Kaplakrikavöllur
sunnudagur 12. ágúst 2018  kl. 16:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Allt í lagi
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Yvan Yann Erichot
FH 0 - 2 ÍBV
0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('38)
0-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('45, víti)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Cédric D'Ulivo ('66)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson ('75)
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eddi Gomes
18. Jákup Thomsen ('85)
27. Brandur Olsen

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
4. Pétur Viðarsson
9. Jónatan Ingi Jónsson ('66)
9. Viðar Ari Jónsson
11. Atli Guðnason ('85)
17. Atli Viðar Björnsson ('75)
22. Halldór Orri Björnsson

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Eddi Gomes ('13)
Cédric D'Ulivo ('31)
Brandur Olsen ('45)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
94. mín Leik lokið!
Ívar Orri hefur flautað til leiksloka. Eyjamenn fara með sigur af hólmi hér úr Hafnarfirðinum 2-0.
Eyða Breyta
93. mín
Víðir með skot framhjá.
Eyða Breyta
92. mín
Brandur með skot innan teigs, yfir markið. Hafði nægan tíma en skotið yfir.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn: 4 mínútur
Eyða Breyta
90. mín
Gunnar með svakalega vörslu eftir skot frá Sindra Snæ frá vítapunktinum!
Eyða Breyta
89. mín Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Víðir kominn aftur heim í ÍBV.
Eyða Breyta
85. mín Atli Guðnason (FH) Jákup Thomsen (FH)
Jákup ekki gert mikið í dag.
Eyða Breyta
85. mín
Atli Arnarson með skot innan teigs framhjá markinu. Engin hætta.
Eyða Breyta
83. mín
Atli Viðar með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Jónatani.
Eyða Breyta
82. mín
Jónatan Ingi með hornspyrnu frá hægri, yfir allan pakkann og boltinn í innkast hinum megin. Er þetta að fjara út fyrir FH-inga?
Eyða Breyta
81. mín
Fyrir nákvæmlega ári síðan unnu ÍBV, FH 1-0 í bikarúrslitum.

ÍBV líður greinilega vel að mæta FH 12. ágúst.
Eyða Breyta
80. mín
Atli Viðar með skot í hliðarnetið af stuttu færi. Þarna hefur maður séð Atla Viðar skora áður!

Jónatan átti sendingu fyrir á Atla Viðar, boltinn fór í Diogo á leiðinni og vildi Jónatan meina að boltinn hafi farið í hendina á Diogo. Hann lét amk. aðstoðardómarann heyra það eftir að Atli Viðar klúðraði.
Eyða Breyta
80. mín
Áhorfendatölur hér í Krikanum eru ekki komnar í hús en það er ansi fámennt, þó svo að hátt í 50 einstaklingar frá Hong Kong séu í stúkunni.
Eyða Breyta
79. mín
Stuðningsmenn FH eru farnir að baula hérna í stúkunni. Frammistaða liðsins ekki upp á marga fiska.
Eyða Breyta
75. mín Atli Viðar Björnsson (FH) Kristinn Steindórsson (FH)
Nú á Atli Viðar að bjarga málunum.
Eyða Breyta
73. mín Breki Ómarsson (ÍBV) Shahab Zahedi (ÍBV)

Eyða Breyta
72. mín
Gomes með langt innkast, Davíð Þór gerir vel, skallar boltann yfir Halldór Pál og þarna vantaði bara einhvern FH-ing til að pota boltanum yfir línuna!
Eyða Breyta
70. mín
Jæja, 20 mínútur eftir. Er ÍBV að sigla þessu heim?
Eyða Breyta
68. mín Priestley Griffiths (ÍBV) Jonathan Franks (ÍBV)
Fyrsta skipting gestanna.
Eyða Breyta
67. mín
Crawford með hörkuskot innan teigs sem Atli Arnarson nær að vera fyrir, réttur maður á réttum stað - vægast sagt.
Eyða Breyta
66. mín Jónatan Ingi Jónsson (FH) Cédric D'Ulivo (FH)
Crawford fer í hægri bakvörðinn og Jónatan á hægri kantinn.
Eyða Breyta
65. mín
Kaj Leo lætur landa sinn í marki FH, þurfa skutla sér og hafa fyrir skoti utan af velli.
Eyða Breyta
62. mín
Hjörtur Logi með viðstöðulaust skot utan teigs eftir að Halldór Páll hafði kýlt hornspyrnu Brands út fyrir teiginn.

Boltinn þó töluvert framhjá. FH-ingar þurfa að fara skapa sér meira úr þessum hornspyrnum sem þeir eru að fá.
Eyða Breyta
61. mín
Eftir fyrirgjöf frá hægri á Crawford viðstöðulaust skot í bakið á Diogo og yfir markið.

Hornspyrnuæði FH-inga heldur áfram...
Eyða Breyta
60. mín
Yvan Erichot tæklar boltann af Jákupi við endalínuna og FH-ingar fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
58. mín
Eftir klaufagang í vörn Eyjamanna fékk Jákup Thomsen boltann, vinstra megin við markið og reyndi skot sem fer framhjá fjærstönginni.

Jákup í erfiðri stöðu en ágætis tilraun.
Eyða Breyta
58. mín
Brandur með slaka hornspyrnu á nærstöngina sem Gunnar Heiðar skallar í innkast.
Eyða Breyta
57. mín
D'Ulivo með fyrirgjöf sem endar með því að varnarmaður ÍBV skallar aftur fyrir og FH-ingar fá enn einu hornspyrnuna.
Eyða Breyta
56. mín
FH-ingar vilja aukaspyrnu við vítateigslínuna, vilja meina að Sigurður Arnar hafi haldið í Steven Lennon en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
55. mín
Mikill sóknarþungi frá FH-ingum fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik!
Eyða Breyta
55. mín
Brandur með skot utan teigs sem Halldór Páll gerir vel og grípur.
Eyða Breyta
54. mín
Hallór Páll kýlir boltann út úr teignum eftir horn frá Brandi Olsen.
Eyða Breyta
54. mín
Diogo Coelho bjargar nánast á marklínu fyrir Eyjamenn!
Eyða Breyta
51. mín
Kaj Leo með ævintýralega skot tilraun langt utan af velli, beint á Gunnar í markinu.
Eyða Breyta
49. mín
Sindri Snær dæmdur rangstæður eftir fyrirgjöf númer tvö hjá ÍBV eftir hornspyrnuna sem þeir fengu.
Eyða Breyta
48. mín
Cédric D'Ulivo skallar aftur fyrir sitt eigið mark og Eyjamenn fá horn. Þarna bjargaði hann þeim á síðustu stundu.
Eyða Breyta
47. mín
Guðmundur Kristjánsson á skot eftir hornið í varnarmann og aftur fyrir. Þriðja hornið sem endar með skoti frá Lennon yfir markið.

Það var greinilegt að Guðmundur tók boltann með hendi áður en hann átti skotið en Ívar Orri hefur ekki séð það.
Eyða Breyta
46. mín
FH-ingar byrja af krafti, Hjörtur Logi með fína fyrirgjöf þar sem Kristinn Steindórsson er næstum kominn í fínt færi áður en Eyjamenn bjarga í horn.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Óbreytt lið hjá báðum liðum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks.

Heldur betur óvænt staða hér í hálfleik þar sem Eyjamenn leiða með tveimur mörkum frá Gunnari Heiðari.

Það er hinsvegar nóg eftir af leiknum og allt getur gerst.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Fyrir kjaftbrúk.

FH-ingar eru pirraðir.
Eyða Breyta
45. mín Mark - víti Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV), Stoðsending: Jonathan Franks
Gunnar Nielsen fer í vitlaust horn og Gunnar Heiðar skorar af öryggi.
Eyða Breyta
45. mín
ÍBV færi víti!

Hendi dæmd á Crawford!

Jonathan Franks með vægast sagt slaka fyrirgjöf sem fer beint í Crawford sem var fremsti varnarmaður FH innan teigs, Crawford var með hendur meðfram síðum en Ívar Orri dæmir vítaspyrnu. Hann virðist vera viss í sinni sök en hann var vel staðsettur þegar hann dæmdi.
Eyða Breyta
43. mín
Brandur Olsen með hornspyrnu fyrir FH-inga sem endar með því að Lennon á skalla rétt yfir eftir sendingu frá Kristni Steindórs.
Eyða Breyta
38. mín MARK! Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV), Stoðsending: Atli Arnarson
Það held ég nú! Eyjamenn eru komnir yfir hér í Hafnarfirðinum!

Frábær samleikur sem endaði með því að Atli Arnarson gaf fyrri markið á Gunnar Heiðar sem kom á hlaupinu og skoraði framhjá Gunnari í markinu.

Frábær sókn - Kaj Leo gerði vel, fann Atla inn í teig sem gaf síðan stoðsendinguna.
Eyða Breyta
37. mín
Jákup Thomsen með skot utan teigs beint á Halldór í markinu. Fín staða en skotið slakt.
Eyða Breyta
36. mín
Eyjamenn hafa verið sprækir hér í fyrri hálfleiknum og ekkert verið feimnir við það að sækja á markið. Eru alveg eins jafn líklegir að skora eins og FH-ingar.
Eyða Breyta
34. mín Gult spjald: Shahab Zahedi (ÍBV)
Shahab brýtur á Gomes á miðjum vellinum.

Hann er allt í öllu hérna í þessari textalýsingu.
Eyða Breyta
33. mín
ÍBV fær aukaspyrnu vinstra megin við vítateiginn. Kaj Leo tekur spyrnuna stutt, sendir boltann út á Shahab sem á skot í Guðmund Kristjánsson og boltinn fer út fyrir hliðarlínuna.
Eyða Breyta
31. mín Gult spjald: Cédric D'Ulivo (FH)
Fyrir kjaftbrúk.

Afhverju hann var að rífa kjaft veit ég ekki.
Eyða Breyta
30. mín
Þarna er Eddi Gomes stálheppinn!

Ívar Orri dæmir aukaspyrnu á Eddi fyrir að handsama boltann en Ívar sleppir honum með annað gula spjaldið. Þetta er athyglisvert í meira lagi.

Klárt gult spjald!
Eyða Breyta
26. mín
Steven Lennon brennur af þvílíku færi. Fær boltann á fjærstönginni, hefur nægan tíma til að athafna sig og á síðan þetta skot líka svona vel yfir markið.

Þarna viltu hitta á markið og láta að minnsta kosti markmanninn hafa fyrir því að verja frá þér, svitna og jafnvel eitthvað meira. Hausinn upp Lennon, næsta færi!
Eyða Breyta
23. mín
Loksins endar þessi sókn Eyjamanna með skoti frá Atla utan teigs, vel framhjá markinu.
Eyða Breyta
23. mín
Annað horn Eyjamanna er slakt, langt út í teiginn, Eyjamenn halda þó pressunni áfram og vinna þriðja hornið í röð.
Eyða Breyta
22. mín
Eftir hornið frá Kaj Leo endar boltinn hjá Shahab sem á skot sem Eddi Gomes fær í sig, sóknin heldur áfram, Kaj Leo fær boltann á skot í varnarmann FH og aftur fyrir. Annað horn.
Eyða Breyta
21. mín
Kaj Leo leikur sér með boltann innan teigs, á síðan hættulega fyrirgjöf sem Davíð Þór flikkar framhjá fjærstönginni og Eyjamenn fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
19. mín
Þvílík vörn Eddi Gomes!

Eftir mistök í vörn FH-inga voru Eyjamenn komnir í hættulega sókn tveir á tvö, Gunnar Heiðar sendi boltann á Shahab sem var kominn einn innfyrir gegn Gunnari en þá kemur tröllið í FH-vörninni, Eddi Gomes og gjörsamlega jarðar Shahab með tæklingu á hárréttum tíma.

Þetta var falleg sjón!
Eyða Breyta
17. mín
Crawford fellur innan vítateigs eftir baráttu við Sigurð Arnar en Ívar Orri dæmir réttilega ekki neitt.
Eyða Breyta
16. mín
Davíð Þór með sendingu inn í teig, ætlaða Steven Lennon en Lennon nær ekki til boltans í miðjum vítateig Eyjamanna og boltinn endar hjá Halldóri Páli.
Eyða Breyta
14. mín
Kaj Leo með spyrnuna í gegnum allan pakkann, Shahab fellur innan teigs og vildi meina að þarna hafi verið bakhrinding. Hann og Davíð Þór lenda eitthvað saman í kjölfarinu og Ívar Orri dómari kallar þá til sín og róar þá aðeins niður. Áfram gakk.
Eyða Breyta
13. mín Gult spjald: Eddi Gomes (FH)
Fyrir brot á Shahab eftir skyndisókn.
Eyða Breyta
12. mín
Steven Lennon kemst í gott færi en skot hans beint á Halldór sem þarf að hafa sig allan við til að verja boltann.

Frábært samspil hjá Lennon og Hjartar Loga sem gaf hælspyrnu á Steven Lennon sem skyndilega var kominn í gott færi.
Eyða Breyta
11. mín
Brandur Olsen með hornspyrnuna sem eftir klafs endar í höndum Halldórs Páls.
Eyða Breyta
10. mín
Brandur Olsen reynir skot eða fyrirgjöf af endalínunni af stuttu færi sem endar í höndum Halldórs sem þarf að slá hann aftur fyrir. Hornspyrna.
Eyða Breyta
9. mín
Kaj Leo fyrrum leikmaður FH með skot hérna utan teigs en yfir markið.
Eyða Breyta
8. mín
Ánægjulegt að sjá að Yvan Erichot er kominn aftur á knattspyrnuvöllinn en hann fékk mikið höfuðhögg í Evrópuleiknum gegn Sarpsborg á Hásteinsvelli fyrr í júlí mánuði og þurfti að kalla til sjúkrabifreiðar.

Hann er nú kominn aftur í hjarta ÍBV varnarinnar með einhversskonar höfuðband á hausnum.
Eyða Breyta
7. mín
Shabab með skot utan teigs framhjá markinu.
Eyða Breyta
6. mín
Gunnar Heiðar reynir að finna Sindra Snæ inn í teig, en Sindri Snær ákveður að láta boltann fara með þá hugsun að Jonathan Franks kæmi á hlaupinu fyrir aftan hann, en Franks var of langt í burtu og því rann sóknin út í sandinn.
Eyða Breyta
2. mín
Robbie Crawford með sendingu inn í teig á Steven Lennon sem reynir að taka boltann niður en á mislukkaða fyrstu snertingu og boltinn aftur fyrir.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður.

Eyjamenn leika í átt að Góu í fyrri hálfleiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja þá eru liðin komin út á völl og leikurinn fer að byrja hvað úr hverju.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í byrjunarliðunum í dag eru ekki nema tólf útlendingar og þar af eru sjö í byrjunarliði FH og fimm í ÍBV. Það verður að teljast ansi fámennt í byrjunarliði ÍBV miðað við, en þeir eru þó með tvo útlendinga á bekknum á meðan FH er með al-íslenskan varamannabekk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það má búast við því að það verði ansi fámennt í stúkunni hér í dag.

Gengi liðanna hefur ekki verið upp á marga fiska og á sama tíma er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni, City - Arsenal.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Varnarmaðurinn, Rennico Clarke sem var í byrjunarliði FH í síðasta leik er utan hóps í dag. Guðmundur Kristjánsson fer í miðvörðinn og á bekknum eru FH-ingar síðan bæði með Pétur Viðarsson og Viðar Ara sem geta leyst varnarstöðurnar í liði FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjá ÍBV er athyglisvert að sjá að enginn Derby Carrillo er í leikmannahóp þeirra en markvörðurinn hefur verið á bekknum að undanförnu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson gerir einnig þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-0 tapi liðsins gegn Fylki í síðustu umferð. David Atkinson, Dagur Austmann og Priestley Keithly fá sér allir sæti á bekknum og inn koma Yvan Erichot, Jonathan Franks og Diogo Manuel Goncalves Coelho.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ólafur Helgi Kristjánsson gerir þrjár breytingar á liði FH frá jafnteflinu gegn KA í síðustu umferð. Atli Guðnason og Viðar Ari Jónsson fara á bekkinn og þá er enginn Rennico Clarke í hóp hjá FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin fara að detta inn á næstu mínútum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH gerði jafntefli gegn KA fyrir norðan í síðustu umferð 1-1 á meðan ÍBV tapaði á heimavelli gegn Fylki 1-0.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í deildinni endaði með markalausu jafntefli í Vestmannaeyjum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH er í 5. sæti deildarinnar með 23 stig en ÍBV er hinsvegar í 9. sæti með 16 stig tveimur stigum frá fallsæti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
16. umferðin í Pepsi-deild karla hefst hér í Hafnarfirðinum þegar FH og ÍBV mætast, í einum af fjórum leikjum dagsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrikavelli.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('89)
10. Shahab Zahedi ('73)
11. Sindri Snær Magnússon (f)
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Yvan Erichot
30. Atli Arnarson
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson
77. Jonathan Franks ('68)
92. Diogo Coelho

Varamenn:
35. Víðir Gunnarsson (m)
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann
8. Priestley Griffiths ('68)
9. Breki Ómarsson ('73)
13. Ásgeir Elíasson
38. Víðir Þorvarðarson ('89)

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Thomas Fredriksen
Andri Ólafsson
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Shahab Zahedi ('34)

Rauð spjöld: