Hásteinsvöllur
laugardagur 04. ágúst 2018  kl. 13:30
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Eins og þær gerast bestar. Lítill vindur, sól og 12° Völlurinn ágætlega þungur samt eftir rigningu gærdagsins.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1577
Maður leiksins: Ásgeir Börkur
ÍBV 0 - 1 Fylkir
0-1 Emil Ásmundsson ('16)
Myndir: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann ('51)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths ('51)
10. Shahab Zahedi ('93)
11. Sindri Snær Magnússon (f)
18. Alfreð Már Hjaltalín
30. Atli Arnarson
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Varamenn:
22. Derby Carrillo (m)
9. Breki Ómarsson ('93)
24. Sigurður Grétar Benónýsson
25. Guy Gnabouyou
38. Víðir Þorvarðarson
77. Jonathan Franks ('51)
92. Diogo Coelho ('51)

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Thomas Fredriksen
Georg Rúnar Ögmundsson
Andri Ólafsson
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson

Gul spjöld:
Atli Arnarson ('37)
Shahab Zahedi ('90)

Rauð spjöld:
@DanelGeirMoritz Daníel Geir Moritz
95. mín Leik lokið!
Fylkir með Þjóðhátíðarsigur gegn ÍBV!!! Kennsludæmi í góðum varnarleik á köflum hjá Fylki á meðan ÍBV setti púður í fyrsta korterið en síðan ekki söguna meir. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
94. mín
Andrés Már með skot yfir.
Eyða Breyta
93. mín
Breki með skalla en fram hjá markinu. Þetta er að fjara út!
Eyða Breyta
93. mín Breki Ómarsson (ÍBV) Shahab Zahedi (ÍBV)
Seint. En er betra seint en aldrei?
Eyða Breyta
92. mín
Sigurður Arnar nær skalla en Aron ver í horn! Hætta á ferð.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Shahab Zahedi (ÍBV)
+1 Shahab fær gult spjald fyrir almenn leiðindi.
Eyða Breyta
90. mín
4 mín í uppbót.
Eyða Breyta
88. mín
Andrés Már með sprett en laust skot beint á Halldór Pál.
Eyða Breyta
86. mín Helgi Valur Daníelsson (Fylkir) Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)

Eyða Breyta
85. mín
Diogo með þrumuskot! Rétt fram hjá marki Fylkis.
Eyða Breyta
84. mín Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Emil Ásmundsson (Fylkir)

Eyða Breyta
84. mín
Vá!!! Þarna munaði litlu. Franks náði sendingu fyrir og komst Sindri í dauðafæri en Aron Snær varði.
Eyða Breyta
83. mín
ÍBV fær horn sem Franks tekur.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Stöðvaði sókn.
Eyða Breyta
80. mín
Emil Ásmunds með gott skot eftir góða sókn en Halldór Páll ver.
Eyða Breyta
78. mín
Franks með skot fram hjá. Það er lítið að gerast og hægt tempó.
Eyða Breyta
71. mín
Ásgeir Börkur þrumar hér boltanum í Shahab og út af vellinum í markspyrnu. Hann er búinn að vera geggjaður hér í dag.
Eyða Breyta
68. mín
Ég veit ekki hvort Maggi Bö sér tvöfalt eftir gærkvöldið en mönnum ber ekki saman um áhorfendur hér í dag. Það er allavega fullt af fólki að fylgjast með þesssum frábæra varnarleik Fylkis.
Eyða Breyta
68. mín


Eyða Breyta
66. mín
Vávává!!! Þvílík hætta á ferð. Flott sókn hjá ÍBV og Alfreð á frekar slakt skot en Atli er hársbreidd frá því að ná til hans og skora! Skömmu áður var Ásgeir Börkur að láta til sín taka með tæklingu og fjöri en uppskar ekki einu sinni aukaspyrnu. Rannsóknarefni hvernig hann er ekki með spjald.
Eyða Breyta
64. mín
Vávává!!! Ragnar Bragi í dauðafæri en Halldór Páll ver, boltinn á Albert Brynjar nær frákastinu en Halldór Páll ver aftur! Þarna gerði Halldór Páll virkilega vel en vörnin ekki.
Eyða Breyta
59. mín
1577 áhorfendur hér í dag! Einhverjir voru að vonast eftir fleirum en þetta er langt yfir meðallagi.
Eyða Breyta
56. mín
Takturinn er ansi hægur orðinn í leiknum. ÍBV með ágæta sókn og Sindri með skot rétt fram hjá.
Eyða Breyta
54. mín
Fylkir fær horn. Þessi leikur er að spilast upp í hendurnar á Fylki. Taka sér sinn tíma í þetta og eru bara vel skipulagðir í þessu.
Eyða Breyta
52. mín
KG vill hrista upp í þessu og hendir hér fjórum ferskum fótum inn á völlinn.
Eyða Breyta
51. mín Diogo Coelho (ÍBV) Dagur Austmann (ÍBV)

Eyða Breyta
51. mín Jonathan Franks (ÍBV) Priestley Griffiths (ÍBV)

Eyða Breyta
46. mín
Daddi diskó hvetur fólk til að hvetja og síðari hálfleikur fer hér af stað!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fylkir leiðir! Stórskrýtinn fyrri hálfleikur að baki. ÍBV valtaði yfir gestina í upphafi en fengu svo á sig mark. Fylkir átti góðan kafla um miðjan hálfleikinn en ÍBV var byrjað að pressa að nýju. Við hljótum að fá fleiri mörk í síðari hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Kaj Leo með slaka aukaspyrnu, boltinn upp í loftið og Gunnar Heiðar skallar aftur fyrir. Þarna var illa farið með góðan séns!
Eyða Breyta
45. mín
Sindri með skot beint í höndina á Ásgeiri Berki og dæmdi Pétur auka. Þetta gæti orðið hættulegt.
Eyða Breyta
45. mín
Daði með góða aukaspyrnu sem Ásgeir Eyþórs skallar en beint á Halldór Pál.
Eyða Breyta
44. mín
Það er akkúrat ekkert verið að hvetja liðin hér í dag. Fullt af fólki en lítil stemning. Skora á áhorfendur að láta í sér heyra. En Fylkir fær auka á hættulegum stað.
Eyða Breyta
43. mín
Gunnar Heiðar með lélega snertingu og braut svo af sér upp við hornfána. Hann hefur verið í smá vandræðum í dag.
Eyða Breyta
39. mín
Nú brýtur Ásgeir Börkur með því að sparka aftan í leikmann ÍBV en uppsker einungis brot, ekkert spjald. Spurning hvort Ásgeir hafi eitthvað á Pétur? Nei, það er heldur vel í lagt hjá mér en Ásgeir heppinn að vera ekki kominn með spjald.
Eyða Breyta
38. mín
Shahab með geggjaðan sprett og skot hans rétt fram hjá markinu! Þarna skall hurðin fræga nærri hælum.
Eyða Breyta
37. mín Gult spjald: Atli Arnarson (ÍBV)
Atli Arnar fær gult spjald fyrir að fara með höndina í Ásgeir Börk. Þetta voru frekar litlar sakir og línan hjá Pétri skrýtin.
Eyða Breyta
33. mín
Valdimar Þór með frábæra takta og skapar skotfæri en yfir fór boltinn!
Eyða Breyta
32. mín
Fylkir fær horn sem verður að stórhættulegri skyndisókn! Shahab keyrir upp, finnur Kaj Leo sem sendir á Gunnar Heiðar sem skóflar boltanum yfir undir pressu.
Eyða Breyta
28. mín
Glaurulaust hjá Pétri. Shahab með sprett og er straujaður niður af Ásgeiri Berki en ekkert spjald. Kaj Leo síðan með aukaspyrnu og Sigurður Arnar nálægt því að ná til boltans.
Eyða Breyta
27. mín
Fylkir fær horn!
Eyða Breyta
25. mín
Atli Arnar með enn eitt skotið en Aron Snær ver. Það er nett áhyggjuefni ef Atli er sá sem er að skjóta fyrir heimamenn.
Eyða Breyta
22. mín
Klafs í teig ÍBV en Fylkir nær ekki að skapa færi. Skyndisókn síðan hjá ÍBV og Shahab þrumar í hliðarnetið.
Eyða Breyta
21. mínEyða Breyta
20. mín Gult spjald: Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
Fer aftur í Atla og fær núna spjald. Óli á að sýna fordæmi hér í baráttunni en slæmt fyrir Fylki að hann sé kominn með spjald.
Eyða Breyta
19. mín
Markið búið að gera mikið fyrir Fylki. Þeir eru mikið öruggari núna og ná að tengja sendingar og halda boltanum inn á milli.
Eyða Breyta
16. mín MARK! Emil Ásmundsson (Fylkir)
Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru! Boltinn fyrir og handsamar Halldór Páll boltann og rekst í varnarmann sem verður til þess að hann missir boltann! Emil renndi boltanum í autt markið. Já, þetta er ástæðan fyrir því að þetta er besta íþrótt í heimi. Fylkir ekkert getað en eru nú að vinna.
Eyða Breyta
15. mín
Ólafur Ingi fer af krafti inn í Atla sem lá eftir. Pétur dæmdi ekkert við lítinn fögnuð heimamanna.
Eyða Breyta
14. mín
Fyrst horn, svo innkast upp við hornfána og komst Sindri í gott skotfæri inni í teignum en beint í varnarmann!
Eyða Breyta
13. mín Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Hákon lagðist niður áðan og var ljóst að hann þyrfti skiptingu. Enginn hjá Fylki var að hita en Ragnar Bragi kemur inn á.
Eyða Breyta
13. mín
Shahab með frábæran sprett en náði ekki að fóta sig alveg eftir að hafa leikið á tvo og komist inn á teig. Síðan kom sending á Gunnar Heiðar sem bjargað var í horn.
Eyða Breyta
11. mín
Þarna munaði litlu enn og aftur! Ekki beint opið færi en klafs í teig gestanna. ÍBV hefur verið mikið betra hér í upphafi og getur þetta ekki gengið svona endlaust fyrir gestina.
Eyða Breyta
11. mín
Atli Arnar fær boltann eftir smá spil og klafs og skaut í varnarmann og í horn.
Eyða Breyta
10. mín
Ásgeir Eyþórs í bullinu! Missir boltann upp við horn og er étinn af Shahab. Íraninn geystist inn í teiginn og vann horn. Mikil hætta.
Eyða Breyta
8. mín
Kaj Leo með aukaspyrnu utan af velli sem Ólafur Ingi skallar í innkast. Kaj tekur svo langt innkast en beint í lúkurnar á Aroni Snæ.
Eyða Breyta
6. mín
Váváá! Geggjuð hornspyrna frá Shahab og barst boltinn út á Atla sem átti þrumuskot en í varnarmann. Heimamenn byrja mikið betur. Fylkir geystist fram en Valdimar dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
5. mín
Stórsókn hjá ÍBV! Shahab með skot, svo kom klafs og Atli skaut, Shahab svo aftur og endaði í horn.
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsti sénsinn! Gunnar Heiðar fær skotfæri en skýtur í varnarmann.
Eyða Breyta
2. mínEyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Hér eru allir mættir og er flautað til leiks! Daddi diskó er vallarþulur hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Blaðamannastúkan spáir:
Guðmundur Tómas, mbl: 3-1 fyrir ÍBV
Einar Kristinn, Vísir: 2-0 fyrir ÍBV
Sjálfur spái ég 4-2 fyrir ÍBV
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vallargestir urðu vitni að bjargsigi hér áðan þegar einhver ofurhugi húrraði fram af bjargi en í öruggri línu og allt fór vel. Menn í blaðamannastúkunni voru samt ekkert að bjóða sig fram í að leika þetta eftir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ólafur Ingi var mættur með bandið í síðasta leik en Ásgeir Börkur hafði verið með bandið fram að því. Sérstakt að skipa um fyrirliða á þessum tímapunkti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru áhugaverð nöfn á bekkjum liðanna. Ragnar Bragi og Helgi Valur hjá gestunum, svo eitthvað sé nefnt, og er Víðir Þorvarðar mættur á bekkinn hjá ÍBV en hann kom á dögunum frá Þrótti. Víðir lék með Fylki á sínum tíma en er uppalinn hjá ÍBV.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar. Halldór Páll er kominn aftur í byrjunarlið ÍBV og er Ólafur Ingi fyrirliði Fylkis.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pétur Guðmundsson, lögga, dæmir hér í dag. Spurning hvort hann verði á vaktinni í Dalnum í kvöld?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þjóðhátíð var sett í gær og er óhætt að segja að rignt hafi á Þjóðhátíðargesti. Margir fóru eflaust að sofa í blautu tjaldi en það ætti allt saman að vera orðið þurrt núna og eins og sagt er, besta kvöldið er í kvöld!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gengi liðanna hefur verið ólíkt að undanförnu. Fylkir vann síðast leik 8. júní! Það er langt undir væntingum í Árbænum. Síðasti sigurleikur ÍBV kom í síðustu umferð þegar liðið vann KA 2-1. Fylkir situr í fallsæti en þó munar ekki nema 4 stigum á liðunum, þannig að útisigur myndi jafna fallbaráttuna helling.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomnir í textalýsingu á leik ÍBV og Fylkis í Pepsi deild karla. Það er sannkölluð Þjóðhátíðarstemning í Eyjum, bongó blíða og (ekki bara á Eyja mælikvarða) nánast logn! Ef einhverjir eru á Eyjunni og eru að velta fyrir sér að skella sér á völlinn, endilega drífa sig. Það er aldrei að vita nema einhver mætingamet verði slegin hér í dag.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('86)
7. Daði Ólafsson
8. Emil Ásmundsson ('84)
9. Hákon Ingi Jónsson ('13)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Ólafur Ingi Skúlason (f)
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
10. Andrés Már Jóhannesson ('84)
15. Birkir Eyþórsson
19. Ragnar Bragi Sveinsson ('13)
28. Helgi Valur Daníelsson ('86)
33. Magnús Ólíver Axelsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Magnús Gísli Guðfinnsson
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Halldór Steinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:
Ólafur Ingi Skúlason ('20)
Emil Ásmundsson ('82)

Rauð spjöld: