Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
HK/Víkingur
1
2
Valur
Karólína Jack '9 1-0
1-1 Fanndís Friðriksdóttir '16
1-2 Guðrún Karítas Sigurðardóttir '83
10.08.2018  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Thelma Björk Einarsdóttir
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('74)
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
17. Arna Eiríksdóttir
20. Maggý Lárentsínusdóttir
28. Laufey Björnsdóttir ('85)
99. Kader Hancar

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('85)
11. Þórhildur Þórhallsdóttir ('74)
13. Linda Líf Boama
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Andri Helgason
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:
Karólína Jack ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið í Víkinni.

Valsstelpur taka öll þrjú stigin hér í kvöld.
92. mín
Inn:Hanna Kallmaier (Valur) Út:Elín Metta Jensen (Valur)
90. mín
Uppbótartíminn er byrjaður.
87. mín
Elín Metta með skot eða fyrirgjöf hægra megin í teignum sem endar í innkasti. Þetta var furðuleg ákvörðun.
85. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Út:Laufey Björnsdóttir (HK/Víkingur)
83. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur)
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
MEÐ SINNI FYRSTU SNERTINGU Í LEIKNUM!

Hlín með fyrirgjöf frá hægri þar sem Dóra María skallar boltann til Guðrúnar sem á skot sem fer í stöngina og þar fer boltinn í Björk og í netið. Klaufalegt í meira lagi og spurning hvort þetta skráist ekki sem sjálfsmark á Björk.
82. mín
Þetta var stórfurðulegt!

Kadern Hancar er sloppin ein í gegn og er við það að mæta Söndru Sigurðardóttur þegar Jóhann Ingi flautar rangstöðu. Það er ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að aðstoðardómarinn var ekki búinn að flagga þegar Jóhann Ingi dæmdi rangstöðuna.
81. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Stefanía strax tekin útaf.
80. mín
Neineineineinei! Þetta vill maður ekki sjá í Pepsi-deildinni!

Stefanía Ragnarsdóttir hittir ekki boltann í kjörstöðu innan teigs HK/Víkings eftir fyrirgjöf frá Hlín Eiríks.

Þetta var upplagt marktækifæri sem Stefanía gjörsamlega klúðrar upp á sitt einsdæmi.
75. mín Gult spjald: Karólína Jack (HK/Víkingur)
Brýtur á Hallberu.
74. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Víkingur) Út:Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)
74. mín
Dóra María með þetta fína skot úr aukaspyrnu á nærstöngina sem Björk ver.
72. mín
Fanndís með laflaust skot utan teigs beint á Björk.
71. mín
Laufey með skot utan teigs beint á Söndru í marki Vals.

Lítið að gera hjá Söndru í leiknum í kvöld.
69. mín
VÁ! Þvílík varsla frá Björk þarna!

Fanndís kemst að endalínunni, á sendingu fyrir á Elínu Mettu sem er við markteiginn, en Björk ver skot hennar vel og Valur fær horn, sem ekkert verður úr.

Skotið hjá Elínu hefði hæglega getað verið betra, en það er ekki hægt að taka það af Björk sem þurfti að hafa sig alla við til að verja þetta skot.
66. mín
Dóra María með fína fyrirgjöf á Elínu Mettu sem skallar laust í átt að markinu og Björk handsamar boltann.
64. mín
Thelma Björk á skalla framhjá eftir hornspyrnu frá Fanndísi.
63. mín
Elín Metta reynir að komast framhjá Margréti Evu en nær því ekki, á fyrirgjöf sem Margrét rennir sér fyrir og Valur fær horn.
59. mín
Inn:Dóra María Lárusdóttir (Valur) Út:Crystal Thomas (Valur)
Fyrsta skipting leiksins.
53. mín
Aðeins meira líf í HK/Víking hérna fyrstu mínúturnar, þá svona sérstaklega ef maður miðar við fyrri hálfleikinn.
46. mín Gult spjald: Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Það er bara gult spjald strax í byrjun seinni hálfleiks.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi hefur flautað til hálfleiks.

Bæði lið hafa skorað sitt hvort markið og staðan því jöfn.
45. mín
Nú er það Margrét Eva sem hreinsar frá eftir hornspyrnu frá Fanndísi.
44. mín
Hallbera með þessa fínu fyrirgjöf á skallann á Fanndísi sem skallar boltann rétt framhjá fjærstönginni. Þetta var ekki svo fjarri lagi!
40. mín
Elín Metta reynir að koma sér í skotfæri en Gígja Valgerður og Margrét Eva gera vel og með mikilli samvinnu ná þær boltanum ef Jensen.
35. mín
Eftir aukaspyrnu frá Fanndísi dettur boltinn fyrir Crystal Thomas innan teigs, eftir barning innan teigs þá reynir hún skot sem Maggý kemst fyrir.
34. mín
Thomas með skot utan af kanti, fín tilraun á fjærstöngina en Björk greip auðveldlega.
33. mín
Aftur er það Kader Hancar sem fær boltann til sín inn í teignum eftir hornspyrnu Vals. Núna reyndar hittir hún boltann illa og er heppin að skora ekki sjálfsmark. Þó ekki alveg, Björk var með þetta allt á hreinu í markinu.
30. mín
Crystal Thomas reynir skot utan teigs en Gígja Valgerður kemur sér fyrir skotið.
29. mín
Margrét Sif að sleppa ein í gegn en réttilega er hún flögguð rangstæð.
28. mín
Kader Hancar er meira sjáanleg í sínum eigin vítateig en í vítateig andstæðingana. Núna bjargar hún aftur sínum stelpum eftir hornspyrnu frá Hallberu.
27. mín
Spyrnan frá Fanndísi of föst og alveg á fjærstöngina þar sem enginn leikmaður var.
26. mín
Crystal Thomas á fyrirgjöf frá vinstri inn í teig á Fanndísi sem leikur á einn varnarmann og á síðan skot sem Maggý nær að komast fyrir og boltinn aftur fyrir.
25. mín
Fanndís leikur sér með boltann í dágóða stund fyrir utan teig HK/Víkings, kemst lítt áleiðis rennir boltanum til hliðar á Stefaníu sem á skot meðfram jörðinni sem er ekkert vandamál fyrir Björk í markinu að verja.
20. mín
Kader Hancar skallar boltann frá eftir hornspyrnuna frá Hallberu.
20. mín
Hlín í baráttunni við Tinnu Óðinsdóttur við hornfánann vinnur hornspyrnu.
16. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Jöfnunarmarkið er komið!

Þetta var fáránlega vel gert hjá Elínu Mettu sem sneri baki í varnarmúr HK/Víkings, nær að vippa boltanum hárfínt yfir varnarmann heimamanna og þar er Fanndís Friðriks mætt innan teigs, og á hárfínt skot í fjærhornið framhjá Björk í markinu.

Þessi sending frá Elínu. Kennslubókardæmi um gæði.
14. mín
Björk með misheppnað útspark sem Fanndís reynir að refsa henni með og á viðstöðulaust skot yfir Björk en boltinn fer hinsvegar framhjá markinu. Lítil hætta.
12. mín
Hlín með fyrirgjöf frá hægri en Margrét Eva er sterkari og ákveðnari í boltann og nær að komast fyrir skotið frá Elínu Mettu.
9. mín MARK!
Karólína Jack (HK/Víkingur)
ÞAÐ HELD ÉG NÚ!

Gjörsamlega uppúr þurru þá kemur langur bolti upp völlinn og þar kemur Karólína Jack á spaninu, gjörsamlega hleypur Hallberu Guðnýju af sér og er skyndilega komin ein inn fyrir, á síðan hnitmiðað skot framhjá Söndru í fjærhornið og boltinn endar í innra hliðarnetinu!

Virkilega vel klárað hjá Karólínu þarna!
7. mín
Björk ver vel af stuttu færi með fótunum frá Hlín Eiríksdóttur sem fékk boltann inn í miðjum vítateig eftir sendingu frá Stefaníu Ragnarsdóttur.

Hallbera tekur hornspyrnuna sem fer á nærstöngina og Björk blakar boltanum frá og HK/Víkingur hreinsar frá.
6. mín
Hlín Eiríksdóttir með skalla að marki HK/Víkings sem Björg grípur auðveldlega.
6. mín
Fanndís með fyrstu hornspyrnu Vals sem fer innanlega í teiginn og Björk reynir að grípa en missir boltann.

Jóhann Ingi dæmir hinsvegar aukaspyrnu í kjölfarið.
6. mín
Hafnfirðingarnir í liði HK/Víkings þær Maggý Lárentísinusdóttir og Margrét Sif Magnúsdóttir eru einu leikmenn vallarsins sem leika með hanska í kvöld... fyrir utan að sjálfsögðu markverði beggja liða sem eru sem betur fer í sínum hefðbundnu markmannshönskum.
5. mín
Elín Metta með fyrstu fyrirgjöfina en Maggý nær að hreinsa frá.
3. mín
Valsstelpur leika í alhvítum búningum á meðan HK/Víkingur er í sínum hefðbundnum svörtu og rauðu treyjum.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Hér um helgina í Víkinni fer fram Arion-banka mótið sem er í fullum undirbúningi þessa stundina. Þegar maður keyrði inn í Fossvoginn blasti við manni fjölmargir Arion banka fánar og hér á Víkingssvæðinu eru þeir einnig fjölmargir.
Fyrir leik
Andri Steinn Birgisson er í fullu við það að hita upp Söndru Sigurðardóttir markvörð Vals upp í fjarveru Rajko markmannsþjálfara Vals sem er enn erlendis með karlaliði Vals.
Fyrir leik
Hér er frábært veður til knattspyrnuiðkunar.

Bæði lið eru á fullu í upphitun fyrir leikinn og það styttist í leikinn. Rúmlega korter þangað til Jóhann Ingi Jónsson flautar leikinn á.
Fyrir leik
Arna Eiríksdóttir kemur inn í byrjunarlið HK/Víkings fyrir Isabellu Evu Aradóttur.

Arna er einmitt systir Hlínar og Málfríðar Önnu leikmanna Vals.

HK/Víkingur töpuðu illa í síðustu umferð 6-1 gegn Breiðabliki.
Fyrir leik
Hjá Val er Ásdís Karen farin út í nám og er því ekki með liðinu í dag.

Stefanía Ragnarsdóttir kemur inn í byrjunarlið Vals fyrir hana.

Valur vann Grindavík í síðustu umferð 3-0 og því lítil ástæða fyrir Pétur að vera breyta eitthvað of miklu í Valsliðinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og hægt er að nálgast þau hér á köntunum.
Fyrir leik
Valur vann fyrri leik liðanna 2-0 með mörkum frá Elínu Mettu Jensen og Crystal Thomas.
Fyrir leik
Gestirnir í Val eru í 3. sæti deildarinnar með 23 stig en en HK/Víkingur er hinsvegar með 13 stig í 7. sæti.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Víkinni.

Hér í kvöld eigast við HK/Víkingur og Valur í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('92)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas ('59)
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Arianna Jeanette Romero
23. Fanndís Friðriksdóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('81)
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
19. Selma Dögg Björgvinsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('59)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('81)
27. Hanna Kallmaier ('92)
30. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson

Gul spjöld:
Thelma Björk Einarsdóttir ('46)

Rauð spjöld: