Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
1
3
ÍA
Aron Freyr Róbertsson '8 1-0
1-1 Jeppe Hansen '27
1-2 Ólafur Valur Valdimarsson '38
1-3 Jeppe Hansen '48
01.08.2018  -  18:30
Ásvellir
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Arnar Már Guðjónsson
Byrjunarlið:
12. Óskar Sigþórsson (m)
Indriði Áki Þorláksson ('71)
6. Þórður Jón Jóhannesson ('89)
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Davíð Sigurðsson
7. Aron Freyr Róbertsson
8. Ísak Jónsson (f)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson
13. Aran Nganpanya ('54)
16. Birgir Magnús Birgisson

Varamenn:
4. Ísak Atli Kristjánsson ('54)
5. Arnar Steinn Hansson ('89)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('71)
8. Þórhallur Kári Knútsson
21. Alexander Helgason
28. Haukur Björnsson

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Þórður Magnússon
Valdemar Geir Gunnarsson
Ríkarður Halldórsson
Sigurður Stefán Haraldsson
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:
Indriði Áki Þorláksson ('36)
Davíð Sigurðsson ('57)
Ísak Jónsson ('61)
Elton Renato Livramento Barros ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dapur dómari leiksins vægast sagt, hefur flautað leikinn af og fara gestirnir sanngjarnt með öll þrjú stigin heim á Skagann en Haukar halda áfram að tapa knattspyrnuleikjum, leikurinn í kvöld sá fimmti í röðinni.
94. mín
Jóhann Ingi dómari leiksins kórónar sína frammistöðu og gefur Gunnari Gunnarssyni tiltal í uppbótartíma fyrir að hafa farið í Einar Loga innan vítateigs ÍA, löngu eftir að boltinn var löngu farinn úr leik.
91. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)
Fyrir hvað? Veit ég ekki.
91. mín
Vincent Weijl með skot utan teigs framhjá fjærstönginni.
90. mín
Uppbótartíminn: 5 mínútur
89. mín
Inn:Arnar Steinn Hansson (Haukar) Út:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
87. mín
Þetta er allt að fjara út hérna. Hvorugt liðið er líklegt að bæta við marki.

Haukar hafa ekki fengið færi allan seinni hálfleikinn og aldrei líklegir til þess að minnka muninn.

Eftir þriðja mark ÍA hefði mátt flauta þennan leik af.
77. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
73. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Einn af markaskorurum ÍA farinn af velli.
71. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar) Út:Indriði Áki Þorláksson (Haukar)
Haukur kominn inná í síðasta leik sínum fyrir Hauka áður en hann fer út í nám til Bandaríkjana.
69. mín
Birgir Magnús allt annað en sáttur með Ólafur Val sem virðist fara harkalega í Birgi við hliðarlínuna. Haukar fá innkast og Jóhann Ingi er ekkert að stressa sig á hlutunum.
65. mín
Inn:Vincent Weijl (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
65. mín Gult spjald: Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Ódýrt spjald í meira lagi.

Fura missti boltann á miðjum vellinum og ætlaði að reyna teygja sig aftur í boltann en fór í Arnar Már sem féll við. Fura uppskar spjald. Sjokkerandi.
64. mín
Vincent Weijl er að koma inná hjá Skagamönnum.

Hann kemur úr unglingaakademíu AZ Alkmaar og var á samningi hjá Liverpool á sínum tíma. Á atvinnumannaferil hans hefur Vincent spilað með liðum í Danmörku, Hollandi, Spáni og Malasíu svo dæmi séu tekin. Hann á jafnframt að baki unglingalandsleiki með U-19 og U-20 í Hollandi.
61. mín Gult spjald: Ísak Jónsson (Haukar)
59. mín
Albert með dapurt skot utan teigs langt framhjá vellinum.
57. mín Gult spjald: Davíð Sigurðsson (Haukar)
54. mín
Inn:Ísak Atli Kristjánsson (Haukar) Út:Aran Nganpanya (Haukar)
Aran þarf að fara af velli. Hann datt úr axlarlið.
54. mín
Skalli framhjá.

Stoppa þarf leikinn. Aran Nganpanya þarf að fá aðhlynningu eftir þetta. Hann virðist hafa farið úr axlarlið.
53. mín
Steinar Þorsteinsson með skot utan teigs í varnarmann Hauka og aftur fyrir. Skagamenn fá hornspyrnu.
53. mín
Það verður að hrósa stuðningsmönnum ÍA fyrir mætinguna hér í kvöld. Vel mætt eins og þeir eru nú þekktir fyrir að gera. Ánægjulegt að sjá.
48. mín MARK!
Jeppe Hansen (ÍA)
Stoðsending: Arnar Már Guðjónsson
Þetta var ekki flókið!

Arnar Már með nægan tíma með boltann fyrir utan teig, á þessa líka fínu sendingu inn í teig þar sem Jeppe Hansen stangar boltann í netið án vandræða!
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi hefur flautað til hálfleiks.
45. mín
Jeppe Hansen með skalla sem hittir ekki á markið eftir hornspyrnuna frá Þórði Þorsteini.
45. mín
Davíð Sigurðsson nálægt því að skora sjálfsmark!

Hörður Ingi með góða fyrirgjöf frá vinstri sem Davíð reynir að hreinsa í horn, en boltinn að markinu og Óskar nær á síðustu stundu að verja og boltinn í horn.
38. mín MARK!
Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Skagamenn eru komnir!

Ólafur Valur gerir þetta vel, er með boltann utan teigs og skýtur síðan hnitmiðuðu skoti í nærhornið og Óskar í marki Hauka stendur eins og stytta, illa staðsettur og gerir sig ekki líklegan í boltann.

Þetta var ekki flókið.
37. mín Gult spjald: Einar Logi Einarsson (ÍA)
Jóhann Ingi virðist vera búinn að missa tökin á þessum leik. Haukamenn öskra "spjald, spjald" og Jóhann Ingi þorir ekki öðru en að spjalda Einar Loga.
36. mín Gult spjald: Indriði Áki Þorláksson (Haukar)
Fyrir peysutog.
27. mín MARK!
Jeppe Hansen (ÍA)
Stoðsending: Arnór Snær Guðmundsson
Skagamenn eru búnir að jafna! Þetta lá í loftinu.

Þórður Þorsteinn með enn einu hornspyrnuna á fjærstöngina, þar skallar Arnór Snær boltann í átt að markinu og þar er Jeppe Hansen nánast á marklínunni og stýrir boltanum í netið með höfðinu eða einhverjum af líkamspörtunum þar nálægt.
26. mín
Ólafur Valur með stórhættulega hornspyrnu sem Óskari rétt nær að slá framhjá markinu og annað horn.
26. mín
Arnar Már með svakalegt skot utan teigs sem Óskar þarf að hafa sig allan við til að verja og slá boltann aftur fyrir. Lúmskt skot frá Arnari þarna.
22. mín
Aftur á Þórður Þorsteinn sendingu á milli Gunnars og Arans þar sem Jeppe kemur í eyðuna en boltinn fer of innarlega og hann nær ekki að gera neitt úr færinu nema, sendingu sem fer yfir markið.
21. mín
ÍA fær hornspyrnu sem Gunnar Gunnarsson skallar frá.

Þetta eru hættulegar spyrnur frá Steinari en Haukamenn eru grimmari í loftinu.
20. mín
Þjálfarateymi Hauka er gjörsamlega sturlað þessa stundina. Arnór Snær og Fufura eru að berjast um boltann við vítateigslínu Skagamanna og virðist sem að Arnór Snær hafi náð Fura niður kolólöglega en Jóhann Ingi dæmdi ekkert og lét leikinn halda áfram.
19. mín
Þórður Þorsteinn vippar boltanum yfir Ísak Jónsson sem gaf færi á sér, Jeppe Hansen skyndilega kominn í gegn en hann nær ekki skoti á markið.

Boltinn barst út fyrir teiginn þar sem Arnar Már skaut að marki en Þórður Jón gjörsamlega skutlaði sér fyrir skotið og fékk hann í síðuna. Þetta var alvöru fórnun. Greinilega að Þórður var markvörður á sínum yngri árum.
16. mín
Steinar Þorsteinsson með spyrnuna, háa og langa á fjærstöngina, Stefán Teitur skallar að marki en Davíð Sigurðsson gott sem bjargar á línu og skallar síaðn boltann aftur og nú framhjá markinu.

Skagamenn fá aðra hornspyrnu sem ekkert kemur úr.
15. mín
Hörður Ingi reynir fyrirgjöf frá endalínunni en Birgir Magnús rennir sér fyrir sendinguna og boltinn aftur fyrir. Skagamenn fá hornspyrnu.
11. mín
Skyndilega var Jeppe Hansen kominn einn inn fyrir og manni fannst eins og Haukar væru að bíða eftir að flaggið hafi komið upp og jafnvel Jeppe líka. Flaggið kom þó aldrei en Davíð Sigurðsson birtist þó á síðustu stundu og renndi sér fyrir skot Jeppe.

Eftir þetta, leit Jeppe síðan á aðstoðardómarann og vonaðist líklega eftir á að flaggið hafi komið upp því hann hefði átt að gera betur þarna.
10. mín
Ólafur Valur tók spyrnuna , sending inn í teig sem Jeppe ætlaði að flikka áfram en Haukamenn ná að komast fyrir og boltinn endar í innkasti fyrir ÍA.
10. mín
Daði Snær brýtur á Arnari Má fyrir sjö metrum utan teig Hauka og Skagamenn fá aukaspyrnu.
8. mín MARK!
Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
En ekki hvað?

Haukamenn eru komnir yfir og markið gerir nýjasti leikmaður liðsins Aron Freyr Róbertsson!

Þetta var allt saman stórfurðulegt!

Svo virtist vera sem að Arnór Snær Guðmundsson hafi ætlað að skýla boltanum til Árna Snæs en Árni var ekkert líklegur til að koma og sækja boltann og Aron Freyr gerði vel, pressaði vel í bakið á Arnóri og náði síðan að pota boltanum framhjá Árna á nærstönginni.
7. mín
Ólafur Valur með skot utan teigs yfir markið.
6. mín
Byrjar rólega. Bæði lið átt sitt hvora fyrirgjöfina sem ekkert hefur komið úr.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
ÍA unnu Hauka í fyrri umferðinni 3-1.

Stefán Teitur skoraði tvö mörk og Steinar Þorsteinsson eitt. Daði Snær Ingason minnkaði muninn fyrir Hauka undir lok leiks.
Fyrir leik
Jóhannes Karl sér enga ástæðu til að breyta byrjunarliði sínu frá 5-0 sigrinum gegn Þór í síðustu umferð.
Fyrir leik
Heimamenn í Haukum hafa tapað síðustu fjórum leikjum og unnu þeir til að mynda ekki leik í júlí mánuði. Þeir unnu síðast ÍR 29. júní 4-0.

Í síðasta leik töpuðu þeir gegn botnliði Magna 2-1 á Grenivík.
Fyrir leik
Aron Freyr Róbertsson sem kom til Hauka frá Keflavík í gær fer beint í byrjunarlið Hauka í kvöld. Þá er Fufura Barros einnig kominn í byrjunarlið Hauka frá síðasta leik sem og Birgir Magnús.

Haukur Ásberg, Þórhallur Kári og Arnar Steinn fara allir úr byrjunarliðinu á bekkinn.
Fyrir leik
Skagamenn eru í 2. sæti deildarinnar með 27 stig jafn mörg stig og Víkingur Ó. sem eru i 3. sæti.

Á toppi deildarinnar eru HK-ingar með 29 stig.
Fyrir leik
Heimamenn eru í 8. sæti deildarinnar með 13 stig tveimur stigum frá fallsæti þar sem Selfoss er fyrir leik.

Fimm leikir fara fram í deildinni í kvöld en umferðin byrjaði í gær með jafnteflisleik Leiknis og Fram.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Ásvöllum þar sem Haukar og ÍA eigast við í 14. umferð Inkasso-deild karla.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('77)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson ('65)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('73)
17. Jeppe Hansen
18. Stefán Teitur Þórðarson

Varamenn:
8. Hallur Flosason ('77)
10. Ragnar Leósson
15. Hafþór Pétursson
16. Viktor Helgi Benediktsson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('73)
21. Vincent Weijl ('65)
32. Garðar Gunnlaugsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson

Gul spjöld:
Einar Logi Einarsson ('37)
Hallur Flosason ('91)

Rauð spjöld: