/Víkingur fær boltann.
68. mín
Hornspyrnan endar afturfyrir.
68. mín
Blikar eiga skot á mark sem Björk ver en missir boltann úr höndunum og hann rúllar aftur fyrir. Hornspyrna fyrir Blika.
66. mín
Björk með frábæra vörslu frá Öglu Maríu.
65. mín
Blikar fá aukaspyrnu. Agla setur flottan bolta inn í teig sem Guðrún skallar en boltinn fer rétt yfir.
60. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Víkingur) Út:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur)
Og Þórhildur kemur inn fyrir Ísabellu.
60. mín
Inn:Arna Eiríksdóttir (HK/Víkingur) Út:Maggý Lárentsínusdóttir (HK/Víkingur)
HK/Víking gengur ekkert að verjast. Hildur Antons á hörku skot sem fer rétt yfir. Það er tvöföld skipting hjá HK/Víking. Útaf kemur Maggý og inn fyrir hana Arna.
57. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Og staðan er orðin 6-0. Karólína Lea á gjörsamlega geggjaða sendingu í gegnum vörnina á Alexöndru sem fær Björk á móti sér en setur hann á milli lappanna hennar og inn. Þetta var vel gert.
55. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
Blikar gera skiptingu en inn á kemur leikmaður númer 21 Hildur Antonsdóttir og útaf fer Fjolla Shala.
54. mín
Karólína Lea á sendingu fyrir mark HK/Víkings en hún fer útaf og enginn bliki nálægt.
53. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Berglind er að setja sitt þriðja mark. Eftir gjörsamlega frábært hlaup upp kantinn hjá Öglu Maríu og sendingu fyrir setur Berglind hann í netið og staðan orðin 5-0.
51. mín
Agla María á frábært fast skot en rétt framhjá.
49. mín
Tinna brýtur á Öglu Maríu rétt fyrir utan teig eftir smá barning. Agla tekur aukaspyrnuna og skýtur á markið lágan en fastan bolta. Skotið er hinsvegar framhjá.
48. mín
Blikar fá hornspyrnu. Agla María tekur hana en boltinn fer afturfyrir.
46. mín
Leikur hafinn
Og seinni hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Bríet er ekki að bæta neinu við og kominn hálfleikur.
44. mín
Sæll, Fjolla fer heldur harkalega í Fatma og ætti að mínu mati að fá gult sem hún fær ekki. Fatma fær aðhlynningu frá einum flottum sjúkraþjálfara inn á velli og haltrar útaf. Sýnist hún hinsvegar ætla að koma aftur inn sem eru gleðitíðindi fyrir HK/Víking.
42. mín
Blikar eru miklu agressívari þennan fyrrihálfleik sem hefur skilað sér í fjórum mörkum. HK/Víkingur verður að mæta ákveðnari í seinni hálfleik og ef þær ætla að vinna niður muninn.
41. mín
Margrét Sif á sendingu inn á Kader en sendingin alltof föst. Kader frekar ósátt með þetta.
40. mín
Vörn HK/Víkings reynir að spila sín á milli, sending kemur á Björk sem hittir boltann illa en sem betur fer var engin græn nálægt.
39. mín
Kader fær boltann við vörn Blika sem ná þó að setja hann út fyrir og HK/Víkingur fær horn. Boltinn fer hinsvegar aftur afturfyrir og markspyrna Blika.
37. mín
Blikar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem HK/Víkingur nær þó að hreinsa frá.
34. mín
Blikar eru að spila frábærlega. Fáar snertingar og hraður bolti. Andrea Rán á frábært skot sem fer rétt yfir.
29. mín
Ásta Eir setur boltann rétt framhjá marki HK/Víkings eftir frábært spil.
28. mín
HK/Víkingur eru aðeins að byrja að sækja á markið.
27. mín
Hornspyrna HK/Víkings verður að engu.
26. mín
Jæja frábær marktilraun hjá HK/Víking. Margrét á frábæra sendingu á Fatma inn í vítateig Blika sem setur hann út í teiginn. Boltinn berst út á Maggý sem reynir skot sem lyftist rétt upp af grasinu og Kader tekur mini útgáfu af hjólhest. Sonný slær hann útaf og BHK/víkingur fær hornspyrnu.
25. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Agla María stillir sé rupp til að taka. HK/Víkingur nær að hreinsa.
22. mín
Já kæru félagar það eru 20 mínútur búnar og við höfum fengið 4 mörk í leikinn. Það er nóg eftir.. NÓG eftir.
20. mín MARK!
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Hornspyrna sem Blikar fá. Þær eru svo sannarlega í stuði og ætla sér að fara á toppinn eftir kvöldið. Boltinn berst á höfuðið á Kristínu Dís sem skallar hann laglega í markið.
18. mín
Fjolla brýtur á Fatma rétt við miðjuboka ávallarhelmingi Blika. Fatma tekur aukaspyrnuna og Sonný og Karólína fara í sama bolta. Aukaspyrna sem Sonný fær.
16. mín MARK!
Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)
Blikar fá aukaspyrnu út á kanti sem fer fyrir markið og Björk rétt nær að setja fingurnar í boltann og úr verður hornspyrna. Boltinn kemur fyrir og Guðrún Arnardóttir skallar hann yfir Björk og í netið.
14. mín
Frábær sending hjá Öglu Maríu fyrir markið og skalli að marki HK/Víkings sem fer í bakið á varnarmanni.
11. mín
Agla María hefur átt frábæra spretti upp kantinn og með hættulegar sendingar fyrir markið.
6. mín
Margrét Sif reynir sendingu innfyrir vörn blika en hann er aðeins of nálægt Sonný sem þarf aðeins að hafa fyrir því að taka boltann.
5. mín
Kader á skot í slánna. Þetta eru svakalegar mínútur!! Ég hef ekki undan að skrifa eitthvað.
4. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Þær eru ekki fyrr búnar að taka miðjuna HK/Víkingur þegar að Berglind fær hann fyrir markið og setur hann inn.
3. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Breiðablik fær hornspyrnu. Boltinn berst fyrir markið, Kader hreinsar hann út en ekki nægilega vel. Boltinn berst þá aftur fyrir markið með fastri sendingu niðri sem spýtist í gegnum vörnina endar við fætur Berglindar við marklínuna sem setur hann einfalt innanfótar í markið.
2. mín
Frááábær varsla hjá Björk eftir skot frá Karólínu Leu. Tinna virtist einfaldlega renna í blautu grasinu sem endar með frábæru færi fyrir Karólínu.
2. mín
Fatma á frábæra sendingu inn fyrir vörn Blika sem er ætluð Kader en hann rennur heldur hratt og endar hjá Sonný.
1. mín
Blikar byrja á langri sókn. Boltinn hefur ratað 3x fyrir markið en ekkert komið úr því.
1. mín
Mér skilst að völlurinn sé pínu þungur eftir rigningu dagsins.
1. mín
Leikur hafinn
Þá blæs Bríet í flautuna og leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Þá fer þetta að bresta á. Vallarþulurinn er að lesa upp liðin með sambatónlist undir.
Fyrir leik
Breiðablik situr fyrir leik dagsins í öðru sæti með 30 stig en á leikinn í kvöld inni á Þór/KA sem sitja á toppnum eins og er með 32 stig. Þær hafa unnið síðustu fjóra leiki og verandi í toppbaráttu þar sem lítill munur er á milli þeirra og Þór/KA þá skiptir hvert stig máli.

HK/Víkingur situr í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig. Þær töpuðu síðasta leik en höfðu þá unnið þrjá leiki í röð. Það er frekar lítill munur á liðunum í neðri helming deildarinnar og því einnig mikilvægt fyrir þær að fá stig til að halda sér fyrir miðbik deildarinnar.
Fyrir leik
Það er bongó! Fólk að týnast í stúkuna, verið að grilla borgara og veðrið er brilliant. Það er vonandi að úrhelli dagsins hafi ekki bleytt völlinn um of og við fáum hörku spennandi leik.
Fyrir leik
Breiðablik gerir tvær breytingar á liði sínu úr síðasta leik á móti Grindavík en Karólína Lea kemur inn í liðið ásamt Kristínu Dís.

HK/Víkingur gerir eina breytingu frá liði sínu úr síðasta leik á móti Þór/KA en inn kemur Tinna Óðinsdóttir.
Fyrir leik
Hildur Antonsdóttir sem hefur verið einn besti leikmaður HK/Víkings var kölluð til baka í Breiðablik úr láni og er á bekknum hjá Blikum í kvöld.
Fyrir leik
Komin blíða í Kópavoginum, mæli með að mæta og horfa á sankallaðan nágrannaslag.
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack ('72)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('60)
20. Maggý Lárentsínusdóttir ('60)
28. Laufey Björnsdóttir
99. Kader Hancar

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir ('72)
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
11. Þórhildur Þórhallsdóttir ('60)
13. Linda Líf Boama
17. Arna Eiríksdóttir ('60)

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Andri Helgason
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: