Origo völlurinn
mánudagur 13. ágúst 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Hægur andvari á annað markið, 13 stiga hiti og alskýjað. Teppið flott og flottar aðstæður framundan.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 853
Maður leiksins: Patrick Pedersen
Valur 4 - 0 Grindavík
1-0 Patrick Pedersen ('16)
2-0 Patrick Pedersen ('34)
3-0 Patrick Pedersen ('66)
3-0 Tobias Thomsen ('90, misnotað víti)
4-0 Kristinn Ingi Halldórsson ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f) ('86)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen ('68)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('73)
11. Sigurður Egill Lárusson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
13. Arnar Sveinn Geirsson
16. Dion Acoff
19. Tobias Thomsen ('68)
23. Andri Fannar Stefánsson ('86)
71. Ólafur Karl Finsen ('73)

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
90. mín Leik lokið!
Frábær frammistaða Valsara, alltof sterkir fyrir Grindvíkinga.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Eyða Breyta
90. mín MARK! Kristinn Ingi Halldórsson (Valur), Stoðsending: Tobias Thomsen
Fínt víti hjá Thomsen en Jajalo ver vel út í teiginn og Kristinn Ingi fyrstur á boltann.
Eyða Breyta
90. mín Misnotað víti Tobias Thomsen (Valur)

Eyða Breyta
90. mín
Víti fyrir Val.

Hárrétt, Kristinn Ingi togaður niður í teignum.
Eyða Breyta
90. mín
3 mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
90. mín
Hef trú á að leik sé að mestu lokið hér...lítið í gangi.
Eyða Breyta
86. mín Andri Fannar Stefánsson (Valur) Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Andri að fá sjaldséðar mínútur hér.
Eyða Breyta
86. mín
Þverslá.

Sending frá Sigurði Agli á fjær, Kristinn Ingi lobbar yfir Jajalo en í þverslána.
Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)

Eyða Breyta
81. mín Matthías Örn Friðriksson (Grindavík) Nemanja Latinovic (Grindavík)

Eyða Breyta
75. mín
Púðrið að fara úr leiknum.

Valsmenn að sigla þessu heim, pottþétt með annað augað á Sherriff leiknum á fimmtudag. Grindjánar ná ekki neinu taki á leiknum þessa stundina.
Eyða Breyta
73. mín Ólafur Karl Finsen (Valur) Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Hrein skipting.
Eyða Breyta
68. mín Tobias Thomsen (Valur) Patrick Pedersen (Valur)
Heiðursskipting og til að hafa Pedersen kláran í næsta verkefni sem er jú Evrópuleikur.

Geggjuð frammistaða Pedersen í kvöld!!!
Eyða Breyta
66. mín MARK! Patrick Pedersen (Valur), Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Game set and match.

Löng sending á Hauk sem gerir vel í að skalla fallhlíf yfir varnarmenn gestanna, Patrik með enn eina hágæðaafgreiðsluna.
Eyða Breyta
63. mín Will Daniels (Grindavík) Sito (Grindavík)
Sito búinn að vera virkilega flottur...Daniels þarf að fylla það skarð.
Eyða Breyta
62. mín
Jajalo bjargar með góðu úthlaupi stungusendingu sem Kristinn rétt var að ná.

Liggur eftir.
Eyða Breyta
61. mín
Pedersen í fínu skotfæri eftir upphlaup Sigurðar Egils en tekur aukasnertingu þannig að varnarmaðurinn lokar á og skotið verður lint.
Eyða Breyta
59. mín
Aron Jó í mjög góðu færi, sloppinn í gegn en Anton varði hrikalega vel í horn sem ekkert varð úr.
Eyða Breyta
56. mín
Dauðafæri!

Gunnar Þorsteins fær boltann á markteigslínunni eftir horn og tiltölulega óáreittur neglir hann boltanum framhjá.
Eyða Breyta
52. mín
Grindavík aðeins að færa til.

Joensen er á kantinum og Sito uppi á topp.
Eyða Breyta
49. mín
Byrjar afskaplega rólega hér.

Sóknaákafi Valsara ekki eins og í lok fyrri.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Í gang á ný...engar breytingar.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Sanngjörn staða...

Að minnsta kosti.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Kristijan Jajalo (Grindavík)
Kjánalegt hjá Jajalo.

Fékk dæmt brot og rauk í Pedersen, þegar Vilhjálmur kom að skakka leikinn ákvað markmaðurinn að ýta við dómaranum. Að sjálfsögðu spjald á svoleiðis bull.
Eyða Breyta
42. mín
Pedersen með skot úr teignum en Jajalo fer létt með þetta...

Eyða Breyta
41. mín Aron Jóhannsson (Grindavík) Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Hljóta að vera meiðsli hér á ferð.
Eyða Breyta
38. mín
Gunnar Þorsteins dettur og Einar Karl er sloppinn vel frá varnarlínu Grindavíkur og á gott skot sem Jajalo varði vel.
Eyða Breyta
37. mín
Dauðafæri Valsara.

Ívar á flottan þríhyrning við Pedersen og er sloppin í gegn í teignum fjær. Neglir framhjá fjærhorninu.
Eyða Breyta
34. mín MARK! Patrick Pedersen (Valur), Stoðsending: Kristinn Ingi Halldórsson
Aftur Pedersen að klára á flottan hátt.

Birkir á fasta sendingu upp hægra megin sem Kristinn Ingi gerir virkilega vel í að ná að koma fyrir, henti sér í tæklingu sem varð frábær sending út í teig þar sem Pedersen klíndi í fjærhornið.
Eyða Breyta
32. mín
Pedersen í fínu skotfæri eftir sendingu Kristins Inga en hittir illa og boltinn fer langt framhjá.
Eyða Breyta
30. mín
Hedlund bregður sér í sóknina og á hörkuskot sem varnarmenn Grindavíkur koma í horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
29. mín
Hewson með skot töluvert utan teigs en ekki langt yfir.

Gestirnir eru vaknaðir.

Eyða Breyta
28. mín
Þverslá!

Horn Grindvíkinga ratar á fjarsvæðið þar sem Sigurjón fær hann óvart og "lærar" boltann í slánna og Valsarar hreinsa svo frá.

Eyða Breyta
27. mín
Aftur Sito...og aftur ver Anton í horn.
Eyða Breyta
26. mín
Bíddu bíddu.

Grindavík að vakna, Sito köttar frá vinstri og á fast skot sem Anton þarf að hafa töluvert fyrir að verja í horn.

Úr því verður ekkert.

Eyða Breyta
23. mín
Tamburini á fyrsta alvöru skotið fyrir gestinna.

Rétt utan teigs en þessi er vel framhjá.
Eyða Breyta
21. mín
Aukaspyrna Vals á hættulegum stað.

Grindvíkingar ná að skalla þessa frá og síðan hreinsa.
Eyða Breyta
20. mín
Enn Valsarafæri, Birkir kemst upp hægra megin og sendir inn í teig, Grindvíkingar ná að hreinsa naumlega.
Eyða Breyta
18. mín
Hætta úr horni frá Ívari, Grindvíkingar ná að skalla naumlega frá í langt innkast. Upp úr því á Eiður skalla rétt framhjá.
Eyða Breyta
16. mín MARK! Patrick Pedersen (Valur), Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Geggjað mark!

Frábær sending Einars úr djúpinu á vítapunktinn þar sem Kristinn nikkaði rétt vinstra megin við sig og Pedersen kláraði fagmannlega. Fyllilega sanngjarnt.
Eyða Breyta
14. mín
Kristinn Ingi á hér skot töluvert langt framhjá og yfir.

Við erum með mann á Stinnavaktinni hér uppi...það er fínt að heyra almennilega útskýringu á hans vinnu og frammistöðu!
Eyða Breyta
13. mín
Óli Jó vill víti hérna segir boltann hafa farið í hönd Grindvíkings í rennitæklingu.

Smiðurinn segir ungu mönnunum í dómaratreyjunum til synda. Þeir eru yfirvegaðir, Ívar fær duglegt spjall bara.
Eyða Breyta
11. mín
Valsmenn miklu sterkari hérna, eru að komast í öflugar sóknir og í álitlegar stöður en ennþá ekki komið sér í nægilega öflug færi.
Eyða Breyta
10. mín
Grindavík spilar 541

Jajalo

Latinovic - Sigurjón - Björn - Gunnar - Tamburini

Sito - Gomes Mateo - Hewson - Alexander

Joensen
Eyða Breyta
7. mín
Valur stillir upp 4231.

Anton

Birkir - Hedlund - Eiður - Ívar

Haukur - Einar

Kristinn H. - Kristinn F. - Sigurður Egill

Pedersen.
Eyða Breyta
5. mín
Aftur færi hjá Val.

Einar Karl með sendingu í gegn en Patrik skýtur framhjá í fínu færi.

Valur með öll tök hér í byrjun.
Eyða Breyta
4. mín
Flott færi Valsara upp úr horni, Pedersen átti að gera betur hér, lyfti hátt yfir úr markteignnum.

Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta færið er Valsara, fínt upphlaup frá hægri endar í skotfæri fyrir Kristinn Frey sem skýtur nokkuð hátt yfir af teignum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Kick off
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík vann uppkastið og sparka í átt að Öskjuhlíð, Valsarar byrja og sparka í átt að Hallgrímskirkju.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Einar heimaleikjastjóri gafst upp a biðinni og keyrði leikinn bara í gang með inngöngumarsinum hér.

We are ready for it...
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið að leiða hér inn á völlinn glæsilega fulltrúa Vals í 3.flokki kvenna, þær urðu í 2.sæti á Gothia Cup nú nýlega.

Hjartanlega til hamingju með árangurinn stelpur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bjarni Ólafur Eiríksson er ekki í leikmannahópi Valsmanna en Hlíðarendaliðið er milli Evrópuleikja og ástæðan gæti verið sú að hann sé hvíldur. Ívar Örn Jónsson byrjar.

Kristinn Ingi Halldórsson fær sjaldgæfan byrjunarliðsleik hjá Valsmönnum í kvöld.

Grindvíkingar tefla fram sama byrjunarliði og vann Víking í síðasta leik.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Allt á fullu í undirbúningnum úti á velli...GNR í græjunum, milt og gott veður.

Frábært tilefni að koma og horfa á fótboltaleik...nóg pláss í stúkunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og hægt að nálgast þau hér til hliðanna.

Bjarni Ólafur Eiríksson er ekki í leikmannahópi Valsmanna en Hlíðarendaliðið er milli Evrópuleikja og ástæðan gæti verið sú að hann sé hvíldur. Ívar Örn Jónsson byrjar.

Kristinn Ingi Halldórsson fær sjaldgæfan byrjunarliðsleik hjá Valsmönnum í kvöld.

Grindvíkingar tefla fram sama byrjunarliði og vann Víking í síðasta leik.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Flautuleikarar og flaggarar kvöldsins eru þannig skipaðir.

Vilhjálmur Alvar er að flauta, Gylfi Már og Birkir synir Sigurðar (þó ekki þess sama - held ég) eru á flöggunum, Ívar Orri er til vara og eftirlit með þeim er í höndum Guðmundar Sigurðssonar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er fyrsti leikur Valsmanna í deildinni eftir Verslunarmannahelgina, síðast léku þeir við Fylki 30.júlí og gerðu þá markalaust jafntefli.

Grindvíkingar unnu líka síðasta leik, 2-1 sigur á Víkingum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Með sigri í kvöld gætu Valsmenn farið á toppinn, en þó aldrei neðar en í 2.sæti.

Sigri gestirnir lyfta þeir sér upp fyrir KR og FH og fara í 4.sæti deildarinnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna var í 5.umferð deildarinnar.

Þann leik unnu Grindvíkingar 2-1. Aron Jóhannsson skoraði fyrst fyrir Grindavík, Patrick Pedersen jafnaði fyrir Val en José Vergara skoraði sigurmark Suðurnesjapilta í blálokin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er hluti 16.umferðar deildarinnar en Valsmenn eiga þó enn eftir að leika einn leik til að ná þeirri leikjatölu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Grindavíkur í PEPSI-deild karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Nemanja Latinovic ('81)
6. Sam Hewson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('41)
11. Elias Tamburini
17. Sito ('63)
22. René Joensen
24. Björn Berg Bryde
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
1. Maciej Majewski (m)
3. Ingi Steinn Ingvarsson
7. Will Daniels ('63)
9. Matthías Örn Friðriksson ('81)
14. Hilmar Andrew McShane
21. Marinó Axel Helgason
23. Aron Jóhannsson ('41)

Liðstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Orri Freyr Hjaltalín

Gul spjöld:
Kristijan Jajalo ('45)
Rodrigo Gomes Mateo ('84)

Rauð spjöld: