Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur Ó.
2
2
Haukar
0-1 Elton Renato Livramento Barros '29
Kwame Quee '72 1-1
Kwame Quee '81 2-1
2-2 Indriði Áki Þorláksson '86
08.08.2018  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Engin sól að sjá og smá kuldi. Þurrt og lítil gola.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 230
Maður leiksins: Davíð Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
Kristinn Magnús Pétursson ('90)
2. Ignacio Heras Anglada
3. Michael Newberry
6. Ástbjörn Þórðarson
7. Sasha Litwin
10. Kwame Quee
10. Sorie Barrie
13. Emir Dokara
19. Gonzalo Zamorano
27. Guyon Philips ('67)

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
7. Ívar Reynir Antonsson
11. Jesus Alvarez Marin ('67)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('90)
21. Pétur Steinar Jóhannsson
28. Ingibergur Kort Sigurðsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Kristján Björn Ríkharðsson

Gul spjöld:
Gonzalo Zamorano ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3

Leik lokið með 2-2 jafntefli.

Blóðugt fyrir Ólsara í þeirra toppbaráttu
90. mín
Inn:Kristinn Pétursson (Haukar) Út:Ísak Jónsson (Haukar)
+2

90. mín
+1

Léleg sending hjá Sasha
90. mín
+1

Víkingar eiga aukaspyrnu við horn vítateigsins
90. mín
3 mínútur í uppbót
90. mín
Inn:Bjartur Bjarmi Barkarson (Víkingur Ó.) Út:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.)
Frískir fætur fyrir lokamínútrnar.

Kemur sigurmark öðruhvoru megin?
89. mín
Haukamenn eru farnir út að hornfána. Sáttir við jafnteflið
87. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Haukar)
Virkilega ljót tækling. Ætlaði ekki að gera neitt annað en að strauja Kwame með takkana á undan sér
86. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Haukar)
ÞVÍLÍK DRAMATÍK Í ÓLAFSVÍK

Sá ekki hver tók hornið en Indriði virtist vera sá eini sem stökk upp og skallaði boltan frábærlega í netið
85. mín
Haukar fá hornspyrnu.

83. mín
Haukar lyfta sér ofar á völlinn. Hafa legið mikið aftur í síðari hálfleik. Þeir vilja ekki tapa þessum leik
81. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Gonzalo Zamorano
VÍKINGAR ERU KOMNIR YFIR!

Sorrie Barie með hreinun/Sendingu á Gonzalo sem er einn fljótasti maður deildarinnar og stakk Davíð og Gunnar strax af. Kwame kom með honum og Gonzalo renndi boltanum á hann. Kwame gat lítið annað gert en að skora
80. mín Gult spjald: Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Fékk dæmda á sig aukaspyrnu eftir að hafa bakkað inní Davíð. Gonzi ekki sáttur og lét dómarann heyra það
79. mín
Enn sækja Víkingar af krafti. Fyrirgjöf númer ég veit ekki hvað í þessum leik. Boltinn á fjær þar sem Kristinn var dæmdur brotlegur
77. mín
Gonzalo á harðaspretti upp vinstra megin. Var í of þröngri stöðu til að ná almennilegu skoti. Boltinn datt í miðju boxinu þar sem Kristinn Magnús kom á fleygiferð og renndi sér á hann. Rétt framhjá markinu
76. mín
Inn:Gylfi Steinn Guðmundsson (Haukar) Út:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
Önnur skipting gestanna
74. mín
Víkingar sækja mikið núna eftir jöfnunarmarkið. Vilja alls ekki tapa stigum í þessum leik
72. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Ignacio Heras Anglada
VÍKINGAR JAFNA LEIKINN!

Jesus, varamaðurinn átti frábæra sendingu á Nacho sem var kominn ofarlega. Tók vel á móti boltanum og plataði Davíð áður en hann kláraði örugglega stöngin inn
70. mín
Frans tók boltann frá Kristni við sinn eigin vítateig og tók á sprett. Komst langt og ferðaðist hratt. Ási elti hann til baka og virtist taka boltann af honum. Hefði svo sannarlega verið hægt að dæma á þetta en áfram með leikinn segir Sigurður dómari
68. mín
Gonzalo kominn fremst í liði Víkinga. Strax orðinn betri target striker en Guyon var í þessum leik. Bakkar strax inní manninn og skapar usla fyrir vörn Hauka.

Til samanburðar er Guyon Philips 2 metrar á hæð en Gonzalo 1,70
67. mín
Inn:Jesus Alvarez Marin (Víkingur Ó.) Út:Guyon Philips (Víkingur Ó.)
Ejub biðlar til guðs og fær son hans inná
66. mín
Ísak Jónsson með hörkuskot fyrir utan teig. Rétt yfir slánna
64. mín
Ejub er allt annað en sáttur með sóknarleik sinna manna. Skiljanlega.

Stefnir í skiptingu
63. mín
Víkingar með boltann í mínútu hægra megin á kantinum. Náði aldrei sendingu fyrir markið. Loksins þegar sendingin kom rataði hún beint í hendur Óskars
61. mín
Sigurður dómari farinn að ýta á eftir Óskari í útspörkum. Virðist virkilega þyrstur í dag. Fær sér góðan vatnssopa fyrir hvert einasta útspark
60. mín
Það gengur ekkert hjá Víking að ná almennilegu skoti á mark Hauka. Hornspyrna sem rataði á Emir, skot hans í varnarmann
58. mín
SLÁARSKOT!

Guyon Philips fékk boltann utarlega eftir aukaspyrnu. Reyndi að snúa boltann í fjær en boltinn datt ofan á slánna
56. mín Gult spjald: Kristján Ómar Björnsson (Haukar)
Gult á þjálfara Hauka fyrir tuð
54. mín
Þarma sluppu Haukamenn svo sannarlega með skrekkinn. Hornspyrna sem stefndi að Emir. Davíð var í bakinu á Emir og kastaði honum í jörðina. Fékk fullkomið sjónarhorn á þetta og bakhrindingar gerast ekki augljósari en þetta. Ekkert dæmt
52. mín
Gonzalo og Sasha tóku hornspyrnu stutt og Gonzalo fann Kristinn fyrir utan boxið með nóg pláss. Reyndi skotið í fyrsta en rétt framhjá markinu
51. mín
Flott uppspil hjá Haukum. Ástbjörn brást hárrétt við og steig Frans út og leyfði Fran að ná boltanum auðveldlega
49. mín
Síðari hálfleikur hefur farið allur fram á vallarhelming Hauka þó ekki sé mikið búið mikið af honum
47. mín
Víkingar nálægt því að komast í gegn. Lokasendingin frá Guyon inn á Kwame klikkaði
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn á ný
46. mín
Inn:Frans Sigurðsson (Haukar) Út:Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
Skipting í hálfleik hjá Haukum
45. mín
Hálfleikur
Haukar leiða í hléinu. Víkingar byrjuðu töluvert betur en hafa ekki átt neitt dauðafæri per se.
45. mín
Aron Freyr brýtur á Michael. Leikurinn heldur áfram þar sem Víkingur hélt boltanum. Aron skyldi löppina eftir við bringuna á Michael þegar hann ætlaði að standa upp og sá Breski allt annað en sáttur. Sóknin heldur áfram á meðan þeir eiga góð orðaskipti við miðlínuna
44. mín
Emir dæmdur brotlegur. Ætlaði að taka boltann niður á bringuna en missti boltann frá sér. Renndi sér til að ná í hann. Sparkaði að vísu í boltann en var talsvert ofarlega með löppina. Kvartar mikið en að mínu mati heppinn að sleppa við spjald
43. mín
Davíð og Gunnar, miðvarðarpar Hauka hefur verið frábært í þessum leik hingað til. Stöðvað ótal margar fyrirgjafir
42. mín
Ekkert varð úr spyrnunni. Sasha reyndi fyrirgjöf sem enginn leikmaður Víkings né Hauka náði til og útspark niðurstaðan
41. mín
Michael með frábæran sprett upp völlinn sem endar með aukaspyrnu á fínum stað
38. mín
Emir og Fran að leika sér að eldinum hérna. Elton var að pressa á Emir og hann gaf aftur á Fran sem ákvað að gefa aftur á Emir í staðinn fyrir að lúðra boltanum fram völlinn. Arnar kom í fylgipressunni og Emir þurrti að reyna negla fram. Beint í Arnar og í innkast við hornfánann
37. mín
Guyon Philips í erfiðu skotfæri og Óskar fylgir boltanum bara framhjá
35. mín
Kristinn Magnús með skotfæri af ca 25 metra færi en skotið fór aldrei upp af jörðinni. Auðvelt fyrir Haukavörnina að eiga við það
34. mín
Víkingar virðast hafa verið slegnir algjörlega útaf laginu við þetta mark. Komast ekkert núna
31. mín
Víkingar sóttu í 10 mín stanslaust fram að markinu en þetta var bara þriðja dæmið í leiknum þar sem vörn Víkinga hefur virkað hálfsofandi.

Víkingar hafa tapað tveimur leikjum í sumar, í bæði skiptin var Emmanuel Eli ekki í leikmannahóp Víkinga. Í dag er hann í banni. Virkilega slæmt ef einn maður er svona rosalega ómissandi fyrir Víkinga.
29. mín MARK!
Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
HAUKAR SKORA FYRSTA MARK LEIKSINS!

Algjörlega gegn gangi leiksins en Haukamönnum gæti ekki verið meira drullusama. Fyrirgjöf frá Birgi sem fór yfir alla. Aron Freyr náði honum og reyndi að koma honum aftur fyrir markið þar sem Michael náði ekki að hreinsa. Boltinn datt fyrir Elton sem renndi honum þæginlega í netið.
28. mín
HVAÐ VAR EMIR AÐ GERA ÞARNA!?

Sending innfyrir frá Elton, Emir var með tvo metra á Arnar og ætlaði að senda til baka á Fran. Kæruleysissending og Arnar var ekki lengi að ná henni. Emir stálheppinn þarna því skotið hjá Arnari skelfilegt.
26. mín
Kwame einn í gegn á Óskar.

En AFTUR ver Óskar. Lokaði frábærlega á Kwame sem var kominn í þrönga stöðu
25. mín
Þvílík vinnsla í Kristni!

Vann boltann tvisvar og tæklaði svo boltann fyrir Guyon sem fékk hann á silvurfati meter frá vítapunktinum. Reyndi að klára í fyrsta í fjær en náði ekki að setja boltann nægilega mikið út við stöng.
24. mín
Þórður Jón og Elton með stórskemmtilegt þríhyrningsspil við vítateig Víkinga. Þórður náði ekki að koma almennilegu skoti á markið
22. mín
Það virðist liggja mark í loftinu hjá heimamönnum. Hver sóknin á fætur annari hérna núna. Kwame með fyrirgjöf út í boxið. Boltinn var talsvert fyrir aftan Guyon sem reyndi klippu til að koma honum á markið. Skammt framhjá markinu.
20. mín
Sorie Barrie með stórhættulega fyrirgjöf sem Óskar missti af sýndist mér. Hlýtur að hafa náð að koma smá fingri í boltann því boltinn fór rétt yfir hausinn á Guyon. Trúi ekki að hann hafi bara misst af boltanum
18. mín
Þung sókn hjá Víkingum. Nacho með hættulega fyrirgjöf í átt að Kwame sem Óskar kýldi en ekki langt. Guyon kom honum aftur á Kwame en skot hans blokkerað af Gunnari áður en Óskar náði til boltans
16. mín
Mikið vesen á netinu hérna í blaðamannaskýlinu til að byrja með en vonandi truflar það okkur ekki meira meðan á leik stendur
13. mín
Víkingar sækja í átt að marki Hauka á mikilli ferð. Nacho og Gonzi ætluðu sér þríhyrningsspil vinstra megin. Sendingin frá Gonzi ekki nógu góð.
11. mín
Gonzi tók spyrnuna...alveg skelfileg.

Lengst yfir markið.
10. mín
Guyon Philips vinnur aukaspyrnu stutt frá vítateig Hauka og í þann mund kemur Aron Freyr inná aftur.
9. mín
Aron Freyr lág lengi fyrir framan vítateig Ólsara. Haukar héldu þó sókninni áfram og Siggi dómari gat ekki hugað að honum fyrr en boltinn var farinn af velli.
7. mín
Víkingar hafa bara einusinni komist upp að vítateig Hauka til að byrja með
5. mín
Haukar pressa hátt á vellinum og reyna að gefa tóninn fyrir þennan leik snemma
4. mín
Tók það stutt og Gunnar, fyrirliði missti boltann útaf í markspyrnu
3. mín
Haukar eiga innkast á miðjum vallarhelming Víkinga og Birgir Magnús ætlar að kasta langt inn í teiginn
2. mín
Það er enginn Emmanuel Eli og enginn Vignir Snær og því eru Víkingar komnir í hefbundna 4 manna vörn með Ástbjörn og Nacho í bakvörðum og Emir og MIchael í hafsent.

Kristinn Magnús og Sorie Barrie eru djúpir á miðjunni með Kwame, Sasha og Gonzalo fyrir framan sig. Guyon Philips er svo fremsti maður. Stuðningsmenn Víkinga vilja mark frá honum í dag
1. mín
Það eru Víkingar sem hefja þennan leik og sækja í átt að Sundlaug Ólafsvíkur í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn og eru að gera sig klár til að hefja leikinn
Fyrir leik
Víkingar hafa unnið 7 af síðustu 10 leikjum í öllum deildum (1 tap og 2 jafntefli).

Á meðan Haukaliðið hefur einungis unnið 3 af síðustu 10 (7 töp) þar á meðal hefur liðið tapað 5 síðustu leikjum sínum
Fyrir leik
Tveir fastamenn í liði Víkings eru í leikbanni í kvöld, þar á meðal Emmanuel Eli Keke sem var kjörinn leikmaður fyrri hluta Inkasso-deildarinnar af mér og mínum kollegum hjá Fótbolta.net.
Einnig er Vignir Snær Stefánsson í leikbanni. Emir Dokara, fyrirliði og Sasha Litwin sem fagnaði afmælisdeginum í gær, koma inn í byrjunarliðið í stað þeirra.

Jesus Alvarez, nýr leikmaður í liði Víkinga er á bekknum og er hann kominn með númer sem var í eigu Alexanders Helga, sem var á láni frá Blikum framanaf sumri, 11
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn kæru lesendur .net. og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á leik Víkings Ólafsvíkur og Hauka í Inkasso-deildarinnar
Byrjunarlið:
12. Óskar Sigþórsson (m)
Indriði Áki Þorláksson
4. Ísak Atli Kristjánsson
6. Þórður Jón Jóhannesson ('76)
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Davíð Sigurðsson
7. Aron Freyr Róbertsson ('46)
8. Ísak Jónsson (f) ('90)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson
16. Birgir Magnús Birgisson

Varamenn:
2. Kristinn Pétursson ('90)
16. Oliver Helgi Gíslason
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
17. Gylfi Steinn Guðmundsson ('76)
21. Alexander Helgason
22. Alexander Freyr Sindrason
24. Frans Sigurðsson ('46)
28. Haukur Björnsson

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Þórður Magnússon
Valdemar Geir Gunnarsson
Ríkarður Halldórsson
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:
Kristján Ómar Björnsson ('56)
Gunnar Gunnarsson ('87)

Rauð spjöld: