Ólafsvíkurvöllur
mánudagur 13. ágúst 2018  kl. 18:00
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Fantagott fótboltaveður. Engin rigning og engin sól. Lítil gola og 12 stiga hiti
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 203
Maður leiksins: Guðmundur Axel Hilmarsson - Selfoss
Víkingur Ó. 1 - 1 Selfoss
1-0 Nacho Heras ('32)
1-1 Emir Dokara ('74, sjálfsmark)
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Nacho Heras
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
6. Ástbjörn Þórðarson ('89)
8. Sorie Barrie
10. Kwame Quee
11. Jesus Alvarez Marin ('83)
13. Emir Dokara (f)
19. Gonzalo Zamorano
22. Vignir Snær Stefánsson ('83)

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
7. Sasha Litwin ('83)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
23. Sigurjón Kristinsson
27. Guyon Philips ('89)
28. Ingibergur Kort Sigurðsson ('83)
33. Ívar Reynir Antonsson

Liðstjórn:
Hilmar Þór Hauksson
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Vignir Snær Stefánsson ('65)
Kwame Quee ('90)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ármann Örn Guðbjörnsson
90. mín Leik lokið!
+9

Hrikalegt fyrir Víkinga að tapa stigum tvo leiki í röð gegn liðum í hinum hluta deildarinnar. Selfyssingar geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu í dag. Óheppnir að vinna ekki leikinn
Eyða Breyta
90. mín
+8

Nacho dæmdur rangstæður. Víkingar eru að flýta sér alltof mikið í sínum aðgerðum
Eyða Breyta
90. mín
+6

Leikurinn loksins kominn í gang
Eyða Breyta
90. mín
+4

Fjórar mínútur liðnar af uppbótartíma og ekkert af því farið í spil nánast. Emir lág í tvær mínútur og nú liggur Kristófer
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur Ó.)
+3

Virtist slá til Kristófers
Eyða Breyta
90. mín
+3

Loksins geta Selfyssingar tekið hornspyrnuna. Emir fer útaf til að fá aðhlynningu
Eyða Breyta
90. mín
+1

Selfoss á hornspyrnu. Emir Dokara liggur eftir á vellinum
Eyða Breyta
90. mín
6 mínútur í uppbótartíma
Eyða Breyta
89. mín Guyon Philips (Víkingur Ó.) Ástbjörn Þórðarson (Víkingur Ó.)
Lokaskipting heimamanna
Eyða Breyta
88. mín
Selfoss í nauðvörn.

Ibrahim Barrie með skot fyrir utan teig en boltinn kom við þrjá á leiðinni og var nánast stopp þegar hann kom til Stefáns Loga
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Gult fyrir brot
Eyða Breyta
85. mín
Víkingar grátlega nálægt því að koma boltanum í netið. Flott sókn þar sem Kwame fann Ása úti hægra megin. Ástbjörn kom boltanum strax fyrir á Gonzalo en Guðmundur Axel náði að trufla hann nægilega mikið
Eyða Breyta
83. mín Sasha Litwin (Víkingur Ó.) Jesus Alvarez Marin (Víkingur Ó.)
Ejub ekki lengur pollrólegur. Tvær breytingar á sama tíma
Eyða Breyta
83. mín Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.) Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Ingibergur kominn aftur eftir meiðsli
Eyða Breyta
82. mín
Nacho með tvær frábærar fyrirgjafir í röð þar sem Kwame beið á fjær. Guðmundur skallaði boltann í burtu í bæði skiptin
Eyða Breyta
79. mín Magnús Ingi Einarsson (Selfoss) Aron Ýmir Pétursson (Selfoss)
Síðasta breyting gestanna. Ejub ennþá pollrólegur í þeim aðgerðum
Eyða Breyta
77. mín
SELFOSS SKORAR AFTUR!

En Egill er búinn að dæma áður en Kristófer Páll kemur boltanum í netið. Brotið á Emir
Eyða Breyta
77. mín
Frábært spil hjá Selfossi!

Kenan, Tokic og Kristófer Páll spila vel saman og senda Inga í gegn vinstra megin. Reynir fasta sendingu fyrir markið en hún finnur engann
Eyða Breyta
76. mín
Víkingar lyfta sér ofar á völlin eftir jöfnunarmarkið.
Eyða Breyta
74. mín SJÁLFSMARK! Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Fyrirliðinn stangar boltann í eigið net eftir aukaspyrnu frá Inga Rafn

Selfyssingar hafa jafnað leikinn.
Eyða Breyta
72. mín
Þá er langskotið hjá Ibrahim Barrie komið. Skoraði í fyrstu umferð með langskoti og hefur tekið skot fyrir utan teig í öllum leikjum síðan held ég. Auðvelt fyrir Stefán Loga
Eyða Breyta
71. mín
Víkingar með tækifæri á hraðri skyndisókn en sending Emirs sem var ætluð Gonzalo geigaði
Eyða Breyta
69. mín Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss) Aron Ýmir Pétursson (Selfoss)
Önnur skipting gestana
Eyða Breyta
68. mín
Vignir og Aron Ýmir lenda í samstuði. Boltinn var dauður og Vignir fyrri til í boltann. Aron sparkaði í Vigni og dómarakast niðurstaðan
Eyða Breyta
66. mín
Fran svellkaldur þarna. Kom út úr boxinu til að ná í boltann. Tokic pressaði stíft á hann. Fran fíflaði hann bara og losaði sig rólega við boltann
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Kom aðeins of seinn inní Guðmund Axel
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Að mínu mati aldrei gult spjald á þetta... Fran greip fyrirgjöf og hljóp á Svavar og svoleiðis kastaðist frá honum
Eyða Breyta
62. mín Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Fyrsta skipting leiksins
Eyða Breyta
61. mín
Emmanuel með hnitmiðaða sendingu á Kwame í svæðið sem hafði nóg pláss á hægri kantinum. Reyndi að finna Gonzalo en sendingin kom í mjög óþæginlegri hæð
Eyða Breyta
59. mín
Ástbjörn með misheppnað skot á hægra horni vítateigsins. Virtist eitthvað óöruggur áður en hann skaut.
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss)
Braut á Gonzalo
Eyða Breyta
57. mín
Mögnuð sending hjá Kenan!

Sendir Svavar í gegn vinstra megin með fáránlega góðri sendingu. Svavar kom með hnitmiðaða sendingu fyrir markið á Tokic en skot hans beint í varnarmann
Eyða Breyta
56. mín
Spyrnan rétt yfir slánna frá Gonzalo
Eyða Breyta
55. mín
Ástbjörn nælir í aukaspyrnu rétt fyrir framan vítateiginn. Sýnist Gonzalo ætla að taka spyrnuna
Eyða Breyta
54. mín
Lítið í gangi núna. Mikið um feilsendingar
Eyða Breyta
51. mín
Emir stígur Kenan út sem lætur sig falla með látum. Víkingar stöðva leikinn og Emir hjálpar Kenan upp og hlær af honum
Eyða Breyta
50. mín
Nacho mættur aftur inná en mér finnst hann ekki líta út fyrir að líða vel
Eyða Breyta
49. mín
Antonio sjúkraþjálfari enn að hlúa að Nacho. Virðist ekki heill heilsu
Eyða Breyta
47. mín
Nacho Heras liggur á vellinum eftir slæma lendingu. Fór uppí skallabolta við Gylfa og Lennti illá á mjóbakinu. Tokic heimtar að liðsfélagar sínir sendi boltann beint útaf
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Leikurinn hafinn á ný
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Víkingar leiða 1-0 í hálfleik
Eyða Breyta
45. mín
Frábær vinnsla hjá Ástbirni. Elti Gylfa og tók af honum boltann. Fann Jesus sem sömuleiðis fann Gonzi. Gonzalo sneri og hafði nóg pláss til að skjóta. Lét vaða en auðvelt fyrir Stefán Loga
Eyða Breyta
44. mín
Kwame og Stefán Ragnar í miklu kapphlaupi hægra megin. Kwame er sneggri en missir boltann útaf í markspyrnu
Eyða Breyta
43. mín
Fyrsta "marktilraun" Selfyssinga. Langt innkast sem Kenan flikkar áfram og beint á Fran í markinu.
Eyða Breyta
41. mín
Vignir Snær með tvær virkilega flottar fyrirgjafir á stuttum tíma fyrir Ólsara. Kwame og Gonzi eru ekki háir í loftinu og eiga erfitt með að vinna Guðmund Axel, sem er 2 metrar á hæð í loftinu
Eyða Breyta
39. mín
Kenan með gullfallega sendingu á Tokic en hann nær ekki að fara framhjá Michael. tapar boltanum. Hefur átt erfitt með að athafna sig í þessum fyrri hálfleik. Fær lítið pláss á boltanum
Eyða Breyta
36. mín
Víkingar vilja vítaspyrnu. Gonzalo vill fá dæmt á bakhrindingu á Kenan. Ekkert að þessu og réttilega markspyrna dæmd
Eyða Breyta
34. mín
Víkingar halda áfram að sækja þrátt fyrir að vera komnir yfir í leiknum. Jesus er að byrja sinn fyrsta leik fyrir liðið og hefur verið allt í öllu í uppspili Víkinga. Stjórnar ferðinni á miðjunni
Eyða Breyta
33. mín
Netið datt út í smá tíma og er það ástæðan fyrir því hversu hratt þessar síðustu færslur komu hverjar á fætur annari.
Eyða Breyta
32. mín MARK! Nacho Heras (Víkingur Ó.), Stoðsending: Kwame Quee
Kwame tók hornið og Nacho Heras mætti á nær og stangaði boltann inn í markið framhjá Stefáni Loga.

1-0
Eyða Breyta
31. mín
Gonzalo í mjög góðu færi vinstra megin í teignum. Fast skot sem Stefán Logi varði í horn
Eyða Breyta
30. mín
Emir Dokara með skot fyrir utan teig en rétt framhjá markinu
Eyða Breyta
28. mín
Kwame og Gonzalo í skyndisókn. Gonzalo tók á sprett við hliðiná Kwame. Sendingin hræðileg frá Kwame og auðvelt fyrir vörn Selfoss að eiga við þetta
Eyða Breyta
27. mín
Arnar Logi Sveinsson með versta leikaraskap ársins (Staðfest).

Mikil þvaga leikmanna beggja liða í vítateig Víkings fyrir hornspyrnu. Arnar ákvað að henda sér niður þegar Egill dómari var að tala við Emmanuel og Guðmund Axel.

Get sagt ykkur það kæru lesendur að ég spilaði nokkrum sinnum við kauða í yngri flokkunum og lennti ég nokkrum sinnum í hræðilegum dýfum frá honum.
Eyða Breyta
25. mín
Selfyssingar að færa sig töluvert upp á skaftið hérna. Sækja stíft núna
Eyða Breyta
23. mín
Emir Dokara vann boltan og kom honum strax á Kwame í svæðið. Tók svo rosalegan sprett upp völlinn og vildi fá fyrirgjöf. Kwame fékk tvær tilraunir til að koma með boltann fyrir markið en mistókst í bæði skiptin
Eyða Breyta
21. mín
Egill dómari búinn að taka þrjá leikmenn Selfoss á tiltal. Arnar Loga fyrir brot og Stefán Ragnar og Ivan fyrir tuð. Styttist í fyrsta spjaldið held ég
Eyða Breyta
19. mín
Frábært hlaup hjá Gonzalo. Tók á rás upp vinstra megin og fór illa með Guðmund. Reyndi að finna Kwame sem hefði bara þurft að stýra honum á markið til að skora. Stefán fyrirliði réttur maður á réttum stað. Kom hættunni frá
Eyða Breyta
17. mín
Ekkert varð svo úr hornspyrnunni frá Gonzalo. Beint á fyrsta mann
Eyða Breyta
16. mín
Skot uppúr engu frá Kwame. Í fyrirgjafastöðu reyndi hann að lyfta boltanum yfir Stefán Loga. Stefán var ekki á línunni og brást vel við og náði að blaka boltanum yfir slánna
Eyða Breyta
13. mín
Jesus Alvarez gaf boltann frá sér klaufalega og braut svo á Kenan. "Jesús minn" heyrist úr stúkunni. Klassa komedí í Ólafsvík
Eyða Breyta
12. mín
Flott skyndisókn hjá Víkingum þar sem Gonzalo tók á sprett. Fann Kwame með snilldar gabbhreyfingu. Kwame hafði pláss og tók á sprett. Reyndi svo skot fyrir utan teig en það rataði alla leið í innkast
Eyða Breyta
11. mín
Michael og Emmanuel í yfirvinnu við að skalla boltana frá eftir langar sendingar
Eyða Breyta
9. mín
Selfoss fær aukaspyrnu við miðlínuna og fjölmenna í boxið hjá Víkingum. Stefán fyrirliði kemur með boltann fyrir

Víkingar koma boltanum frá
Eyða Breyta
7. mín
Tokic er í strangri gæslu hjá varnarlínu Víkings. Emir hefur líklegast sagt Emmanuel og Michael hversu góður markaskorari hann var fyrir Víkinga hér um árið
Eyða Breyta
5. mín
Víkingar með sitt annað skot á markið. Gonzalo fékk boltann á hægri kantinum úr innkasti og kom með góðan bolta í teiginn. Boltinn rataði beint á Vigni sem tók alltof laust skot. Í staðinn fyrir að negla með ristinni þá reyndi Vignir að setja hann innanfótar viðstöðulaust. Auðvelt fyrir Stefán Loga
Eyða Breyta
3. mín
Víkingar fá innkast við hornfánann. Emir Dokara skipaði Vigni að færa sig og ákvað að freista þess að kasta langt inn í boxið. Innkastið tók góðan tíma þar sem Emir beið þartil sínir stærstu liðsfélagar væru mættir í boxið. Það fór ekki betur en svo að Emir missti boltann og kastaði beint upp í loftið. Vitlaust innkast dæmt. Skrautlegt hjá fyrirliðanum
Eyða Breyta
1. mín
Strax komið skot á markið í leiknum og það tók ekki meira en 20 sekúndur. Boltinn datt fyrir Kwame sem tók hann framhjá Guðmundi Axel og náði skoti en beint á Stefán Loga í markinu
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Víkingar hefja leikinn og sækja í átt að sundlaug ólafsvíkur í fyrri hálfleik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður spennandi að sjá hvernig Kenan Turudija og Hrvoje Tokic standi sig í dag en þeir hafa báðir leikið fyrir Víkings liðið í gegnum tíðina. Kenan Turudija var hjá liðinu í þrjú ár og lék með liðinu alls 59 leiki í deild og bikar. Þar á meðal 34 í efstu deild. Hrvoje Tokic lék einnig með liðinu eitt og hálft tímabil og á að baki 29 leiki með Víkingum þar sem hann skoraði 21 mark áður en Tokic hélt til Breiðabliks.

Tokic kom fyrst til liðsins um mitt tímabil árið 2015 og lék þá 8 leiki með liðinu í 1. deildinni og skoraði í þeim leikjum 12 mörk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingar eru staddir í þriðja sæti deildarinnar. Tveimur stigum frá Skagamönnum sem sitja á toppi deildarinnar. Með sigri í kvöld kemst liðið í toppsætið tímabundið en Skagamenn eiga leik á morgun. Einnig eiga HK leik á morgun og geta þá komist aftur uppfyrir Víkinga takist Ólsurum að vinna í dag.

Selfoss hins vegar situr á botni deildarinnar eftir að hafa tapað síðustu 4 leikjum sínum í deildinni. Í síðustu umferð tapaði liðið fyrir Magna fyrir norðan. Takist sunnanmönnum að sigra í kvöld geta þeir tekist á flug og farið alla leið upp í 9 sæti
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er sá fyrsti í 16 umferð en restin af umferðinni fer fram á morgun, Þriðjudaginn 14. ágúst. Ástæðan fyrir því að þessi leikur fer fram degi fyrr er sú að heimalið kvöldsins, Víkingur Ólafsvík á leik á Fimmtudaginn næsta í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem liðið fer í heimsókn í Kópavoginn þar sem lærissveinar Ejubs mæta Breiðablik um sæti í úrslitum Bikarkeppninar
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn kæru lesendur fótbolta.net og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á leik Víkings Ólafsvíkur og Selfoss í 16 umferð Inkasso-Deildar karla í knattspyrnu
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
3. Gylfi Dagur Leifsson
6. Aron Ýmir Pétursson ('69) ('79)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez ('62)
11. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
18. Arnar Logi Sveinsson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
24. Kenan Turudija
90. Hrvoje Tokic

Varamenn:
32. Pétur Logi Pétursson (m)
4. Jökull Hermannsson
10. Ingi Rafn Ingibergsson ('62)
12. Magnús Ingi Einarsson ('79)
19. Þormar Elvarsson
20. Bjarki Leósson
22. Kristófer Páll Viðarsson ('69)

Liðstjórn:
Jóhann Árnason
Dean Edward Martin (Þ)
Baldur Rúnarsson
Einar Ottó Antonsson

Gul spjöld:
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('58)
Svavar Berg Jóhannsson ('64)
Arnar Logi Sveinsson ('86)

Rauð spjöld: